Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 I>V Jan Peterson Kosningarnar byrjuöu í sumum dreifbýlishéruöum Noregs í gær og hér greiöir Jan Peterson, formaöur Hægri flokksins, sitt atkvæöi. Stefnir í spenn- andi kosningar í Noregi Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum fyrir Stórþingskosningarnar í Noregi, sem fram fara í dag, stefnir í jafna baráttu milli Verkamanna- flokksins og Hægri flokksins um hylli kjósenda. Fylgi þeirra hefur mælst um 25 prósent dagana fyrir kosningar sem er um 10 prósentum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Það stefnir því í mesta fylgishrun Verkamannaflokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra í heila öld. Samkvæmt könnunum mun eng- inn einn flokkur standa upp úr og er því mjög erfltt að sjá ákveðiö stjórnarmynstur út úr stöðunni, þannig að smærri flokkarnir, eins og sjávarútvegsflokkur Steinars Bastesens, gætu fengið lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar pftir knsningar, -------------- Bobby Fischer teflir við Nigel Short á Netinu Breski stórmeistarinn í skák, Nig- el Short, sagði nýlega i viðtali við breska fjölmiðla að hann teldi sig á síðasta ári hafa teflt um 50 skákir við Bobby Fischer, fyrrum heims- meistara, á Internetinu. Short, sem vann núverandi heimsmeistara, Garrí Kasparov, í áskorandaeinvígi um heimsmeistaratitilinn áriö 1993, segist sannfærður um að það sé Fischer sem hann sé að tefla við. „Ég er 99 prósent viss um að sá nafnlausi er enginn annar en hann. Ég varð enn sannfærðari þegar ég heyrði frá grískum vini mínum að Fischer hefði gert mikiö að því að undanfomu að tefla hraðskákir á Netinu. Byrjanirnar hjá honum gáfu þó ekki til kynna að þarna væri meistari á ferð en þegar á reyndi var auðséð að þetta var eng- inn byrjandi og í fyrstu skákinni gjörsigraöi hann mig.“ Short, sem gerði 6-6 jafntefli við Kasparov í hraðskákeinvígi árið 1995, sagði að Fischer hefði að sín- um dómi verið mun sterkari hrað- skákmaður en Kasparov er i dag. „Það sannar styrkurinn sem hann sýnir á Netinu í dag, orðinn 58 ára gamall. Fischer, sem vann Spasskí í „Kalda stríðs-einvíginu" í Reykja- vík árið 1972, hefur ekki sést á al- mannafæri síöustu níu árin, eða eft- ir að hann lét sig hverfa af yfirborði jarðar eftir að hafa unnið fimm milljónir dollara á tuttugu ára skákafmælismóti sínu sem haldið var í Síberíu. Ófriðurinn fyrir botni Miðjarðarhafs aldrei meiri: Níu manns létust í árásum í gær Þrátt fyrir fyrirhugaðar friðarvið- ræður Yassers Arafats og Shimonar Peres heldur ófriðurinn fyrir botni Miðjarðarhafs áfram og hafa friðar- horfumar ekki verið verri í langan tíma. I gær létu að minnsta kosti níu manns lífið í sprengingum og skot- árásum og er tala látinna í yfir- standandi ófriðarhrinu komin í 779 manns, þar af 593 Palestínumenn. Fyrsta árás dagsins var gerð í bæn- um Jiftlik í nágrenni Jeríkó en þar létust ísraelskur kennari og bílstjóri þegar Palestínumenn sátu fyrir fólks- flutningabifreið sem flutti kennara til skóla á yfirráðasvæði ísraela á Vest- urbakkanum og eru Jihad-samtökin talin bera ábyrgð á árásinni. Tveimur klukkustundum síðar var tala látinna komin í sex en þá sprakk sjálfsmorðssprengja þegar ísraeli af palestínskum uppruna sprengdi sjálfan sig upp í bænum Nahariya í norður- hluta ísraels og fylgdu honum þrír ísra- elskir borgarar i dauðann. Atburðurinn Vopnin tala Palestínskur byssumaöur skýtur upp í loftiö viö útför vopnabróöur síns um helgina. átti sér stað á fjölfarinni strætisvagna- stoppistöð í bænum og særðust hátt í fjörutíu manns í sprengingunni, þar af 21 mjög alvarlega. Sprengjumaðurinn er talinn hafa verið liðsmaður í Hamas- samtökunum og mun þetta vera í fyrsta skipti sem ísraelskur borgari stendur fyrir sjálfsmorðsárás. Þremur stundum síðar sprungu tvær sprengjur við tóman strætisvagn á fjölfórnum stað i bænum Netanya þar sem einn maður lét lífið og grun- ar ísraelsku lögregluna að það hafi verið sjálfur sprengjumaðurinn. ísraelski herinn hefur svarað þess- um sífelldu árásum Palestínumanna um helgina með því að skjóta sprengjuflaugum á bæina Ramallah og E1 Bierch á Vesturbakkanum en samkvæmt óstaðfestum heimildum lést enginn í þeim árásum. Þá létu tveir Palestinumenn lífið i gærmorgun eftir að hafa orðið fyrir byssukúlum íraela og var annar þeirra þrettán ára drengur. Lengi lifi drottnlngarmóðirin Breska drottningarmóöirin, sem hélt upp á 101. afmælisdag sinn í gær, virtist viö hestaheilsu þegar hún mætti til kirkju nálægt Balmoral-sveitasetri konungsfjölskyldunnar í Skotlandi, íklædd himinblárri kápu með hatt í stíl. Heilsufar hennar hefur veríö mikiö til umræöu aö undanförnu eftir aö blóöleysi fór nýlega aö hrjá þá gömlu en hún lét það ekkert á sig