Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 6
MANUDAGURINN 10. SEPTEMBER 2001 Fréttir Glórulaust að veiða ungfiskinn: Við sjáum fram á tíðar skyndilokanir - og erfitt gæti þá reynst aö ná settu aflamarki Hafrannsóknastofnun sendi frá sér 1 síðustu viku fyrstu niðurstöð- ur úr árlegum seiðarannsóknaleið- angri. Þar kom fram að þorskseiða- árgangur er mjög góöur þó lítið hafi fundist af seiðum fyrir Vesturlandi, í nágrenni helstu hrygningarstöðva landsins. Óvenjulegt ástand í hafinu - Hvernig skýra þínir menn þá staðreynd að lítið hafi fundist af þorskseiðum við vestanvert landið? „Á þessu stigi liggja ekki fyrir sérstakar skýringar á því hversu lítið finnst fyrir vestan. Hins vegar er I mörgum árum lítið af seiðum og áramunur er á hvar seiðin eru. Við höfum oft séð slíkt í gegnum tíðina. Ef til vill er markverðara hvað við sjáum nú mikið af seiðum fyrir austan og þau virðast vera stór. Þetta tengjum við óvenjulegu ástandi í hafínu og sterkum áhrif- um hlýsjávar vestur, norður og austur fyrir land. Þetta hefur verið að gerast í töluverðum mæli sl. fimm ár. Það er talsvert annað ástand en ríkti fyrir 1997. Þetta erum við að sjá núna fimmta árið í röð og er trúlega stærsti þátturinn í að við fáum svo mikið af seiðum þarna. Þetta eru mjög stórir seiða- árgangar. Það er að vísu langur vegur frá góðum seiðaárgangi í góða nýliðun á þorski. Margt gerist þau þrjú ár þar til fiskurinn fer að veiðast." - Getið þið eitthvað sagt til um uppruna þessara seiða? „Guðrún Marteinsdóttir og henn- ar samstarfsfólk hafa unnið mikið að rannsóknum á þessu sviði. Það er hægt að rekja uppruna seiðanna kringum landið, m.a. með stærðar- mælingum á staðsetningu seiðanna á hverjum tíma í samanburði við strauma. Síðan erum við nú að heQa stórt verkefni sem beinist að uppruna seiðanna kringum landið. Það er m.a. með stærðarmælingum og staðsetningu seiðanna á hverj- um tíma þar sem tillit er tekið til strauma. Síðan erum við að hefja stórt verkefni sem beinist einnig að uppruna og afkomu seiða. Þar er líka beitt erfðafræðiaðferðum DNA. Þannig hyggjumst við greina breytileika í svæðisframlagi til hrygningar og seiðaframleiðslu frá ári til árs.“ Seiöi á lagferöalagi - Nú fer hrygningin fram á grunnsævi og jafnvel inni á Hvalfirði og Kollafirði og Breiðafirði. Finnst ykkur líklegt að seiði af þessum svæðum ferð- ist alla leið norður og austur fyrir Langanes á aðeins um þrem mánuðum? „Það er meira en líklegt, það er borðleggjandi. Við erum með rek- dufl, baujur og þvf um líkt tengt gervitunglum þar sem rekið er rannsakað. Þessum margþættu rannsóknum er m.a. ætlað að skýra hvað ræður árgangastyrkn- um.“ - Þið segið seiðavísitölu góða. Á ekki eftir að reikna niður af- föll fyrstu tólf mánaðanna um allt að 98 %? „Jú, það er nú líkast til, það er ekki nema lítið brot af þeim sem lifir af. í raun eru þessar seiðamæl- ingar ekki nema mjög lítill hluti af umfangsmiklum rannsóknum okk- ar þar sem við reynum að meta stærð, ástand og horfur í þorsk- stofninum. Þess ber þó að geta að seiðaárgangar af þeirri stærð- argráðu sem sést hefur undanfarin fjögur til fimm ár hafa að öllu jöfnu skilað sér sem þokkalegir ár- gangar í veiðanlegum fiski.“ Forgangsverkefni að tryggja uppvöxtinn - Ætti þá fimm ára þorskur- inn ekki að vera farinn að skila sér? „Jú, þriggja og fjögurra ára þorskur hefur þegar komið fram í veiðinni og í togararalli í mars vor- um við einnig farnir að fá nokkuð þokkalega mælingu á tveggja ára fiski. Við höfum ekki áður séð svona marga stóra samliggjandi seiðaárganga vaxa upp eins og komið hafa undanfarin fimm ár. í sjálfu sér vitum við ekki alveg hvernig þeim reiðir af. Líklegt er að einhver þessara árganga verði fyrir meiri háttar áfóllum á upp- vaxtarskeiðinu. Vísbendingar um árgangana frá 97, 98 og 99 eru þó þær að þeir skili sér alla vega sem miðlungsárgangar. Við teljum því algjört forgangsverkefni að tryggja það að þeir