Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 I>V Fréttir Smáralind er mikið og flókið mannvirki: Notar rafmagn á við heilt bæjarfélag - og verður viðkomustaður hvers íslendings 18 sinnum á ári DV-MYND HKR Sveinn Jónsson, byggingarstjóri Smáralindar / mörg horn er aö líta svo allir verkþættir í þessu 10 milljaröa verkefni smelli saman. Verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi er ekki bara mikið mann- virki heldur kemur hún að öllum lík- indum til með að hafa veruleg áhrif á verslun og þjónustu á íslandi. Út- færsla ýmissa þátta í byggingunni þykir forvitnileg og hafa menn m.a. komið gagngert erlendis frá til að skoða mannvirkið. Gert er ráð fyrir að hver islendingur leggi leiö sína í Smáralind að meðaltali 17-18 sinnum á ári en þar munu að staðaldri starfa um 800 til 1200 manns. Tíu milljarða dæmi Um 200-300 innlendir og erlendir arkitektar og verkfræðingar hafa unn- ið við hönnun Smáralindar. Arkitekt- ar Skógarhlíð eru aðalhönnuðir, en þar er Helgi Már Halldórsson verkefn- isstjóri. í burðarþoli er þaö Línuhönn- un, þar sem Arinbjörn Friðriksson er verkefnisstjóri. Fjarhitun hefur haft með lagnir og loftræstingu að gera undir stjóm Odds B. Björnssonar. Þá hefur Rafhönnun verið með rafmagns- hönnunina og þar er Júlíus Jóhannes- son verkefnisstjóri. Fyrir hönd Verk- fræðistofunnar Hönnunar hefur Sveinn Jónssson verið verkefnisstjóri Smáralindar, byggingarstjóri og haft yfirumsjón með að hönnunin sé til í tíma og í samræmi við forsendur BDP (Building Design Partnership). BDP er mjög stórt og viðurkennt arkitekta- fyrirtæki með aðsetur í London. Þaö fyrirtæki vann svokallaða verkefnis- hönnun Smáralindar. Aðalverktaki byggingaframkvæmda er ístak hf. í opinberum tölum er talað um að verkið kosti, að öllum kostnaði leigu- taka við innréttingar meðtöldum, um 10 miiljarða króna. Það er verulega hærri upphæð en t.d. hin nýja Vatns- fellsvirkjun við Þórisvatn kemur til með að kosta. Varaafl á við bæjarfélag Ef gera ætti samanburð á Smára- lind og einhverju öðru þekktu fyrir- bæri í íslenskum veruleika væri trú- lega nærtækast að taka þokkalega stórt bæjarfélag. Sem dæmi verður raforkunotkun Smáralindar ekki óá- þekk raforkunotkun Vestmannaeyja- bæjar. Þar verður meira að segja 4,2 megavatta varaaflsstöð á vegum Orkuveitu Reykjavíkur sem nægja myndi slíku bæjarfélagi. Þær vélar eiga að grípa inn í ef rafmagnstruflan- ir verða á höfuðborgarsvæðinu svo Smáralind verði aldrei rafmagnslaus. Einnig verður hægt að nota þetta varaafl til að keyra inn á rafmagnsnet höfuðborgarsvæðisins ef á þarf að halda. Smáralind er björt og rúmgóð versl- unarmiðstöð. Um 80 verslanir og þjón- ustuaðilar í Smáralind bjóöa við- skiptavinum upp á gæði og fjölbreytt vöruúrval. Hvor á sínum enda bygg- ingarinnar eru svokallaðar akkeris- verslanir Hagkaups og Debenhams og flestar aðrar verslanir eru í opnu og björtu verslunarrými á milli þeirra. Aðeins stóriðjuver eru stærri Sveinn Jónsson er byggingarstjóri Smáralindar. Hann segir að þetta sé stærsta bygging til almennra nota á íslandi. „Það eru bara stærstu verksmiðjur, álver og þess háttar sem eru stærri í fermetrum talið en Smáralind. Hún er 63 þúsund fermetrar að grunnflatar- máli og útleigurýmið er rétt rúmir 40 þúsund fermetrar, þar af verslunar- rými um 33.000 fermetrar. Byggingin er svo um 400 þúsund