Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 11
11 MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001____________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Ráðstefna SÞ gegn kynþáttafordómum framlengd um einn dag: Flóttamannastraumurinn til Ástralíu: Samkomulag náðist um lokaályktunina Lokaályktun ráöstefnu SÞ gegn kynþáttafordómum, sem formlega lauk í Durban á fóstudagskvöldið, var loksins samþykkt á laugardaginn eftir að ráðstefnan hafði verið fram- lengd um einn dag. Mikið þref og þras hafði orðið um drög að texta ályktunarinnar frá því að þau voru kynnt í upphafi ráðstefn- unnar og fór orðalag um málefni Miðausturlanda þar mest fyrir brjóstið á fulltrúum yestrænna ríkja. Þar var hermt upp á ísraela aö stefna þeirra gegn Palestínumönnum end- urspeglaði kynþáttafordóma í þeirra garð og varð orðalagið til þess að fulltrúar Bandaríkjanna og ísraels ákváðu að hunsa ráðstefnuna þar sem íslömsk ríki höfðu ítrekað neitað að samþykkja breytingar á textanum. Eftir endalausa sáttafundi og þref fyrstu sjö daga ráðstefnunnar virtist málið komið á algjöran hnút en eftir að fulltrúar Suður-Afríku höfðu lagt Mary Robinson Mary Robinson, mannréttindafulltrúi SÞ, haföi í mörg horn að líta á ráöstefnunni I Durban fram tvær breytingartillögur hillti loks undir sættir í málinu á föstudag- inn en þá samþykktu „andstæðingar ísraels" loksins að draga í land, til að bjarga ráðstefnunni, að eigin sögn. Það varð til þess að ráðstefnan var framlengd um einn dag og var loka- ályktunin þá samþykkt þrátt fyrir nokkra óánægju ýmissa ríkja með niðurstöðuna, en forystumönnum SÞ til mikillar gleði. Lokaniðurstaðan varð sú að kafl- inn um meinta kynþáttafordóma ísraela gegn Palestínumönnum var felldur út en í staðinn lögð áhersla á slæma stöðu Palestínumanna, auk þess sem viðurkenndur var réttur þeirra til stofnunar sjálfstæðs ríkis. Fyrir lokadaginn hafði einnig náðst sátt um kaflann um þrælahaldið þar sem vestræn þrælaríki samþykktu að afsaka gerðir sínar án þess aö gang- ast við kröfunni um skaðabætur. 1 > •' tm ■■ m * -;s Sigri fagnað í Durban Mary Robinson, mannréttindafulltrúi Sameinuöu þjóðanna, ktappar hér, ásamt öðrum forystumönnum mannréttindamála í heiminum, fyrir Dlamini Zuma, utanríkisráöherra S.-Afríku og ráöstefnustjóra á ráöstefnu SÞ gegn kynþáttafordómum, eftir að lokaályktun ráöstefnunnar var loksins í höfn á laugardaginn, degi á eftir áætlun. Smyglarabátur með 237 flóttamenn stöðvaður Herskip frá ástralska flotanum stöðvaði á fóstudaginn indónesískan bát, skráðan á Bali, þegar hann sigldi frá Indónesíu með 237 flóttamenn innanborðs. Báturinn var stöðvaður á alþjóðlegu hafsvæði við Asmore-eyjar á Tímorhafi, sem eru á áströlsku yfir- ráðasvæði, mun nær Indónesíu en Ástralíu, en talið er að flóttafólkið sé Indónesar sem greitt hafi þarlendum smyglurum fyrir að smygla sér á land í Ástralíu. Eftir að skipstjóri bátsins hafði ítrekað neitað að stansa og yfirvöld í Indónesíu neitað að hafa afskipti af málinu var ástralskt herskip þegar sent í veg fyrir bátinn. Flóttafólkið var síðan flutt yfir í herskipið og það- an var siglt með það í veg fyrir her- skipið HMAS Manoora þar sem það hitti fyrir afganska flóttamannahóp- inn af norska flutningaskipinu Tampa en það er nú er á leiðinni til Papúa Nýju-Gíneu og væntanlegt þangað í byrjun vikunnar. Álexander Downer, utanríkisráð- herra Ástralíu, sagði að þetta nýja til- felli hefði engin áhrif á afstöðu áströlsku ríkisstjórnarinnar. Hún væri eftir sem áður staðráðin í að hindra flóttamannastrauminn inn í ástralska lögsögu. John Howard for- sætisráðherra sagði að ekki kæmi til greina að taka við fólkinu og þess vegna hefði þess verið gætt að stöðva bátinn á alþjóðlegu hafsvæði. Hann bætti þvi við að stjórnin hygðist fá áströlskum innflytjendalögum breytt þannig að flóttamenn geti ekki sótt um hæli í Ástralíu eftir að hafa verið fluttir af smyglurum til eyja í ástalskri lögsögu. Stjóm Tryggingamiðstöðvarinnar hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 20. september 2001 á Hótel Loftleiðum í Þingsal 5 og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá 1. Kjör til stjórnar félagsins. 2. Önnur mál löglega fram borin. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF london á 12.000 kr. Lesendum DV býðst einstakt tækifæri á ferð til London með lágfargjaldaflugfélaginu Go. Fargjaldið kostar aðeins 12.000 krónur báðar leiðir með sköttum. Safnið merkjum Það sem lesendur þurfa að gera er að safna 4 sérstökum Go merkimiðum sem birtast í blaðinu næstu daga* og bóka flug dagana 10. til 18. september. Tilboðið gildir fyrir flug á tímabilinu 15. september til 26. október. Go flýgur til London alla daga vikunnar. Hvernig á að bóka flug Farðu á heimasíðu Go á slóðina www.go-fly.com. Undir „what's new" er krækjan „offers" og þar er DV-tilboðið. Sláðu inn aðgangsorðið london og bókaðu flug. Við innritun í Leifsstöð þarf að sýna öll 4 Go merkin sem birtast í DV dagana 11. sept. til 14. sept. til staðfestingar á tilboði. Go merkin birtast í DV frá 11. sept. til 14. sept. 2001. TM Ef ekki eru laus tilboðssæti þann dag sem þú óskar mælum við með að þú hafir nokkurn sveigjanleika í vali á ferðadögum. Góða ferð með Go og DV! ódýri ferðamátinn til london Samkvæmt skilmálum 350 kr. kostnaður v/greiðslukorts Flogið er til Standstedflugvallar í London Skilmálar Lágmarksdvöl 2 nætur. Ekki er hægt að breyta bókuðu flugi eða fá það endurgreitt. Merkin gilda fyrir 2 sæti. Heimferðerfyrir 26. október. Hér koma merki næstu 4 daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.