Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 14
14 Menning Stúdentalíf Þaö var mörgum ómótstæðilegt tilboð um skemmtun þegar auglýst var að Jónas Ingimundarson ætl- aði að spila með þeim Bergþóri Pálssyni og Ólafi Kjartani Sigurðs- syni í Salnum. Á dagskránni voru gamlir gamansöngvar frá Svíþjóð, Gluntasöngvamir eftir Gunnar Wennerberg. Eldri kynslóðin þekk- ir víst þessi lög en undirrituð reyndist ekki kannast við nema svona þrjú. Það var hins vegar ekki endilega ókostur. Stúdentar og líf þeirra hefur löngum verið sveipað dýrðarljóma frelsis og áhyggjuleysis. Frægt er hvernig Robert Schumann hélt dagbók um lifnað sinn sem náms- maður áður en hann helgaði sig tónlistarnámi, en sendi fiölskyldu sinni bréf þar sem lýsingar sömu daga voru allar aðrar og siðlegri en í dagbókinni. Gluntarnir minna dálítið á þennan stúdentastíl, eilít- ið drykkfelldir, tilfinningaríkir, hollir vinum sínum og viðkvæmir. Þetta er svona alþýðlega, ritskoð- aða útgáfan af Werther og róman- tíkin ríkuleg þó ekki sé daðrað við Hyldýpisgjána í hverju skrefi. Þessi ríílega tuttugu lög eru ótrúlega ólík innbyrðis. Allt frá ör- stuttum stemningum yfir í langar senuraðir þar sem stíll er úr ýms- um áttum. Dæmi um það síðar- nefnda er Próffagnaður í Eikilundi, sem er eins og samanröðuð senu- brot úr söngleik eða óperettu. Oft eru bæði textar og lög í gamansömum stíl en alvarlegri hugleiðingar fylgja á milli. Hollusta vinanna í Fjárkröggunum eftir hlé var sann- DV-MYND EÖJ Jónas, Bergþór og Ólafur Kjartan á fullu Eilítiö drykkfelldir, tilfinningaríkir, hoilir vinum sínum og viðkvæmir. færandi. Lagið Ákæran er unnið úr ólíku efni, Ólafur söng dramatískt og Bergþór átti þarna mjög fallega tóna. Bergþór á það til að ýkja en góðu lófataki. einlægni hans og látleysi í lag- inu Ástarsorgir magistersins var hrifandi. Báðir eru þessir söngvarar mjög lifandi sviðs- menn og samspil þeirra var gott. Bergþór söng efri röddina en Ólafur söng þá neðri og þurfti að syngja dálítið niður fyrir það sem honum liggur best. Hann fór þó vel með þetta. Raddstyrkur beggja er mikill og hreinn tónninn fyllti salinn. Textameðferð á svona efni er mikilvæg því menn hlusta eftir hverju orði til að missa ekki af gríni eða alvöru. Þýðingar Eg- ils Bjarnasonar hljómuðu liðugar og oft sláandi skemmti- legar. Bergþór skilar texta með miklum ágætum og heyrðist hvert orð um allan sal. Texta- framburður Ólafs var allur loðnari, oft skemmtilega leik- rænn en skilaði merkingunni ekki nógu örugglega til lilust- enda. Atriði sem hann verður að skoða sem arftaki Bergþórs i hlutverki Papagenós í Töfra- ílautunni nú i haust. Á þessum fyrstu tónleikum Tíbrárraðar 1 var vígður nýr Steinway-flygill. Jónas Ingi- mundarson kynnti hljóðfærið fyrir gestum og áður en gaman- söngvarnir sænsku hófust var það tónlist meistara meistar- anna, Beethovens, sem hljóm- aði um Salinn. Þessi virðingar- vottur við fallegt hljóðfæri var viðeigandi og þakkaður með Sigfríður Björnsdóttir Tónlist Aftur til fortíðar Hildigunnur Halldórsdóttir, Guörún Oskarsdóttir, Siguröur Halldórsson og Camilla Söderberg / heild var samhljómur hljóðfæranna góöur oggaf skemmtilega innsýn í fortíðina. hnífjafnt. Sigurður Halldórsson lék svo eftir hlé Fantasíu nr. 2 í G-dúr fyrir fiðlu, umskrif- aða fyrir fimm-strengja selló. Hljómurinn i barokksellói er nokkuð daufari en í venju- legu sellói en Sigurður lék verkið af krafti og voru Allegro-þættirnir tilþrifamikilir þó að á einstöku stað örlaði á óhreinindum í hröðustu skölunum og hljómunum. Sigurð- ur og Guðrún léku svo með Hildigunni Halldórsdóttur Sónatínu fyrir fiðlu og fylgirödd nr. 1 í F-dúr og var hér margt fin- lega og fallega gert þó að á stundum bæri eins og fyrr segir á ónákvæmri intónasjón