Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001
Fréttir iDV
Árnamálið teygir anga sína víða og fyrirgreiðsla rannsökuð:
Héraðshöfðinginn var
heimsóttur af lögreglu
- reikningur fyrir uppgerðan forlátaofn skrifaður á Istak
sem næst verður komist bókfærði
ístak reikninginn vegna Þjóðleik-
hússins.
Á kaffistofu Böðvars er ofninn nú
helsta stássið þar sem hann gleður
augu gesta, sem og eigenda, ryð-
hreinsaður og stíflakkaður í svört-
um lit. Böðvar segir að ofninn hafi
ekki verið tengdur en hann ætlar að
koma fyrir í honum ljósi. „Við ætl-
um að láta setja í hann flöktandi
rafmagnsljós. Það verður gaman að
því,“ segir hann.
Hann segist auðvitað ekki vera
ánægður með að dragast blásaklaus
inn í mál Árna Johnsens.
„Ég ímyndaði mér að Árni heföi
einhvern sjóð sem hann hefði frjáls-
ar hendur með líkt og gerist með
ráðherrana. Við munum greiða
reikninginn ef þess verður krafist,"
segir Böðvar.
Hann segir Áma hafa vitað að
þeir væru ekki flokksbræður.
„En ég gerði það af skömm minni
aö hjálpa Eggerti Haukdal þegar
hann var upp á sitt besta en ég hef
aldrei kosið Árna Johnsen. En þing-
menn mega eiga það að þeir eru
hjálpsamir við aðra en flokksbræð-
ur sína,“ segir Böðvar.
Jón H. Snorrason, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra, sagði í samtali við DV í gær
að hann gæti ekki sagt til um það
hvenær rannsókn Árnamálsins
lyki. -rt
DV-MYND E.ÓL
Böðvar og ofninn
Árni Johnsen sótti forlátaofn aö Borg í Grímsnesi og lét gera hann upp, eig-
endum aö kostnaöarlausu. Nú er lögreglan komin í máliö því Þjóöleikhúsiö
borgaöi fyrir skveringuna.
„Menn frá efna-
hagsbrotadeild lög-
reglunnar komu
austur og báðu mig
að segja sér allt um
þennan ofn. Ég vissi
þá ekki að neitt
væri óeðlilegt á
ferðinni en þeir
höfðu áreiðanlega
vísbendingu úr ein-
hverju bókhaldi,"
segir Böðvar Pálsson, héraðshöfð-
ingi á Búrfelli og eigandi kaffihúss
að Gömlu-Borg í Grímsnesi, sem nú
bíður þess að vera kallaður fyrir
dóm vegna máls Árna Johnsens,
fyrrverandi alþingismanns, sem lét
gera upp gamlan ofn. Viögerðin átti
að vera Böðvari að kostnaðarlausu
þar sem þingmaðurinn sagðist gera
þetta í greiðaskyni við hann. Nú er
málið orðið lögreglumál og allar lík-
ur til þess að Böðvar á Búrfelli verði
sjálfur að greiða kostnaðinn vegna
skveringar á ofninum.
Upphaf málsins var að Árni John-
sen tók hús á Böðvari á Gömlu-Borg
ásamt Sturlu Böðvarssyni sam-
gönguráðherra sem var á yfirreið
um Suðurland. Árni sá þá myndir af
umræddum ofni sem lá í hirðuleysi.
„Árni bauðst þá til að láta sand-
blása ofninn og gera hann upp okk-
ur að kostnaðarlausu," segir Böðv-
ar.
Hann segir að þingmaðurinn hafi
ekki hafist handa strax við að upp-
fylla loforðið. Mánuður leiö áður en
hann birtist aftur. Þá fékk hann lán-
aða kerru til að flytja ofninn til
Reykjavíkur.
„í vor kom hann svo aftur á jepp-
anum með ofninn uppgerðan. Ég
kallaði eftir burðarmönnum og við
vorum fjórir sem bárum ofninn inn
á kafíistofuna þar sem hann er nú,
glansandi fínn. Árni sagði bara
„gjörið þið svo vel“ og við vissum
ekki meira fyrr en lögreglan hafði
samband og sagði okkur að við
mættum eiga von á að vera kölluð
fyrir dóm vegna málsins," segir
Böðvar.
Samkvæmt heimildum DV kost-
aði viðgerðin á ofninum 32.800 krón-
ur. í upphafi var reikningurinn
skrifaður á þingmanninn en seinna
kom hann með beiðni frá ístaki sem
greiddi reikninginn sem bar yfir-
skriftina „viðgerð á ofni“. Eftir þvi
Árni
Johnsen.
