Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 Fréttir DV íslenska ákvæðið í Kyoto-bókuninni lokkar og laðar: Ný stóriðja fær framleiðslustyrk 5-10 milljarða styrkur á ári í pottinum „Ekki er vitað hvað losunarheim- ildir koma til með að kosta en tölur á bilinu 10 til 25 Bandaríkjadollarar hafa komið fram sem líklegt verð. Verðmæti íslenska ákvæðisins gæti þvi árlega numið á annan milljarð króna, eða á bilinu 5 til 10 milljarða króna á fyrsta skuldbindingartíma- bilinu." Þetta segir Tryggvi Felix- son, framkvæmdastjóri Landvernd- ar, í grein á heimasíðu samtakanna þar sem hann er að gera grein fyrir þróun Kyoto-bókunarinnar eftir fundinn í Bonn í sumar. „Framan- greind fjárhæð gæti orðið ígildi framleiðslustyrks til nýrra orku- frekra iðnfyrirtækja eins og álvera og járnblendiverksmiðja. Á alþjóð- lega vísu gæti staðsetning orkufreks iðnaðar á íslandi orðið enn fýsilegri en hingað til. Þetta þýðir að sjálf- sögðu að áhugi á byggingu og rekstri virkjana vex að sama skapi,“ segir Tryggvi enn fremur. Ýmsir hafa orðið til þess að beina at- hyglinni aö stöðu íslands gagnvart Kyoto-bókuninni í kjölfar augljós- lega vaxandi áhuga á álframleiðslu og raunar annarri stóriðju á Islandi og talið að tengsl væru milli þess áhuga og hugsanlegrar hlutdeildar í þeim „framleiðslustyrk" sem íslenska ákvæðið felur í sér. Sérstaka athygli vekur í þessu sambandi að öll þessi nýju ver eiga að vera komin í gagn- ið fyrir 2008, þegar næsta viðmiðun- artímabil Kyoto-bókunarinnar Tryggvi Felixson. Álverin stækka Lítiö lát viröist vera á stækkunaráformum þeirra álvera sem starfrækt eru í landinu. Hér sést teikning af stækkun ÍSALs. hefst. Ljóst er að íslenska ákvæðið er ekki kveikjan að því að ásóknin í að setja upp álverksmiðjur hér er svo mikil sem raun ber vitni, enda voru þreiflngar um slíkt hafnar áður en það kom í höfn. Hins vegar er ekki ólíklegt að tilkoma þess liðki fyrir. „Mér finnst ekkert ólíklegt að ís- lenska ákvæðið hafi áhrif á áhuga fyrirtækja á að koma hingað. Norð- menn eru að undirbúa kvótakerfi í losun gróðurhúsalofttegunda og Norsk Hydro gerir sér væntanlega grein fyrir að þeir verða settir undir slíkt kerfl í Noregi," segir Tryggvi Felixson í samtali við DV. Hann seg- ir að á sama tíma séu Kanadamenn enn undir Kyoto-bókuninni - það séu einungis Bandaríkjamenn sem „hafi hlaupið frá því“ - en þar og í fleiri ríkjum, þar sem veruleg álfram- leiðsla sé, lendi undir þaki Kyoto- bókunarinnar. „Þeir sem eru fram- sýnir í ákvarðanatöku eigi e.t.v. möguleika á að losna undan losunar- þaki í framtíðinni," segir Tryggvi. Svlðsmynd Jökulsárlón á Breiöamerkursandi og umhverfi þess er jafnan eftirsótt myndefni. Hér er veriö aö gera auglýsingamynd fyrir Hyundai-bifreiöar og sleöahundar, selskinn á þönum og fiskur á trönum bregöa grænlenskum blæ á sviöiö. DV-MYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÖTTIR Hola í höggi Anna er hér viö brotna gluggann sem búiö var aö byrgja til bráöa- birgöa en í hendinni heldur hún á golfkúlunni. Fékk golfkúlu gegnum eldhús- gluggann DV, GRUNDARFIRDI: Anna Aðalsteinsdóttir brá sér af bæ um helgina sem kannski er ekki í frásögur færandi nema þegar heim var komiö var eldhúsglugginn brot- inn. Sökudólgurinn, golfkúla, lá