í fiðlu. Tónleikunum lauk á Tríósónötu i d- moll þar sem fágað en kraftmikið samspil hópsins með Camillu Söderberg í broddi fylkingar leiddi áheyrendur aftur í aldir og setti punktinn aftan við i-ið á vel lukk- uðum tónleikum. Hrafnhildur Hagalin mannsgaman / I einsemd tækninnar Norðurljós 2001, tónlistarhátíð Musica Antiqua, hófst á laugardaginn sl. með tón- leikum í Fríkirkjunni þar sem flutt voru verk eftir Georg Philipp Telemann. Tele- mann var eitt atkvæðamesta tónskáld barokktímans og mikilvirkari en báðir samtímamenn hans, Bach og Handel, en eftir hann liggja m.a. 40 óperur, 44 passíur, um 600 franskir forleikir auk ógrynni verka fyrir hin ýmsu hljóðfæri og söngraddir. Flytjendur á tónleikunum voru þau Camilla Söderberg á altblokkflautu, Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu, Guðrún Óskarsdóttir á sembal og Sigurður Hall- dórsson á selló. I túlkun sinni á gamalli tónlist gera með- limir Musica Antiqua sér far um að hverfa sem mest aftur til fortíðar og var hér m.a. leikið á fimmstrengja-selló og barokkfiðlu í takt við tíðarandann. Sennilega er það nokkurt stökk fyrir venjulega hljóðfæra- leikara að svissa af sínum hljóðfærum yfir í barokkhljóðfæri og gæti það ef til vill verið skýringin á því aö dálítið skorti á intónasjón á köflum í strengjum, aðallega fiðlu, þó að í heild hafi samhljómur hljóðfæranna verið góður og gefið skemmtilega innsýn inn í for- tíðina. Fyrsta verkið á efnisskránni var Tríósónata í a-moll fyrir blokkflautu, fiðlu og fylgirödd. Camilla Söderberg leiddi hópinn með kraft- mikilli spilamennsku og smitandi innlifun og var verkið í heild vel flutt og samspilið gott. Guðrún Óskarsdóttir lék því næst Fantasíu fyrir sembal í C-dúr en Telemann skrifaði þrjár tylftir fantasía fyrir hljóðfærið, ítalska, franska og þýska, og lék Guðrún nr. 2 úr þeirri frönsku. Leikur hennar var öruggur og tær, skrautnótur allar hámákvæmar og skýr- ar og geysihraður en stuttur lokakaflinn mjög glæsilegur. Camilla lék svo ásamt Sigurði og Guðrúnu síðasta verk fyrir hlé, Sónatínu i c- moll fyrir blokkflautu og fylgirödd. Camilla er óskeikull blokkflautuleikari með frábæra tækni sem gerir henni kleift aö renna sér af ótrúlegu öryggi í gegnum ofsahraða skala og hlaup og bar leikur hennar í Vivace-kafla fyrmefndrar sónatínu þessu sterkt vitni en hann reyndi mjög á tækni blokkflautuleikar- ans. Allegro- kaflinn var sömuleiðis leikandi léttur í meðförum hennar, hægu kaflarnir afar fallegir og samspil hljóðfæranna Mikið óskaplega þykir mér vænt um mann- inn sem fann upp myndbandstækið. Hann hef- ur ekki verið galinn. Þvert á móti vænn mað- ur og glúrinn, því myndbandstækið hentar svo óskaplega vel öllum dyntum manns sem hæfilega latrar manneskju. Sjálft útvarpsvið- tækið bliknar í samanburði og þarf nú nokk- uð til. Horfði á eina af þessum óborganlegu Tati- myndum um daginn, eða öllu heldur seint um kvöld. Fremur heitt i kjallaranum mínum góða og myndin byrjuð að rúlla með slánan- um langa sem fann upp aulalegasta göngulag allra tíma. Hló passlega, en dofnaði einhvem- veginn að innan eftir því sem leið á snælduna. Óvenjulegt. Líklega þreyttur. Það hendir. Vaknaði nokkru seinna i nálægð næturinn- ar. Hafði sumsé steinsofnað og myndin var búin, gersamlega. Stumraði á fætur og teygði mig geispandi eftir spólunni úr tækinu, fór upp og sofnaði öðru sinni og enn betur þessa þreytulegu nótt. En slikar eru dásemdir myndbandstækn- innar að næsta dag gat ég stungið nákvæm- lega sömu spólu í tækið undir sjónvarpinu mínu og horft á algerlega sama Tati og ég hafði sofnað yfir kvöldinu áður. I nákvæm- lega sama kjallara. Einn í hornsófanum min- um, k'læddur i þægilega Ijótan slopp með hár- ið út í höfuðáttirnar. Og hláturinn bara eins og