Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 Skoðun DV Spurning dagsins Hvaða fagi myndir þú vilja bæta við í framhaldsskólana? Þórhildur Ólafsdóttir nemi: Snyrtifræði. Ásta Bjarndís Bjarnadóttir nemi: Ég myndi vilja bæta við tónlistar- braut og læra t.d. söng. Halla Másdóttir nemi: Tónlistarbraut og ég myndi vilja læra á fiðlu. Rallívegur - sóun á almannafé Frá „rallíakstri" „Aö heimila „rall“ á viökvæmum vegi, sem nýbúiö er aö eyða tugum milljóna í aö laga, er gróf sóun á almannafé!" (Tekiö skal fram aö myndin tengist ekki staöháttum sem bréfritari ræöir um). Þröstur Sverrisson skrifar: Um liöna helgi lagöi ég leið mína upp í Borgarfjörð. um Þingvöll upp hjá Meyjarsæti, yfir Tröllháls, beygði svo inn á Uxahryggi viö Kaldadalsafleggjara og svo niður í Lundarreykjadal. Tilefni þessa pistils míns er að í báða enda þessarar leiðar hafa ver- ið sett upp skilti þar sem tilkynnt er um lokun leiðarinnar, hluta laugar- dagsins 1. september nk. Vegur þessi hefur verið lítt skemmtilegur yfirferðar. En nú bar svo við á síðasta ári að gerðar voru verulegar lagfæringar á umræddri leið. Og var, muni ég rétt, eytt í veginn tæpum 40 milljónum! Þessar vegabætur voru að mínu mati fullkomlega tímabærar þvi talsverð umferð er um þessa leið á sumrin. Og sjálfur fer ég hana nokk- uð oft á ári. Þessi leið hefur til margra ára verið vinsæl „rallíleiö", enda vegur- inn verið grófur, hlykkjóttur og all- ur hinn versti yfirferðar - og því lít- iU skaði að slíkum keppnum. - Allt síöastliðið sumar var þessi leið dýrðleg til aksturs, vegurinn nánast rennisléttur og mjúkur yfirferðar - búið að byggja hann upp að stórum hluta að nýju og bera ofan í hann allan svonefnt „harpað“ efni. En Adam var ekki lengi í paradís! Strax síöasta sumar var fyrsta „raU- inu“ hleypt á veginn. Ég ók þessa leið tveimur vikum fyrir „raUið“ og svo viku eftir það. Og það verður að segjast eins óg er að það tjón sem þetta eina rall hafði valdið var eig- inlega ólýsanlegt. Nýi og fini ofaní- burðurinn, sem lagður hafði verið á allan veginn fyrr um sumarið, hafði „Ég ók þessa leið tveimur vikum fyrir „rallið“ og svo viku eftir það. Og það verð- ur að segjast eins og það er að það tjón sem þetta eina rall hafði valdið var eigin- lega ólýsanlegt. “ sópast af honum á stórum köflum í tonnatali. Um fátt annað hefur verið rætt og ritað siðustu vikur en sóun og/eða misnotkun á almannafé. Um þetta hefur mest verið rætt í tengslum við ákveðna menn, eða ákveðnar fram- kvæmdir á vegum opinberra aðila. En einnig hafa atburðir síðustu vikna vakið almenna umræðu um meðferð á almannafé. Þær leiðir sem eru mönnum til- tækar til þess að sóa fé skattborgar- anna eru að sjálfsögðu ótalmargar og það er meira að segja ekki nauð- synlegt að brjóta lög til þess. Það er augljóslega ekki ólöglegt að heimila „rall“ á viðkvæmum vegi sem nýbú- ið er að eyða tugum milljóna í að laga, en það er í mínum huga ekkert annað en gróf sóun á almannafé! Ég vil þvi skora á þá sem hafa með málið að gera, sem eru að sjálf- sögðu Vegagerðin og sýslumenn þeirra umdæma sem vegurinn ligg- ur um, að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á umræddri leið með því að heimila ekki fyrirhugaða keppni þar. Þungaflutningar á þjóövegi Þeir fari aö reglum. Vörubílar víki M.