sakleysisleg á gólfinu. Greinilegt var að einhver hafði verið að æfa golf á Þríhyrningnum, sem er grænt svæði, með þessum afleiðingum og þykir mildi að enginn var við glugg- ann er óhappið átti sér stað. Anna segist ekkert hafa á móti því að fólk æfi golf á þessu svæði en vill koma því á framfæri að notaðar séu svo- kallaðar æfingakúlur sem ekki valda eins miklum skaða. Eigandi kúlunnar getur vitjað hennar á Grundargötu 15 - ef hann þorir. -DVÓ/SHG Samgönguráðuneytið skerst í Rússaleikinn á Marz Ak: Norsk yfirvöld beöin um aöstoö - viö að koma lögskráningu skipverja í lag Samgönguráðuneytið hefur sent norskum yfirvöldum beiðni þess efnis að þau sjái um að ísfisktogarinn Marz AK-80 láti ekki úr höfn í Oksfjord í Noregi án þess að lögskráningu skip- veija sé komið í lag. Skipið kom inn til Oksfjord sl. þriðjudagsmorgun. Ólafúr Þór Hauksson, sýslumaður á Akra- nesi, sendi ráðuneytinu bréf eftir að hann hafði fengið staðfest að togarinn væri kominn til hafnar, þar sem hann óskaði liðsinnis þess í málinu. Sýslumannsembættið á Akranesi fékk í síðustu viku staðfest að átta Rúss- ar væru um borð í Marz AK sem hefur verið að veiðum á Barentshafi. Grunur leikur á að þeir séu óskráðir og þar með ólöglegir. Embættið hefur krafið útgerð- araðilann um skýringar á veru Rúss- anna um borð. Hann sagði þá að þeir væru ekki hluti af áhöfninni. Engin tilkynning hefur borist um skráningu rússneskra sjómanna á skipið. Séu þeir að störfum á því er um að ræða klárt brot á lögskráningarregl- um og atvinnuleyfisveitingu útlend- inga hérlendis. „Það er ljóst samkvæmt íslenskum lögum að skipið má ekki fara úr höfn nema lögskráning skipverja sé í lagi,“ sagði Ólafur Þór við DV. Einungis sjö eru lögskráðir í áhöfn Marz AK sem er 526 brúttótonn að stærð. Venja er að 15-16 menn séu í áhöfn togara af þessari stærð. Útgerð- araðilinn hefur sagt við DV að 7-8 ís- lendingar séu við störf á skipinu. Því vekur það athygli að útgerðin lét tryggja 15-16 manna áhöfh áður en tog- arinn hélt frá landi. Talið er að Rúss- arnir sem eru á skipinu hafi komið um borðíNoregi. -JSS Fjölmenni og danskt grín á dönskum dögum: Nektarsúla fór á 15 þúsund kall! DV, STYKKISHÓLMI: Eina alvöru nektardanssúlan í Stykkishólmi, gripur sem var smíðaður í bænum forðum fyrir eina nektardansstaðinn, seldist á aksjón á dönskum dögum fyrir 15 þúsund krónur! Nokkrir kátir smábátasjómenn keyptu og ætla aö setja súluna upp í skemmu sem þeir eiga við höfnina. Danskir dagar í Stykkishólmi um helgina tókust afburðavel að öllu leyti enda var um mjög góða dagskrá að ræða. Tjaldsvæðin voru öll full og öll gisting full- nýtt.' Erill hjá Iðgféglunni var Nektarsúla í boði Þegar nektardanssúlan var boöin upp færöist líf í tuskurnar og boöin mögnuöust. Aö lokum fór súlan á stórfé, 15 þúsund krónur. svona rétt eins og um venjulega helgi. Furðufataganga leikskólabarna setti svip á bæinn á fostudeginum og mikið var um að vera svo sem brekkusöngur, uppboð Lions- manna, bryggjuball og alls kyns tónleikar og stórbrotin flugelda- sýning í boði smábátasjómanna. Ferðamaður sem DV ræddi við sagðist sjaldan hafa skemmt sér annað eins. Það væri rosalega skemmtilegt að koma í Stykkis- hólm og örugglega færi