Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 23 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds, DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Vaxtalcekkun bíður Seðlabankinn er beittur miklum þrýstingi þessa dagana um að lækka vexti. Þrýstingurinn kemur hvaðanæva: frá verkalýðsforystu og bankastjórum, fulltrúum atvinnulífs og jafnvel félagasamtaka. Krafan er jafnan sett fram með þeim rökum að smávegis niðursveiflu, sem nú gætir í efnahagslífi landsmanna, verði að mæta með viðeigandi meðulum. Og vaxtalækkun auki tiltrú manna á hagkerfið og bæti hag heimilanna. Enginn fæst hins vegar til að segja að niðursveiflan sé kærkomin. Færa má fyrir því haldbær rök að þenslan í íslensku samfélagi á síðustu árum hafi verið of mikil. Hagvöxtur- inn hefur verið mikill, jafnan á bilinu fjögur til fimm pró- sent á nokkuð löngu árabili, með þeim annmörkum sem honum fylgja. Það er hverju hagkerfi eðlilegt að sveiflur þess séu á báða vegu og í reynd er ekkert við því að segja að heldur hægi á vextinum um stundarsakir. Það er hverj- um manni hollt að hægja öðru hverju á og hugsa sinn gang. Hagkerfi þurfa líka sinn hægagang. Birgir ísleifur Gunnarsson, aðalbankastjóri Seðlabank- ans, hefur haldið ró sinni síðustu daga. Það er gott. íslend- ingar græða á þeirri ró til langframa. Birgir þarf ekki að kaupa sér stundarvinsældir með því að lækka vexti, þó ekki væri nema lítillega, til að geðjast kóngum í hverri grein. Hann hefur réttilega bent á að mikilvægasta mark- mið Seðlabankans nú um stundir sé að kæla hagkerfið og halda aftur af verðbólgu. Það verður ekki gert með vaxta- lækkun. Hún er ekki tímabær. Seðlabankinn er með stefnu sinni í vaxtamálum að sýna aðgæslu. Hennar er þörf. Sami banki hefur ekki alltaf sýnt sömu aðgæslu. Þar er átt við að þegar réttilega var breytt úr fastgengisstefnu yfir í verðbólgumarkmið voru vikmörkin sett of hátt. Fyrir vikið leitaði verðbólgan í efri mörkin og hefur haldist þar lengur en búist var við. Seðlabankinn sýndi ekki aðgæslu á fyrstu vikum breyttr- ar stefnu og allir þekkja afleiðingarnar: hratt og mikið fall krónunnar. Þenslan var ekki hamin. Á þessum tíma skálduðu forkólfar ríkisstjórnarinnar og sögðu efnahaginn vera í langtum betra horfi en raunin var. Forsætisráðherra liktist sálmaskáldi i umræðu sinni um að allt væri i stakasta lagi. Þjóðin kynntist öðru. Þá lét Seðlabankinn blekkjast og hélt að sér höndum en hefði betur aðhafst. Nú gerir hann rétt og aðhefst ekkert. Hann lætur ekki blekkjast af tímabundinni örvæntingu manna úti í bæ sem vilja spýta inn í efnahaginn og snúa sveifl- unni við. Bankanum líkar niðursveifla. Það er áhyggjuefni að fulltrúar atvinnulífs og fleiri sem fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála krefjist skyndiúrræða. Ofþenslan er liklega að baki en ekki þensl- an. Hagkerfið er aðeins að róast. Nokkur niðursveifla er heppileg og landsmönnum holl. Brýnt er að gleyma ekki meginmarkmiðum á stundum sem þessum en þau hljóta að vera að hafa hemil á verðbólgunni og að tryggja stöðugt verðlag. Vaxtalækkun kann að vera eðlileg innan nokkurs tíma en rökin fyrir henni nú eru veik. Landsmenn eru sagnaþjóð og hafa á síðustu misserum talað í sig ímyndaða kreppu. Nýjustu hagtölur benda aft- ur á móti til annars. Þar er engin merki að finna um sam- drátt í efnahagslífinu. Að vísu hefur heldur dregið úr út- lánabrjálæðinu á þessu ári og var löngu kominn tími til, en velta þjóðfélagsins er enn mikil. