Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 10
Poppmolar Nvtt stórvirki frá Spiritualized Fjórða plata bresku hljómsveitarinnar Spiritualized, Let It Come Down, er nýkomin íverslan- ir. Jason Pierce, aðalsprauta, gítarleikari og söngvari, er reyndar einn eftir f sveitinni afuppruna- legum félögum, hinir eru allir hættir, þ. á m. fyrrum unnusta Jasons, Kate Redley. Kate hætti eft- ir að sambandi þeirra lauk en hinir hættu vegna ósættis um peninga. Þeim fannst Jason of gráðugur, segjast hafa lapið dauðann úr skel („Við þurftum að borða á Burger King!“) á WS meðan Jason verslaði grimmt hjá Armani. Fyrsta hljómsveit Jasons Pierces var hljómsveitin Spacemen 3 sem hann stofn- aði með Pete „Sonic Boom“ Kember. Þeir slitu samstarfinu árið 1991, m.a. vegna rifrildis um hvor þeirra ætti meira flaga- smfðum sveitarinnar. Sumir mundu tala um mynstur hér... En aðalatriðið er auðvitað tónlistin. Nýja Spiritualized-platan er búin að vera tvö ár f vinnslu. Á henni spilar auk hefðbundinnar rokkhljómsveitar IOO manna sinfónfuhljómsveit og gospel-kór. Platan þykir mikið stórvirki en hefur fengið misjafna dóma, ýmist hafin til skýjanna eða rökkuð niður... New York-hljómsveitin The Strokes er sennilega mest umtalaða nýja rokksveitin í heiminum á árinu 2001. Platan þeirra, Is This It, er nýkomin út og hefur fengið ótrúlega dóma. Trausti Júlfusson hlustaði á gripinn og velti fyrir sér spurning- unni sem felst í nafni plötunnar. Er þetta málið? vit' laust. Það var löngu uppselt á tón- leikana sem voru haldnir á staðn- um The Troubador sem tekur 800 manns. A meðal þeirra sem voru mættir til þess að tékka á þessari nýjustu von rokksins voru kvik- myndaleikstjóraparið Spike Jonze og Sofia Coppola, Kenau Reeves, Joe Strummer og meðlimir Hole og Blondie. Hljómsveitin hafði verið hafin til skýjanna í Bretlandi allt ffá því að fyrsta smáskífan þeirra, Modern Age, kom út í jan- úar og álagið á fimmmenningun- um var meira en lítið. En þeir ollu ekki vonbrigðum, staðurinn lék á reiðiskjálfi og nokkrir helstu rokk- blaðamenn L.A. bættust í hóp þeirra sem segja að The Strokes sé mest spennandi rokksveitin í heiminum í dag... Fimm strákar frá Manhattan Strokes er skipuð þeim Julian Casablancas, söngvara og aðal- lagasmið, Nick Valensi gítarleik- ara, Albert Hammond jr. gítar- leikara (jú, einmitt, jr. af því að hann er sonur Alberts Hammonds sr. sem átti ófáa smellina á síðustu öld, þ. á m. It Never Rains in Southem Califomia), Nikolai Frature bassaleikara og Fabrizio Moretti trommara. Þeir eru búnir að starfa saman í rúm tvö ár. Þeir Julian, Nikolai, Nick og Fabrizio *o O) Q O rt hittust í menntó á Upper West Side á Manhattan seint á tíunda áratugnum og byrjuðu að fikta saman á hljóðfæri. Þeir bættu seinna Albert við en hann er æskuvinur Julians. Hljómsveitin var sem kunnugt er uppgötvuð af Geoff Travis, út- gáfustjóra Rough Trade-plötufyrir- tækisins í London. Áður en hann gerði við þá samning voru þeir að harka í smærri rokk-klúbbum New York, bjuggu sjálfir til auglýs- ingamiða og dreifðu og reyndu að koma sér áfram eins og ótal aðrar hljómsveitir ( borginni. Eftir að fyrstu tvær smáskífúmar (fyrr- nefnd Modern Age og Hard To Explain/New York City Cops) fengu frábærar móttökur gerði Strokes svo samning við RCA stórveldið fyrir heiminn allan, utan Bretlands, þar sem Rough Trade sér um útgáfuna. VlÐHALDA NEW YORK-HEFÐINNI Gamli Clash-meðlimurinn Joe Strummer sagði nýlega að Strokes væri fyrsta hljómsveitin sem hefði fengið hann til þess að brosa í mörg ár og Graham Coxon, gítar- leikari Blur, kallar þá ekkert minna en „bjargvætti rokksins". Fjölmiðlarnir halda líka ekki vatni. NME gaf Is This It 10/10 og Q smellti á hana 5 stjömum af 5 mögulegum. Og hvað er það svo sem gerir þá svona sérstaka? I fyrsta lagi er þetta bæði hrá og fersk tónlist en lfka grfpandi. Lög- in ellefu á Is This It eru öll ekta rokkslagarar. Strokes hafa líka rétta attitúdið, það er talið í og svo er rokkað. Platan