Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 33 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjðrn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Myndarleg skattalœkkun Athyglisvert verður að fylgjast með aðgerðum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og stjórnar hans á næstu vik- um i skattamálum. Davíð hefur síðustu daga viðrað skoð- anir sínar í vaxtamálum og tekur þar í svipaðan streng og velflestir athafnamenn landsins sem þrýsta mjög á stjórn- endur Seðlabankans um að lækka stýrivexti. Forsætisráð- herrann er hinsvegar sýnu varfærnari en ákafir forstjórar og bankamenn í þessum efnum og virðir nýfengið sjálf- stæði bankans. Davíð getur hinsvegar stjórnað sköttum áfram eins og herforingi. Þar getur hann hæglega gripið til aðgerða til að koma hagkerfinu aftur á ferð en hægagangur þess hefur verið að taka helstu forstjóra landsins á taugum síðustu vikur. Ofþenslan er vissulega að baki en tölur benda hins- vegar ekki til þess að þensla sé að baki. Velta samfélagsins er ennþá mikil. Það hefur samt hægt á og var tími til kom- inn, enda er allt að fimm prósenta hagvöxtur í þróuðu hag- kerfi meira en landsmenn ráða við. Hagkerfi landsins er að ná betra jafnvægi en verið hef- ur. Viðskiptahalli við útlönd mældist 29,7 milljarðar króna á fyrri árshelmingi í ár en var 32,2 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Hallinn er því að minnka og útlit er fyrir að áfram dragi úr honum þvi slegið hefur hressilega á innflutningsæði þjóðarinnar á sama tíma og útflutning- ur hefur verið í vexti. Allt miðar þetta að því að menn nái áttum í efnahagsmálum. í þeim efnum er hyggilegt að halda ró sinni og sleppa æðibunugangi. Hér verður minnt á orð Davíðs Oddssonar sem hann lét falla á fundi Samtaka atvinnulífsins um miðjan maí á þessu ári. Þar rýndi forsætisráðherrann inn í framtíðina og taldi að væntanlega yrði þenslan búin að minnka svo mjög á haustmánuðum að tilefni yrði til að huga að skatt- kerfisbreytingum. Davíð sagði á þessum fundi að til væru einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir sem hefðu siglt hinn góða byr fullglannalega og ekki væri útlokað að þeir fengju skell. Það hefur komið á daginn. Forsætisráðherrann sagði á þessum sama fundi með for- kólfum atvinnulífsins að hann teldi góðan vilja standa til þess hjá báðum stjórnarflokkunum að vinna að breyting- um á skattheimtu sem væru til þess fallnar að auka um- svif og bæta kjör fyrirtækja og fólks í landinu. Þar talaði ráðherrann í takt við forystu atvinnurekenda sem segir það forgangsatriði nú um stundir að ráðist verði í um- fangsmiklar skattkerfisbreytingar til að bæta samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs og efla trú manna á því. Fróðlegt er að skoða þessi ummæli Davíðs frá því í maí. Hann talaði þar enga tæpitungu heldur sagði að vegna að- halds og skynsamlegrar stjórnunar ríkisfjármála væri að myndast svigrúm til myndarlegra skattalækkana, bæði á fyrirtæki og einstaklinga. Nú er spá Davíðs að ganga eftir, dregið hefur úr hraða hagsveiflunnar og sömuleiðis úr halla á viðskiptum við útlönd. Þjóðfélagið er að pústa eftir sprettinn og nú er lag að koma því á góðan gönguhraða. Annar sprettur er óþarfur. Áramótin næstu hafa verið nefnd sem líklegur timi