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs var heildarvelta nærri sjö prósentum meiri að raungildi en á sama tíma i fyrra. Samfélag með þessa veltu þarf ekki örvandi lyf, þvert á móti róandi. Sigmundur Ernir DV Skoðun Siðferði fiskveiðistjórnar Nú, þegar nýtt úthlutunar- ár aflaheimilda er að renna upp, ólgar undir í sjávarút- vegi. Undiraldan er þung en mig grunar að hægt sé að fmna fáeinar meginástæður fyrir því að almennir borgar- ar fara að kenna sjóveiki um borð í þjóðarskútunni. Mér finnst að einstaka alþingis- menn og ráðherra sjávarút- vegsmála séu ranglega að etja saman sjómönnum og útgerðarmönnum eftir þvi hvar þeir búa á landinu og eftir gerð og stærð bátanna. Ráðherra virðist ætla að auka afla- heimildir til smábáta með því að taka það af þeim sem lagt hafa á sig ómælt erfiði við aðlögun að gUdandi leikregl- um. Búið var að gefa út dapurlegar niðurstöður fiskifræðinga og voru það nógu slæm tíðindi fyrir útgerðarmenn og sjómenn um land allt. Á vitlausu plani Einstaka stjórnmálamenn hafa séð akk í því að velta umræðunnnni um úthlutun aflaheimilda aftur um ára- tugi, þegar fólk í þessu landi gat ekki Kristján Björnsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum um frjálst höfuð strokið fyrir deilum um hámarksafla. Þá var umræðan stórlega sliguð af harðri gagnrýni hags- munaaðila á niðurstöður fiskifræðinga. Þá, nú og áður fyrr hefur það verið stór pólitísk ákvörðun að fast- setja hámarksafla fyrir hvert fiskveiðiár, enda hefur efha- hagsafkoma íslendinga löng- um oltið á þessari ákvörðun. En á þessu ári er málið að fara úr böndunum. Það ________ stafar aðallega af því að viss- ir stjórnmálamenn hafa dregið málefnið niður á vitlaust verk- unarplan. Og óvart er ráðherra sjávar- útvegs að láta mála sig út í horn. Meginsiðferði fiskveiða Þeir hafa gleymt því að eitt mikil- vægt markmið erTagt til grundvallar í siðferðilegri afstöðu okkar til fisk- veiða. Það er vöxtur og viðgangur fiskistofnanna í sjónum við ísland og sú langvarandi hagsæld sem af því leiðir fyrir þjóðarbúið í heild. í mín- um huga er þetta siðferðilega sjónar- mið eina raunhæfa skýringin á því að allur þorri manna hefur, þrátt fyrir allt, sætt sig við þá stjórnun fiskveiða sem nú er við lýði. Sú siðferðilega krafa sem vestfirskir stjórn- málamenn hafa haldið á lofti nú hefur ekki verið þáttur í þessari stóru sið- ferðilegu forsendu fyrir stjórnun fiskveiða. Þeir halda því fram að það sé siðferðilega rétt að mis- muna sjómönnum og út- gerðarmönnum eftir bú- setu. Siðferðileg afstaða til byggðamála hefur ekki verið hluti af því megin- siðferði sem stjórnun fiskveiða hvilir á enda hefur fiskveiðistjórnun- arkerfið kostað sársauka og fórnir víða um land í stórbrotnu aðlögunar- ferli. Það er einfalt að draga þá niöurstöðu út frá reynslunni af ríkjandi kerfi. Leikreglurnar gilda Fram til þessa hefur verið vikið frá „Mér finnst að einstaka alþingismenn og ráð- herra sjávarútvegsmála séu ranglega að etja saman sjómönnum og útgerðarmönnum eftir því hvar þeir búa á landinu og eftir gerð og stœrð bátanna. “ - Mannlíf við höfnina. siðferðilegum meginsjónarmiðum af og til og er þar komin kenningin um hinn svokallaða byggðakvóta. Þá sætt- ust menn á að víkja frá reglunni af því að ekki var frá öðrum tekið en fiski- Fjölskylda útskúfuð Þau hafa lengi dunið á okkur slag- orðin um hollustu