Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 13
Það er ailt að gerast í íslensku sjónvarpi um þessar mundir. Fleiri og fieiri nýir þættir bætast í hópinn og virðast þeir hver öðrum ferskari. Sumir kjósa þó að renna sér í gamla farvegi og virðist það vera tilfellið með nýjasta þáttinn á Popptíví. Þar minna þeir Hermann Fannar Valgarðsson og ión Mýrdal óneitanlega á ákveðinn þátt á föstudagskvöldum. Drengirnir voru spurðir út í þáttinn og hvort þeir væru virkilega að reyna að verða hinir nýju Siggi Hlö og Valli sport. texti: Höskuldur Daði Magnússon myndir: Hari Hvftt nauðg rusl f aravan „Ég er Valli sport og Jón er Siggi Hlö.“ „Nei, ert þú ekki Siggi Hlö?“ „Nei, þú ert feitari." „Þú ert nú kallaður Hemmi feiti.“ Já, en ég er miklu meiri töffari, eins og Valli.“ Þetta eru þeir Hermann Fannar Valgarðsson og Jón Mýrdal sem ræða sín á milli hvor sé hvað af þáttastjómendum Með hausverk um helgar. Þeir Hemmi og Jón eru nýjasta viðbótin í sjónvarpsflóru landsmanna en þáttur þeirra, Spritz, fór í loftið á miðvikudagskvöld á Popptíví. Þátturinn er með því sniði að stjómendurnir fá fólk til sín í spjall og skella sér í partí og á djammið. Formið minnir óneitanlega á Með haus- verk um helgar en Hemmi og Jón þvertaka fyrir að vera að herma eftir Hausverknum. Með hausverk á miðvikudögum „Við erum ekki í beinni samkeppni við Hausverk um helgar. Við erum settir til höf- uðs SkjáEinum eins og hann leggur sig. Það var mikið talað um það hjá Norðurljós- um hvernig ætti að bola SkjáEinum út og við eigum bókstaflega að slá út alla þætt- ina þar,“ segja drengirnir hressir í bragði þegar þeir eru spurðir um tilgang þáttarins. „Þátturinn er tekinn upp í svona nauðgaravan eins og fólk þekkir. Þetta er algjör tussubíll, mjög svalur. Það er meira að segja svona hjartalaga ljósasería inni í honum. Stráknum sem á bílinn finnst hann í alvöru mjög flottur, hann vinnur úti á landi en kemur alltaf í bæinn um helgar og sefur þá í bílnum fyrir utan BSI.“ Þeir Hemmi og Jón segja þáttinn að mestu tekinn upp í nauðgarabílnum en svo verði þeir með innslög af djamminu, tónleikum og í raun öllu sem þeim dettur í hug. „Stefhan er svo auðvitað að taka þáttinn upp á ferðinni, að við pikkum fólk upp úti um allt og förum svo með það upp í Oskjuhlíð eða eitthvað.“ En verðið þið ekki að vera fullir til að þetta virki? „Við verðum örugglega fyllri en Siggi Hlö og Valli sport,“ segir Jón en Hemmi vill ekki ganga eins langt. „Við verðum kannski ekki fullir í settinu en auðvitað í partíun- um. Mamma hefur alla vega þokkalegar áhyggjur af því hvemig þetta verður hjá mér.“ SÍTT SKEGG OG BlLLY IDOL Þeir Hemmi og Jón hafa þekkst nokkuð lengi og segjast vera orðnir nokkuð góðir vinir, alla vega sé vinahópurinn orðinn sameiginlegur. Báðir hafa þeir starfað sem út- varpsmenn á Radíó-X en annars er Hermann framkvæmdastjóri Núlleinn.is á ís- landi og Jón hefur eitthvað þreifað fyrir sér sem kokkur. Þeir segjast reyndar vera á leiðinni aftur í útvarpið og nú saman, þeir komi til með að stjóma saman laugardags- spjallþættinum Hjón á Radíó-X. Auk þessa segjast drengirnir vera saman í hljóm- sveitinni Svarta síða skeggið eða SS Skeggið. Hljómsveitin hefur bara spilað einu sinni en þeir hafa fullan hug á að stíga aftur á sviðið. „Við spilum pönkmúsík í anda Billy Idol og uhm... Billy ldol,“ segir Jón Mýrdal um sveitina. Bannaðir innan 16 En aftur að Spritz sem Hemmi og Jón segjast vera arkitektarnir að. Var Popptíví- fólkið ekkert smeykt við að hleypa svona vitleysingum í loftið? „Við höfum sáralitla reynslu úr sjónvarpi sem hentaði einmitt mjög vel fyrir þenn- an þátt. Popptíví vildi reyndar strax byrja að klippa efni úr fyrsta þættinum en það var ekki leyft. Við erum reyndar bannaðir innan 16 ára þannig þetta verður ábyggilega eitthvað á mörkunum." Og markhópurinn? ,Ja, er hann ekki eitthvað svona 16-17,“ segir Jón og þeir hlæja. I fyrsta þáttinn mættu 'nljómsveitimar Quarashi og X Rottweiler í viðtal auk hinnar alræmdu Chloe Opheliu. „Já, hún var í spuminga- keppninni Kelling vikunnar. Þá koma tvær stelpur og taka þátt í spumingakeppni en sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Kelling vikunnar," segja drengimir og fara í nokkra vörn þegar þeir eru spurðir um hvort um sé að ræða einhverja ljóskukeppni. „Svo verða auðvitað nokkrir vinir okkar í þættinum, meðal annars Labbi sem vinn- ur hjá Sorpu. Hann er hálfeinhverfur og mjög skemmtilygur. Svo er það Nonni smið- ur sem er álíka einhverfur og svo Tobbi bróðir okkar. Og auðvitað óvitaleikhópurinn Besefi. Það eru mestu fávitar sem við höfum kynnst. Annars vonumst við til að fá Teit og Andreu Róberts í þáttinn. Þau ætla að kenna okkur að gera magasín þátt.“ VlLJA EKKI HEILSA VALLA „Þetta er svona white trash þáttur,“ segja þeir Hemmi og Jón þegar þeir eru beðnir að lýsa stemningunni fyrir fólki. „Við erum eiginlega mainstream whitetrash style.“ En hvernig sem þeir reyna er nokkuð ljóst að þeir ná ekki að losa sig við Hausverk um helgar-stimpilinn, alla vega ekki fyrr en þátturinn fer að rúlla. „Ja, Valli sport er alltaf að reyna að heilsa mér, mig langar bara ekkert til þess,“ seg- ir Jón sem virðist hafa nokkuð ákveðnar skoðanir á þeim Valla og Sigga. „Já, mér finnst þeir sjúga,“ segir hann varfæmislega og bendir á að Hemmi sé enn meiri kelling þar sem hann þori ekki að segja neitt. Hemmi svarar: „Ég segi ekki neitt um svona menn ... En ef þeir væru tvíburaturnamir þá vildi ég alveg fljúga á hausinn á þeim.“ f ó k u s 21. september 2001 21. september 2001 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.