til skattkerfisbreytingar. Davíð Oddsson notar orðið „mynd- arlegar“ skattalækkanir. Ekki er að efa að forsætisráð- herra stendur við stóru orðin. Hann hefur til þess allt það vald sem til þarf. Hann hefur kosið að láta Seðlabankann í friði í allri orrahríðinni um vaxtastefnu bankans en vart lætur hann sem eigin orð í skattamálum hafi aldrei fallið. Því má atvinnulífið og allur almenningur búast við skatta- lækkun innan tíðar. Myndarlegri. Sigmundur Ernir Skoðun Allt er breytingum undirorpið „Til þess ad stuðla að góðrí sambúð íslendinga og fólks af erlendum uppruna á Vestfjörðum hefur verið sett á laggimar fjölmenningarsetur sem á engan sinn líka í landinu. “ - Frá ísafirði. Breytingar einkenna þjóð- félag okkar á flestum sviðum. Fátt er eins og áður var. Sum- um líkar þetta illa og er ekki að undra. Festa og öryggi eru markmið sem merm vilja stefha að í líflnu. En hvað sem því líður komumst við ekkert undan því að aðlaga okkur breytingunum. Ella stöðnum við og verðum undir í þeim gríðarlegu hræringum sem einkenna samfélög nútímans. Þvi er stundum haldið fram að landsbyggðin hafi ekki ver- ið nægilega virk í því að taka þátt í og móta breytingamar í samtímanum. Allt er það þó afstætt. Þvi hvað þýðir það að vera „nægilega virkur" í þessu sam- bandi? Að sumu leyti ráða menn heldur ekki sinni eigin fór. Það em margir kraflar sem toga i og ráðum er ráðið út um þjóðfélagið vítt og breitt. Einmitt það er líka merki um þær breytingar sem við höfum séð i þjóðfélagi okkar. Horfið ffá miðstýringu Hér fyrr meir vom ákvarðanir tekn- ar með mun miðstýrðari hætti en áöur. Þrisvar eða ijómm sinnum á ári settust niður alls konar verðlagsráð og tóku hinar stóm ákvarðanir í þjóð- félaginu. Oft vom það sömu mennimir - sem taldir vom vel reikningsglöggir - sem fengnir vom til verksins og ákváðu verð á fiski upp úr sjó, hvað leggja mætti á kartöfl- umar í búðunum og þaimig mætti lengi telja. Nú er þetta ekki lengur þannig. Slíkar ákvarðanir era teknar úti á markaðnum. Pólitískri leiðsögn á þessu sviði er lokið. Slíkar ákvarð- anir vora fyrrum teknar af fáum (svo ekki sé sagt í reykfylltum bakherbergjum). Nú eiga þær sér stað í viðskiptum manna í millum. Þetta er vitaskuld eðlilegra og heilbrigðara. Breyttur veruleiki Þessar breytingar sjáum við síðan endurspeglast í stofnunum þjóðfélags okkar, eins og mörg dæmi sanna. Þetta gat til dæmis að líta með einkar skýr- um hætti á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem var haldið á Reykhólum í ágúst- mánuði. Þar vora fluttar skýrslur stofn- ana og samtaka sem settar hafa verið á laggimar á fjórðungsvísu. Allar þessar stofnanir áttu það sam- eiginlegt, auk annars, að vera nýjar af nálinni og að endurspegla breyttan veruleika. Þær vom þó ekki bara af- sprengi tiltekins ástands heldur ekki síður tæki sem geta mótað þróun sem við viljum að verði í lifandi kröftugu samfélagi sem við erum að reyna að byggja upp. Samfélagi sem byggist á aukinni breidd og margbreytileika. Nú- tímalegu samfélagi, sem svarar kröfum fólks í samtímanum. 