hreyfmgar. Blöðin eru full af tilboðum um sprikl og í ljósi þess að ekki verða haldin fleiri sumarnámskeiö er nú reynt að freista barna og unglinga með tilboðum um íþróttaæfingar af ýmsu tagi. Því hefur lengi verið haldið fram, sennilega með réttu, að þátttaka barna í íþrótt- um auki andlegan styrk þeirra, styrki þau félagslega og hafi jafnvel varanleg áhrif á námsgetu. Því er það nú að fjölskyldur sitja yfir borðum og skipu- leggja í sameiningu hollar tómstundir fyrir helst alla fjölskylduna. Hópíþróttir eru dálítið sér á báti og gilda þar nánast trúarlegar grundvall- arreglur. Liðið gengur að sjálfsögðu „Hópíþróttir eru dálítið sér á báti og gilda þar nánast trúarlegar grundvallarreglur. Liðið gengur að sjálfsögðu fyrir öllu og hagur liðsheildar er settur ofar hag ein- stakra liðsmanna. “ - Frá Pæjumótinu á Siglufirði síðsumars. fyrir öllu og hagur liðsheildar er sett- ur ofar hag einstakra liðsmanna. Heragi ríkir á öllum æfingum og sá sem ekki kemur úrvinda heim í hvert sinn er að spara sig. Veikustu hlekkirnir Lúðamir sem hafa ætlað að taka sig á að haustinu detta úr lestinni áður en fjórar vikur eru liönar og þó svo að missir sé í æfingagjaldinu þeirra þá er það betra en að hafa slíka dragbíta með á æfingum. Það raðast fljótt í virðingarstiga liðsins eftir getu og mikið er á sig lagt til að halda góðri stöðu þar. Liðinu er raðað upp á vellinum og stöðurnar ákveönar. Það kemur fljótt í ljós hverjir munu eyöa mestum tíma á bekkn- um, varaskeifur ef-til stórfelldra óhappa kemur meðal þeirra sem geta betur. Þegar liðsmenn eru ungir að árum er þetta stundum gert með silkihönsk- um og þá sér- staklega ef um er að ræða stúlkur, þær eru jú svo við- kvæmar. Auk þess þarf íþróttahreyfing- in að standa undir siagorð- inu - íþróttir fyrir alla. Dálít- ið lúið en hríf- andi samt. En ekki tekst alltaf að fela hið rétta and- lit félagslegs miskunnar- leysis og skyldleika við blindni herþjálfunarinn- ar. Og kemur nú ein af mörgum sönnum sögum sem hér hafa verið sagðar að undanfórnu og alltaf nóg af. Pæjumótið Hún hafði æft fótbolta og líkaði það vel. Þetta var ekki alltaf auðvelt en henni hafði tekist aö halda Sigfríöur Björnsdóttir tónlistarkennarí þessu gangandi samhliða tónlistarnáminu. Hún hafði þegar keppt oft og kappleik- ir voru hennar yndi. Hún hafði hlakk- að til að fara á Pæjumótið svokallaða frá því í vor. Eitthvað voru skipulags- málin flókin því hún átti að vera á svipuðum tíma á námskeiði með tón- listarskólanum. En hún lét mömmu sína um þetta allt og hafði fyrir löngu ákveðiö að gera bara sitt besta á báð- um vígstöðvum. Svo kom sumarið. Menn voru á ferð og flugi en einn eftirmiðdag var hringt og varð móðirin fyrir svörum. I símanum var þjálfari stúlkunnar að athuga hvort barnið yrði ekki örugg- lega með fyrir norðan, því liðið þyrfti á því að halda. Móðirin útskýrði púsluspilið vegna tónlistarnámskeiðs- ins en sagði þær geta verið komnar á ákveðnum tíma til að telpan gæti keppt með. Sumarbústaðaferðir, skipulögð ferðalög og vinna setti svip á vikurnar og áður en hún vissi var komið að þessu öllu. Fjölskyldan pakkaði saman bæði tónlistardóti og fótboltagræjum og ekki lagði af stað. Vel gekk i tónlist- inni fram eftir degi, en næsti áfangi var miklu lengri. Siglu- fiörður er langt í burtu þó mað- ur hafi verið á námskeiði í Borgarfírði. Þau gerðu sér ferð- ina skemmtilega með spjalli og leikjum, enda vön að fara um