er tekin upp á einum og hálfum mánuði og hljómurinn á henni er mun ferskari og meira lifandi heldur en á flestum rokkplötum í dag. Þetta er svona bílskúrs-pönk sánd. Sfð- ast en ekki síst er þetta svo tónlist sem er full af flottum tilvísunum. New York-borg hefur í gegnum tíðina búið til nokkrar af skemmti- legustu rokksveitum sögunnar. Hljómsveitir eins og Velvet Und- erground, Richard Hell & The Voidoids, Ramones og Tel- evision. The Strokes eru undir áhrifum frá öllum þessum sveitum, þetta er alvöru kúl New York rokk, ekkert væl... Toppurinn á ísjakanum? Tónlist Strokes er kannski ekk- ert nýtt en hún er fersk útgáfa af gamla og góða New York- rokkinu. í kjölfarið á velgengni Strokes eru fjölmiðlar og plötufyrirtæki farin að gefa öðrum New York-sveitum gaum. Það er víst nóg að gerast í borginni á rokksviðinu. Dúóið Moldy Peaches (sem Rough Trade gerði lfka samning við) er oft nefnt sem og hljómsveitin A.R.E. Weapon og einyrkinn Jeff Lewis. Við höfum eyrun opin... Allt er sextugum fært Þegar Bob Dylan sendi frá sér plötuna Time Out of Mind fyrir fjórum árum var hún almennt talin vera hans besta plata f 20 ár. I dag, fjórum árum seinna, er svo kom- in næsta plata, Love & Theft, sem er hans 28. í rödinni, og viti menn; hún þykir ennþá betri! Platan er að fá firna- góða dóma, fullt hús úti um allt og meira að segja fimm stjörnur í tímaritinu Rolling Stones en það er afar sjald- gæft að blaðið noti allar stjörnurnar, nema ef vera skyldi þegar verið er að endurútgefa einhver meistaraverk sög- unnar. Love & Theft er tekin upp af Jack Frost og unnin með tónleikahljómsveitinni sem hefur verið að spila með Dylan karlinum undanfarin misseri. Hún þykir mjög fersk, menn hafa jafnvel haft á orði að upphafslagið Tweedle Dee & Tweedle Dum hljómi næstum eins og það væri tekið af Highway 61 Revisited sem er jú einmitt eitt af meistaraverkum sögunnar (og Dylans) frá sjö- unda áratugnum... Engin J.Lo erótík á næstunni Rappmógúllinn Suge Knight er laus úr fangelsi eins og kunnugt er. Hann lætur móðan mása íviðtali í NME nýlega. Suge er búinn að stofna nýtt plötufyrirtæki f stað Death Row sem hann stjórnaði áður. Það heitir Tha Row og mun gefa út efni með nýjum rappstjörnum frá vesturströndinni á næsta ári, m.a. Darren Vegas, PB Valentine og hljómsveitinni Cooked I sem Suge hefur gefið viðurnefnið „the best in the west“... En Suge er Ifka yfirlýsingaglaður um fyrr- verandi stjörnur Death Row sem yfirgáfu útgáfuna áður en hann var dæmdur f fangelsisvistina, þá Snoop Dogg og Dr. Dre. Samkvæmt Suge eru þeir báðir loddar- ar, en ad auki er Snoop „uppljóstrari sem semur vid hvítar löggur til þess að hlífa sjálfum sér.“ Hvað Dr. Dre varðar þá er hann hommi samkvæmt Suge. „Hann ætti að lýsa þvf yfir að hann sé hommi. Hann fær örugglega meira af strákum þannig.“ Er einhver svekktur, eða hvad? Og svo eru það djörfu vfdeómyndirnar med Jennifer Lopez sem Suge segist hafa undir höndum. „Deep Throat og heima-mynbandið með Pamelu And- erson eru barnaefni miðað við þessar upptökur,“ segir hann, en hann bætir þvf líka við að hann kunni vel við J.Lo og mundi aldrei gera neitt sem gæti skadað feril hennar... Hryðjuverk Michael Jackson, Britney Spears, Justin Timberlake úr N’Sync og Nick Carter úr Backstreet Boys ætla að hljóðrita lagið „What More Can I Give?“ til fjáröflunar fyrir fórnarlömb hryðjuverkanna f New York og Was- hington DC. Það er Michael sem er aðalhvatamaðurinn að þessu framtaki en markmid hans er að safna 50 millj- ón dollurum. Þetta er örugglega sprottið af göfugum hvötum hjá þeim en við bara spyrjum: Hvað er hægt að leggja mikið af hryllingi á eina þjóð??? Flytjandi: Koffee Brown Platan: Mars Venus Útgefandi: Arista/Japis Lengd: 53.07 mín. Flytjandi: The Album Leaf Platan: One Day i'll Be on Time Útgefandi: Tiger Records/ Hljómalind Lengd: 59.37 mín. Flytjandi: DAS EFX Platan: ího Very Besi Útgefandi: Elektra-Rhino/Skíf- hva8 fvrir skemmtileaar niðurstaða hvern? staðreyndir