Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2001, Blaðsíða 28
44 ________________________________________MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2001 Tilvera io'V' Menningarvaka í Salnum Indverski menningarfrömurinn Sister Jayanti flytur fyrirlestur um andleg mál í fyrsta sinn á íslandi við undirleik Gunnars Kvarans sem leikur á selló, Guðna Franzsonar klarinettuleikara og trúbaradorsins KK. Lára Stefánsdóttir dansar einnig. Fyrirlesturinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Dagskráin er á vegum World Spiritual University og Lotus húss. Sýningar STEFNUIVIOT VIÐ ÍSLENSKA SAGNAHEFÐ Sýningin Stefnumót við íslenska sagnahefö var opnuö í Landsbókasafni íslands - Háskóla- bókasafni 15. júní og stendur til 22. september næstkomandi. Sýningin er samstarfsverkefni Fiske- bókasafnsins í Cornell, íslenska bókasafnsins í Manitoba, Library of Congress, og Landsbókasafns. A síðasta ári var sýningin sett upp á ofangreindum stööum og nú síðast í Norðurlandahúsinu í Færeyjum í maí sl. Sýningunni er ætlað aö varpa Ijósi á sagnahefð íslensku bjóðarinnar, stjórnskipun hennar, lifnaðarhætti og menningu. BRÚDUR SIGRÍÐAR KJARAN í ÞJOÐARBOKHLOÐUNNI I sumar hefur staðið yfir í Þjóöarbókhlööunni á vegum Þjóðminjasafns íslands sýning á brúðum Sigríðar Kjaran. Þessi sýning er haldin af bví tilefni að Sigríður gefur safninu tíu brúður sem flestar eru unnar á síöasta ári. Sigríður Kjaran er fædd í Reykjavík 1919 og hefur stundað nám í Myndlistaskóianum í Reykjavík og listaskólum í Noregi og á Spáni. Hún hefur um árabil sérhæft sig í að skapa þjóðlífsmyndir sem sýna fólk við ýmis störf. Leggur hún áherslu á að sauma viðeigandi búninga á brúðurnar, gerða eftir kvenbúningum fyrri alda. Dóra Jónsdóttir hefur smíðað kvensilfur á búningana. Sýningunni lýkur þann 15. september. SÝNINGAR í BYGGÐASAFNI HAFNARFJARÐAR Tvær sýningar standa nú yfir í Byggasafni Hafnarfjarðar og kallast þær Blóöug vígaferli og Götulíf víkinganna í York. Annars vegar er um að ræða endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýningu þar sem sjá má beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardögum. Báöar sýningarnar eru opnar alla daga frá klukkan 13 til 17 og þeim lýkur 1. október næstkomandi. Myndlist GUÐNIHARÐARSON I GALLERI FOLD Guðni Harðarson sýnir í baksalnum í Gallerí Fold, Rauðarár- stíg 14-16. Sýninguna nefnir lista- maðurinn íhugun en á henni eru um 20 verk, unnin með akrýllitum á striga. Opið er daglega frá 10-18, laugardaga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17 en sýningin stendur til 9. september. BJÖRG ÖRVAR í ÁLAFOSSKVOS Listakonan Björg Orvar sýnir ný mál- verk í sýningarsal Álafossverslunar- innar i Alafosskvos í Mosfellsbæ. Sýningin er opin 9 til 18 virka daga og 9 til 16 laugardaga til 27. októ- ber. JÓN INGIBERG í GALLERÍ GEYSI Síöastliðinn laugardag opnaði Jón Ingiberg Jónsteinsson fýrstu einkasyningu sína í Galleri Geysi. Þar sýnir hann málverk unnin á þessu ári og er heiti sýningarinnar Vígvellir. Syningin stendur til 15. september og eru allir velkomnir. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is DV. SAUÐARKRÓKI: Það var glatt á hjalla á héraðs- móti framsóknarmanna í Skagafirði sem að þessu sinni var haldið í Her- mannslundi, minningarreit um Her- mann Jónasson, fyrrverandi forsæt- isráðherra, við Syöri-Brekkur í Blönduhlíð. í meira en hálfa öld hafa framsóknarmenn haldið hér- aðsmót i félagsheimilum í Skaga- firði, oftast í Miðgarði, og það á töðugjaldatíma. Mótin voru lengi vel með fjölmennustu skemmtunum sumarsins en nú allra síðustu árin hefur dregið nokkuð úr aðsókn og því var ákveðið að bregða út af van- anum. Ekki verður annað séð en að vel hafi til tekist því að sögn talna- glöggra manna mættu rúmlega hundrað manns þegar flest var og fólk skemmti sér vel í tjaldinu sem fengið var að láni hjá skátunum. Það var blankalogn þegar sam- koman hófst og fólk dreif að úr öll- Framsóknarkonur Framsóknarkonur héldu landsfund sinn á Bakkaflöt og fjölmenntu. Biogagnryní um áttum. Ljósin sem Guðmann Tobíasson tendraði við stíginn að lundinum bærðust ekki í kvöld- kyrrðinni og Árni Gunnarsson, varaþingmaður og formaður flótta- mannaráðs, sem var kynnir sam- komunnar, hafði orð á því að drott- inn sjálfur væri hliðhollur flokkn- um. Það var Halldór Ásgrímsson, ut- anrikisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, sem reið á vaðið, ávarpaði samkomuna á flokkslegum nótum í byrjun og tók síðan upp léttara hjal og endaði á skemmtisög- um. Stefán Guðmundsson, sem menn töldu að hefði haft viðkomu í Kántríbæ sökum höfuðbúnaðarins, flutti gamanmál og hermdi þar eftir þekktum kararkterum líkt og Ómar Ragnarsson hefur gert um tíðina. Guðmann dreif upp fjöldasöng og var snöggur að því. Frímann Þor- steinsson á Brekkum steig á stokk og afhenti Framsóknarfélagi Skaga- fjarðar gjafabréf fyrir skikanum við Hermannslund. Kammerkór Skaga- Qarðar söng nokkur lög og síðan var fjöldasöngur og dagskrárliðurinn „maður er manns gaman“ fram eft- ir nóttu. -ÞÁ Ofur-Cindy eignast dóttur Ofurfyrirsætan Cindy Crawford tók léttasóttina á sjúkrahúsi í Los Angeles á dögunum og ól dóttur sem samstundis var gefið nafnið Kaya Jordan. Dóttirin var annað barn hinnar 35 ára gömlu Cindyar og eig- inmanns hennar, Randes Gerbers. Fyrir áttu þau tveggja ára gamlan son. . Cihdý var ein eftirsóttasta fyrir- sæta heimsins um langt árabÚ en undanfarið hálft annað árið hefur lítið farið fyrir henni eftir að snyrti- vörufyrirtækið Revlon losaði sig við hana. Á síðasta ári gerði Cindy svo samning við tískuhönnuðinn Ellen Tracy en ekkert varð úr neinu vegna meðgöngunnar. SBEíSsi Hvorki bull né gull Sambíóin - Swordfish: ★ ★ Sif Gunnarsdóttir skrífar gagnrýni um kvikmyndir. Aguilera í vax fyrir smekkleysi menn í tjaldi Tjaldsöngur Þaö var fjör í fjöldasöngnum í tjaldinu á Syðri-Brekkum. Héraðsmótin eru ekki dauð: Framsóknar- visu verður það aðeins vaxmynd af söngkon- unni, hluti af sýningunni Wicked Women, eða Spilltar konur. Sýning þessi er tileinkuð stjörnum sem þykja einkar ósmekklegar þegar stíll og tíska eru annars vegar. Sér- fræðingar segja að Christina passi vel inn í slíkan hóp enda hefur hún oft hneykslað með útliti sínu. Þegar er búið að senda að minnsta kosti eina poppstjörnu í dýflissuna, sjálfa Céline Dion. Ameríska poppstjarnan Christina Aguilera verður senn þess vafa- sama heið- urs aðnjót- andi að fá að dúsa í Lund- únadýfliss- unni. Að Fyrstu 10 mínúturnar af kvikmynd- inni Swordfish er með betri bíóbyrj- unum sem ég hef lengi séð, alveg frá því að John Travolta segir okkur að vandamálið við Hollywood sé að þar sé bara búið til bull og til stórkostlegr- ar sprengingar sem myndavélin svíf- ur hægt í kringum. 