landið. Burt með barnið Á Siglufirði voru móttökurn- ar hins vegar sérkennilegar. Nú, ert þú komin? Það var ekki gert ráð fyrir þér. Þú borgaðir skráningargjafdið sem átti að borga á æfingu í bænum. Nei, það er ekki tif hressing handa þér. Nei, þú getur ekki fengið gistingu. Nei, þú get- ur ekki fengið að vera með í boltanum þótt þú reddir þér gistingu annars staðar. Nei, þú færð ekki að vera með í leikjunum. Mótbárur báru engan árangur. Að þau hefðu verið búin að ræða við þjálf- arann í síma og talið máfið frágengið. Að þau hefðu ekki vitað að greiða ætti skráningargjafdið í bænum. Að þau gætu alveg greitt það núna. Að hún hefði ekki komist á siðustu æfingu í bænum vegna ferðar hjá fiölskyldunni. Að hún hefði látið vita af því áður. Að þau væru nú komin alla þessa leið, og hvort ekki mætti hliðra til i ljósi þess? Ekkert. Ekkert beit á heragann í formfræði þeirra sem stóðu að skipu- laginu. Fjölskyldan átti þann einn kost að fara til baka heim til Reykjavíkur. Ef einhverjum finnst þetta falleg fram- koma við börn þá skulum við vona að viðkomandi sé barnlaus sjálfur og verði það um alla framtíð. Sigfríður Björnsdóttir stofnunum sjálfum. Nú er verið að mæta byggða- sjónarmiðunum á nýjan hátt með því að skerða áður gefin fyrirheit til annarra. Það er auk þess gert á samdráttartimum. Það mun ekki ganga upp | ef einhver dugur er í þeim mönnum sem halda sig við meginrök og missa ekki sjónar á langtíma- markmiðum fiskveiði- stjórnunar. Ekki gengur að skerða hlut þeirra sem lánast hefur að laga sig að gild- andi leikreglum með til- heyrandi kostnaði við kaup á aflaheimildum og ótal erfiðum ákvörðunum um hagræðingu, manna- ráðningar og viðskipti með skip. í þessum harða leik verða leikreglurnar að gilda áfram á þann hátt að megin- markmiðunum verði ekki ógnað því annars' hefur allur fiöldinn fært fórnir að óþörfu. Kristján Björnsson Ummæli Skýr umhverfispólitík - „Það vakti mig til umhugsunar við lest- ur úrskurðarins að þar má finna skýra pólitíska stefhumótun. Þama eru lagðar lín- ur að umhverfispóli- tík sem er mjög af- dráttarlaus standi úrskurðurinn óhaggaður. Færa má fyrir því rök að standi þessi úrskurður þá verði virkj- un vatnsfalla eins og Jökulsánna á Dal og í Fljótsdal og smærri vatns- falla eins og t.d. Bessastaðaár aldrei samþykkt, bygging vega á svæðinu og umferð ferðafólks verulega takmörk- uð, enda sannað að þar sem þúsundir ganga um þótt á tveimur jafnfljótum sé verður ekki lengi um ósnortin víð- erni að ræða. Ég læt mér ekki detta í hug að úrskurður Skipulagsstofnunar sé geðþóttaverk." Hrafnkell A. Jónsson í Morgunblaösgrein. íslensk skattpíning „Skattamir heita svo flóknum nöfnum að þeir festast varla í minni. Þeir koma í formi stimpilgjalda, virðisaukaskatts og ofurtolla á grænmeti. Tekjuskattar á ein- staklinga hér á landi eru þeir hæstu í heimi. Við erum nærri því hálft árið að vinna bara fyrir ríkið. Þeir sem laumast rétt yfir lúsarlaunin lenda i hátekjuskatti og þurfa að borga ennþá meira. Bensínokrið á ís- landi er m.a. tilkomið vegna skatta á bensínið. En þótt stjórnvöld hér okri á bensíninu bjóða þau fólki enga val- kosti með almennilegum almennings- samgöngum líkt og önnur siðmennt- uö samfélög gera.