fá og þauö ti/ veislu á sveitasetrínu og haföi prinsinn af Wales m.a. boöaö komu sína til veislunnar meö kærustunni sinni, Camillu Parker Bowles. Niðurstaða Samveldisfundarins vegna jarðaupptökunnar í Zimbabwe: Mugabe gefur grænt Ijós á samkomulagið Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, viðurkenndi í gær í fyrsta skipti sam- komulag sem náðist á fundi Samveldis- ríkja sem fram fór í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í síðustu viku, um sanngjarnar bætur til handa hvítum bændum sem misst hafa jarðir sínar vegna stefnu stjómvalda um aukið landnæði handa svörtum en samkomulagið var gert á fundinum með milligöngu Olusegun Obasanjo, forseta Nígeríu. Stan Mudenge, utanríkisráðherra Zimbabwe, hafði þegar samþykkt samkomulagið en beðið var með miklum spenningi eftir samþykki Mugabes sem til þessa hefur haldið sig stíft við umbótastefnu ríkisstjóm- arinnar um aukið jarðnæði handa svörtum. Samkomulagið felur í sér að þeir bændur sem komist hafa með ólögleg- um hætti yfir jarðir hvítra skili þeim Robert Mugabe Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur gefiö eftir í stefnu sinni um upptöku jaröa hvítra bænda. aftur og er það samkomulag til komið vegna loforðs bresku ríkisstjórnar- innar, fyrrum nýlenduherra í Zimbabwe, um að styðja við bakið á stjórnvöldum í landinu með riflegum peningagreiðslum til að kosta umbæt- ur og uppbyggingu fyrir þá sem misst hafa jarðir sínar. Einnig munu sameinuðu þjóðirnar koma að þróunarstarfl í landinu og starfa að umbótum með stjórninni. Mugabe, sem kom til baka úr viku vinnuferð til Líbýu í gær, sagðist hlynntur samkomulaginu i flestum atriðum en að það yrði fyrst að hljóta formlegt samþykki ríkisstjórnarinnar og einnig flokks hans, Zanu-flokksins. Umbótastefna ríkisstjórnar Mu- gabes gekk út á það að taka eignar- námi alit að 4.600 bújarðir hvítra og höfðu svartir þegar hafið búskap á 1700 þeirra. Lucashenko með yfirburða stöðu í Hvíta-Rússlandi Samkvæmt frétt- um frá Hvíta-Rúss- landi í gær var bú- ist við að Alex- sander Lukashenko yrði endurkjörinn í embætti foresta landsins í fyrstu umferð kosning- anna sem fram fóru í gær. Lukashenko þykir mjög vinsæll og að sögn talsmanns yfirkjörstjórnar landsins leit út fyrir að hann ynni yflrburðasigur og þvi þyrfti ekki að koma til annarrar umferðar. And- stæðingar Lukashenkos kenna hon- um um stórfellt kosningasvindl og að hann hafi notað ríkisfjölmiðlana óspart sér í hag og að hann reyni að hindra framgang frjálsra fjölmiðla í landinu. Fabio Ochoa framseldur Kólumbíumaðurinn Fabio Ochoa, fyrrum liðþjálfi í einkaher eitur- lyfjabarónsins Pablos Escobars, sem sakaður er um að hafa aðstoðað viö smygl á kókaíni til Bandaríkjanna og Evrópu aö andvirði allt að einni billjón Bandarikjadollara í mánuði hverjum, er kominn til Míami í Bandaríkjunum eftir að hafa verið framseldur af kólumbískum yfir- völdum. Ochoa er mikilvægasti hlekkurinn sem framseldur hefur verið til réttarhalda i Bandaríkjun- um eftir að rikisstjórn Kólumbíu aflétti banni við framsali saka- manna. Annað fjöldamorð í Sacramento Lögreglan í Sacramento í Banda- ríkjunum leitar nú að meintum morðingja fjögurra öryggisvaröa sem hann er grunaður um að hafa skotið á laugardagskvöldið. Maður- inn, sem heitir Joseph Ferguson og er 20 ára, er fyrrverandi samstarf- maður hinna myrtu en var rekinn í síðustu viku. Eftir að hafa haft í hótunum við forsvarsmenn fyrir- tækisins mætti hann á vinnustað vopnaður tveimur skammbyssum og rifíli og skaut fyrrum vinnufé- laga sina, tvær konur og tvo karl- menn. Þetta er annað fjöldamorðið sem lögreglan í Sacramento fæst við síðustu þrjár vikurnar en þann 20. ágúst sl. myrti Nikolay Soltys ófríska konu sina, 9 ára bam sitt og tvo ættingja. Palestínskur ráðherra handtekinn ísraelska lög- reglan handtók í gær Zyad Abu Zyad, ráðherra málefna Jerúsal- ems í palestínsku stjórninni. Tals- maður lögreglunn- ar sagði að Zyad hefði verið hand- tekinn fyrir aðfara inn í Jerúsalem á ólöglegan hátt og til stóð að fylgja honum aftur út úr borginni eftir yfirheyrslur. Útvarp Palestínumanna sagði aftur á móti að Zyad hafi verið handtekinn, þegar hann var á leið sinni til skrif- stofu sinnar í borginni, eins og venja hans var, og færður til Al-Ma- skuiyah-fangelsins og ásökuðu ísra- ela um að ofsækja palestínska emb- ættismenn í Jerúsalem. Tuga flóttamanna leitað Marokkóskar björgunarsveitir leita nú að líkum tuga Norður- Afríkubúa sem taldir eru hafa farist með smyglaraskipi undan ströndum Marokkó, en fólkið mun hafa ætlað sér að komast ólöglega til Spánar. í gær höfðu þrettán lík fundist en taliö er að alls hafi um sextíu manns verið um borð í skipinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.