Ó. hringdi: Ég er ekki óvön því að aka á þjóð- vegum landsins, og þannig hef ég t.d. ekið leiðina milli Selfoss og Reykjavík- ur æði oft. Þetta ástand sem skapast hefur smám saman, að vörubílar og aðrir þungaflutningabílar aki í röð er ekki viðunandi. Ekki síst vegna þess að þar sem þessum bílum er ætlað að vikja fyrir annarri umferð, svo sem á vissum vegaröxlum, gera þeir það ekki. Þessi háttur vörubílstjóra að aka Scunan i eins konar „convoy" er lík- lega eftiröpun frá öðrum löndum þar sem þetta tíðkast. En vegir hér eru ekki enn orðnir sambærilegir og þvi verða vörubílstjórar að átta sig á regl- um sem hér gilda fyrir þá á vegunum. Hópferðalög þingmanna Jón Jóhannsson skrifar: Það þefur lengi tíðkast að íslending- ar ferðist í hópum bæði landleiðis og flugleiðis þegar þeir þurfa á fundi, ráðstefnur eða annað sem tengir þá saman. Þetta hafa líka þingmenn og ráðherrar tíðkað þegar mikið liggur við. Síðasta dæmi um þetta var þegar þingmenn úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni héldu fundi sína á Egilsstöðum. Þarna var um stóran hóp þingmanna að ræða, ásamt ráð- herrum, gott ef ekki allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Mér fmnst það ekki ábyrg framkvæmd ráðamanna að ferðast svo margir saman í einu í flug- vél, hvort sem það er hér á landi eða til útlanda. Gætið að þessu, þið í stjórnsýslunni. Batnandi mönnum ... Hrefna Anna Þorkelsdóttir nemi: Einhvers konar matreiöslubraut. Eva Hlín Samúelsdóttir nemi: Ég myndi vilja bæta viö spænsku. Of jarlar ríkisrekstursins Páll Sigurösson skrifar: Sífelldur þrýstingur og. kröfur hinna . ýmsu sérhagsmunahópa á hendur ríkisins endar ekki nema á einn veg. - Niöurstaðan verður þjóðargjaldþrof og það verður fröken Neyð sem á endanum horfir yfir sviðið og hrósar sigri. Kröftug- ustu hóparnir láta ekki lengur nægja að senda frá sér yfirlýsingar eða áskoranir til hins opinbera sem koma skal til hjálpar samstundis, heldur fjölmenna á fundi, ýmist til ráðherra hinna ýmsu fagráðuneyta eða beint til forsætisráðherra til að sækja aukin fjárframlög. Nú stefnir í 3 milljarða króna halla hjá Tryggingastofnun ríkisins „Niðurstaðan verður þjóð- argjaldþrot og það verður fröken Neyð sem á endan- um horfir yfir sviðið og hrósar sigrí. “ vegna hins svokallaða „öryrkja- dóms“ sem kveðinn var upp af Hæstarétti fyrir nokkrum mánuð- um. Lyfjakostnaöur og framúrkeyrsla í lífeyristryggingum er sögð nema rúmum tveimur milljörðum króna og setur Tryggingastofnun í um 3 milljarða króna halla á ársgrund- velli. En þetta er bara eitt og afmarkað dæmi. - Það er skrattast i ríkis- stjórninni dag hvem til að kría út peninga. Þar eru að verki sjómenn, útgerðaraðilar smábáta, allir hópar heilbrigðiskerfisins, þ.m.t. læknar og hjúkrunarfræðingar, bænda- stéttin, garðyrkjubændur meðtaldir og Samtök iðnaðarins. Og nú koma einnig Samtök atvinnulífsins, sem krefjast þess að stjómvöld komi í veg fyrir gjaldþrotahrinu, sem er sjálfskaparvíti fyrirtækja sem hafa farið offari í eyðslu, líkt og allir hinir sem hvað stífast sækja fundi með stjórnendum í kerfinu til að láta skrá sig, hver til sinnar borgar, líkt og segir í guðspjallinu. - Já, upp með budduna, niður með þjóð- arstoltið! .jmmBm Erfitt hjá Össuri Það eru blikur á lofti í pólitíkinni og enn á ný eru það virkjunarmálin sem rugga gamla fjór- flokknum - sem að vísu er nú kominn í nýjan búning - hressilega. DV segir af því frétt í gær aö óánægja meðal austfirskra samfylkingar- manna sé veruleg með afstöðu forustunnar og Smári Geirsson, einn af foringjum flokksins og máttarstólpum, segir þar að vissulega séu menn að stinga saman nefjum og ræða sína stöðu. í Garra huga er þetta náttúrlega ekkert annað en stríðsyfirlýsing frá Smára í garð forustunnar, jafnvel þó hún sé kurteislega orðuð. Menn mega ekki láta kurteisina blekkja sig þegar pólitíkin er annars vegar, því eins og Grímur Thomsen sagði í den þá er hún þannig að „í góðsemi þar vega menn hver annan“. Engin ástæða er því til að gera lítið úr þeim ágreiningi sem upp er kom- inn í flokknum og i raun má velta því fyrir sér hvort ekki muni