rúmmetrar," segir Sveinn. Lætur það nærri að vera 1,4 rúmmetrar á hvem einasta íslend- ing. Byggingin er að verulegu leyti á tveim hæðum en hluti byggingarinn- ar er mest fimm hæðir. Innandyra verður langstærsta verslun á íslandi, en það er ný verslun Hagkaups í aust- urenda byggingarinnar sem verður um einn hektari að stærð, eða 10 þús- und fermetrar. Sveinn segir að byggingin sé mjög fullkomin að allri gerð, en það sé jafn- framt eðli svona bygginga að í þeim er gríðarleg orkunotkun í ljósum og öðra. Það þurfi því að losna við mik- inn hita sem myndast af ljósum, starfsmönnum og viðskiptavinum. Öflugt kælikerfi „Við erum þvi auk hitakerfls með öflugt kælikerfi. Við blásum fersku lofti sem dregið er inn. Ef hlýtt er á sumrin og á álagstímum er unnt að kæla þetta loft niður áður en því er blásið inn í verslunarrýmið. Á vetr- um er það hins vegar hitað ef þörf er á. Loftið skilar sér þvi inn í bygging- una árið um kring 14 gráða heitt. Sið- an sjá ljós og fólkið í byggingunni um að halda eðlilegu hitastigi eins og flestir vilja hafa það. Það er þó alltaf hægt að grípa inn í og stillla hitastig- ið eftir þörfum." Kælivatn til að hita bílastæði Þessu loftskiptakerfi fylgja miklar lagnir og sverustu loftstokkamir eru vel manngengir, en mörg kerfi eru í byggingunni. Þá verður kælivatnið sem notað er til að kæla loftið í hús- inu einnig notað í hringrásarkerfi til að hita bílastæði og gangstéttar á vetr- um. Þá má geta þess að leita þurfti eft- ir undanþágum frá byggingareglugerð til að hafa minni einangrun en al- mennt er krafist í húsum á íslandi. Sex ára aðdragandi Frá því að hugmyndin að verslun- armiöstöðinni Smáralind kviknaði og þar til hún opnar hafa liöið 6 ár. Hófst verkhönnun ekki fyrr en eftir íjög- urra ára undirbúning. Útfærsla bygg- ingarinnar hefur tekið ýmsum breyt- ingum á byggingarstiginu en endan- leg útkoma birtist í mjög glæsilegri byggingu. Sveinn Jónsson segir að fram- kvæmdatími húsbyggingarinnar sé rétt um 19 mánuðir. I október 1999 fór fram verðkönnun verksins með ijór- um völdum verktökum. Þeir skiluðu sínum tilboðum í byrjun desember 1999. Það var síðan unnið í samninga- gerð fram að mánaðamótum janú- ar/febrúar 2000 að ákveðið var að ganga til formlegra samninga við ístak. Það var i mars 2000 sem fram- kvæmdir hófust við bygginguna sjálfa. Hins vegar höfðu jarðvegsfram- kvæmdir hafist löngu áður á lóðinni, eða árið 1997. Stóðu þær í tvö ár og annaðist Klæðning hf. það verk. Upp- haflega var áformað aö byggingin yrði opnuð 20. september 2001, en ákvörð- un var tekin um það fyrir um tíu mánuðum að opnunin yrði þann tí- unda tíunda klukkan tíu mínútur yfir tíu. Lengst af verktímanum hefur ístak verið með að störfum 200 til 300 manns. Eftir að aðrir verktakar fóru að koma meira inn, m.a. við innrétt- ingavinnu, hefur fjölgað jafnt og þétt á svæðinu og síðustu vikumar munu verða um þúsund manns að vinna við bygginguna auk starfsmanna verslan- anna sem verða einnig um þúsund talsins síðustu dagana fyrir opnun. Afþreyingarmiðstöð Smáralind með alla sína 63.000 fer- metra býður auk verslunarrýmis upp á afþreyingarmiðstöð upp á 9.000 fer- metra. Þar af er Vetrargarðurinn 1.750 fermetrar með 900 fermetra sýn- ingarsvæði sem býður upp á miida möguleika. Lofthæð í Vetrargarðinum er allt að 13,60 metrar. Fimm kvikmynda- og ráðstefnusal- ir eru í