Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 Frettir Risaverkefni einkaaðila í Smáralind: Framkvæmdastjórinn ir verkinu í gegnum 1 - og fer ekki úr húsi nema mikið liggi við Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar „Verkefnið í eðli sínu fékk töluverða mótspyrnu og hefur alltafgert frá upphafí en það kom okkur ekkert á óvart. Pálmi Kristinsson, framkvæmda- stjóri Smáralindar, hefur í mörg horn aö líta þessa dagana. Bygging Smára- lindar er aö komast á lokastig og óðum styttist í opnunartímann, 10. október. Erfitt getur því verið að nálg- ast Pálma í vinnu sinni enda gefur hann lítil færi á því vegna mikilla anna. Hann hefur hönd í bagga með öllum lykilákvörðunum sem teknar eru og allt fer þetta meira og minna í gegnum tölvuna á skrifstofunni hans. Stærsta verkefni einkaaðila Smáralind er að öllum líkindum stærsta verkefni sem innlendir einka- aðilar hafa nokkru sinni ráðist í á ís- landi án opinberrar íhlutunar. Ef frá eru taldar virkjanir og stóriðjuverk- efni á borð við álver eru trúlega fá verkefni fyrir almenna notkun sem komast nærri Smáralind hvað um- fang varðar. Áætlað er að Smáralind kosti tilbú- in um 10 milljarða króna en Pálmi segir það þó síður en svo hafa verið keppikefli að slá einhver met með þessari framkvæmd. Smámál miðað við stóriðju „Það var ekki veriö að horfa í stærð þegar ákveðið var að leggja í þessa fjárfestingu, heldur hitt hvað út úr henni kæmi. Þetta er í sjálfu sér ekki stór fjárfesting miðað við þau risa- áform sem uppi eru um virkjanafram- kvæmdir og stóriðju fyrir austan. Þetta er í raun smámál miðað við það í peningum talið. Hins vegar er „flók- ingráðan" á þessu verkefni ansi mik- il, og trúlega meiri en í stóriðjunni og virkjanaframkvæmdunum. “ Flókið verkefni Pálmi nefnir í þessu sambandi að mönnum hafi þótt undirbúnings- og fjármálaþátturinn mjög flókinn við Hvalfjarðargöng á sínum tíma. Þar var um að ræða 35 til 40 lánasamn- inga við fjármögnun verksins. Fram- kvæmdin sem slík hafi þó verið til- tölulega einfóld. í Smáralind aftur á móti sé allt mun flóknara. Þegar allt kom til alls voru lánasamningarnir álíka umfangsmiklir, en ýmsir aðrir þættir æði snúnir þar sem að málinu komi hundruð aðila. Þar er m.a. um að ræða mjög flókin markaðsmál með keðjuverkun út á allan innlenda markaðinn. Smáralind varði því hags- muni gríöarlega margra í þjóðfélag- inu. Að verkefninu hafa einnig komið fjölmargir erlendir aðilar. Fór leynt í fyrstu Pálmi segir að það hafi því ekki verið nein tilviljun að leynt hafi verið farið með undirbúning verkefnisins framan af. Þar hafi viðskiptahags- munir eigenda skipt miklu máli. Mál- ið varðaöi nánast alla aðila í verslun og viðskiptum á höfuðborgarsvæðinu. Taka hafi þurft tillit til allra þessara ólíku hagsmuna. „Þegar upp er staðið er kannski byggingarframkvæmdin sjálf trúlega það allra einfaldasta í öllu ferlinu. Byggingartíminn er ekki nema um einn fjórði af heildartímanum frá því að undirbúningur verkefnisins hófst 1995, fram að opnun hússins. Þar eru hins vegar stórar fjárhæðir í spilinu og því eins gott aö vanda allt skipulag og undirbúning. Mikilli mótspyrna Við vissum það fyrir fram að mjög margir í verslun og þjónustu á höfuð- borgarsvæöinu voru ekki sérlega spenntir fyrir því að fá