Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 DV_____________________________________________________________________________________________Menning Holdið og trumban - „Mambo mfluenciado DV-MYND EOJ Tómas R. Einarsson, tónsmiöur og bassaleikari Fáir hérlendir djassleikarar hafa eins næmt eyra fyrir afró-kúbanskri sveiflu og Tómas. Ef litið er sérstaklega á flæði og hugmynda- flug tókst Eyþóri Gunnarssyni, pno, að stinga hina tónlistarmenn Tómasarbandsins gjör- samlega af og skilja þá eina eftir í sandkass- anum á tónleikunum á föstudagskvöldið! Á vissan hátt var þetta megingalli framsetning- ar latínutónlistar Tómasar R. Það er vissulega rétt að latínutónlist, rétt eins og djassinn, ger- ir miklar kröfur um sveigjanlega túlkun og snarstefjun í formi og framsetningu. En að láta latínutónlist i hendurnar á djassleikurum sem ekki hafa mikla reynslu né þekkingu á kúbanskri sveiflu gerir engum til hæfis, hvorki áheyrandanum né tónlistarmönnunum sjálfum. Útkoman verður oft á tíðum örlítið stíf útfærsla á annars liðlegum tónsmíðum. Með þessum tónleikum var tónsmiðurinn Tómas R. Einarsson, bs, að sýna okkur tón- dæmi um smíðar sínar síðastliðna sex mán- uði, er hann dvaldi í Sevilla og lét sig dreyma um stef og latínuhrynjandi kúbanskra tónlist- armanna sem hann hefur þrautskoðað síðast- liðin tuttugu ár, bæði á Kúbu og heima i stofu! Og áhrifm láta ekki á sér standa. Fáir hér- lendir djassleikarar hafa eins næmt eyra fyr- ir afró-kúbanskri sveiflu og Tómas. Að vísu hafa einn eða tveir Hafnfirðingar slegið bon- gotrommur og jafnmargir Reykvikingar orðið sér úti um congatrommur, en útkoman verið í besta lagi vafasöm. Tónlist Á tónleikum Tómasar á Kaffi Reykjavík á Jazzhátíð var andrúmsloftið afslappað, eins og vera ber á djasstónleikum. Áheyrendur voru að vísu ekki þeir sem maður sér á hefðbundn- um djasstónleikum Múlans, en vafalaust ágætt fólk þrátt fyrir það. Konan sem sat á næsta borði fyrir framan mig var ef til vill dæmigerð fyrir hópinn. Hún spjallaði mikið og skemmti sér augljóslega vel. Þegar tónlist- armennirnir voru að koma sér fyrir á pallin- um hvíslaði hún hálfhátt að vinkonu sinni, konu á miðjum aldri með silkislæðu og sígar- ettuhósta, að „hann Tómas væri alltaf svo yndislega vel klæddur!" í hljómsveitinni léku, auk Tómasar tónsmiðs, Matthías M.D. Hemstock, trm, Ey- þór Gunnarsson, pno,.og Hilmar Jensson, gtr, Myndlist Yfirskrift tónleikanna var „Holdið og trumb- an“ - frumsaminn latíndjass eftir Tómas R. Einarsson“. Skemmtilega frumlegt nafn sem lofaði góðu. í heildina voru tónsmíðar Tómas- ar mjög áheyrilegar, gjörsamlega lausar við yfírborðsmennsku sem oft fylgir kúbanskri tónlist. Eitt af lögum hans var meira að segja tileinkað Tito Puente, hinum mikla meistara latínusveiflunnar. Tito Puente, háskólamenntaði trommuleik- arinn (Juilliard School of Music), gerði mikl- ar kröfur til slagverkamanna sinna, en sjálfur lék hann á timbales og gaf sjaldan nokkuð eft- ir. Hrynjandi Tómasarbandsins var nokkuð þunn, enda ekki nema von. Það vantar mikið upp á að hægt sé að ná þéttri latínusveiflu með einum trommara, þó góður sé, og örfáum congaslögum píanistans. Tómas hefur listi- lega tileinkað sér bassaslög þeirra bestu á Kúbu, sem gerði það að verkum að skortur á slagverki var meira áberandi. Þrátt fyrir ofannefnda lesti var tónlist Tómasar R. og félaga hin áhugaverðasta og verulega ánægjuleg á köflum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri afro-latínu leikna hérlendis á sannfærandi hátt. Takk fyrir Tómas! Ólafur Stephensen Jazzhátíö í Reykjavík: Tónleikar á Kaffi Reykjavík, 07.09.01. „Holdið ogtrumban", frumsaminn latlnu- djass eftir Tómas R. Einarsson.Tómas R, bs, Hilmar Jensson, gtr., Eyþór Gunnarsson, pno, congas, og Matthías M.D. Hemstock, trm. Betra er blátt en ekkert Það þarf dirfsku, ef ekki flfldirfsku, til að tefla fram listaverk- um undir yfirskriftinni „ekkert/not- hing“. Sem er einmitt það sem Bjarni Sigurbjömsson gerir í Hafn- arborg um þessar mundir. Raunar er það með þessa yfirskrift eins og ýmsar aðrar uppiýsingar meðfylgj- andi sýningimni, að hún er fremur laustengd við þann veruleika sem blasir við á veggjunum. Helst má ráða af orðum listamannsins í verk- legri sýningarskrá að hún vísi til þess að hvítur veggurinn „sem er hlutlaust rými,' nánast ekkert...end- urvarpi birtu gegnum hálfgegnsæja myndina. Myndin er því eins konar skuggi sem endurvarpað er af hvít- um veggnum, skuggi af engu.