koma til erfiðleika í fleiri flokk- um vegna virkjunarmálanna á næstunni. Klofnlngur er víða Þannig er t.d. viðbúið að í Framsókn muni menn finna fyrir þessu, en þar á bæ er löng hefð fyrir náttúruverndarsinnuðu flokksbroti sem að vísu er dreift um landið en ekki samþjappað á einu tilteknu landsvæði. Klofningstilhneigingin gæti því dunið á Framsókn með öfugum for- merkjum við það sem er að gerast hjá Samfylk- ingunni enda er flokksforusta Framsóknar mjög afgerandi virkjanasinnuð. Svipaðrar tilhneiging- ar gætir reyndar líka hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem ýmis öfl í flokknum hafa lítinn áhuga á virkjanapólitík forustunnar. Það er einna helst VG sem gengur samhent til leiks í þessum efn- um, enda eru þar nær allir á móti virkjanafram- kvæmdum, punktur. Vandinn er hins vegar mest aðkallandi hjá Samfylkingunni og þar hljóta menn að spyrja sig hvað Össur sé að hugsa. Ætl- ar hann að kljúfa flokkinn eða mun hann reyna að koma til móts við sitt fólk? Erfitt úrlausnarefni Garra hefur sýnst að Össur sé maður mikilla sátta og samfylkinga og það er ekki lengra síðan en um helgina aö hann bauð Einari Oddi upp á pólitískt bandalag gegn ríkisstjórninni í smá- bátamálum. Því má svona fyrirfram reikna með að Össur skreppi austur til að tala við sína menn. Gallinn er hins vegar sá að hvorki hann né aðrir forustumenn Samfylkingarinnar geta fariö að bakka í andstöðu sinni við Kárahnjúka- virkjun án þess að gengisfalla sem stjórnmála- leiðtogar. Hver tekur mark á fólki sem segir eitt í dag og annað á morgun? Það gengur ekki upp þegar um slík stórmál er að ræða. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvernig Össur leysir þetta erfiða verkefni. Gerist það með því að Öss- ur þaggar með davíðskum hætti niður í gagn- rýni Austfirðinganna? Eða tekst honum að lempa málið til þannig að allir verði ánægðir? Eða ákveður hann kannski að gera ekki neitt og sætta sig við klofning í flokknum í þessu máli? Svörin við þessum og fleiri spurningum munu koma í ljós í næstu þáttum af framhaldsþáttaröð- inni: „Samfylkingin - nýtt stjórn- málaafl festir sig í sessi!“ Gðfll Snorri Jónsson skrifar: í grein í Mbl. eft- ir Sigurð G. Guð- jónsson hrl. og stjórnarform. í Norðurljósum sem rekur m.a. Stöð 2 má greina breyttan takt og tón hjá þessum ágæta lög- manni, sem hingað til hefur ekki hátt lof haldið þeim Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og fleiri úr röðum sjálfstæðismanna. Nú telur Sigurður að þakka beri þeim einstaklingum í Sjálfstæðisflokki sem veittu frumvarpi til útvarpslaga brautargengi árið 1985 fyrir framlag þeirra fyrir baráttunni fyrir afnámi ríkiseinokunar á öldum ljósvakans. Ég segi: Batnandi mönnum er best að lifa og þakkir á lögmaðurinn skilið sjálfur fyrir að stuðla að vináttu allra dýranna í skóginum. Athugasemd Flugmálastjórnar Jðhann Sigurðsson hringdi: Ég rak augun í „Athugasemd frá Flugmálastjórn" í nýlegu Fréttablaði, þar sem gagnrýnd var frétt blaðsins um ástæðuna fyrir því að flugvélinni TF-GTI var gert aö hætta við lendingu á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir slysið hörmulega fyrir rúmu ári. - í athuga- semdinni var sagt að hvorki sú stað- reynd né það að flugvél sem fyrir var á flugvellinum var ekki komin af flug- brautinni réði því að flugmanni TF- GTI var sagt að hætta við lendingu. Það hefði verið fjarlægðin og afstaðan milli flugvélanna sem réði því að flug- manninum var sagt að hætta við lend- ingu. - Ég sé ekki neinn mun á þessu, og skil því ekki þessa „röksemd"! DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Sgurður G. Guðjónsson hrl. Allir orðnir vinir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.