þetta inn. Það er út af fyrir sig fullkomlega eðlilegt og viö vissum það fyrir fram aö svo myndi verða. Slíkt gerist alls staðar í heiminum þar sem svona hús rísa. Menn telja sig geta fengið meira út úr sínu verslunarhúsnæði og fjölmargir töldu því enga þörf á þessu. Verkefnið í eðli slnu fékk töluverða mótspyrnu og hefur alltaf gert frá upphafi, en það kom okkur ekkert á óvart. Við höfum allan tímann verið undir það búin. Jafnframt vissum við að almenningur myndi hafa vissar efasemdir um hvort þörf væri fyrir „aðra verslunarmiöstöö," eins og gjaman er sagt. Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum var ákveðið strax í upphafi að fjalla sem minnst um verk- efnið S fjölmiðlum þegar það var í burðarliðnum. Frekar að láta verkin tala þegar húsið yrði opnað. Ég kann lítið fyrir mér í markaðsfræðum og fæ sennilega seint markaðsverðlaun fyr- ir þetta verkefni. Enda hefur mun meiri tími farið í það hjá mér nú seinni misserin að forðast blaðamenn en að koma fréttum á framfæri. Af nógu hefur þó verið að taka síðustu 3-4 árin, mál sem hefðu getað hálffyllt flesta fjölmiðla landsins. Þjóðin kem- ur til okkar 10. október og þá dæmir hver fyrir sig hvernig til hafi tekist. Netsamskiptin lykilatriði Þetta er án efa fyrsta verkefnið af þessum toga sem leyst er nánast frá upphafi til enda í gegnum Netið. Það er klárlega eitt af fyrstu verkefnum í heiminum af þessari stærð þar sem allt er inni á Netinu. Þegar upp er staðið er nokkuð ljóst að við hefðum aldrei getað klárað þetta verkefni á svo skömmum tíma eftir að framkvæmdir hófust ef Netið hefði ekki verið til staðar. Það eru raf- ræn samskipti við alla aðila málsins og allar teikningar eru inni á Netinu. Allt í gegnum tölvuna Sem stjómandi hér reyni ég að sitja ekki fleiri en þrjá til fjóra fundi á viku. Það er hrein undantekning ef ég fer héðan út úr húsi eða út af svæð- inu. Ég sit hér við stjórnboröið og nánast stjórna verkefninu frá skján- um. Hér tek ég ákvarðanir, sendi boð um það til viðkomandi og les dagskrá funda og fundargerðir í tölvunni. Ég nota símann helst til að ræða við og bera saman bækur við stjórnarmenn mína. Um leið og ég er kominn inn á fund einhvers staðar er ég slitinn úr þessu samhengi. Þá vilja gjarnan hrúgast upp mál sem kalla á úrlausn- ir og skjótar ákvarðanir. Þeir fáu fundir sem ég sit eru oftast haldnir í fundarherberginu hér við hliðina. Þá þarf ég aldrei að fara út úr húsi, eða eyða dýrmætum tíma í akstur og í leit að bílastæðum. Ákvaröanataka strax Við verkefnið í heild er gríðarlegur fjöldi fastafunda í hverri viku. Á þeim eru frá þrem og upp i tíu manns. Allt þetta upplýsingaflæði fer síðan raf- rænt á mikinn fjölda fólks. Skurð- punktar upplýsinganna skipta því tugum þúsunda sem hefði verið óskapiega erfitt að koma fyrir með þvi að hlaupa með pappíra á milli með gamla laginu. Hér þarf ákvarðanatak- an að gerast strax. Það má ekkert stoppa því hér eru miklir peningar að rúlla í gegn. Það er því engin miskun í þeim efnum.