“ Það kemur óneitanlega á óvart, þegar um er að ræða litrík verk með sterka efnislega nánd og að auki yf- irlýsta tilvistarlega skírskotun, að listamaðurinn skuli sérstaklega halda fram óefnislegum eigindum og lágmarks inntaki þeirra. í stórum dráttum eru vinnubrögð Bjarna á þá lund að hann hellir blöndum af olíulit og vatni í gólf- liggjandi plexígler-skúffur af ýmsum stærðum. Olían og vatnið rekast á og efnabreytast á glerfletinum, auk þess sem vatnið er þyngra en olían og „ryður sér í gegn- um hana í leit að lægsta punktinum", svo vitnað sé í skrá. Bakhliðin fram Sjálfur segist Bjarni ekki ákveða neitt fyrir- fram, heldur aðstoði hann „málverkið þar sem það er að vaxa fram en reyni(r) ekki að hafa stjóm á því.“ Niðurstöðuna sjái hann ekki fyrr en verki er lokið; þá sé hann í sömu sporum og áhorfandinn. Endapunkturinn á þessu ferli, og á honum veltur sennilega listrænn trúverðug- leiki listamannsins, er sá háttur hans að reisa upp og snúa fram bakhlið plexígler-skúffanna sem hann er búinn að blanda í. Bjarni Sigurbjörnsson: Unidentified 2001 Áður en dómur er lagður á árangurinn er rétt að skoða nánar þetta vinnuferli Bjarna, sem Jón Proppé, höfundur formála, telur sæta nokkrum tíðindum. Vísar hann ekki síst til skoðana konstrúktifra formhyggjumanna á borð við Naum Gabo og Theo van Doesburg. Öllu nærtækara, bæði hugmyndalega og form- rænt, er að bera aðferðir Bjarna saman við vinnuaðferðir Jacksons Pollock á árunum 1947-48. Pollock vann að visu ekki á plexígler - þó eru til verk sem hann málaði á rúðugler - og að því ég best veit blandaði hann ekki saman olíu og vatni. En hann sletti óspart lit- um og hrærði í þeim með svipuðum hætti og Bjarni; skrifaði meira að segja upp á svipaðar tilvistarlegar útleggingar á verkum sínum og þær sem fylgja verkum Bjarna. Lýsingar Pollocks á því hvernig hann stóð „inni í“ myndunum meðan hann var að mála þær, eru aukinheldur sláandi líkar því sem haft er eftir Bjarna. Óæskileg dramatísk vídd Sem sagt, það er sennilega af- farasælast að skoða þessar lita- stemmur Bjarna út frá forsend- um amerísks afstrakt-expressjón- isma og hinni sjálfsprottnu ljóð- rænu afstraksjón í Evrópu heldur en að finna þeim einhvern annan „sagnabakgrunn", svo aftur sé vísað til orða Jóns Proppé. En eins og áður er drepið á standa þessi verk Bjama og falla með virkjun plexíglersins. Nú er plexígler auðvitað hentugt fyrir frjálslega litablöndun á borð við þá sem Bjarni ástundar. Hins vegar er ég ekki sannfærður um að við græðum öllu meira á því sem gerist á bakhlið verkanna heldur en framhliðinni, a.m.k. ekki eins og þessi verk eru gerð. Þegar þau eru hengd upp, endur- speglast birtan frá veggnum á bak við þau svo þunn litaslikjan lýsist upp - og gildir þá einu hvort þær snúa fram eða aftur. Loks hefur plexíglerið að minnsta kosti tvo ókosti, það kemur í veg fyr- ir nálægð áhorfandans við hinn málaða flöt, auk þess tekur það til sín gjörvallt umhverfi sitt í formi endurspeglana. Þar með öðlast verkin óæskilega dramatíska vídd - veröa að eins konar leiktjöldum - sem hlýtur að trufla skynjun okkar á umtalsverðum malerískum eiginleikum þeirra. Aðalsteinn Ingólfsson Bjarni Sigurbjörnsson sýnir I Hafnarborg: „ekk- ert/nothing“ til 24.9. Opiö daglega kl. 11-17, nema þriðjudaga. Frá Ijósi til Ijóss Á Bókavef strik.is komumst við að því að Vigdís