Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 24
40 _____________________________________________MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 Tilvera S>V Best og verst klæddu Leikkonurnar Julia Roberts, Catherine Zeta-Jones, Charlize Theron, Gwyneth Paltrow, Penelope Cruz og Caroline Kennedy Schloss- berg, dóttir Johns F. Kennedys, fyrrum Bandaríkjaforseta, eru með- al þeirra kvenna sem tímaritið People Magazine telur best klæddu konurnar árið 2001. Tímaritið kynnti í síðustu viku val sitt á því hverjir meðal fræga og rika fólksins væru best klæddir og svo auðvitað hverjir væru verstir þegar kemur að fatavalinu. Á meðan sumir fengu hrós fyrir athyglisvert fataval hjá álitsgjöfum People voru aðrir sem ekki fengu háan einkunn. Til að mynda fékk Juliette Binoche ekki góða dóma fyrir fotin sem hún klæddist við síð- ustu óskarsverðlaunaafhendingu og leikkonunni Jane Kaczmarek, sem leikur mömmu Malcoms in the Middle, var líkt við brúði Franken- steins í fatavali sínu fyrir eina verð- launaafhendinguna. Meðal þeirra kvikmyndastjarna sem fengu prik fyrir að hafa kjark til að taka áhættu i fatavali voru Russell Crowe, Kate Hudson, Angelina Jolie og Halle Berry. Þeir karlmenn sem taldir voru skara fram úr í fatavali J/rYfJ/ Sjálfsvörn, bardagalist og uppbyggjandi líkamsrækt fyrir fólk á ölium aldri NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Æfingar fara fram Reynslumiklir þjálfarar. í ÍR-heimilinu við Skógarsel (SVR leið 11 & 111) Barnaflokkur: þriðjudaga kl. 19.40 og fimmtudaga kl. 18.50 Byrjendaflokkur: mánudaga og fimmtudaga kl. 19.40, þriðjudaga kl. 20.30 Upplýsingar í síma: 587 7080, TaeKwonDo-deild ÍR sínu voru leikararnir George Cloon- ey og Brad Pitt og bresku prinsarn- ir Harry og William. -MA Alltaf flottur Kvennagulliö Brad Pitt er alltaf flott- ur að áliti People. Flott klædd Leikkonan Catherine Zeta-Jones er meöal best klæddu kvenna ársins 2001 aö mati People magazine. UMFERÐAR RAÐ www.umferd.is MUNUM! Barn má aldrei vera í framsæti bíls með öryggispúða, hvorki í barnabílstól né í sætinu. Gangster Number One ★ ★★ Hardjaxl fer yfir farinn veg Allt frá því Guy Ritchie sendi frá sér Lock, Stock and Two Smokin Barrels hefur verið yfirflóð af bresk- um glæpamyndum þar sem farið er mjúkum höndum um harðsvíraða glæpamenn. Yfirleitt eiga þessar myndir það sameiginlegt að löggan er viðs fjarri. Gangster Number One er eins að þvi leyti að löggur eru vart sjáanlegar en á móti kemur að áhorfandinn fær enga tilfinningu fyrir því að glæponar myndarinnar sé hetjur eða fyndnir heldur eru þeir hver öðrum ógeðfelldari og það hefur ábyggilega eitthvað haft með það að gera að þessi ágæta kvik- mynd hefur að ósekju átt erfitt upp- dráttar. Malcolm McDowell leikur titil- persónuna, glæponinn sem ryðst til metorða í undirheimum með því að skilja eftir blóði drifna slóð hvar sem hann fer. Þegar hann fréttir aö glæpakóngurinn Slátrarinn í May- fair verði látinn laus úr fangelsi fer hann að rifja upp feril sinn, allt frá því Slátrarinn gaf honum fyrsta tækifærið þar til hann kemur hon- um í fangelsi, ákærðum fyrir morð sem glæponinn (aldrei kemur fram The Boondock Saints ★ ★ ★ ?<20. Englar dauðans The Boondock Saints er önnur úr- valskvikmynd sem gerist i heimi glæpa þótt að sumu leyti sé hún ólík Gangster Number One. í stað London erum við nú stödd í Boston þar sem rússneska mafían er í mikl- um ham og reynir að ná tökum á allri glæpastarfseminni. Allt í einu birtast tveir írskir bræður (Norman Reedus og Sean Patrick Flanery), eins klæddir og sakleysilegir í útliti. Þeirra köliun er að hreinsa til í und- irheimum borgarinnar. Og það gera þeir svo um munar. Eftir að þeir hafa gengið frá tveimur „Rússum“ í sjálfsvörn, eins og þeir segja lögregl- unni, eru þeir nánast teknir í dýr- linga tölu af hrjáðum íbúum. Einn af þeim sem hrífast með er lögreglu- foringinn Paul Smecker (Willem Da- foe) sem er sá klárasti í bransanum en einnig sá klikkaðasti að mati samstarfsmanna hans. Hann er yfir- lýstur hommi sem fer eigin leiðir í rannsóknum sínum. í stað þess að handtaka bræðurna þegar hann kemst að þvi að þeir standa fyrir ógnaröld í undirheimum gengur hann til liðs við þá þó óbeint sé. The Boondock Saints vinnur nokkuð gegn sjálfri sér þrátt fyrir að vera sterk, stílhrein og myndræn upplifun. Bræðurnir, sem eru sann- trúaðir kaþólikkar, eru eins og krakkar í sandkassaleik þegar kem- ur að því að gera út af við mafiósa. Þetta gerir það að verkum að allt of- •‘COMPELUNG,. ....................................................................SAVAGe* -.. GSjNSBTOB !4JæSP. ONE- neitt nafn á honum) framdi. Ekki er laust við að setji að honum óhug og telur hann víst að „Slátrarinn" sé í hefndarhug. Gangster Number One er sterk kvikmynd en stundum óþægilega nákvæm í öllu ofbeldinu. Leikur er yfirleitt góður þar sem, eins og oft áður í breskum kvikmyndum, leik- arar i minni hlutverkum stela sen- unni. Vert er þö að geta sérlega góðs leiks hjá Paul Bettany sem leikur glæponinn ungan. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Paul McGuigan. Leikarar: Malcolm McDowell, David Thewlis, Saffran Burrows og Paul Bettany. England, 2000. Lengd: 96 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. beldið sem þeir fremja verður aldrei eins ógnvekjandi og þegar aðrir eru að gera það sama, samanber vin þeirra, Rocco, sem er af allt öðru sauðahúsi. Hann vantar „klassann" sem einkennir bræðurna. The Boondock Saints er oft absúrd í sinni villtu framsetningu og þar á ekki minnstan þátt Willem Dafoe sem stundum gerir lögreglu- foringjann meira að trúð heldur en ábyrgan rannsóknarmann. Dafoe fer á kostum í hlutverkinu og það sama má segja um Reedus og Flanery í hlutverkum bræðranna. David Della Rocca í hlutverki Rocco ofleikur svo um munar. -HK Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Troy Duffy. Leikarar: Willem Dafoe, Sean Patrick Flanery og Billy Connelly. Bandaríkin, 2000. Lengd: 108 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.