10 mínútur sem virkilega lofa góðu - og standa ekki við það. Sagan segir frá súpertölvuhakkar- anum Stanley Jobson (Jackman) sem er búinn að sitja inni fyrir tölvuterr- orisma gegn FBI í tvö ár og ætlar aldrei að vera óþekkur strákur aftur, ekki síst vegna þess að hann á yndis- lega dóttur sem fyrrverandi konan hans (fyllibytta og pornóstjarna) ieyf- ir honum ekki að sjá - en hann er að vinna í því. Birtist þá ekki beibið Ginger (Berry) sem býður honum óheyrilega mikið af peningum ef hann er til í að koma og hitta yfirmann hennar, Gabriel (Travolta), og ræða svolitla tölvuglæpi að verðmæti 9,5 billjóna dollara. Stanley getur ekki neitað Ginger (sem er klædd í efn- islitla rauða dragt og afskaplega háa hæla en getur samt slegið golfkúlu til tunglsins) og slær til, sem kemur hon- um í kast við gamlan FBI-vin, Roberts (Cheadle), sem handtók hann forðum. En er Gabriel sá sem hann segist vera eða beibið Ginger? Og er glæpurinn sá sem hann virðist vera? Ég er jafnvel á því að handritshöfundurinn hafi ekki alltaf verið viss. En meðan söguþráð- urinn flækist fyrir manni er nóg við að vera á tjaldinu, hringveltingur nið- ur næstum lóðrétta brekku, bUaelt- ingaleikur, skothríðir, gíslataka, rúta á flugi og ber brjóst Halle Berry sem að sögn fékk hálfa milljón Bandaríkja- doUara fyrir að leyfa heiminum að sjá undir skyrtuna sína. (Þeir sem hafa séð State and Main geta nú flissað að þessu.) Eins og í Die Hard og Speed er hér einn maður sem getur bjargað heim- inum undan brjálæðingi. En Hugh Jackman á ekkert í WUlis og Reeves og plottið er hér aldrei eins spennandi og í þessum tveim fyrrnefndu mynd- um þrátt fyrir mikið af effektum og látum. Jackman reyndar vinnur á og er ágætur þegar hann er ekki að hamra á tölvulyklaborð - hver laug því annars að kvikmyndaframleiðend- um að það væri sexí að pikka á lykla- borð og stara á tölvuskjá? HaUe Berry er undurfögur og svíkur engan topp- laus. John Travolta er sennUega einn svalasti maður sem sést á hvita tjald- inu í dag og þótt hann sé ekki eins óttalegur hér og í Face Off eða eins írónískt fyndinn og í Get Shorty þá leikur hann í hringi í kringum félaga sína. Nema Don Cheadle sem fer létt með FBI-lögguna og gerir trúverðuga persónu í ótrúverðugri mynd. Þetta er. kannski ekki það HoUywood-bull sem Travolta talar um í byrjun en hún er ekkert guU heldur. P.s. Kvikmyndafrík ættu að taka vel eftir því sem sagt er um kvik- myndina Dog Day Afternoon í upp- hafsatriði Swordfish og hafa það í huga seinna. Leikstjóri: Dominic Sena. Handrit: Skip Woods. Kvikmyndataka: Paul Cameron. Aöalleikarar: John Travolta, Hugh Jack- man, Halle Berry, Don Cheadle, Vinnie Jones, Sam Shepard o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.