Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 10
10 Hagsýni FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 I>V Verðkönnun: Bónus enn með lægsta verðið - samkvæmt könnun DV á veröi matarkörfu Úr stórmarkaöi Aö kaupa inn til heimilisins getur veriö dýrt. Því er skynsamlegt aö versla þar sem verölag er hagstætt og úrval gott. Um 30% munur reyndist vera á veröi matarkörfu í verslunum á höf- uðborgarsvæðinu samkvæmt könnun sem DV gerði í gær. Munurinn er því svipaður og mælst hefur í sambæri- legum könnunum undanfarið. Sem fyrr er það Bónus sem var með lægsta verðið á matarkörfunni, enda hefur sú keðja margsinnis gefið út yfirlýs- ingar þar að lútandi og hefur tekist að standa við þær. Hæsta verðið að þessu sinni reyndist vera í 11-11 í Skipholti. Þær verslanir sem voru með í könnuninni eru Nýkaup í Kringlunni, Bónus í Faxafeni, 11-11 í Skipholti, Samkaup í Hafnarfirði, 10-11 í Lág- múla, Hagkaup í Skeifunni, Nóatún í Nóatúni, Krónan í Skeifunni, Fjarðar- kaup í Hafnarfirði og Nettó í Mjódd. Lagt var af stað með innkaupalista sem innihélt 25 vörutegundir en þegar búið var að tína út vörur sem ekki fengust á öllum stöðum, eða voru ekki sambærilegar við annað i körfunni, stóðu 12 vörutegundir eftir. Þær voru: Myllu heimilisbrauð, Smjörvi, Royal lyftiduft í dós, Fetaostur í kryddolíu, Nesquick kakómalt i 500 g poka, BKI extra kaffi, 21 Egils appelsín, 11 Fjör- mjólk og 1 kg af tómötum í lausu, banönum, appelsínum og perum. Rétt er að taka fram að BKI extra kaffi var í lofttæmdum pakkningum í Krón- unni, en ekki á öðrum stöðum. En þar sem um sama kaffi og sama magn var að ræða var ákveðið að hafa það með. Lítill munur á þeim lægstu og hæstu Eins og fyrr segir reyndist Bónus vera með lægsta verðið en þar kostaði karfan 2.218 kr. Næstódýrasta karfan fékkst í Krónunni þar sem hún kost- aði 2.259 kr. Munurinn á þessum tveimur verslunum mælist innan við 2% að þessu sinni. Þar á eftir kom síð- an Nettó í Mjódd með körfu sem kost- aði 2.429 kr. sem er tæplega 10% dýr- ara en þar sem verðið var lægst. Dýrustu körfuna að þessu sinni var að finna í 11-11 í Skipholti þar sem hún kostaði 2.916 kr. og eins og fyrr segir er það um 30% meira en karfan kostaði þar sem hún var ódýrust. Næstdýrustu körfuna var að finna í Nóatúni þar sem hún kostaði 2.898 kr. og fast á hæla hennar komu körfur Nýkaups, á 2.858 kr„ 10-11 á 2.827 kr. og Samkaup með körfu sem kostaði 2.779. Munurinn á milli efstu verslananna er því afar litill, t.d. er Nóatún aðeins um 4% dýrari en Samkaup sem var með fimmtu dýrustu körfuna. Fjarðarkaup og Hag- kaup liggja svo á milli lágvöruverðsverslan- anna og þeirra sem dýrari mældust i þess- ari könnun. Karfan í Fjarðarkaupum kost- aði 2.579 kr. sem gerir hana að fjórðu ódýrustu versluninni og í Hagkaup var hún á 2.717 kr. Allt að 53% verðmunur Séu einstakar vörutegundir skoðað- ar finnst meiri verðmunur. Til dæmis voru tómatar í lausu á 299 kr./kg í Nóatúni, Nýkaupi, 11-11 og 10-11 sem gerir þá 53% dýrari en í Bónus þar sem kUóið var á 195 kr. Heimilisbrauð kostaði 249 kr. í Samkaupum en 179 kr. í Bónus. Munurinn er 39%. Sömu sögu er að segja um perur en 'þær voru 36% dýrari í 11-11, Nýkaupi og Nóatúni en í Bónus þar sem þær kost- uðu 169 kr./kg. Oftast lægst í Bónus Lægsta verðið var í flestum tilfell- um að finna í Bónus, eða á 11 vöruteg- undum af 12. Einu sinni deildi Bónus lægsta verðinu með Nýkaupi og einu sinni var Krónan með lægsta veröið. Hæsta verðið skiptist svo á milli Nóatúns, Nýkaups og 11-11 auk þess sem Samkaup var með dýrasta heim- ilisbrauðið. Tekið skal fram að í könnuninni var einungis verið að skoða verð og ekkert tillit tekið til vöruúrvals, þjón- ustu, umhverfis eða annarra þátta sem skipt geta suma máli þegar keypt er inn til heimilisins. Fylgist með bílnum Hér áður fyrr voru flestar bensín- stöðvar með fullri þjónustu en sú er ekki raunin í dag. Neytendur gera kröfur