100 manns við háskólanám á Vestfjörðum Þannig heyrðum við frásögn af því hvemig Vestfirðingar em að byggja upp með einkar kröftugum hætti, sí- menntun og endurmenntun og skapa möguleika á þátttöku fólks í háskóla- námi sem enginn gat látið sig dreyma um áður. Yfir eitt hundrað manns á Vestfjörðum einum stunda nú fjamám á háskólastigi við háskólana í landinu. Til þess að stuðla að góðri sambúð ís- lendinga og fólks af erlendum uppruna á Vestfiörðum hefur verið sett á lagg- imar fiölmenningarsetur sem á engan sinn líka í landinu. Sveitarfélögin starf- rækja, með ríkisvaldinu og atvinnulif- inu, Atvinnuþróunarfélag undir stjóm heimamanna sem vinnur að atvinnu- uppbyggingu og merkilegt starf er unn- ið á vegum Svæðisvinnumiðlunar og þannig mætti áfram telja. Allt þetta segir okkur að samfélag okkar er í mikilli gerjun. Hlutimir breytast og við reynum að stjóma þeirri þróun til farsældar. Við hljótum því að taka breytingunum opnum huga og reyna að-lita á þær sem tækifæri en ekki ógn. Einar K. Guðfinnsson afin & 'K £?í=l'/I€> SHöSCT 'i=t£7 ME"KÍNi /ETTzlÁ F=íe> woie^n ftprm FKfevfof? etn/ RFTDI? HF7NN N/F7F? _____ wvoier hrnn § x fi-BNG-JWN í VkxTR- LÆKk2liNF?R’K'ÓI^If^J HvHE> ^7 J 'PÝ&lR. ~xi ElNSOfi- HFINlN ÆTLRD I*3T ETNC?F7 BP- UFTO^T TIL, S Er þingræði lýðræði? Segja má að tvenns konar stjóm- arfar gildi um allan hinn byggilega heim, einræði og lýðræði. Eins og allir vita er það nefnt ein- ræði (monarchi) þegar einhver ákveðin persóna, einvaldsherra, kon- ungur, fursti eða kúgari, ræöur öllu i viðkomandi landi. Stundum getur verið erfitt að greina á milli einræð- is og lýðræðis. Benda má á að fræg- asti einræðisherra allra tíma, Adolf Hitler, hafði sína ráðgjafa og ráðu- neyti. Einræði sýnist nú á undan- haldi í heiminum Andstæöa einræðis er lýðræði Það felst í því, eins og nafnið bendir til, að fólkið í landinu hefur áhrif á landsstjórnina eftir lýðræðis- legum aðferðum. Þetta er mjög gam- alt stjórnarform í heiminum, talið ná allt aftur til Forn-Grikkja. Það hefur gilt víða um heim um aldaraðir og virðist fara vaxandi Almennt er talið að horn- steinn lýðræðisins sé svo- nefnt þingræði (Parliament- arism) sem virðist nú við- gangast 1 langflestum lýð- ræðislöndum. Þingræði fel- ur það í sér sem flestir vita, að fólkið í viðkomandi landi velur sér ákveðinn fjölda fulltrúa (þingmenn) þar sem allir hafa jafnan rétt til að kjósa og til kjörgengis. Þess- ir kjörnu fulltrúar ráða síð- an lagalegum framgangi mála á þingunum með því að greiða þeim atkvæði sitt með eða móti. Síðan ræður einfaldur meiri- hluti (nefndist afl atkvæða að fornu) úrslitum um hvort Alþingi afgreiðir þessi frumvörp sem lög samkvæmt þessari þingræðisreglu. Við Islendingar stærum okkur af því að eiga eitt elsta þjóðþing í heimi sem er Alþingi, stofnað árið 930 e. Kr. En eru þetta að öllu leyti lýðræð- islegar aðfarir við að setja löndum lög og reglugerðir? Tökum eitt dæmi: Einn þingmaður, e.t.v. miðlungi skynsamur, getur ráðiö úrslitum um það með atkvæði sinu hvort Alþingi samþykkir sem lög mikilvæg mál eins og t.d. hugsanlega inngöngu okkar í Evópusambandið. Er þetta lýðræöi? Ef vel ætti að vera væri sjálfsagt að krefiast þess að a.m.k. 2/3 hlutar þingmanna greiddu atkvæði með frumvörpum sem skipta miklu máli fyrir þjóðina. Vera má að þetta sé eitthvað tíðkað úti í heimi en mér vitanlega hefur það aldrei verið leitt í lög hér. Marga fleiri annmarka þingræðis- ins mætti nefna. Er það til dæmis sjálfgefið að stjórnarflokk- ar með