Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 DV Norðurland Samningar tónlistarkennara hafa verið lausir í tæpt ár: Farið að ræða mögu- leika á verkfalli - verið að leggja niður tónlistarkennslu í því formi sem hún hefur verið, segir tónlistarkennari á Akureyri „Það er ansi þungt í mönnum, ástandið hefur oft verið slæmt en nú tel ég að komið sé að straumhvörfum. LaunaneM sveitarfélaga hefur nánast ekkert sinnt samningaviðræðum við okkur en frestað fundum endalaust. Viðhorf þeirra gagnvart okkur er nið- urlægjandi og ef við mundum stunda okkar vinnu eins og þessir menn stunda sína vinnu, að sinna henni nán- ast ekkert, þá væri búið að reka okkur fyrir löngu,“ segir Daníel Þorsteins- Á ég heima hér? Einhverjir sem voru orðnir leiðir og undrandi á langlundargeði hafnaryfirvalda gagnvart Omnyu fóru um borð í skipið og hengdu utan á það þessa spurn- ingu: Á ég heima hér? Greinilegt er að þeim hjá höfninni og Slippnum þótti spurningin eiga rétt á sér og hafa leyft henni að hanga á síðu skipsins í nokkra daga. Ryðdallurinn Omnya á Akureyri: Ekkert fararsnið á Rússunum „Nei, Rússarnir hafa ekki sýnt neitt áþreifanlegt enn þá í þá ver- una að vera að fara með skipið," segir Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri, en hálfur mánuður er að verða liðinn frá því lokafrestur hafh- aryfirvalda til eigenda rússneska ryðkláfsins Omnya um að fjarlægja skipið frá Akureyri rann út. Saga ryðdallsins Omnyu á Akur- eyri nær allt til haustsins 1997 þeg- ar skipið kom þangað til viðgerðar og endurbóta hjá Slippstöðinni en ekkert hefur orðið af vinnu í skip- inu vegna þess að Rússarnir gátu ekki lagt frarú tryggingar né gert upp vegna vinnu við eldri skip sömu útgerðar. Alla tíð siðan hefur vera ryðkláfsins í höfninni á Akur- eyri verið mönnum þyrnir í augum. „Ég veit ekki hvað gerist. í kjölfar lokafrests okkar til eigenda skipsins um að fara með það í burtu gerðum við samning og þeir lögðu fram áætlun sem við féllumst á. Þeir hafa hins vegar ekki sýnt okkur neinar efndir á því sem samið var um enn þá og við vitum ekki hvað þeir eru að hugsa. Ég er þó vongóður um að þetta leysist á næstunni," segir Hörður Blöndal. -gk son, tónlistarkennari á Akureyri, en tónlistarkennarar á landinu eiga ósamið við launaneM sveitarfélag- anna og virðist sem stefni í hörð átök og jafhvel uppsagnir og verkföll. Daníel segist ímynda sér að samn- ingamenn launaneMar sveitarfélag- anna telji sig hafa öll vopn í sinum höndum þar sem starf tónlistarkenn- ara sé ekki lögbundið og hver sem er geti því kailað sig tónlistarkennara. „Samningar tónlistarkennara hafi ver- ið lausir siðan í nóvember á siðasta ári og það hefur nánast ekkert mjakast í okkar málum. Menn eru vissulega famir að ræða möguleika á verkfóllum en það er í rauninni fáránlegt ef málin þurfa að þróast á þann veg,“ segir Dan- íel. Hann segir að laun tónlistarkennara séu mjög lág. Sjálfur er hann með um 20 ára reynslu að baki og mikla mennt- un en hann segist ekki ná 150 þúsund króna mánaðarlaunum. „Ég veit um vel menntað og gott fólk sem er að fá innan við 100 þúsund krónur útborgað- ar, þetta nær auðvitað engri átt,“ segir Daníel. Hann segir að það sem snúi að tón- listarkennurum á Akureyri sé í raun- inni enn verra, því við launamálin bætist aðstöðuleysi og fjármagnsskort- ur á öllum sviðum. „Bærinn er enda- laust að halda skólanum niðri, það voru teknar 3 milljónir af skólanum í vor og umsókn um 2 milljónir króna nú var hafnað. Á sama tíma er sam- þykkt að byggja íþróttahús fyrir 400-500 milljónir. Það er í rauninni verið að leggja niður tónlistarkennslu í því formi sem hún hefur verið. Aðbúnaður er nánast enginn, eng- inn tónlistarsalur, engin hljóðfæri eða neitt og það hljóðfæri sem keypt var í minningu Ingimars Eydal er frammi í Eyjafjarðarsveit. Þetta er allt á sömu bókina lært, því miður. Flótti úr stétt- inni er þegar hafmn og það er orðið mjög erfitt að fá fólk hingað til starfa,“ segir Daniel. -gk 20 tonn seld hjá íslandsfugii Framleiðsla og sala á kjúklingum frá íslandsfugli hefur gengið vel og var í gær búið að selja um 20 tonn af kjúklingum frá fyrirtækinu skv. upplýsingum frá markaðsstjóra fyr- irtækisins. Verð á kjúklingunum hefur hækkað frá því að kjúklingabúið sendi frá sér fyrstu fuglana fyrir skömmu. Þá kostaði kílóið af fersk- um kjúklingi aðeins 399 krónur á tilboðsverði og brugðust samkeppn- isaðilar við því. Nú kostar ferskur kjúklingur frá íslandsfugli hins veg- ar 665 kr. kílóið í Hagkaupi en það telur markaðsstjórinn, Ólafur Júlí- usson, að sé mjög gott verð. Hann segir að hagræðing sé almennt að verða í greininni og stefnt sé að því að lækka verðið enn frekar. -BÞ Innritun stendur nú yfir í síma 588-3730 eða í skólanum að Síðumúla 17. Fjöl- breytt nám fyrir alla Hægt er að fá leigða heimagítara. Kr. 2.500 á önn. aldursflokka er í boði, bæði byrj- endur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Innritun er daglega kl 14-17 VISA ' Sendum vandaðan ©588-3730 upplýsingabækling Innritun daglega kl. 14-17 Sérferðir fyrir EUROCARD korthafa Vikuferðir, 21. og 28. sept Ferðaávísun EUROCARD gildir sem / 8.000 kr. innborgun í þessar ferðir ^ Sól býður nú tvær vikuferðir í þessa paradís golfara þar sem velja má um 15 velli og enn fleiri þegar farið er yfir landamæri Spánar. Dvalið er í sannkallaðri lúxusgistingu í Albufeira en golffararstjóri Sólar sér um bókanir rástíma og skemmtileg kvöld í góðum félagsskap. Hagstæð vallargjöld. Golffararstjóri er Haukur Þór Hannesson. WíAi" m kr. á mann í tvíbýli með sköttum ef notuð er EUROCARD ávísun. Ferðaskrifstofan SÓL hf. • Grensásvegi 22 • Sími 5450 900 • www.sol.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.