“ - Nú hljóta menn að hafa spurt sig í upphafi hvað þyrfti til að verkefnið gæti gengið? „Já, og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei. Menn eru aíltaf að upp- reikna hlutina miðað við breyttar að- stæður á hverjum tíma. í upphafi lögðum við hluthafarnir af stað með tiltölulega lítið eigið fé í fyrstu undir- búningsvinnu. Menn settu sér ákveð- ið mark og stöldruðu við og skoöuðu stöðuna eftir fyrstu þrjá mánuðina. Svona voru tekin nokkur skref og ákvaröanir teknar jafnóðum um að halda áfram og stíga það næsta. Fyrstu tvö árin voru menn á öUum stigum tilbúnir að hætta og snúa sér að einhverju öðru. Á botni efnahagslægðar Við hófum þessa vinnu haustið 1995 þegar við vorum á botni efna- hagslægðar. Þá byrjuðum við að rýna í þetta verkefni þótt það hafi í upphafi ekki verið í þessari stærð. Það þróað- ist síðan hægt og bítandi. Við þurftum að finna hina heppUegustu stærð sem líklegust væri til að skila sem bestum heildarárangri. Málið snerist ekki um að það væri svona mikil þörf fyrir verslunarhús- næði. Heldur snerist það um hvaða tegund af starfsemi ætti að vera hér sem líklegust væri til að skila góðum heildarárangri. Fyrir tveimur árum vorum við búnir í öllum meginatrið- um að forma þetta skipulag, stærð, íjárfestingu og annað. í öUum aðalat- riðum hefur það í raun ekkert breýst síðan. Þá hófst hin eiginlega verk- hönnun.“ Nú horfa menn aftur á lægð í efna- hagsumhverfinu Islandi, en fram- kvæmdastjóri Smáralindar er samt ekkert svartsýnn. Hann segir að i fyrra hafi efnahagskerfið verið komið á suðupunkt. Ef ekki hefði hægt á þenslunni eins og í raun gerðist á fyrri hluta þessa árs, hefði getað Ula farið fyrir þjóöarskútunni. Meðan þenslan var sem mest í fyrra gekk iUa aö manna verklegar framkvæmdir á svæðinu. Þaö hefði því verið vonlaust að manna öU versl- unarstörfin sem hér skapast ef Smára- lind hefði opnað sl. haust. Nú hafi orð- ið algjör umskipti til batnaðar þótt samdráttur hafi vissulega komið Ula við mörg fyrirtækin, einkum þau sem veik voru fyrir. Við höfum fundið fyr- ir þvi eins og aðrir og séð á eftir nokkrum minni verslunarfyrirtækj- um og veitingastöðum sem ekki höfðu fjárhagslega eða markaðslega burði til að takast á við þetta verkefni. Þegar upp er staðið höfum við fengið öflugri aðUa inn í húsið til viðbótar við þau stóru og sterku verslunar- og þjón- ustufyrirtæki sem hér voru fyrir. Sneitt hjá hátískuvörum Pálmi Kristinsson segir að Smára- lind sé líklega ónæmari fyrir efna- hagssveiflum en t.d. Kringlan. Mun meiri áhersla er lögð á dagvöruversl- un og sneitt hjá hátískuverslun og dýrum munaðarverslunum í gjafa- og snyrtivörum. í Finnlandi hafi dag- vöru-verslunarmiðstöð eins og Smára- lind aukið við sig mitt í niðursveiflu í kjölfar hruns Sovétríkjanna, á meðan aörar verslunarmiðstöðvar urðu illa úti. Ekkert bendi því til annars en eig- endur Smáralindar geti óhræddir haldið inn í dalandi efnahagsástand. ' - Nú bera menn Smáralind saman við verslunarmiðstöðvar í milljóna- borgum erlendis. íslendingar í heild eru ekki nema ríflega 280 þúsund. Hvað þarf Smáralind mikla aðsókn til að bera sig? „I okkar grunnáætlunum gerum við ráð fyrir að fimm milljónir gesta heimsæki Smáralind ’á ári hverju. Þetta eru áætlanir sem byggðar eru á mjög ítarlegum rarinsóknum um verslun, verslunarhætti og hegðan fólks hér á landi og erlendis. Við áætl- um að markaðshlutdeild Smáralindar verði um 10-12% af |fnásölumarkað- inum, eða 12 til 14 mjlljarðar á ári. Húsið getur þó afkastáð mun meira. Samkvæmt okkar áætlun gerum við ráö