Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 17
17 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 DV Smithsonian er líkast til frægasta safn í heimi og þangað leggja milljónir leið sína á hverju ári. Árið 2000 var sett upp í safninu sér- stök víkingasýning í tilefni af landafundunum og hefur sú sýning farið á milli stórborga í Bandaríkjunum og hafa yfir tvær milljónir manna séð sýninguna. Sýningarstjóri var Elizábeth Ward, 28 ára, sérfræðingur í norræn- um fræöum og mannfræði. Áhugi hennar á Noröurlöndum er ekki síst kominn til vegna þess að hún er hálfur íslendingur, ættuð úr Keflavík, og fædd í Bandaríkjunum nokkru eft- ir uppgangstíma Hljóma. Tvö af þrjátíu þúsundum í gegnum fjölskyldu sína kynntist Elizabeth íslendingasögum og Eddukvæöum. Elizabeth lærði norræn fræði í Berkeley-háskóla með sérstakri áherslu á íslendingasögur. Meistara- gráðu hefur hún i mannfræði (anthropology) frá University of George Washington í Was- hington DC. Það má telja á fingrum annarrar handar þá háskóla í Bandaríkjunum sem bjóða upp á nám i norrænum fræðum. „Við vorum bara tvö sem útskrifuðumst með BA-próf í norrænum fræðum í Berkeley en það eru þrjátíu þúsund nemendur við skólann. Það er mjög gott að vera í svo lítilli deild í stórum skóla því þá er miklu nánara samband milli nemenda og kennara.“ Elizabeth var sjö ára gömul þegar hún kom fyrst í heimsókn til íslands. Á íslandi kom margt sjö ára stelpu frá Kaliforníu spánskt fyr- ir sjónir. „Á íslandi var hægt að drekka vatn úr lækj- um. Slíkt hafði ég aldrei heyrt um í Bandaríkj- unum.“ Elizabeth Ward sem stjórn- aði frægri víkingasýningu Smithsonian-safnsins í Washington er œttuð úr Keflavík. Hún sérhæfði sig í norrœnum frœðum og mannfrœði og er um þessar mundir að rannsaka menn- inguna í íslensku landslagi. Menn lands DV-MYND HIIMAR ÞÓR island er landiö og sagan „Ég er viss um aö ég get unniö ævilangt viö rannsóknir sem tengjast íslandi og íslenskri menningu. Annars get ég bara keypt mér býli, hafiö ræktun á hestum og gleymt öllu ööru. “ Vínlands saga á tíu mínútum Elizabeth segist ekki hafa búist sérstaklega við því að hún myndi nokkum tima nýta menntun sína í norrænum fræðum við vinnu sína. Þegar dró nær árinu 2000 byrjaði Smith- sonian-safnið að huga að sýningu um lífið á norðurslóðum. „Ég hafði lesið Vinlands sögu en var þó eng- inn sérfræðingur í henni. En samkeppnin var ekki mikil,“ segir Elizabeth og hlær. „Það voru ekki margir í Bandarikjunum sem höfðu áhuga á efninu og kunnu íslensku. Þetta var frábært tækifæri til að nýta norrænu fræðin." Elizabeth vann með safnstjóranum með hópi sérfræðinga að uppsetningu sýningarinnar. Hennar hlutverk var meðal annars að taka fræðilegar hugmyndir sérfræðinganna og færa í þann búning sem almenningur skildi. „Viö undirbúning sýningarinnar glímdum við við það verkefni að kynna bókmenntimar fyrir fólki. Þetta var mjög skemmtilegt við- fangsefni, sérstaklega í ljósi þess að fæstir Bandaríkjamenn vita hvað íslendingasögur eru. Ég stakk upp á því að við hefðum „Sögu- leikhús" til að auðvelda fólki að nálgast við- fangsefnið. Við tókum því Vínlands sögu og geröum úr henni fimm tveggja mínútna atriði (styttum, styttum, styttum).