—
Hættuástandi aflétt dv-mynd karólína
Almannavanarnefndin á Seyöisfiröi afréö á fundi sínum snemma í morgun aö aflétta hættuástandi í bænum. Skriöu-
föll hafa veriö á Seyöisfiröi síöustu sólarhringa og jafnframt hafa ár og lækir flætt yfir bakka sína í kjölfar mikillar rign-
ingar, sem nú hefur slotaö. Á myndinni steypist Fjaröará fram af hamraveggnum sunnan fjaröarins, en nær stendur
gamla rafstööin í Fjaröarseli. Veöurspáin gerir ráö fyrir hæglætisveöri eystra á næstu dögum.
Hælisleitendum hér fjölgar um meira en helming milli ára:
Fimm fjölskyldur hingað
- í síðasta mánuði - samfélagskerfið vanbúið til móttöku
Húsaleigumarkaður:
Útburöarmálum
hefur stórfjölgaö
Útburðarmálum á húsaleigu-
markaði hefur stórflölgað á síðustu
vikum í kjölfar mjög vaxandi van-
skila leigjenda. Að sögn Sigurðar
Helga Guðjónssonar, formanns Hús-
eigendafélagsins, hafa komiö 1-2
vanskilamál á degi hverjum til lög-
fræðinga félagsins að undanfórnu.
Bæði er um að ræða vanskil á ný-
gerðum samningum og eins á eldri
leigusamningum.
„Þetta segir manni að þaö sé að
haröna í ári,“ sagði Sigurður Helgi
við DV. Hann sagði að mikil spenna
hefði verið á húsaleigumarkaðinum
upp á síðkastið, Framboð væri lítið
en eftirspurn mikil. Leiga hefði al-
mennt farið nokkuð mikið hækk-
andi síðasta árið.
Sigurður Helgi sagði enn fremur
að útburðarmál og innheimtumál
vegna leiguskulda reyndust oft
kostnaðarsöm og tímafrek. Þar sem
ekki væri trygging fyrir hendi
reyndust innheimtuaðgerðir árang-
urslausar. Húseigendafélagið byði
nú upp á þjónustu til að auka öryggi
í leiguviðskiptum. Leigusölum og
leigjendum væri boðið upp á að
kanna skilvísi leigjenda, sem byggð-
ist á vanskilaskrá Lánstrausts ehf.
Sá sem sækti um leiguhúsnæði gæti
þannig komið til félagsins og fengið
skriflega staðfestingu á að hann
hefði hreinan skjöld.
Sigurður Helgi kvaðst gjarnan
vilja sjá hér „öflug og ábyrg leigj-
endasamtök sem gerðu eitthvað
annað en að hrópa úlfur, úlfur og
væla upp leiguverð með óábyrgum
fullyrðingum um okurleigu og
fantaskap leigusala.“ -JSS
Flóttafólki sem leitar eftir pólitísku
hæli hér á landi hefur fjölgað um
meira en helming það sem af er þessu
ári, miðað viö allt árið í fyrra. í lok
september hafði samtals 51 sótt um
pólitiskt hæli hér á landi en 24 manns
allt árið i fyrra. í síðasta mánuði ein-
um komu 23 hælisleitendur hingað til
lands, þar af 5 fjölskyldur með samtals
tíu börn og eitt á leiðinni.
„Mynstrið er að breytast mikið með
tilkomu fjölskyldufólksins," sagði VO-
dís Guðmundsdóttir hjá Rauða krossi
íslands sem tekur á móti því fólki sem
leitar eftir hæli hér. „Hingað til hafa
þetta mest verið einstaklingar, karl-
menn, sem hafa komið í þessum er-
indagjörðum. Einungis tvær fjölskyld-
ur höfðu leitað hér hælis áður en þessi
hrina kom í síðasta mánuði."
Vildís sagði að flestir hælisleitenda
í ár kæmu frá Austur-Evrópu, eða 28
manns. Þar á meðal væri fólk frá Al-
baníu, Kosovo, Rúmeníu, Makedóníu
og Slóvakíu. Einnig hefði komið hing-
að fólk frá íran, írak, Líbíu, Alsír, Ní-
geríu og Srí Lanka. Þá hefðu komið 9
manns frá fyrrum Sovétríkjunum.
Fjölskyldufólkið kæmi einkum frá
Austur-Evrópu.
„Með tilkomu Schengen var farið að
nota svonefnt Dyflinnar-samkomu-
lag,“ sagði Vildís. „Það byggist á því
að hver og einn sem biður um hæli
fær einungis afgreiðslu í einhverju
einu landi. Það er því grennslast fyrir
um hvort eitthvert annað land beri
ábyrgð á umsókn viðkomandi einstak-
lings. Til dæmis eru öll lönd sem gefa
þessu fólki visa-áritun ábyrgð fyrir
umsóknum þeirra."