fyrir að það taki þrjú til fjög- ur ár fyrir verslunarmarkaðinn á höf- uðborgarsvæðinu að jafna sig á þess- um breytmgum. Þörfin er afstætt hugtak Þetta með þörfina er reyndar af- stætt. Ég hef margoft verið spurður hvort það sé þörf fyrir þetta og hvar við ætlum að fá fólk inn í Smáralind. Við hefðum auðvitað aldrei farið út í þetta ef við hefðum ekki talið okkur vita á grundvelli ítarlegra rannsókna að hingað muni koma fólk í miklu mæli. Síðan er þaö spurning frá hvaða sjónarhóli menn eru að líta á þörfina. Kaupmaður úti i bæ telur enga þörf fyrir þetta og sama má eflaust segja um stjómmálamenn og blaðamenn. Slíkt var líka sagt um Kringluna á sínum tíma. Það má koma með slík rök gegn öllum mannanna verkum. í raun er eini algildi mælikvaröinn fyr- ir þörfina og hina þjóðhagslegu arð- semi sá að viðkomandi fjárfesting skili eigendum sínum þeim arði sem þeir gera sér að góðu. Það gerist ekki nema fólki líki að koma hér og versla. í mínum huga hefur Kringlan sem dæmi klárlega verið mjög arðsöm fjár- festing. Á því er ekki nokkur einasti vafi. Ég er heldur ekki í nokkrum vafa um að Kringlan hefur stuðlað að aukinni samkeppni í íslenskri versl- un. Hún hefur líka stuðlað að bættum lífskjörum og lækkun vöruverðs til samanburðar við vöruverð í ná- grannalöndunum. Það sama mun Smáralind líka gera. Lífið er ekki bara saltfiskur." - Er ekki viðbúið að margar versl- anir fari á hausinn með tilkomu Smáralindar? „Það er gangur atvinnulífsins að fyrirtæki koma og fara. Þeir hæfustu lifa af. Hvort sem það verður rakið til Smáralindar eða annarra þátta þá mun þetta gerast áfram sem hingað til. Ég heíd að það sé viðbúið að versl- unarhúsnæði muni lækka í veröi fyrst í kjölfarið. Það varðar auðvitað hagsmuni þeirra sem húsnæðið eiga. Þetta mun ekki bara hafa áhrif á verslun heldur lika á umferð og skipulag. Álagið er mikið í umferð- inni í kringum svona verslunarmið- stöð. Viðbúið er að þetta hafi áhrif víða á höfuðborgarsvæðinu varðandi umferðarflæðið og breyta umferðar- straumum. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að við staðsetjum þessa bygg- ingu hér við Reykjanesbrautina." Ekki pólitískur vilji - Verður samt ekki umferðar- teppa hér þegar opnað verður? „Ríkisvaldið hefur með Reykja- nesbrautina að gera. Það hefur hins vegar ekki verið pólitískur vilji til að flýta framkvæmdum og klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi og suður fyrir Arnaneshæð á þessu ári. Kópavogs- bær hefur hins vegar staðið sína pligt mjög vel á þessu sviði eins og öðrum og staðið að miklum gatna- framkvæmdum í kringum svæðið í sumar. Jafnframt hefur bærinn lagt hart að Vegagerðinni að fara í breikkun Reykjanesbrautar í gegn- um Kópavogsdalinn og boðist til að lána framkvæmdafé til þess. En pólitískan vilja hefur skort af hálfu ríkisins. Það blasir því við að meg- inumferðaræðin verður nánast til bráðabirgöa allavega fram á næsta ár. Það er einsýnt að það mun kalla á umferðarteppur á álagstímum með tilheyrandi áhrifum. Við vænt- um þess að yfirvöld samgöngumála í þessu landi taki ákvörðun um tvö- földun Reykjanesbrautarinnar frá Fífuhvammsvegi strax á næsta ári. Það munu allir sjá að það getur ekki beðið lengri tíma,“ segir Pálmi. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.