Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2001, Blaðsíða 26
30 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2001 Tilvera X>'V Hestar 847: Hlakkar alltaf til Siguröur Siguröarson knapi segist alltaf hlakka til aö keppa á meistaramótinu. Leiðandi þjónusta og upplýsingavefur Sigurður Sigurðarson: • • Oðruvísi stemning Þetta er mjög skemmtilegt mót og ég hlakka alltaf til að taka þátt i því,“ seg- ir Sigurður Sigurðarson knapi sem hefur tekið þátt í flestum meistaramót- um Andvara. Stemning á þessu móti sé öðruvísi en á öðrum mótum og miklu léttara yfir öllu. „Riðið á beinni braut, umgjörðin er frjálsleg og hestamir fá að njóta sín,“ segir Sigurður. Hann segir að mjög gaman sé að taka þátt í fljúgandi skeiðinu, sérstak- lega í flóðljósum eins og gert verður á laugardagskvöldið. Sigurður ætlar auðvitað, eins og aðrir keppendur, að spreyta sig á heimsmetinu í þeirri grein og þar með tækifærinu til að vinna bíl. Hann hefur yfirleitt keppt í flestum greinunum á mótunum og get- ur ekki gert upp á milli þeirra þegar hann er spurður hvaða grein sé skemmtilegust því þær séu einfaldlega allar jafn skemmtilegar. Um næstu helgi ætlar hann hins vegar að keppa í öllum greinum nema 150 metra skeiði og verður með þrjá til fimm hesta á mótinu. Sigurður hefur keppt á fjölda móta í sumar og segir að sér hafa gengið bara nokkuð vel, eftir séu aðeins meistaramótið og eitt mót í Mosfellsbæ. -MA atvinnuljósmyndara frá Þýskalandi. Framkvæmdastjóri og ábyrgðarmaður www.hestar847.is er Daníel Ben Þor- geirsson og fréttastjóri og ritstjóri er Helga Tryggvadóttir. um Hjartar Hjartarsonar og endanleg hönnun var í höndum Silkiprents og Daníels Ben. Hugmyndin að merkinu er hugsuð út frá frægri ljósmynd af Dyn ffá Hvammi sem er eftir Gabrielle Boisell, Vefsíðan hestar847.is var formlega opnuð þann 8. desember árið 2000 af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra á Inghóli, Selfossi. Markmið vefsíðunnar er að vera leiðandi þjónustu- og upplýs- ingavefur fyrir hestamenn og áhugafólk um hestamennsku, hvort sem er hér- lendis eða erlendis. Undirbúningur og frumhönnun á gerð síð- unnar tók eitt ár. . Á þessu eina ári var gerð umfangsmikil könnun á vefum sem innihalda efni um hesta og hesta- mennsku. Þessi könnun var aðalhvatinn að þvi að vefurinn www.hestar847.is var opnaður því mikil þörf reyndist vera fyrir þvi að opna vef sem heldur utan um allar þær vefsíður sem innihalda efiii um íslenska hestinn, hvort sem eru íslenskar eða erlendar. Allar skráningar og upplýsingar á vefnum eru fríar. Brautryðjendur vefsins eru þau Daníel Ben. Þorgeirsson og Helga Tryggvadótt- ir. Tæknileg útfærsla var í höndum Netheims www.xnet.is. 847 rekur fréttastofú, auglýsingadeild, framleiösludeild og markaðsdeild. Auk þess að reka þennan vefmiðil hefur ver- ið ráðist í framleiðslu á sjónvarpsþáttum sem eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Is- landi. Þættimir innihalda efni sem ein- göngu er tengt hestamennsku og eru sýndir vikulega i sjónvarpi á SÝN, auk þess að þeir eru framleiddir fyrir erlend- an markað. Heimsóknum á 847 fiölgar með hverjum degin- um og innan fárra vikna verður 847 færður yfir á þrjú önnur tungumál til að mæta óskum erlendra aðila. Nafnið 847 er dregið af hæstu aðalein- kunn sem stóðhestur hefur fengið í röð- um klárhesta. Stóðhesturinn sem býr yfir þessum hæfileikum er Dynur frá Hvammi. Fyrsti eigandi og ræktandi Dyns var Kristinn Eyjólfsson frá Heilu en eftir snöggt andlát hans færðist rækt- unin sem hann hafði byggt upp um áraraðir í hendur eftirlifandi konu hans, Önnu Magnúsdóttur, og dóttur þeirra og tengdasonar. Dynur er nú í eigu einka- hlutafélagsins Dynur ehf. og er aðaleig- andi þess Anna Magnúsdóttir. Frumhönnun merkis 847 var í hönd- Heildarlausn á Netheimur býður upp á heildar- lausn á tölvumálum fyrirtækja, eins og uppsetningar á netlögnum (innraneti), netstjórum og útstöðvum, eldveggjum og fullkomnum vírusvömum (SOPH- OS Anti-Virus). Fyrirtæki geta fengið allan búnað á einum stað og fengið þjónustu frá tæknimönnum Netheims. Tæknimenn okkar búa yfir viðamikilli V reynslu á sviði netmála, NT, Novell og Linux. Netheimur sérhæfir sig i vefsmíði á gagnagrunnstengdum heimasíðum, líkt og síðan hestar847.is. Netheimur býður ótakmarkaða innhringiáskrift að Intemetinu fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Auk venjulegrar þjónustu, líkt og vistun póstfanga, vistun léna og gerð heimasíðna, býður Netheimur margs konar lausnir og ráðgjöf í net- málum fyrirtækja. Innhringiþjónusta Netheims annar öllum hliðrænum mótöldum að 56k, ISDN tenginga, ADSL og SDSL. Einnig býður Netheimur upp á margs konar þjónustu við fyrirtæki, Netheimur: tölvumálum fyrirtækja likt og beintengingu fyrirtækjaneta við Intemetið (lan/wan), hönnun, uppsetn- ingu og öryggi netkerfa. Netheimur hefur flárfest í miklum búnaði fyrir intemetlausnir, t.d. Cobalt-vélum, sem em sérhannaðar fyrir hýsingu á lén- um, póstveitum og vefsiðum, og WatchGuard eldveggjum með VPN-að- gangi (Virtual Private Network). Afrit- unarvélmenni (DLT) taka afrit af öll- um vélbúnaði Netheims á hverjum degi. Netheimur ehf. er með umboð fyrir SOPHOS Anti Vims-veimvöm- ina sem hefur farið sigurfór um allan heim. Netheimur ehf. býður fyrirtækjum og stofnunum upp á leigu á tölvubún- aði og plássi í tölvusal Netheims. Fyr- irtæki geta hýst búnað sinn og gögn miðlægt hjá Netheimi. Afritunartaka og vöktun er í höndum kerfisfræðinga Netheims. Við þetta eykst rekstrarör- yggi fyrirtækjanna mjög. Allur búnað- ur, staðsettur hjá Netheimi, er varinn cif WatchGuard-eldveggjum. Vefslóð fyrirtækisins er: www.xnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.