“ Bjami Brynjólfsson í leiöara Séö og heyrt. Spurt og svarað Boðar samkomulag Lœknafélags Islands og ÍE trúverðuga lendingu í ga Friðrik Vagrt Guðjónsson, heilsugœslulœknir á Akureyri. Samkomulag um áþekkati skilning „Að mínu mati er þetta engin lending í málinu, heldur sam- komulag um áþekkan skilning á vissum atriðum í deilunni. Eftir stendur í mínum huga það grundvallarat- riöi að trúnaðarupplýsingar úr samtölum lækna og skjólstæðinga þeirra skuli ekki fluttar eitt né neitt, nema skjólstæðingarnir fari skriflega fram á það. Samkomulagiö breytir í engu mínum fyrri yf- irlýsingum varðandi þessi mál; það er að verði upplýsingar um mína sjúklinga fluttar án sam- þykkis þeirra þá treysti ég mér ekki til að starfa við slík skilyrði." Ásta Möller, þingmadur Sjálfstœöisflokks. Sáttargjörð til framfara „Samkomulagið segir okkur að einlægur vilji er fyrir þvi meðal beggja aðila, það er lækna og ÍE, að vinna í því í sameiningu að gagnagrunnur á heilbrigðissviði verði að veruleika. Tortryggni sem ríkti meðal fólks í þessu máli virð- ist hafa verið eytt. Meginmálið er auðvitað að heilbrigðisstarfs- menn og almenningur séu tilbúnir til samstarfs um uppbyggingu gagnagrunnsins, og hvað lækna varð- ar virðist það hafa tekist með þessu samkomulagi. Ég tel að grunnurinn verði ótrúlegt tæki til fram- fara í heilbrigðisvísindum, þannig að mjög mikil- vægt er að um hann ríki góð sátt allra á meðal ef hann á að nýtast sem skyldi." Sigurður Þorri Sigurðsson tryggingarábgjafi. Mótmœli eru afiirhald „Samkomulagið er húverðugt. Það kom ekki á óvart að það kæmi kurr i ýmsa þegar tE næði sam- komulagi við Læknafélagið, sjálfur var ég alla tíð viss um að það næðist. Að vera mótfall- inn gagnagrunninum finnst mér afturhaldssemi. Dulkóðun nafna kemur í veg fyrir möguleikann á því að upplýsingar leki út. Hins vegar þarf að gera strangar kröfur um meðferð upplýsinga, þær hafa verið gerðar og treysti ég ÍE til að fylgja þeim eftir. Viöurlög við broti á lögum um gagnagrunninn ættu að vera leyfissvipting og svo háar fjársektir að engum ætti að detta í hug að reyna slíkt. Gagnagrunnurinn á svo eftir að verða okkur og kom- andi kynslóðum til góðs.“ Ögmundur Jónasson, þingmabur VG. Deilt á nýjum nótum „Samkomulag sem ég myndi sætta mig við yrði að tryggja að enginn færi inn i gagnagrunninn nema hann hefði áður gefið til þess samþykki sitt. Læknar hafa ekki siðferðUegt umboð.til að senda upplýs- ingar um sjúklinga sína inn í gagnagrunn sem á að nota í viðskiptalífmu, eins og þennan, án þess aö upplýst sam- þykki sjúklinga þeirra Uggi fyrir. Það er með ólíkindum hver framvindan hefur orðið, allt frá því að Davíð Odds- son blessaði í Perlunni undirskrift samkomulags milli ÍE og svissnesks lyfjafyrirtækis sem sóttist eftir þvi að fá ís- lensku þjóðina ofan í tilraunabúr. Umgjörðin þá var hneyksli og framhaldið hefur orðið eftir því. Samkomu- lagið nú sýnist mér ekki byltingarkennt, en deilan um persónuvernd er hafin á nýjum nótum.“ &o\ T\íe$?5WK&ofá p i % Sjaldan brýtur gæfumaður gler Islensk erfðagreining og Læknafélag íslands hafa nú náö lendlngu í gagnagrunnsmállnu, en útl í þjóðfélaglnu er hún víöa umdeild. -4- Reykjavikurborg er glerbrotum stráð borg. Hún er frekar sjúskuð borg. Hluti borgarbúa er önnum kaf- inn við að rífa niður góða viðleitni. Glerbrot og glersalli þekja götur og gangstéttir. Aðeins í örgustu af- kimum stórborga er veggjakrot stundað átölulaust eins og í höfuð- borginni. Löggæsla er varla starf- andi að neinu marki í Reykjavík - og nú á að minnka hana enn. Góðæri, harka og öfuguggaháttur Góðærið svokallaða sem dunið hefur á þjóðinni undanfarin