hann kemur af úfnum. Einn með tækinu. Og Tati. Engum að geðjast nema sjálfum mér. Þannig er maður líkastur sjálfum sér, vak- inn og sofinn. -SER MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Minningar imi ey Kanadíski listmálar- inn Louise Jonasson flytur opinn fyrirlestur í Listaháskóla íslands, Laugamesvegi 91, í dag kl.12.30, í stofú 024. Lou- ise sýnir verk sín á Kjarvalsstöðum um þessar mundir og ber sýningin yfirskriftina Minningar um ey eða Is- land Souvenir (sjá umsögn A.I. í DV 3.9.). Louise Jonasson er af islenskum ættum, fædd í Winnipeg og lagði stund á listnám í Manitoba. Hún hefur haldið fjölmargar einka- og samsýn- ingar og verk hennar eru í eigu margra opinberra stofnana í Kanada. í fyrirlestrinum fjallar hún um myndlistarmenn frá Manitoba og sýnir skyggnur af verkum þeirra. Hnattvæðing og þjóðarímynd Á morgun kl. 12.05 heldur Hallfríður Þórarins- dóttir mannfræðingur fyrirlestur í hádegisfunda- röð Sagnfræðingafélags Islands í Norræna hús- inu: „Hnattvæðing og íslensk þjóðarímynd - tveir pólar á sama ás“. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um sögu og er aðgangur ókeypis. í erindinu verður fjallað um tilurð íslenskrar þjóðarímyndar og hún sett i sögulegt og hnatt- rænt samhengi. Tengsl hugmynda í anda þjóðem- ishyggju um mállegan og genetískan hreinleika verða reifaðar, einkum með tilliti til aukinna áhrifa hnattrænna samskipta á sjálfsmynd Islend- inga. Einnig mun fyrirlesari velta fýrir sér áhrif- um fjölmenningar á íslenska þjóðarímynd. Söngnámskeið Ingveldur Ýr, söngkona og söngkennari, heldur margs konar söngnámskeið í vetur, bæði fyrir byrjendur, lengra komna og masterklassa fyrir söngvara og söngnema. Byrjendanámskeiðin eru vikulega og ætluð fólki á öll- um aldri. Kennd eru grunn- atriði í söng, öndun, líkamsstaða og raddæfmgar, tóneyrað er þjálfað og einföld atriði í nótnalestri kynnt. Engin fyrri reynsla er nauðsynleg. Þeir sem vilja rifja upp og hressa upp á söng- tæknina fá líka námskeið fyrir sig. Þau henta til dæmis kórsöngvumm, kennurum og leikurum. Nánari upplýsingar í síma 898 0108. Samsýning á Seyðisfirði Á laugardaginn var opnuð myndlistarsýning í Skaftfelli á Seyðisflrði þar sem þau sýna saman verk sín Ás- mundur Ásmundsson, Gabrí- ela Friðriksdóttir, Gunnhild- ur Hauksdóttir, Magnús Sig- urðarson, Sirra og Steingrím- ur Eyfjörð. Sýningin stendur til 18. nóvember. Ný bók um heimspeki Hugvísindastofiiun Há- skóla íslands gaf nýlega út greinasafnið Hvað er heim- speki? með greinum tíu höf- unda um hugmyndir um eðli og tilgang heimspekinnar. Bókin verður því einnig inn- gangur að kenningum merk- ustu hugsuða liðinnar aldar. Meðal höfunda eru Eric Weil, Karl Jaspers, Richard Rorty, Martin Heidegger, Michel Foucault, George Lucáks, Emst Bloch og Júrgen Habermas. Á undan hverri grein er stutt kynning á viðkomandi höfundi. Inngang ritar Bjöm Þorsteinsson. Greinamar em afar gagnleg lesning þeim sem vilja kynnast helstu straumum í „meginlands- heimspeki" 20. aldar, tilvistarstefnu, fyrirbæra- fræði og gagnrýnni samfélagsspeki. Útgáfa bókar- innar er mikilvægur áfangi 1 íslenskri heimspeki- umræðu - ekki síst vegna þess að yngstu greinam- ar snerta á málefnum sem mjög em í brennidepli í samtímanum. Ritstjórar eru Róbert Jack og Ármann Halldórs- son. Áhrif háskóla á samfélagið I dag kl. 14 hefst opið málþing í Hátíðasal Há- skólans um áhrif háskóla á samfélög. Málþingið fer fram á ensku. Bjöm Wittrock, prófessor í Upp- sölum, talar um „The Modem University: The Three Transformations" og Gordon Graham, pró- fessor í Aberdeen, heldur erindið „Freedom and Criticism: Recovering the University’s Social Role“. Á eftir verða almennar umræður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.