um ódýrari áfyllingar og því hafa olíufélögin dregið saman þjón- ustuna til að lækka verð á ákveðnum stöðum. Þrátt fyrir að þetta fyrir- komulag gefi neytendum val hefur það líka sína ókosti. Margir kaupa sitt bensín ávallt á stöðvum með litla sem enga þjónustu en missa í leið- inni af þjónustulunduðum af- greiðslumönnum sem mældu olíuna á bílnum og tékkuðu á öðru smálegu sem gæta þarf að í bílnum. Því er mikilvægt að fylgjast sjálfur vel með bílnum eigi hann að endast sem lengst og halda endursöluverðinu góðu. Ekki dugar neitt minna en að athuga bílinn lauslega á mánaðar- fresti. Þá má finna vandamál í fæð- ingu og laga þau áður en þau verða stór og kostnaðurinn við þau mikill. Hér á eftir eru þau atriði sem vert er að gæta að mánaðarlega. * Mælið olíuna og bætið við ef þörf er á. * Kíkið i vatnskassann og bætið á hann vatni og frostlegi eftir þörf- um. * Athugið hvort nægur bremsu- vökvi sé til staðar. Bætið á ef vant- ar. Hið sama á við um vökvastýrið, kúplinguna og sjálfskiptinguna. * Fyllið á rúðusprautuna. * Skoðið viftureimina. Er slit á henni, sprungur eða of laus á? * Athugið hvort þið sjáið ein- hvem leka frá vélinni. Kíkið einnig undir bílinn til að sjá hvort eitt- hvað leki og fylgist með bílastæð- inu þar sem bíllinn stendur yfir nótt. Þar má oft sjá merki um leka af ýmsu tagi. * Mælið loftþrýsting í öllum dekkjum, líka varadekkinu. * Kanniö ástand hjólbarða. Lítið sérstaklega eftir ójöfnu sliti og hlut- um sem hafa stungist inn í þá, svo sem nöglum eða glerbrotum. * Athugið hvort öll ljós í mæla- borði virka. * Ræsið bílinn með húddið opið og hlustið vel á vélarhljóðið. Ef það er gert reglulega lærist fljótlega hvernig vélin hljómar í eðlilegu ástandi og þvi heyrist þegar eitt- hvað er farið að gefa sig. * Vökvar í bílum, svo sem olía, eyðast ekki mikiö. Ef þeir minnka eitthvað þá gefur það til kynna að leki sé til staðar. Þetta á reyndar ekki við um rúðupiss og bremsu- vökva. Ef einhvern vökva vantar á bílinn, fyllið á og athugið stöðuna aft- ur eftir nokkra daga og vikulega eft- ir það. Sé alltaf um lækkun að ræða þarf að gera við til að komast hjá kostnaðarsömum aðgerðum síðar. 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 Matarkarfan -ÓSB Hagkaup Nóatún 11-11 10-11 Samkaup Bónus Krónan Nýkaup Fjarðarkaup Nettó Heimifisbrauð 219 236 236 236 249 ^ 179 T 189 236 209 209 Smjörvi 165 168 169 167 159 147 ▼ 149 168 155 155 Royal lyftiduft, dós 275 279^ 279^ 249 275 229 T 239 229 y 275 242 Fetaostur í kryddolíu 309 329 ^ 329^ 329^ 309 255 T 256 329 ^ 289 259 Nesquick kakómalt, 500 g 259 279 279 289 A 279 229 T 232 289 ^ 258 248 6KI kaffi, extra, 400 g 289 319 ^ 319^ 319 J 279 245 239 y 319 ^ 259 269 Egils appelsín, 21 204 219 225^ 209 219 185 T 189 219 196 192 Tómatar, 1 kg í lausu 299 299^ 299^ 299^ 298 195 T 199 299 ^ 289 249 Bananar, 1 kg 219 225 ^ 225^ 223 219 159 T 165 225 ^ 189 169 Appelsínur, 1 kg 185 219 229^ 191 198 139 T 141 219 179 155 Perur, 1 kg 198 229 A 229 k 219 198 169 T 172 229 A 189 188 Fjörmjólk, 11 96 97 . 98I 97 97 —: 87 — T 89 97 92 94 Samtals karfa: 7 t ,Z89fl"Í $.916 y 2.827 f 2.779 ) f2.218 f2.259 f f2.858 | 2.579 ' 2.429 Hæsta verð ^ Lægsta verö^f M Smáauglýsingar Markaðstorgið -allttil alls 550 5000 Tilboö verslana Þín verslun Tilboöin gilda til 5. september. 1 Q 1 kgSS pylsur og reiknivél 899 kr. Q Brallarabrauð 169 kr. Q Skúffukaka 229 kr. Q Honey Cheerios 299 kr. Q BKI extra, 400 g 249 kr. Q Mjólkurkex 159 kr. 0 Kókómjólk og nestistaska 499 kr. Q 10 SS pylsur, pylsubrauð, Q tómatsósa og sinnep 799 kr. © Tilboðin gilda til 2. september. Lambaiæri frosin 789 kr. kg Súpukjöt frosiö 369 kr. kg íslenskar kartöflur í lausu 69 kr. kg Fiaröarkau Tilboðin gilda til 1. september. Svínaskinka 589 kr. kg Kindabjúgu 299 kr. kg 1/2 lambaskrokkur 474 kr. kg Skólaostur 719 kr. kg Lambahamborgarhryggur 899 kr. kg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.