þingmeirihluta á bak við sig hafi ávallt hitt á réttu lausnina í sérhverju máli er þeir flytja á Al- þingi? Hins vegar sé stjóm- arandstaðan ávallt að fara vill vegar með andstöðu sinni við þau. Sé nú skipt um flokka í ríkisstjómum snýst þetta algerlega við. Samrýmist þetta þeim hug- myndum sem við gerum okkur um lýðræði sem ríkj- andi stjómarfar eða er ver- ið aö hagræða sannleikanum eftir eigin geðþótta? Aðeins er einn sannleikur i hverju máli, jafnt innan Alþingis sem utan, og hann fer ekki í manngreinarálit. Þetta sést best af því að orðið er ekki til í fleirtölu í okkar tungumáli. Það eru ekki margir „sannleikar“ og eitt er víst að sannleikurinn fer ekki eft- ir því hvort hann er borinn fram af stjórn eða stjómarandstöðu í það og það skiptið. Sagði ekki Jesús Kristur: „Til þess kom ég í heiminn að ég beri sann- leikanum vitni.“ Skyldi hann hafa verið hlynntur þingræði? Ef tii þess skyldi einhvem tímann koma að ein- hver 63-menninganna í svarta stein- húsinu við Austurvöll stigi upp í pontu og segði: „Til þess kom ég inn á Alþingi að ég beri sannleikanum vitni, mun ég því greiöa öllum góð- um málum lið með atkvæði mínu, burtséð frá því hvort þau koma frá stjórnarflokkum eða stjórnarand- stöðu.“ Þann mann er þetta gerir álít ég tvímælalaust að eigi að velja sem næsta forseta lýðveldisins íslands. Agnar Hallgrímsson „Ef vel œtti að vera vœrí sjálfsagt að krefjast þess að a.m.k. 2/3 hlutar þingmanna greiddu atkvœði með frumvörpum sem skiptu miklu máli fyrir þjóðina. Vera má að þetta sé eitthvað tíðkað úti í heimi en mér vit- anlega hefur það aldrei verið leitt í lög hér. “ Spurt og svarað____A borgarstjóm að lýsa yfir andstöðu við Kárahnjúkavirkjun? Ummæli Útgjaldavandinn „Núverandi vandi opinbers rekstrar er útgjaldavandi en ekki tekjuvandi, eins og sést best á því að hlutfall samneyslu hefur frá árinu 1996 hækkað úr um 21% af landsframleiðslu í um 24%, þrátt fyr- ir hinn mikla vöxt landsframieiðslu sem verið hefur á timabilinu. Líkt og fyrirtækin í landinu þurfa riki og sveitarfélög að bregðast við sam- drætti með því að velta við hverjum steini í sínum rekstri, leita hagræð- ingar og endurskoða öll útgjaldaá- form.“ Ari Edwald í leiöara fréttabréfs Samtaka atvinnulífsins Austfiröingar eru í gíslingu „Stjómarflokkamir setja stóriöju á Austurlandi á dagskrá án þess að gera nokkra fyrirvara um umhverfis- áhrif virkjunarinnar, mengun frá ál- verinu eða neikvæð félagsleg áhrif.... Stóriðjuáform stjómvalda hafa ekki einungis klofið fiórðunginn i fylking- ar heldur þjóðina alla. Álverið í Reyðarfirði verður ekki byggt nema til komi virkjun við Kárahnjúka. Virkjuninni hefur verið hafnað vegna varanlegra og óafturkræfra umhverfisáhrifa, en ráðmenn segja að öllum undirbúningi verði haldið áfram samkvæmt áætlun. Það á sem sagt ekkert að taka tillit til úrskurö- ar Skipulagsstofnunar. Þess vegna helst spennan innan fiórðungsins um sinn og mun svo verða þar til þetta stórmál verður til lykta leitt. Aust- firðingar era í gíslingu, því það skal vera stóriðja eða ekki neitt!