Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 DV 7 Fréttir Fagmálastjóri Skógræktar ríkisins um svepp í gljávíði og asparryð á landinu: Eigum ekki aö örvænta - ekki nauðsynlegt að fella aspir. Er „sýktasti“ gljávíðirinn á Selfossi að braggast? „Að fella allt lerki á Suðurlandi er algjörlega óframkvæmanlegt - þar hafa milljónir lerkitrjáa verið gróður- sett. Ef Selfossbær vill greiða garðeig- endum bætur verður bærinn að taka þá ákvörðun. En tré eru eignir manna og maður skipar þeim ekki að eyði- leggja eignir sinar án þess að greiða þeim bætur fyrir. Ég tel að íslendingar eigi ekki að hlaupa upp til handa og fóta og gera bara eitthvað," sagði Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri hjá Skógrækt ríkisins, við DV. Harrn segir að best sé að flýta sér hægt hvað varð- ar aðgerðir út af svepp í gljávíði á Suð- ur- og Vesturlandi og asparryði á Suð- urlandi - jafnvel þótt ófáir garðar á þessu svæði séu orðnir illa leiknir. Það eina skynsamlega er að ■■■ „Ég skil ekki þetta fár með öspina og gljávíðinn," segir Þröstur. „Þetta er ekki svo mikið mál. Við vitum ekki hvort asparryðið á eftir að fara um allt landið eða ekki. Fólk þarf ekkert að fjarlægja aspirnar. En gott og vel, þær verða ljótar, en aðeins seinni hluta sumars. Asparryðið hefur ekki farið eins illa með aspimar og gljávfðiryðið hefúr farið með gljávíðinn. Aspimar hefur ekki kalið mikið, kannski ein- staka tré. En þau sem hafa verið illa útleikin undanfarin tvö ár hafa laufg- ast vel á vorin og vaxið. Þetta er því ekkert að drepa aspimar nema helst ef einhver klónn er sérlega illa næmur fyrir þessu eða hann vex viö slæm skil- yrði fyrir. Þetta er því kannski meira í kollinum á fólki en að þetta sé verulegt vandamál í skógrækt. Það eina sem er skynsamlegt í þessu máli er aö við komumst með rann- sóknum að niðurstöðu um hvaða asp- arklónar séu viðkvæmastir fyrir þessu - þ.e.a.s. við hjá skógræktinni og aðrir - og við komust líka að því hveijir verða síst fyrir barðinu á sýkingunni. En þetta tekur nokkur ár. Á meðan væri gott að beina því til íslendinga að vera ekki að hlaupa upp til handa og fóta,“ segir Þröstur. Fréttir um gljávíöi sem bragg- ast? Þröstur segir að þó svo að Selfoss teljist versta svæðið nú hvað varðar Sýkt ösp á Selfossi - asparryö. sveppasýkingu í gljávfði sé ýmislegt vert að skoða áður en lengra sé haldið: „Nú era að berast fréttir frá Selfossi, þar sem gljávíðir var mjög slæmur, að nú virðist minna um sveppinn í gljá- víðinum á stöðum þar sem ekki var búið að uppræta slík limgerði. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þetta á eftir að kanna betur. Kannski er gljávíðirinn að mynda eitthvert ónæmi fyrir þessum sveppi og e.t.v. á öspin eftir að gera það gagn- vart þeirri tegund. Við vitum það ekki. Mestu skiptir að við séum ekkert að flýta okkur. Ekkert liggur á. Við eigum að sjá til hvort við finnum ekki lausn á dæminu frekar en að hlaupa upp til handa og fóta og gera bara eitthvað." Fyrri faraldrar sem nú eru liðin tíð Þröstur segir að ástæða sé til að bíða og sjá hverju fram vindur, ekki síst með tilliti til sögunnar hvað varð- ar fyrri sýkingar og faraldra í trjá- rækt. „Tökum dæmi um t.d. sitkalúsina. Þegar hún var hér, faraldur á nokk- urra ára fresti, og sitkagrenitré vora illa farin af sitkalús, þá töldu sumir að sitkagreni ætti ekki framtíð fyrir sér á íslandi - og þau ætti bara að höggva. En nú hefur enginn sitkalúsarfaraldur verið í meira en 10 ár. Við vitum ekki af hverju, kannski hefur grenið byggt upp ónæmi eða náttúrulegur óvinur sitkalúsarinnar sem við vitiun ekki um komið til landsins. En alla vega - sitkagrenið er búið að ná sér og farald- Bæjarleifar frá Heklugosi 1104 fundnar: Er bær Þorfinns karlsefnis fundinn við Glaumbæ? DV, SKAGAFIRDI:_____________________ Við fornleifarannsóknir í Glaum- bæ i Skagafirði undanfarið hafa kom- ið í ljós sorphaugur og veggjaleifar af húsi sem talið er að hafi verið mannabústaður. Veggjabrot er á um 30x30 m svæði og benda mælingar tft að mn sé að ræða langhús ásamt fleiri húsum. Þessar húsaleifar eru niðri á túni um 400 metra frá gamla bænum í Glaumbæ undir öskulagi sem talið er að sé úr Heklugosi frá árinu 1104. Ef horft er til öskulaga virðist svæð- ið hafa verið í byggð um