misseri hefur ekki skapað öllum mikla lífs- hamingju. Harka, öfuguggaháttur, eiturlyf og taumlaus áfengisdrykkja - er það góðæri? Lífshamingjan er fráleitt afsprengi peninga einna sam- an. Og þrátt fyrir rúm fiárráð virðist þessi þjóð að hluta til heldur óham- ingjusöm, bitur og firrt. Þrátt fyrir allan lífshamingjuiðnaðinn er ein- hver holur hljómur í lífi okkar. Ég hef mikla trú á kynslóðinni sem bráðum erfir landið. Flestir þessir krakkar eru kurteisir, þægi- legir og skemmtilegir en of stór hluti þeirra er pirruð, frek og eigingjörn eintök af mannverum. Ég horfði með hryllingi á það sem dundi yfir mið- borgina eftir að klukkan sló tólf á miðnætti á menningarnóttina svokölluðu. Það varð einhver ösku- buskubreyting á mannskapnum við klukkusláttinn og óskiljanleg öfl leystust úr læðingi á stuttum tíma. Elstu og yngstu kynslóðir síuðust burt úr miðbænum til sinna heima - eftir urðu krakkar sem erfa landið. Afbragðskvöld breyttist í óhugnað næturinnar. Sjaldan brýtur gæfumaður gler segir máltækið en í Austurstræti var fyrsta búðarrúðan smölluð - hjá góðu konunum í Thorvaldsensfélag- inu. Af og til mátti heyra flöskur brotna á malbikinu. Tveir heldur nöturlegir strákar arka í vesturátt; annar sturtar bjórnum í sig og ein- hendir flöskunni í götuna. Síðan stígur hann í mikilli bræði á brotinn flöskubotninn og heldur sína leið með illvígan reiðisvip límdan á and- litið. Kynferðislegt áreiti á Lækjartorgi Við Lækjartorg eru tvö ungmenni að kljást upp við búðarrúðu, fallega klæddir og snyrtilegir krakkar. Stúlkan emjar og kallar á hjálp, drengurinn heldur henni í klemmu upp að búð- arrúðunni og þröngvar hnénu milli fóta henni. Eng- inn skiptir sér af þessu kyn- ferðislega áreiti. Ekki nokk- ur maður. Ég pikka í öxlina á unga manninum sem segir drafandi röddu að þetta sé kærastan sín. Ég segi að maður umgangist ekki kærustuna svona. Hún öskr- ar að hann sé ekki kærast- inn sinn. Ég á engin svör, ég get ekkert gert. Kemur mér ““““ þetta við?? Upp allan Laugaveginn heyrist glerið brotna og fólkið veður áfram í glerbrotunum. Reykvísk menningarnótt er skollin á, borgara- styrjöld sem veröur ekki stöðvuð. Löggan ósýnilega Ekki sá ég einn einasta lögreglu- mann á vappi þetta menningarkvöld, ekki einu sinni eftir að ungmennin mættu til leiks. En auðvitað verða 50 Jón Birgir Pétyursson skrifar: svartklæddir löggæslu- menn á vakt ekki mjög áberandi innan um 50 þús- und manns. Löggæsla er nauðsyn í þjóðfélaginu og aldrei meiri en nú. í gær mátti þó lesa í Morgunblaðinu að lögreglumönnum í Reykja- vík verði fækkað um allt að 25 nú i haust. í Frétta- blaðinu sama dag las ég um Nígeríumann sem þor- ir ekki að koma nálægt miðbænum - honum finnst að lifi sínu sé ógnað þar. Menn þurfa ekki að vera hörunds- dökkir til þess. Á sama tima er verið að fækka í löggunni sem hefur þó verið nánast ósýnileg undanfarin misseri. Eitthvað er að í stjórnkerfi okkar þegar ráðherrar nánast rústa heilbrigðiskerfið, stórskaða síðan húsnæðiskerfið - og nú löggæslu og bráðnauðsynlega vemd og vöktun fyrir borgarana. Hver bað um þenn- an ógáfulega sparnað? „Ég horfði með hryllingi á það sem dundi yfir miðborg- ina eftir að klukkan sló tólf á miðnœtti á menning- amóttina svokölluðu. Það varð einhver öskubusku- breyting á mannskapnum við klukkusláttinn og óskilj- anlegöfl leystust úr læðirigiáítuttum tíma.“...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.