“ Þuríöur Backman á vefnum www.vg.is Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstcedisflokks Borgin treysti stjóminni „Sem hluthafi í Landsvirkj- un hlýtur borgin að treysta stjórn fyrirtækisins til þess að ráðast ekki út í framkvæmdir sem eru óarðbær- ar eða óviðunandi gagnvart náttúru landsins. Síst ættum við Reykvíkingar, sem höfum virkj- að mikið á undanfórnum árum, að standa í vegi fyrir virkjunum og annarri atvinnuppbyggingu á landsbyggðinni, þar á meðal á Austurlandi. Á ferðum mínum um þann landshluta á síðasta ári fann ég vel hve miklar vonir Austfirðingar binda viö virkjun og stóriðju." Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi R-lista Mótsagnakennt „Nei, borgin á að vera fylgj- andi Kárahnjúkavirkjun. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur stendur fyrir stór- um og metnaðarfullum virkjun- arframkvæmdum hér á höfuðborgarsvæðinu sem skila miklum tekjum i borgarsjóð. Ekkert sem hefur komið fram bendir til annars en þess að fyrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúka séu það líka. Það er því mótsagnakennt að leggj- ast gegn framkvæmdum hjá öðrum en sjálfum sér. Umhverfisáhrif virkjunar eystra eru mun minni en hljótast áttu af Eyjabakkalóni á sínum tíma því Hálslón mun nýtast sem forðabúr fyr- ir vatnasvið bæði Jökulsár á Fljótsdal og Jök- ulsár á Dal.“ Þórunn Sveinbjamardóttir, þingmaöur Samfylkingar Skoðanir eru skiptar „Ég sé ekki í fljótu bragði að það sé í verkahring borgar- stjórnar aö álykta sérstaklega um Káranjúkavirkjun, frekar en önnur sveitar- félög í landinu. Hins vegar finnst mér fullkom- lega eðlilegt að borgarfulltrúar ræði þessi mál og lýsi skoðunum sínum á virkjuninni enda ljóst að skoðanir eru skiptar í þeirra hópi, eins og annars staðar í samfélaginu." Tryggvi Felixsson, framkvœmdastjóri Landverndar Borgatfulltrúar taki undir „Að mati Skipulagsstofnun- ar mun Kárahnjúkavirkjun valda umtalsverðum og óaftur- kræfum umhverfisáhrifum. Því er skynsamlegt að falla frá þessari virkjunarhugmynd og leita annarra kosta í orkuöflun fyrir álver á Reyðar- firði. I þessu sambandi má því hugsa sér aðra útfærslu á virkjun við Kárahnjúka eða nýta fiölmarga orkukosti á Norðurlandi. Mér finnst því eðlilegt að borgarfulltrúar taki undir tillögu Ólafs F. Magnússonar.“ 4$ Ólafur F. Magnússon kom meö þessa tillögu á borgarstjórnarfundi á fimmtudag. Samþykkt var að vísa henni til borgarráös. Alvarlegar afleiðingar breytinga á brunabótamati Áhrif af nýlegri breyt- ingu á fasteigna- og bruna- bótamati eru víðtæk. Trygg- ingavernd fasteigna í brunatjóni minnkar veru- lega. Veðhæfni eigna verð- ur mun minni, sem rýrt get- ur verðgildi eigna. Verð- myndun á fasteignamarkaði skekkist. Lán til fasteigna- kaupa verða dýrari, sem leitt getur til aukinna greiðsluerfiöleika heimil- anna. Lögmál framboðs og eftirspurnar á fasteigna- ’ markaði breytist vegna áhrifa brunabótamats, en með því eru inn- leidd ríkisafskipti af verðstýringu fasteigna. Breytingin á fasteignamatinu hef- ur áhrif á skattstofna sem leitt getur til skattahækkana, nema ríki og sveitarfélög grípi til sérstakra ráð- stafana eins og forsvarsmenn þeirra lofuðu að gera fyrr í sumar. Með því verður fylgst. Fólk er óttaslegið og reítt Sú staðreynd blasir við sem stjórnvöld verða að viðurkenna að brunabótamat er orðinn ónothæfur grundvöllur til að miða við lánveit- ingar. Miða á lánveitingar íbúða- lánasjóðs við kaupverð eigna með ákveðnu þaki á lánveitingum. Það er út í hött að halda því fram