hann á næstu dönsku daga að ári. -DVÓ * Umsjón: Höröur Kristjánsson netfang: hkrist@ff.is Eggert hættur Ekkert lát er á flótta fólks af Stöð 2 en eins og við greindum frá í heita pottinum í gær hverfur nú þaðan hver skrautfjöðrin af annarri, svo sem Helga Guð- rún Johnson, sem hefur tilkynnt brottför sína. Nú er ljóst að Eggert Skúlason, sá skel- eggi fréttamaður, hefur sagt skilið við fleytuna uppi á Lynghálsi. Eggert á að baki farsælan fréttamannsferil á Stöðinni í áratug, auk þess að smíða haganlega veiði- þætti og snaggaralega viðskiptaþætti. Eggert er að skipta um ham því hann hefur ráðið sig í stjórnunarstöðu hjá fyrirtækinu Emax, sem býður upp á þráðlausar netlausnir. Eggert sumsé farinn og fleiri fræg andlitin ku vera að hugsa sinn gang. Gárungarnir segja aö bráðum þurfi að fara að taka saman stuttan lista yfir þá sem enn eru eftir á Stöðinni... Hvað gerir Ingibjörg? Heldur virðist vera orðið grunnt á því góða i sam- skiptum bæjarfull- trúa í Kópavogsbæ og meirihlutafull- trúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Gunn- ar I. Birgisson, for- maður bæjarráðs Kópavogsbæjar, er æfur vegna afskipta umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur af áformum Kópavogsbúa um notkun á landi við Vatnsenda. Þykir honum svo langt gengið að engu sé líkara en þetta fólk þurfi sérstaka meðferð hjá sálfræðingi. Nú bíða menn spenntir eftir svari Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra. Svarar hún í sömu mynt fyrir sitt fólk, eða fer hún að ábendingu Gunnars og sendir sitt lið til sálfræðings ...? Svakalegar töflur í fréttum Rikissjónvarpsins í fyrra- kvöld mátti hlýða á alvarlegar fréttir af innflutningi á baneitruðum e-töfl- um- Þar lýsti fréttamaður fjálg- lega þessum hræði- legu töflum sem væru mikið verri en sá óþverri sem hingað til hefur gengið á svörtum markaði á íslandi. Áhugasamir áhorfendur uröu þó fyrst hvumsa af undrun þegar frétttamað- urinn lauk umfjöllun sinni. Eftir að vera búinn að lýsa merkingum á töfl- unum klykkti hann út með þvi að segja að töflumar væru hvorki meira né minna en 8 sentímetrar i þvermál. í heita pottinum þóttu það undur og stórmerki að ungdómurinn væri far- inn að maula slíkar risa-eiturkökur og þá væntanlega í staðinn fyrir gamla góða Frónkexið...! Undir hvaöa flaggi? Heldur virðist vera farið að hrikta í innviðum Samfylkingarinnar ef marka má fréttir af Austurlandi. Forystumenn Sam- fylkingar hafa reyndar verið mjög tvístígandi i afstöðu tii virkjanamála og stóriðju fyrir aust- an. Kannski er það ekkert skrítið þar sem það þykir ekki efnilegt til vinsælda að berja niður slíkar ofur-uppbyggingarhugmyndir á landsbyggðinni. Svo virðist sem Ein- ar Már Sigurðarson þurfi nú að leggjast undir feld til að íhuga þrýst- ing flokksmanna sinna á Austurlandi sem ólmir vilja stökkva af skútunni hjá össuri Skarphéðinssyni. Spurn- ingin er bara hvert þeir fara. Varla eru Vinstri-grænir fýsflegur kostur í allri sinni andstöðu við málið og Framsókn hefur ekki heldur verið hátt skrifuð á Samfylkingarbænum. Engu er því líkara en Einar Már og félagar verði að draga Fálkann að hún, nema samningar náist kamjski við Sverri Hermannsson...!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.