fái frið til að vaxa. Glórulaust aö veiöa ungfiskinn í gögnum okkar má sjá að þyngdaraukningin á þorski frá þriggja til fjögurra ára er í kring- um 80% á ári, miðað við dánartal- an sé 0,2. í fjögurra til fimm ára þorski er þyngdaraukningin 45%. Þaö er því augljóst að eina skyn- semin er að vernda fiskinn meðan hann vex og þyngist hvað hraðast fyrstu fimm til sex árin. Það er því glórulaust út frá arðsemissjónar- miðum að veiða ungfiskinn." Engin rök fyrir grisjun - Er ekki nauðsyn á grisjun, eins og t.d. Jón Kristjánsson bendir á, til að tryggja uppvax- andi seiðum rými? „Nei, gögn um þyngdaraukningu sýna að svo er ekki og samkvæmt okkar niðurstöðum er ekkert sem réttlætir veiði á smáþorski í dag. Allt bendir meira að segja til þess að þorskur þoli langvarandi sult. Það er mikilvægt að menn sýni þá fram á gögn sem styðji slíkar full- yrðingar. Liffræðilega er það ekkert órök- rétt að þegar mikið er af fiski kunni það að leiða til of mikillar samkeppni um fæðu en slíku er ekki fyrir að fara nú eftir því sem best verður séð. í dag er þorsk- stofninn innan við 700 þúsund tonn. Þegar stofninn var stór á fyrri hluta nýliðinnar aldar var hann hins vegar á þriðju milljón tonna, eða kannski fjórum sinnum stærri en hann er núna. Hvalir éta sex milljónir tonna - Hafði það ekki áhrif á af- komu þorsksins þegar við fórum að veiða loðnu af fullum krafti upp úr 1970? „Það er góð spurning. Auðvitað hlýtur það að vera umhugsunar- efni, svo mikilvæg sem fæða þorsks loðnan er. í okkar útreikn- ingum er tekið tillit til þarfa þorsksins, jafnframt því sem hafa ber í huga að loðnan er veidd stuttu fyrir hrygningu en eftir það deyr hún mestmegnis. Svo eru aðr- ir þættir, eins og hvalir, sem eru líka mikill örlagavaldur. Ýmsir aðrir þættir hafa líka áhrif á af- komu þorskstofnsins. Hvalirnir einir og sér éta um sex milljónir tonna af sjávarfangi. Það er ekki bara fiskur en hefur samt gríðarleg áhrif á vistkerfið vegna samkeppn- isáhrifa um fæðuna í hafinu." þjálfari og DV-MYND HILMAR ÞÓR Nafn: Jóhann Sigurjónsson. Staða: Forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Umræðuefni: Fiskveiðistjórnun og fiskirannsóknir. „í gögnum okkar má sjá að þyngdaraukningin á þorski frá þriggja til fjög- urra ára er í kringum 80% á ári, miðað við að dánartalan sé 0,2. í fjög- urra til fimm ára þorski er þyngdaraukningin 45%. Það er því glóru- laust út frá arðsemissjón- armiðum að veiða ung- fiskinn. “ Hörður Kristjánsson blaðamaður - Er þá ekki borðleggjandi að hefja strax hvalveiðar í stórum stíl? „Frá vistkerfis- og veiðistjórn- unarlegu sjónarmiði er auðvitað skynsamlegt að hefja á ný hóflega nýtingu á hvalastofnum. Auðvitað eru svo aðrir þættir sem stjórn- völd þurfa að hyggja að við ákvarðanatöku um framtíð hval- veiða.“ Ofveiði og kólnandi sjór - Af hverju hefur ekki tekist að byggja stofninn upp í þá stærð sem áður var og gaf af sér 400 til 600 þúsund tonna veiði í áratugi? „Þegar veiðin var sem mest á fyrri hluta síðustu aldar var eldri fiskur uppistaðan í aflanum. Með vaxandi sókn var sífellt sótt í yngri og smærri fisk.Upp úr 1965 erum við komin í kaldsjávará- stand. Þá urðu lendur þorsksins minni og Grænlandsgöngumar hættu að sjást. Vistkerfið breyttist við lækkandi sjávarhita og nýlið- un minnkaði. Miklu veiðiálagi var þó haldið áfram í allt of langan tíma og langt umfram ráðlegging- ar okkar.“ Of stórir möskvar - Eru fiskifræðingar þá ekki enn í dag á hættulegri braut með því að leyfa veiðar á stórum hrygningarfiski með stórriðnum netum? „Klakrannsóknir hafa bent til þess að stóru hrygnurnar séu mjög mikilvægar. Líkurnar á að þær skili góðum árangri í klakinu eru meiri en hjá smærri hrygn- ingarfiski. Ég leyni því ekki að mér finnst umhugsunarvert hvað þessir stóru riðlar hafa gert gagn- vart þessum stóra fiski. Við höf- um þó ekki tekið afstöðu til þess núna hvort það eigi að mæla með breytingum á reglum um há- marksmöskva." - Kemur víðtæk svæðastýring til greina? „Vandinn er sá að fiskurinn blandast mjög á veiðislóðinni. Ég tel því erfitt að sjá það í dag að hægt sé að stýra svo hreyfanlegri fiskitegund sem þorskurinn er á svæðisgrundvelli. Þó eru rann- sóknir um upprunagreiningu á þorski í þeim anda. Hvað raun- hæft er að gera verður að koma í ljós.