Grímsdóttir, handhafi Menningar- verðlauna DV fyrir skáldsöguna Þögnina, gefur út nýja skáldsögu hjá Iðunni strax í haust. Vigdís var einmitt í Am- eríku að skrifa hana í febrúar þegar Menning- arverðlaunin voru veitt. Sagan heitir Frá ljósi til ljóss og fjallar að sögn Vigdísar „um ástina, leitina, fórnina, drauminn og þá einföldu leið sem menn ganga til að óskir þeirra rætist." Hún bætir við að grunnur þess- arar sögu sé sannur. Vigdís hefur í gegnum tíðina safnað verð- launagripum fyrir fersk og frumleg skáldverk sín. Sín fyrri Menningarverðlaun DV hlaut hún fyrir Ég heiti ísbjörg, ég er ljón, Davíðspennann hlaut hún fyrir Stúlkuna í skóginum og ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir Grandaveg 7. Veruleiki eða noja Nýjasta kvikmynd Woody Allen, The Curse of the Jade Scorpion, var frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum um daginn. Næstsíðasta bíómyndin hans, Small Time Crooks, er komin til Kaupmannahafnar, vonandi á leið hingað af því hún er víðáttufyndin. Minnir að mörgu leyti á gömlu gamanmynd- irnar hans, til dæmis Bananas sem sýnd var á Stöð 2 um daginn, með taumlausum ýkjum og dásamlegri íróníu, þar sem allt reynist ganga þveröfugt við það sem lítur út fyrir i byrjun. Allen leikur sjálfur aðalhlutverkið og hefur sett upp nokkrar senur þar sem hann hleður svolít- ið undir sig, hættir sínum óstöðvandi orða- flaumi og leikur með svipbrigðum og líkams- hreyfmgum og reynist gera það óviðjafnanlega. Tracey Ullmann leikur konuna hans skinandi vel og Hugh Grant fær eins og ævinlega hlut- verk sem hann smellur svo inn í að manni finnst hann ekki vera að leika neitt. Woody. Ailen hefur gert að meðaltali eina mynd á ári síðan 1969 og undanfarin ár hefur vinkona hans, Jean Doumanian, framleitt þær. Samstarf þeirra var náið og vináttan átti að vera skotheld og brá því Jean eigi lítið í brún þegar Woody ákærði hana fyrir að halda fé fyr- ir sér. Veruleiki eða noja? Enginn veit. Þau málaferli standa enn og eru hörð og sársauka- full eins og jafnan þegar bestu vinir deila; en segja má að Woody sé ýmsu vanur síðan Mia Farrow fór í mál við hann um árið. Nýjasta mynd Woodys er framleidd af Dream Works, fyrirtækinu sem Stephen Spielberg stofnaði ásamt fieirum um árið. ' Stal sjálfur „Hvernig fékkstu hug- myndina að Small Time Crooks?“ spyr útsendari Weekendavisen Woody í bráðskemmtilegu viðtali um síðustu helgi. „Það gaf mér hana enginn, ég stal henni sjálfur!" svarar hinn ötuli kvikmynda- gerðarmaður og bætir við: „Ég hef stolið hugmyndun- um að flestum mínum myndum á heiðarlegan hátt!“ „Hvaða kvikmyndaleikstjórar hafa haft mest áhrif á þig?“ spyr Daninn. „Áhrif er alltof pent orð,“ svarar Woody. „Ég hef stolið með höndum og fótum! Fellini, Berg- man og Shakespeare hafa farið verst út úr því.“ Seinna segist hann hafa eina meginreglu í líf- inu: „Ef ég er í vafa, geri ég eins og Bergman." „Dáistu svona mikið að honum?" spyr blaða- maður. „Dáist? Ég elska hann! Skilyrðislaust, faglega og prívat. Ef hann kynni að elda myndi ég gift- ast honum.“ Danska blaðamanninmn hafði verið bannað að nefna hjónabandsmál Woodys en þegar á leið náðu þeir svo prýðilega saman, félagarnir, að blaðamaðurinn áræddi að spyrja hvaða áhrif samband þeirra Soon-Yi hafi haft. „Ja, ímynd mín gerbreyttist að minnsta kosti,“ svarar Woody. „Áður var ég kotroskinn mömmustrákur og eftirlætisbarn sem reyndi alltaf að koma sér í mjúkinn hjá áhorfendum. En breyttist á einni nóttu í kynóða, froðu- fellandi barnaætu." Hann lætur þó vel af hjónabandinu og þau Soon-Yi hafa ættleitt tvö börn. Aðspurður segist hann hafa séð Dancer in the Dark eftir Trier og fannst hún æðisleg. Bætir svo við: „En eins og þú veist er ég flughræddur og þar sem myndin hoppar sífellt upp og niður á tjaldinu þá var ég lengst af frammi á salerni með hausinn ofan í klósettinu...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.