Smárabíó og rúma þeir sam- tals 1014 manns. Salur eitt rúmar 400 manns, salur tvö rúmar 256 manns, salur þrjú rúmar 72, salur íjögur rúm- ar 166 manns og salur fimm rúmar svo 120 manns. Þama er að flnna fyrsta flokks tækjabúnað fyrir ráð- stefnur með ljósastýrikerfi, hljóðkerfi og myndvarpa í hverjum sal. Allt að 1000 manns geta verið á ráðstefnu samtimis þar sem hægt verður að varpa efni frá einum sal yfir í hina íjóra. í einum bíósalnum verða meira að segja Lazy-Boy hægindastólar þar sem fólk getur m.a. notið veiga ef óskað er á meðan á sýningu stendur. Kaffihús við kvikmynda- og ráð- stefnusalina getur séð um lágmarks- veitingar en annars standa veitingar frá öðrum veitingastöðum í afþreying- armiðstöð Smáralindar til boða. Flókin bygging Byggingin sjálf er flókin að gerð. Að hluta til er hún byggð úr forsteyp- um einingum sem gerði það að verk- um að hægt var að stytta fram- kvæmdatímann. Þakburðarvirkið er úr stáli og sérstakt að gerð. Að sögn byggingarstjóra hefur slík útfærsla líklegast ekki sést hér á landi áður. Burðarvirkið er hannað erlendis og framleitt þar í einingar sem raðað var saman á byggingarstað. Byggingin er um 80 metrar að breidd. Eftir miðju þakinu er 140 metra langur bogadreginn gluggi. Sitt hvorum megin er þakklæðning sem völsuð er á staðnum. Plöturnar í klæðningunni eru heilar frá þakbrún upp í mæni, en lengstu plöturnar eru 50 metra langar. Þar þurfti m.a. að taka inn í dæmið tognun og hreyfingu á efninu vegna hitabreytinga. Ljósaturn tákn Smáralindar Mikið gler er í þakglugga og í svokölluðum Vetrargarði er líka mik- ið gler. Hæsti glugginn þar er 14 metr- ar. Þá er turn úr stáli við norðurgafl byggingarinnar sem verður 30 metra hár. Á turninum er gluggi sem nær frá jörðu upp og yfir toppinn og niður bakhliðina. í turninum verða síðan ljós sem skipta litum í líkingu við regnbogann. Þetta verður helsta sýni- lega tákn byggingarinnar. Bláu veggklæðningarnar eru emileraðar (húðaðar með innbrennd- um glerungi). Framleiðandinn gefur 60 ára ábyrgð á lit og yfirborðsáferð. Sveinn segir að þær séu því eðlilega dýrar en að sama skapi viðhaldsfríar í það minnsta 60 ár. Tugir kilómetra af köpium Þak byggingarinnar er um 26.000 fermetrar og steypumót eru nærri 80.000 fermetrar. Steypan er í verkið er um 27.800 rúmmetrar auk for- steyptra eininga sem eru hátt í 30.000 fermetrar. Steypustyrktarstálið er um 3.100 tonn og eftirspennukaplar, svo- kallaðir „Slip bond“ samtals um 143 km og hefðbundnir kaplar um 770 metrar. Forsteyptu einingarnar í húsinu eru það sem kallaö er á byggingarmáli forspenntar. í burðarvirki og plötum hússins eru þó líka eftirspenntir stálkaplar. Sem dæmi eru í plötunni yfir Hagkaupsversluninni 77 kíló- metrar af stálköplum. I bílapallinum, sem er um 9000 fermetrar, eru 66 km af stálköplum. Stálkaplar koma í stað venjulegrar járnbendingar. Þeir eru lagðir í steypuna, en eftir að steypan hefur náð ákveðinni hörku eru þeir spennt- ir upp með tjökkum. Er það gert til að vega upp á móti þeim kröftum sem burðarvirkið verður fyrir í notkun. Svo mikið afl er notað við að spenna kaplana að steinsteypta 10 þúsund fer- metra steingólfið yflr Hagkaupi gekk saman um nokkra sentimetra. -HKr. DV-MYND ÞOK Mlklð eftir Þaö viröist ótrúlegt aö verslunarmiöstööin veröi tilbúin eftir 41 dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.