Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 9
Það er ekki nóg fyrir hina hefðbundnu borgarbyttu, sem stundar miðbæinn um helgar, að vita hvert skal halda til að fullnægja ölvunarþörf sinni. Líkaminn þarfnast líka næringar, hvort sem það er til að hafa ein- hverju að æla eða endurnýja sölt og steinefni í líkamanum. Þá er gott að vita hvar seðja megi sárt Bakkusarhungur þegar flestallir virðulegir veitingastaðir eru slaglæstir. Skyndibitastaðir miðborgarinnar eru þó misjafnir að gerð og gæðum og hér fylgir leiðarvísir Fókuss um þessa sístækkandi flóru. Skyndibiti fyllibyttunnar ★★ SUBWAY Fullyrðingar um ferskleika er að margra mati full djúpt ( árinni tekið. En hverjum er svo sem ekki sama þegar hann dregur tunguna á eftir sér eftir nætur- langt sukk. Agætis biti en í dýrari kantinum fyrir meðal skemmt' analjónið sem þarf að passa að- eins upp á budduna. Helst til yfir- lýsingaglaðar auglýsingar og verð draga staðinn niður, auk ofnotk- unar á gulum lit í innréttingum og fronti. Hlöllabátar Fjölbreytt úrval kaloríuríkra báta sem eru of misjafnir að gæð- um til að úrvalið hækki stjörnu- gjöfina. Stríðsástandið getur oft orðið svipað fyrir utan lúguna og inn á Nonna. Það sem hins vegar vantar upp á til að fá sama stjömufjöldann og Nonninn er það að Hlölli, ólíkt Nonna, er hvergi sjáanlegur og því er stað- urinn sviptur hinni föðurlegu ímynd. ★★★★ Kebabhúsið Setur skemmtilegt heimsþorps yfirbragð á miðbæinn með því að bjóða upp á skyndibita ættaðan frá Austurlöndum nær. Heilbrigt magn af salati og jógúrtsósu í matnum sem passar vel fyrir þá sem vilja passa upp á línurnar eft- ir kaloríuríkt áfengið. Einnig hægt að fá þessa indælis chilisósu fyrir þá sem þjást af lömun í bragðkirtlakerfi vegna ölvunar. ★ ★ Nonnabiti Nonninn hefur verið vinsæll síðan hann var opnaður í komp- unni í Hafharstræti. Það er ein- mitt stór galli þegar hungraðir hópar afkomenda víkinga, írskra þræla og annarra ætterna flykkj- ast'inn og hegða sér eins og þær drukknu og skapillu sardínur í dós sem þeir eru. Bragð og gæði Nonnabitans virðist einnig oft smitast af andrúmslofti staðarins hverju sinni. Plús fyrir að Nonni sjálfur er oft í gímum bak við borðið sem gefur ákveðið heimil- islegt yfirbragð með Nonna skammandi óþæga viðskiptavini líkt og settlegur heimilisfaðir. ★ ★★ Pizza 67 Eini staðurinn sem hægt er að setjast niður fram eftir nóttu, til þrjú nánar tiltekið. Þetta er stór plús en á sama tíma er alltaf möguleiki að einhver drepist í flatbökuna sína á næsta borði sem getur ekki talist heillandi, jafnvel þótt ölvunarstig sé að meðaltali hátt. Einnig plús að geta viðhaldið eigin ölvunarstigi með köldu öli. Pitsurnar ekki jafn góðar og Devitos. ★ ★★★★ Bæjarins bestu Hvað er eiginlega hægt að segja sem ekki hefur verið sagt um Bæjarins bestu? Miðnætur- snarl með sterka hefð sem hefur staðið undir nafni síðan Ingólfur nam land og bað um eina með öllu og miklu sinnepi. Einnig er stemningin við BB verulega afslöppuð og sjaldan sem stæri- læti sterabolta eða annarra sem- entshausa raskar ró viðskiptavin- anna. Mætti halda að pyslurnar séu soðnar í Kristjanísku jurtate. ★ ★★★ Devitos pizza Hluti af heimsþorpinu en úr al- faraleið. Þeir sem vilja bragð- miklar og góðar pitsur leggja það þó á sig að rölta eftir þeim. Letin- gjarnir geta hins vegar tekið leigubíl. Það er líka eitthvað svo gefandi að sækja pitsuna sjálfur eftir djamm-ið í stað þess að láta misvitra sendla trufla heimilis- friðinn með hringingum. Gæti pirrað feminista sem reð- urtákn sem selur m.a. reðurtákns- lega burritos vafninga. Aðalbögg- ið er þó maturinn. Lítið fyrir aug- að og bragðlaust. Skiptir kannski litlu þegar sjón er úr fókus vegna massífrar mjaðarneyslu en það er alltaf gaman að finna smábragð í gegnum dofna bragðlaukana. Fær líka mínus fyrir að vera léleg eft- irlíking gamla tumsins á torginu þar sem klukkuna vantar. ★ Fljótt oc gott Pylsuvagn tengdur BSI en líður fyrir það að hafa ekki jafn vítt val og móðurstaðurinn. Einnig bliknar staðurinn við hliðina á Bæjarins bestu sem staddar eru í næsta nágrenni og því er lítið hægt að gera við þessari lágu ein- kunnagjöf. M. Turninn ★★★ VÖFFLUVAGNINN Enn ein viðbótin í skyndibita- heimsþorpið fyrir kófdrukkna miðbæjardjammara. Belgískar vöfflur bornar fram með sultu, rjóma eða öðru gúmmulaði. Fínt fyrir þá sem skyndilega sakna kaffitímans hjá ömmu eða mömmu. Bjóða einnig upp á hið ljúffenga danska kakómalt Cocio sem er alveg þriggja stjömu virði eitt og sér. ★ ★★ BSÍ Fyrir andhnattvæðingarsinna, ættjarðarvini og rasista sem illa þola heimsþorpið á torginu. Þeir geta gengið úr miðbænum og ímyndað sér í leiðinni að þeir séu að labba yfir heiðina að næsta torfbæ til að bragða á sviðum og öðrum þjóðlegum réttum. Ágæt- is skyndibiti í bland við hefð- bundinn íslenskan mat. Stór plús að geta oltið fullur að lúgunni all- an sólarhringinn sjö daga vik- unnar. 21. september 2001 fókus 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.