“ Menningarlegt landslag Þótt vinnunni við vikingasýninguna sé ekki lokið, en Elizabeth hefur verið við uppsetningu hennar í nokkrum stórborgum Bandaríkjanna, hefur hún fundið sér nýtt verkefni sem einnig tengist íslandi. Hún er ásamt Arthúri Björg- vini Bollasyni að skrifa kaíla í bók um lands- lag í þjóðfræði norrænna þjóða. Kaflinn ber heitið Defining Njáluslóð: Landscapes, Stories and Tourism in Southem Iceland. Segja má að kaflinn fialli um það hvemig reynt er að gera það ósýnilega sýnilegt líkt og gert hefur verið á Sögusetrinu á Hvolsvelli. Hugtakið Cultural Landscape mætti á ís- lensku kalla menningarlegt landslag. „í hverri menningu er mikil þekking á land- inu sem fólk býr á og umhverfi þess. Það skap- ast í samfélögum ákveöin hefð i því hvemig horft er á landið. Landslagið er hlaðið merk- ingu. Landslag getur haft mikla menningarlega og trúarlega skírskotun. Þessu er misjafnlega farið eftir menningarheimum. Verkefnið miðar einnig að því hvernig þessari þekkingu á land- inu er viðhaldið. í Inúíta-byggðum Kanada eru helgir steinar en þekkingin á þeim deyr hratt út því menning þeirra er í miklum nauðum." Lelðari um Gunnar „ísland er með í þessari bók vegna þess að það er eini staðurinn þar sem landslagið hefur sterka menningarlega þýðingu. Þekkingin á landinu er mikil og hún er vel skrásett. Frá- sagnir af landnámi á íslandi eru án hliðstæðu; engin önnur þjóö á slíkar upplýsingar. Þessi þekking er svo samgróin þjóðinni að hægt er að skrifa ritstjórnargrein í dagblöð um per- sónu í Brennu-Njáls sögu og þaö þykir ekkert skrýtið. í Bandaríkjunum væri þetta ekki hægt því engar bókmenntir hafa svo almenna skírskotun. Þekking á sögu og bókmenntum virðist mjög almenn á íslandi.“ Elizabeth segir að það sem hefur gerst á Hvolsvelli með tilkomu Sögusetursins sé mjög merkilegt þvi þar sé búið að þróa viðskiptahug- mynd út frá hugmyndunum um menningarlegt landslag. í stað fornminja sé hugmyndaheimur Njálu vakinn á listrænan hátt. ímyndunaraflið er sterkt Flestir muna eflaust eftir litlu skilti við þjóð- veg eitt noröur í Skagafirði þar sem stendur Örlygsstaöir. Skiltið bendir á hinn sögufræga stað þar sem einn frægasti bardagi íslandssög- unnar fór fram. Á staðnum eru engar minjar heldur verður hugarflugið eitt að bera mann nær þeim atburðum sem þar urðu. „Það er gott að hafa leiðsögumann en stund- um hættir fólk að horfa á leiðsögumanninn og lítur yfir landið, lætur hugann reika um lands- lagið og ímyndar sér atburðina sem tengjast landinu. Slíkar stundir eru betri en nokkrar bíóferðir. ímyndunaraflið er svo sterkt. Þeir sem ekki þekkja neitt til sögmmar geta litið á menningarlega mikilvæga staði í lands- laginu án alls áhuga. Fyrir þá sem þekkja til eru sömu staðir hlaðnir merkingu og sögu.“ Á næstunni lýkur Elizabeth við verkefnið um Njáluslóð og í nóvember verður víkinga- sýningin opnuð í Los Angeles. Hún segir að framtíðin sé þó ekki fullkomlega ráðin. Eliza- beth hefur samt engar áhyggjur. „Ég er viss um að ég get unnið ævilangt við rannsóknir sem tengjast íslandi og islenskri menningu. Annars get ég bara keypt mér býli, hafið ræktun á hestum og gleymt öllu öðru.