Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 25
29 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001______________________________________________________ DV Tilvera Mótsmolar Fékk gasgrill í kaupbæti Vignir Jónasson og Klakkur, sem unnu heimsmeistaratitil á heimsmeistaramótinu í Austur- ríki fyrr í þessum mánuði, hafa unnið A-flokkinn á meistaramót- inu síðustu þrjú ár. í öll skiptin voru gasgrill í verðlaun og heyrst hefur að þegar Klakkur var seldur eftir heimsmeistara- mótið hafa nýi eigandinn fengið gasgrill í kaupbæti. Ekkert undir Árið 1999, þegar verðlaun höfðu verið veitt fyrir B-flokks hesta, lögðu knapar af stað í fal- legri breiðfylkingu en einn vant- aði þó. „Ætlarðu ekki að koma með, Erling?“ kallaði Sigurbjörn Bárðarson í Erling Sigurðsson. „Nei, það er ekkert undir mér,“ svaraöi Erling að bragði en hest- ur hans missti skeifu í loka- spretti. Vann þrjár greinar Á síðasta ári sigraöi Sigur- björn Bárðarson í þremur grein- um. í B-flokki vann hann á Vali- ant frá Heggstöðum, í tölti á Oddi frá Blönduósi og í 250 metra skeiði var hann knapi á Ósk frá Litla-Dal. Hann var síð- an í fjórða sæti í fljúgandi skeiði, öðru sæti í 150 metra skeiði og í fimmta sæti í A-flokki, en í þeirri grein keppti hann í úrslit- um á Alrek frá Torfastöðum sem Sigurður V. Matthíassoh hafði keppt á í forkeppninni. Ekki pístólukjöt Japanskur kvikmyndatöku- maður og aðstoðarkona hans vöktu athygli á mótinu fyrir tveimur árum. Margir héldu að verið væri að taka myndir af lif- andi pístólukjöti. Svo var ekki heldur var verið að mynda ís- lenska hestinn og hafði Japan- inn farið viöa um heim til að mynda hesta. Efnið var síðan sýnt á sjónvarpsstöð í heima- landinu. Ótrúlegur sprettur Tímarnir sem náðust á síðasta ári í skeiðinu voru ótrúlegir. Hæst bar þó tíma Loga Laxdal og Þormóðs ramma í 150 metra skeiði, 13,16 sekúndur, sem var í raun tslandsmet en taldist ekki gilt þar sem meðvindur var svo mikill. Spretturinn var vel út- færður og kom Þormóöur á svo miklum hraða út úr rásbásnum aö engu var líkara en hann ætl- aði að stingast á hausinn. Niður- takan var tafarlaus og Þormóður skeiðaði eins og hann ætti lífiö að leysa. Keyptu sæti handa vininum Félagarnir Einar Ragnarsson og Tómas Ragnarsson voru ekki ánægðir með að þriðji vinurinn, Eysteinn Leifsson, kæmist ekki í úrslit í B-flokki eitt árið svo þeir gerðu sér lítið fyrir og keyptu handa honum sæti á uppboðinu. Fyrir það greiddu þeir 31.000 krónur en sama ár voru greiddar 18.500 krónur fyrir sæti í A- flokki. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ: Jákvætt og hvetj- andi framtak Ásdís Hafla Bragadóttir, bæjar- stjóri í Garðabæ, mun á sunnudag afhenda verðlaun á meistaramótinu og DV sló því á þráöinn til hennar til að fræðast um samstarf bæjarins og hestmannafélagsins Andvara. „Samstarfið hefur verið gott í gegnum árin og þetta er áhugasamt og metnaðarfullt félag,“ segir Ásdís Halla og bætir við að það hafi með- al annars verið í formi samnings sem bæjarfélagið hefur gert við Andvara og árlega hefur félagið fengið fjárframlög. Á síðastliðnum tveimur árum hafi það fengið rúm- ar átta milljónir í bein framlög. Bæj- arfélagið veitti því einnig sérstakan stuðning núna vegna meistaramóts- ins um næstu helgi. -Að sögn Ásdísar Höllu hefur Garðabær tekið þátt í uppbyggingu á vegum félagsins, til að mynda við skipulagningu á reiðstígum um land Garðabæjar, og styrkt