einhvem tima og getgátur era nú um að íveruhúsin hafi verið færð af þessu svæði á núver- andi bæjarstæði á 11. öld og þá upp á brekkubrúnina þar sem gamli bærinn í Glaumbæ stendur. Fundurinn er DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Bær karlsefnis? Gamli bærinn í Glaumbæ. Merkar leifar af mannabústaö fundust í tún- inu skammt frá honum. óvæntur og gefur nýjar hugmyndir um búsetu í Glaumbæ. Samkvæmt Grænlendingasögu flutt- ust Guðríður Þorbjamardóttir og Þor- finnur karlsefni ásamt syni sínum Snorra frá Vínlandi að Glaumbæ á öðram tug 11. aldar. Að sögn Sigríðar Sigurðardóttur, safnstjóra í Glaumbæ, era miklar líkur á að þama sé um að ræða húsakynni Guðriðar og Þorfinns og nánast öraggt að Snorri Þorfinns- son, sem var bóndi í Glaumbæ í nokk- ur ár, hafi búið í því. Það var hópur amerískra fomleifa- og jarðvísinda- manna sem vann að rannsóknunum. Aðferðimar era fólgnar í nákvæmri yfirborðsskoðun, könnun eðlisleiðni og eðlisviðnáms jarðlaga og rannsókn- um og sýnatöku i prufuskurðum og holum. Auk Glaumbæjar var unnið að rannsóknum á sex öðrum stöðum í Skagafirði og era líkur á að haldið verði áfram rannsóknum í héraðinu næsta sumar af sömu aðilum. -ÖÞ Hlé gert á byggingu íþróttahúss á Hvammstanga: Lögbann arkitekts vofir yfir DV, HVAMMSTANGA:___________________ Framkvæmdir hafa legið niðri í tæpan mánuð viö byggingu afar um- deilds íþróttahúss á Hvammstanga vegna yfirvofandi lögbannskröfu Ormars Guðmundssonar arkitekts, en hann var hönnuður sundlaugar- byggingarinnar sem íþróttahúsið er byggt við. Brynjólfur Gíslason sveitarstjóri segir að þessa dagana sé verið að kanna á hvem hátt megi ná sam- komulagi um málið, eða eins og Brynjólfur orðaði það, hvaða óskir fremur en „kröfur" arkitektinn hefði fram að færa. Brynjólfur sagöist í samtali við DV vonast til að um miðjan septem- Frá Hvammstanga bermánuð mundu niðurstöður liggja fyrir þannig að unnt væri að halda áfram framkvæmdum. í fyrstu var gert ráð fyrir að bygg- ingu íþróttahússins yrði lokið um áramót en sýnt er aö frestun fyrr í sumar vegna deiliskipulags og tafir nú verða líklega til þess að seinka verklokum fram yfir áramótin. Brynjólfur sagði að atvinna hefði verið næg á Hvammstanga í sumar og t.d. hefði verktaki við íþrótta- hússbygginguna næg verkefni, en einnig hefði það komið minna að sök að framkvæmdir stöðvuðust við íþróttahúsið að tveir smiöanna væra miklir hestaíþróttamenn og hefðu brugöið sér til Austurríkis til að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Eins og fólk rekur eflaust minni til voru harðar deilur í Húnaþingi um íþróttahússbygginguna og sjálf- sagt eru þeir einhverjir sem sýta það ekki að framkvæmdir dragist á langinn. -ÞÁ Þröstur Eysteinsson hjá Skógrækt nkisins „Ef menn sjá eftir öspunum sínum þá eiga þeir ekkert aö vera aö fella þær. “ Gljávíöir sem hefur oröið fyrlr sveppasýkingu. ur ekki átt sér stað lengi,“ segir Þröst- ur. Hann segir að vissulega fmnist öll- um asparryð ljótt og allir vilji hafa fal- legt hjá sér. Aðalatriðið sé hins vegar að hafa fjölbreytileikann í lagi og geta þá brugðist við í samræmi við það ef sýkingar slá sér niður - að gróðursetja ekki einungis aspir þar sem fólk vill skjól og svo framvegis. „En ef menn sjá eftir öspunum sín- um þá eiga þeir ekkert að vera að fella þær. Fólk verður að fá frið og tíma til að hugsa þetta sjálft. Það er engin ástæða til að örvænta eða beina þvi til fólks að það eigi að gera eitt eða ann- að. Hver og einn verður að gera þetta upp við sig,“ sagði Þröstur Eysteins- son. -Ótt 7 5% afsláttur af öllum vörum á löngum laugardegi Laugavegi 49 Sími 561 7740 f* m SÉ Al sálr^ /V m M Í22 ¥ íl l a m mLM 1 il Drög að tillögu að matsáætlun matsferli vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers ISAL í Straumsvík ISAL er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra stækkana verður unnið hjá Hönnun hf. Á vefsíðum ISAL (isal.is) og Hönnunar (honnun.is) eru nú til kynningar drög að tillögu að matsáætlun framkvæmdarinnar. Óskað er eftir athugasemdum og ábending- um almennings fyrir 14. september nk. Þær skulu sendar til Hönnunar hf., Síðumúla 1, 108 Reykjavík eða á axel@honnun.is. ISAL ISAL er Kluti »l ALCAN wmjteypooni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.