“ - Hvað með róttækari friðun hrygningarsvæða? „Það kann vel að koma til greina. Við hljótum að huga sér- staklega að því. Við viljum þó ekki loka alveg hrygningarsvæðum nema samsetning á miðunum kalli sérstaklega á það.“ Býst viö tíöum skyndilokunum - Má vænta tíðra skyndilokana í vetur? „Við sjáum fram á það að núver- andi stærðarsamsetning þorsk- stofnsins muni óhjákvæmilega leiða til tíðra skyndilokana á kom- andi mánuðum og misserum. Við viljum vernda smáfiskinn. Ef tO tíðra skyndilokana og víðtækra svæðalokana kemur þá gæti það orðið til þess að erfitt yrði aö ná settu aflamarki," segir Jóhann Sig- uijónsson. -HKr. Sárt aö tapa Arnór Guðjohnsen leikmaður knatt- spyrnuliðs Stjörn- unnar í 1. deild, er hugsanlega með tapsárari mönnum í iþróttum þrátt fyrir alla sína miklu reynslu á merkum ferli. Eftir tap liðs hans fyrir Þór á Akureyri á dögunum sem gerði að engu vonir Stjörnunnar um sæti í efstu deild að ári, var kappinn svekktur og gat ekki dulið von- brigði sín: „Við erum búnir að spila besta fótboltann í sumar. Þetta lið (Þór) er með hressa framherja sem eru leiknir og það eina sem þeir geta er að kýla boltann fram á þessa tvo...“ Svo mörg voru þau orð og það getur svo sannarlega verið sárt að tapa. Álverið rísi Ásgeir Hannes Eiriksson, fyrr- verandi alþingis- maður og pylsu- sali, á sennilega heiðurinn af stystu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi en þá var verið að ræða þar fyrirhugaða álvers- byggingu. „Hæst- virtur forseti. Álverið rísi.“ - Þannig hljóðaði sú mikla ræða og Valgerður Sverrisdóttir getur þessarar ræðu á heimasíðu sinni þar sem hún fjallar um fyrirhugaða álversbyggingu í Reyðarfirði. Val- gerður segir þar að hugmyndinni um álver í Reyðarfirði sé að vaxa fiskur um hrygg og vekur sérstaka athygli á þvi að farið sé að örla á nýjum tón í þeim efnum frá þing- mönnum Samfylkingarinnar og nefnir Svanfríði Jónasdóttur sér- staklega í því sambandi. Þegar laxar voru laxar Sá gamalreyndi laxabani, Eyþór Sigmundsson póstkortasali með meiru, gerði sér lítið fyrir og veiddi 27 punda lax á flugu í Laxá i Aðaldal á dögun- um, stærsta lax sumarsins á klak- anum. í bráð- skemmtilegu spjalli á vefsíðunni Fluguveidi.is segir Eyþór eitt og annað af sjálfum sér og mönnum og málefnum eins og honum einum er lagið. Hann segist hafa byrjað að veiða þegar laxar voru laxar fyrir 50 árum og sú hafi verið tiðin að ekki fékkst lax undir 10 pundum. „En svo komu sérfræðingarnir og fóru að rækta dverga," segir Eyþór. Hann ræðir einnig veiðileyfaverðið, segir að á sínum tíma hafi laxveiði- leyfi í einn dag kostað sem nam launum verkamanns i jafnlangan tíma en á þeim tíma hafi ekki verið búið að fmna upp milliliðina frá bændum. Orð í tíma töluð, Eyþór. Leyninúmeriö eMax er nýtt fyr- irtæki undir stjóm | fréttahauksins gamalkunna Egg- erts Skúlasonar, sem hyggst láta til sín taka á markaðn- um hér með nýja hátækni. Byltingin er í því fólgin að um er að ræða þráðlaust intemet sem talið er að muni valda byltingu i sam- skiptum. Ekki er vitað hvort það var af hræðslu hjá þeim sem stjórna á Símanum við nýju tæknina, en þegar fólk hringdi 1 118 og bað um síma- númerið hjá eMax var þvi tjáð að fyr- irtækið væri með leyninúmer. Hrukku margir við, og haft er fyrir satt að sumir hafi hrokkið nokkuð hressilega við hjá Símanum þegar Eggert komst að því að fyrirtæki hans var skráð með leyninúmer. „Messaði" kappinn kröftuglega eins og honum einum mun lagið, og er nú aðrar upplýsingar að hafa hjá 118 en áður um símanúmer fyrirtækis hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.