Nú dvelja 25 hælisleitendur hjá
Rauða krossi íslands, þar á meðal fjór-
ar fjölskyldur. Sumir hinna, sem hing-
að hafa komið f ár, hafa verið sendir
til baka, aðrir hafi horfiö á brott og
enn aðrir hafa fengið neitum við um-
sókn sinni um hæli.
Gagnrýnt hefur veriö að gleymst
hafi að gera ráð fyrir menntunar- og
heilbrigðisþjónustu fyrir hælisleitend-
ur sem óhjákvæmilega myndi fjölga
með tilkomu Schengen. Nú eru t.d.
stödd hér flóttabörn sem með réttu
eiga að vera i skóla.
Aðspurö um samfélagslegan aðbún-
að á þessu fólki hér sagði Vildís aö
samningur milli dómsmálaráöuneytis
og Rauða kross íslands væri saminn í
öðru umhverfi, fyrir tilkomu Scheng-
ensamningsins og byggður utan um
einstaklinga. Þá hefði ekki verið búið
að opna landið eins mikið og nú. -JSS
Rán í Skipholti
Tveir menn brutust
rinn í verslun 11-11
við Skipholt í
Reykjavík um klukk-
an ellefu í gærkvöld,
'eða í þann mun sem
verið var að loka verslun-
inni. Mennirnir tveir, sem voru með
einhvers konar grímur fyrir andlit-
inu, fóru inn í verslunina um bakdyr
og þaðan inn á lager. Tvær konur
voru við störf í versluninni þegar
þetta var, þeim héldu mennirnir
föngnum meðan þeir fóru í af-
greiðslukassa þar sem þeir náðu 80
til 100 þúsund kr. Svo hlupu þeir út
í næturmyrkrið og fundust ekki,
þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan
lögreglu.
Brenndist í andliti
Maður brenndist illa í andliti um
ellefuleytið í morgun. Að sögn lög-
reglunnar á Selfossi var maðurinn,
sem er stafsmaður Alpan á Eyrar-
bakka, að meðhöndla efni þegar eld-
ur kviknaði með fyrrgreindum af-
leiðingum.
Rotaðist
Tilkjmnt var til lögreglunnar í
Reykjavík í dag að kona lægi meðvit-
undarlaus á götunni við Dverg-
hamra. í ljós kom að konan, sem er
á fertugsaldri, hafði verið að leika
sér á hlaupahjóli og dottið harkalega
og vankast við höggið sem hún
hlaut.
Viðbrögð við hryöjuverkum
Halldór Ásgríms-
son utanrikisráð-
herra mun í dag
flytja Alþingi
skýrslu um hryðju-
verkin í Bandarikj-
unum og viðbrögð
við þeim. Að lokinni
umræðu um skýrsl-
una verða tekin til umræðu nýleg
bráðabirgðalög um tryggingu á bóta-
ábyrgð vegna tjóns er hlýst af notk-
un loftfars vegna hryðjuverkaað-
gerða eða áþekkra atvika.
Fengu rekstrarleyfi á ný
Flugmálastjórn afgreiddi í gær-
kvöld ný flugrekstrarleyfi handa
þrem flugfélögum en þau höfðu þá
verið leyfislaus í tæpa 2 sólarhringa.
Þetta eru flugfélögin Jórvík, Mýflug
og Flugfélag Vestmannaeyja; það síð-
astnefnda er þegar byrjað að fljúga.
Of hátt verð
Of hátt verð var greitt fyrir lóðir í
Grafarholti og Bryggjuhverfi, sem
hefur leitt af sér hærra íbúðaverð en
fasteignakaupendur eru tilbúnir til
að greiða. Tugir íbúða seljast ekki
nema verðið verði lækkað. - Frétta-
blaðið greindi frá.
Rafmagnslaust
Alvarlegt ástand skapaðist á Land-
spítala í Fossvogi (Borgarspítala)
þegar rafmagnslaust varð þar í 20
mínútur. Vararafstöð fór ekki í gang
svo notast varð við rafhlöður í tækj-
um sem sjúklingar eru tengdir við.
Milljónatjón á Nesjavöllum
Milljónatjón varð við Nesjavalla-
virkjun í fyrradag þegar gufupípa,
sem var verið að taka í notkun, fór af
undirstöðum með þeim afleiðingum
að undirstöður og festingar brotn-
uðu og klæðning á lokahúsi
skemmdist. - Mbl. greindi frá
Kaupmáttur minnkar
í spá Þjóðhagsstofnunar er gert
ráð fyrir að kaupmáttur launa miðað
við launavísitölu minnki um 0,5%
milli ára vegna verðbólgu. Kaup-
máttur hefur aukist jafnt og þétt
undanfarin sjö ár sem er lengsta
samfellda skeið kaupmáttaraukning-
ar frá stríðslokum. -HKr./-sbs