“ -sm __________Menning Umsjön: Sígtryggur Magnason Drengjakórinn flyt- ur í vesturbæinn Um þessar mundir er Drengjakór- inn að flytja sig um set eftir 10 ára far- sælt starf í Laugamessöfnuði. Það er Neskirkja í Reykjavík sem verður framtíðarheimili kórsins og breytist nafn hans þar með í Drengjakór Nes- kirkju. Ástæða búferlaflutninganna er sú að Neskirkja er, hvað húsnæði og aðra aðstöðu varðar, betur í stakk búin til að hýsa svo umfangsmikla starfsemi sem drengjakórinn er. Drengjakórinn var stofnaður árið 1990 af Bandaríkjamanninum Ronald V. Turner sem þá starfaði sem org- anisti við Laugarneskirkju. Stofnfélag- ar voru 15 drengir víðs vegar af höfuð- borgarsvæðinu. Síðan þá hafa u.þ.b. 200 drengir, á aldrinum 6-20 ára, verið skráðir kórfélagar um lengri eöa skemmri tíma. Núverandi kórstjóri er Friðrik S. Kristinsson en hann tók við stjóm kórsins árið 1994. Friðrik stjórnar einnig Karlakór Reykjavíkur og Snæ- fellingakórnum í Reykjavík. í dag starfa í kórnum rúmlega þrjátíu drengir auk þess sem starfrækt er deild eldri félaga sem nú telur ellefu unga menn sem æfa tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum milli fimm og sjö. Inntökupróf verða haldin í Nes- kirkju mánudaginn 3. september kl. 17-19. Kórinn getur bætt við nokkrum drengjaröddum og skorar á hressa stráka fædda 1994 og eldri að kynna sér þennan skemmtilega og þroskandi félagsskap. Nánari upplýsingar í síma 896-4914. Hirðirinn í Listasafninu Hlín Pétursdótt- ir, Rúnar Óskars- son klarínettuleik- ari og Sandra de Bruin píanóleikari halda tónleika í Listasafni íslands í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan átta. Efnisskráin er fjölbreytt, flutt veröa verk frá rómantík til nútímans, meðal annars eftir Giacomo Meyerbeer, Malcolm Arnold, Þor- kel Sigurbjömsson, Ralph Vaughan Willi- ams og Leonard Bernstein. Flutt veröur frægasta verk sem samið hefúr verið fyrir þessa hljóðfæraskipan en það er Hirðirinn á fjallinu eftir Franz Schubert. Auk þess verð- ur frumfluttur fyrsti hluti tónverks sem tríó- ið pantaði frá Elínu Gunnlaugsdóttur tón- skáldi. Helgi sýnir hjá Sigurjóni Á laugardaginn klukk- an fiögur verður opnuð sýning Helga Gíslasonar myndhöggvara í Lista- safni Sigurjóns Ólafsson- ar. Sýningin ber yfirskrift- ina Speglanir en á henni sýnir Helgi þrívíð verk úr bronsi. Hann QaHar um einstaklinginn í rýminu og um hlutfoll mannslíkamans. Sýning Helga er liður í stefnu Listasafns Sig- urjóns Ólafssonar að bjóða mynd- höggvara að sýna í húsakynnum sem reynst hafa sérstaklega hentug fyrir þríviða list. Síðasti opnunar- dagur í Arbæ Síðasti opnunardagur sumarsins í Árbæjarsafni er sunnudagurinn 2. september. Þann dag verður sérstök dagskrá i húsinu Lækjargötu 4 tengd kveðskap og fornum stemmum. Þar munu kvæðamennirnir Sigurður Sig- urðarson, Steindór Andersen og Magnea Halldórsdóttir kveða fornar stemmur og veita gestum leiðsögn í stemmuflutningi. Þeir Kvintbræður, Örn og Sigursveinn Magnússynir, flytja síðan fimmundarsöngva úr þjóö- lagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar. Dagskráin hefst kl. 14.00. Kvintbræður munu síðan endurtaka söng sinn í safnkirkjunni kl. 15.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.