að slík breyting leiði til þenslu. Afleiðingar af óbreyttu ástandi eru miklu fremur þær að fólk neyð- ist til að leita í dýrari lán í banka- kerfinu sem auka mun bæði á þenslu í útlánum og á greiðsluerfiðleika heimila. Veðhæfni margra eigna get- ur líka minnkað um tugi prósenta og þar með verðfellt eigur fólks, sem leitt getur til að uppreiknaðar eftir- stöðvar éti upp þá eignamyndun sem orðin er. Ungt fólk hefur meö því verið hneppt í þá fiötra að geta ekki skipt um húsnæði og stækkað við sig. Fjölga mun verulega í hópi þeirra sem eru með meiri skuldir en eignir. Á mannamáli þýðir þetta hreina eignaupptöku hjá fiölda heim- ila í landinu. Eignaréttarákvæði stjómarskrárinnar hljóta að koma þar til skoðunar. Jafnframt gæti reynt á skaðabóta- skyldu ríkisins, að minnsta kosti í þeim tilvikum þar sem Fasteignamat ríkisins hefur meö nokkurra mán- aða millibili verið að hækka bruna- bótamatið og lækka síðan aftur um tugi prósenta. Fólk er bæði örvinglað og reitt. Það sárgrætilega er að hvorki félagsmála- né viðskiptaráðherra virðist hafa nokkurn skilning á að grípa þurfi til aðgerða. Það verður þó að ætla að þeir sjái að sér ef þeir gefa sér tíma til að hugleiða hve víðtækar afleiðingar breyt- ingar á fasteigna- og bruna- bótamati hafa fyrir heimil- ið og þjóðfélagið í heild. Jóhanna Stjórnarliðar verða að átta Sigurðardóttir sig á því að það er ekki aiþingismaöur bara verið að hafa verð- ............... mæti og eignir af fólki held- ur er verið að innleiða opinbera verðstýringu á fasteignum og ganga gegn lögmálum framboðs og eftir- spurnar. Tryggingavernd minnkar Samkvæmt upplýsingum frá Fast- eignamati ríkisins lækkar bruna- bótamat meira en nemur afskriftun- um á rúmlega 35 þúsund af 102 þús- und eignum í landinu eða um 34,5% af heildinni. Athyglisvert er að brunabótamatið lækkar meira en nemur afskriftum hjá meira en nem- ur helmingi af öllum fasteignaeig- endum í Reykjavík eða að meðaltali um 20%, þ.e. 2,7 milljónir á hverja ibúð. Sérstaklega þarf að skoða áhrif þessara breytinga á vátrygginga- verðmæti eigna vegna brunatjóns en benda má á að t.d. í Danmörku bæta tryggingarnar nýbyggingarverð húss án frádráttar vegna aldurs eða slits.en það er ekki síst afskriftar- reglan sem innleidd var hér með lög- um 1999 sem lækkað hefur bruna- bótamatið. Þvi verður að breyta þegar Al- þingi kemur saman en ljóst er aö tryggingavernd rýrnar verulega og draga má í efa að 20% til allt að 50% skerðing á brunabótamati standist þá reglu vátryggingaréttar að tjón- þoli verði jafn settur fyrir og eftir brunatjón, einkum þegar um altjón er að ræða. Fjárhagsöryggi fast- eignaeigenda er því sett í algjört uppnám verði um brunatjón að ræða, enda hafa tryggingafélögin viðurkennt að breytt brunabótamat geti leitt til þess að fólk fái minni bætur en sem nemur virði viðkom- andi eignar. Á þessum málum verð- ur að taka strax þegar Alþingi kem- ur saman. - Það er þegar í undirbúningi. Jóhanna Sigurðardóttir „Stjórnarliðar verða að átta sig á því að það er ekki bara verið að hafa verðmœti og eignir af fólki heldur er verið að innleiða opinbera verðstýringu á fasteign- um og ganga gegn lögmálum framboðs og eftirspum- ar. “ - Félagsmálaráðherra í rœðustóli á Alþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.