Koffee Brown er r&b dúó skipað þeim Falonte Moore sem kallar sig Fonz og Vernell Sales sem gengur undir nafn- inu Vee. Þau hafa verið aö gera þaö gott á r&b klúbbasenunni í vor og sum- ar meó laginu .After Party". Þetta er þeirra fyrsta stóra plata, gefin út á Divine Mill undir merki Arista. Þetta er léttleikandi, grúví og dansvænt r&b með djass og hip-hop áhrifum. Þetta er tónlist sem ætti að ganga vel I aðdáendur Lucy Pearl sem eru ófáir hérlendis. Rólegri lögin minna á köflum á þann óþreytandi erkisjarmör R. Kelly. Ekki fyrir rokkara sem sagt... Það er fyrrum Naughty By Nature með- limurinn Kay Gee sem pródúserar þessa plötu. Það var hins vegar sjálfur Clive Davis sem stakk upp á þvi að þau Fonz og Vee byrjuðu að syngja saman. Fonz er frá Mississippi en Vee er frá New Jersey og hefur bakraddað hjá Faith Evans og Mary J. Blige. Þetta er ágætisplata. Tónlistin hefur kannski dálítið gamaldags blæ en þetta eru vel samsett og vel sungín lög, ballööur og dansvænt grúv 1 bland. Þetta er ekki plata fyrir þá sem gera kröfur um frumleika og nýstárleg tilþrif en sem klassískt poppaö r&b stendur hún ágætlega fyrir sínu. trausti júlíusson The Album Leaf er einmenningsverk- efni hins fjölhæfa Jimmy LaValle sem að öllu jöfnu leikur á gitar i hljómsveit- inni Triztesa en bætir sér upp þá ein- hæfni og leikur á allt sem The Album Leaf. One Day l'll Be on Time er önnur plata The Album Leaf í fullri lengd en auk þess hefur hann, eða það, auka- sjálfið, gefið út smáskífur og handfylli laga á safnplötum. Hver sá sem líkar vel við Ijúf og nota- leg rólegheit sem liggja við dauðadái ætti að smella sér á eintak af þessum diski. Einnig má gera sér það í hugar- lund aö allir aðdáendur tónlistar sem fellur undir hinn víða regnhlífarbarm síðrokksins leggist eilitiö undir flatt með eyrun sperrt þegar diskurinn hljómar í nágrenni þeirra. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu The Album Leaf stefnir hann/það að því að gerast ská-íslandsvinur. Það tekst með tónleikahaldi meö Sigur Rós I Bandaríkjunum sem hófst að öll- um líkindum 18. september síöastliö- inn og mun standa fram í október, þ.e.a.s. ef hryðjuverkaárásir og blóð- hefndir a’la Bush vegna þeirra hefta ekki slíkar fyrirætlanir. Titill disksins, Einn daginn mæti ég á rétt- um tíma, gæti ekki átt betur við. Afslöpp- un og andleg vellíðan er þvílík að allt ann- að gleymist meðan á er hlýtt. Þetta á líka við um vinnu og ættu þeir sem slíku vilja halda að hlusta aðeins þegar heim er komið ef þeir vilja ekki þróa með sér króníska óstundvísi. Ljúf lífsreynsla sem lækkar jafnvel þrýstinginn í verðbréfasöl- um. hafsteinn thorarensen Rappdúóið DAS EFX var skipað þeim Willie „Skoob" Hines og Andre „Krazy Drayz" Weston. Þeir slógu í gegn árið 1992 með plötunni Dead Serious sem var ferskt innlegg í hip-hop tónlist þess tíma. Þessi plata safnar saman 16 lögum af plötunum þeirra fjórum sem komu út á árunum 1992-1998. DAS EFX er þekkt fyrir fönkí hip-hop meö húmor, hugmyndaríkum textum og mikilli rapp-færni. Þeir félagar eru upphafsmenn „stam stílsins" sem er áberandi á plötunni. Þeir sem fila grúví hiphop eins og Stretsasonic og A Tribe Called Quest ættu að tékka á þessari plötu. Mobb Deep, KRS-One og Redman eru á meðal gesta. Þeir Skoob og Dray eru báðir frá Brooklyn en kynntust í þeim rómaða blökkumannaháskóla Virginia State University. Þeir eru báöir með háskóla- próf í ensku og miklir orðanna menn. Nafnið ÐAS EFX merkir „Dray And Scoob EFX". Það voru þeir EMPD- menn Erick Sermon og Parrish Smith sem uppgötvuöu þá. Þetta er helvíti skemmtileg plata. Lög eins og „Mic Checka", „They Want EFX", „Dum Durns” ogPete Rock rem- ixið af „Real Hip-Hop" eru hreinasta snilld og minna mann á hvaö hip-hop er oft skemmtiieg tónlist. Þetta er líka sérstaklega vel unnin og flott safn- plata eins og við er að búast frá Rhino mönnum. trausti júliusson 10 f ó k u s 21. september 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.