upp- byggingu á félagsheimili. Hún segir að hestamannafélagið hafi haft hug- myndir um frekari uppbyggingu á félagssvæði sínu, til dæmis varð- andi byggingu á reiðskemmu, og rætt við bæinn um þær hugmyndir sínar. Hins vegar hafa engar ákvarðanir um stuðning verið tekn- ar af hálfu bæjaryfirvalda en málið verður rætt á næstu mánuðum. Aðspurð um það hvemig henni lítist á að fá meistaramót eins og þetta í næsta nágrenni segir hún að bæjaryfirvöldum finnist þetta vera jákvætt framtak og hvetjandi fyrir íbúa í Garðbæ og nærsveitum. „Vonandi verður fólk duglegt að mæta og eflaust er þetta hvetjandi fyrir unga fólkið," segir Ásdís Halla. Hún nefnir að mikið hafi verið um reiðnámskeið hjá Andvara fyrir börn og unglinga í Garðabæ og það hljóti að skipta miklu máli fyrir framtíöina að koma upp litlum hestamönnum. Ásdís Halla segir aö bæjaryfir- völd séu ánægð með að hafa öflugt hestamannafélag í bænum, eins og allar aðrar íþróttagreinar. Eins og áður sagði ætlar hún að afhenda verðlaun á sunnudag og segist í leið- inni ætla að kíkja á mótið og skoða bæði glæsilega hesta og knapa. -MA Bæjarstjórinn Ásdís Halla Bragadóttir mun afhenda verölaun á mótinu á sunnudag. Sigurbjörn Bárðarson: Ætlar að reyna við heimsmetið Fjöldi landsþekktra knapa verö- ur meðal keppenda á meistaramót- inu um helgina og einn þeirra er Sigurbjörn Bárðarson. „Ég hef tek- ið þátt í þessu móti meira og minna frá upphafi," segir Sigur- björn. Hann segir að það sé ýmislegt sem ýti undir menn að taka þátt í þessu móti. Þetta sé eitt af síðustu mótum sumarins og þar sé feiki- lega skemmtilegt andrúmsloft. „Léttleikinn er ráöandi á mótinu og framkvæmd og skipulagning í þeim anda að allir eru sáttir og ánægðir með þaö sem er að gerast. Einnig er vel komið til móts við knapa og áhorfendur," segir Sigur- björn og bætir við að þeir sem standi að mótinu séu drífandi ein- staklingar og stemningin og um- gjörðin sé alveg feikilega góð. Að sögn Sigurbjörns skemmir ekki fyrir aö verðlaunin á mótinu eru góð og því til mikils að vinna ef vel gengur. „Mótið er í léttum anda þar sem allir eru komnir til að skemmta sér og hafa gaman af.“ Það er því alveg laust við alla árekstra og leiöindi. Sigurbjöm Sleppir aldrei meistaramótlnu Sigurbjörn Báröarson veröur meöal keppenda um helgina enda sleppir hann aldrei meistaramóti. hefur keppt í öllum greinum á neina undantekningu á því þetta mótinu og ætlar ekki að gera árið. „Ég gæti aldrei misst af svona móti því þaö er hluti af hringrásinni hjá þeim sem eru aö keppa.“ Aðspurður um árangurinn segir hann að sér hafi bara gengið vel inn á mifli. „Sniðið á þessu er frjálslegt og reynt er að gera grein- amar áhorfendavænar með því að sníða af alla vankanta, eins og seinagang og annað slíkt.“ Keppni gengur líka hratt og vel fyrir sig því reynt er að halda góðri keyrslu. Sigurbjörn segir aö þetta mót sé nokkuð ólíkt öðrum hesta- mótum þar sem létt stemning sé yfir því. Þaö sé líka tilbreyting að fá að keppa á beinni braut í stað þess að fara hring og það gefi öðr- um hestum tækifæri til að njóta sín. Aðrar hestgerðir komist upp á pallborðiö þar og minna reyni á hestinn hvaö varðar að gefa eftir og sveigja skrokkinn á honum. Þegar Sigurbjörn var að lokum spurður hvort hann ætlaði að reyna sig við heimsmetiö í fljúg- andi skeiðinu sagði hann að að sjálfsögðu yrði reynt að slá heims- metið og vinna bílinn. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.