Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001
DV
7
Fréttir
500 fíklar í vanda og yfirlæknir SÁÁ ómyrkur í máli gagnvart fjárveitingavaldinu:
Fíkniefnavandinn
Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfirlæknir
SÁÁ, tekur undir
með borgarstjóra
Reykjavíkur að
tímabært sé að
skjóta skjólshúsi
yfir virka fikla
sem eiga engan
samastað. Hann
segist sjálfur hafa iy7fingssön.
barist fyrir þessu
úrræði árum saman og tímabært sé
að borgarstjóri, eins og fleiri, vakni
upp við vondan draum.
Borgarstjóri sagði í DV í gær að
hugmyndir væru uppi um að reisa
heimili og gistiskýli fyrir fólk í
neyslu og yrði blað brotið ef þetta
yrði að veruleika. Þórarinn segir að
allir, hversu illa sem þeir séu stadd-
ir í lífinu, eigi rétt á næturstað en
svona heimili eða gistiskýli séu að-
eins hálf lausn því áfram verði
spurt af hverju allt þetta fólk sé
heimilislaust. „Það var kominn tími
til að menn vöknuðu upp við vond-
an draum. Ég er búinn að tala um
það í mörg ár að það stefndi í óefni
í Reykjavíkurborg en borgarstjóri
vildi ekki hlusta á það. Ég fagna því
ef menn eru að vitkast eitthvað og
hún þar á meðal,“ segir Þórarinn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, sagði erfitt
að skjóta á fjölda þeirra verst settu
sem hvergi gætu höfði sínu hallað á
næturnar vegna neyslu en taldi að
Jón Ingibjörg Sólrún
Kristjánsson. Gísladóttir.
e.t.v. væri um að ræða 30-50 manns.
Þórarinn telur að sú tala geti verið
rétt en segir hins vegar að alls séu
500 manns í Reykjavík mjög illa
staddir vegna vímugjafamisnotkun-
ar. Þetta séu sem dæmi sprautuflkl-
ar og endurkomufóik í meðferðir.
Margir þeirra séu upp á aðstand-
endur komnir en búast megi við að
nokkrir tugir 1 þessum hópi eigi
ekki í nein hús að venda.
„Þetta hefur versnað mjög í surri-
ar og ástæðan er einfóld. Þeim rúm-
um hefur fækkað verulega sem
menn hafa haft til að taka við fólki,
bæði í vímuefnameðferð og geðmeð-
ferð. Þannig má benda á að dregið
hefur verið úr starfsemi deilda á
Landspítalanum, Staðarfell er lokað
og Vogur var rekinn á hálfri ferð í
sumar. Öllum ætti að vera ljóst af
hverju vandinn birtist í verri mynd
en áður,“ segir Þórarinn.
Knappar fjárveitingar til SÁÁ
voru nokkuð í umræðunni í sumar
en Þórarinn segir að heilbrigðis-
Ofremdarástand
Eiturlyf flæda inn í landiö og vandamál samfara neyslu hafa e.t.v. aldrei verið meiri.
ráðuneytið virðist eiga í fjárhags-
vanda og ekkert hafi þokast í rétta
átt. „Það hefur enn ekkert komið út
úr samningaviðræðum við ríkið
sem bendir til þess að við munum fá
meiri peninga."
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagði í samtali við DV að fjár-
veitingar til SÁÁ hefðu aukist sl. ár.
Hann sagði að nýlega væri sem
dæmi búið að semja um 36 milljóna
króna launabætur en hins vegar
væru vandamál til staðar og menn
væru að vinna í að leysa þau.
Jón sagði enn fremur að hann
kannaðist ekki við niðurskurð á
deildum Landspítalans umfram
hefðbundnar sumarlokanir. Hann
sagðist vilja bíða með að tjá sig um
heimilin fyrir flklana þangað til
ráðuneytið væri búið að funda með
félagsmálastjóra og félagasamtök-
um.
-BÞ
stóreykst í Reykjavík
- vegna niðurskurðar á Vogi, lokunar Stadarfells og minni þjónustu Landspítalans
Sérkennilegur þjófnaður á fellihýsi:
Húsið var gjör-
samlega strípað
- og skilað aftur en án allra innréttinga
Aðfaranótt laugardags var felli-
hýsi stolið frá innflutningsfyrirtæk-
inu EVRÓ í Skeifunni í Reykjavík.
Húsið fannst á mánudag, heillegt að
sjá að utan, en gjörsamlega strípað
að innan. Búið var að stela úr því
öllum innréttingum.
Evró er innflutningsaðili
Coleman-fellihýsa frá Bandaríkjun-
um. Sveinbjörn Ámason sölumaður
sagði aö þarna hlyti einhver sem er
að innrétta húsbíl að hafa veriö á
ferð.
„Við höfðum flutt tvö fellihýsi
suður í Kúagerði þar sem húsin
biðu þess að verða sett í vetrar-
geymslu. Þetta voru tvö glæný hús
sem voru óseld eftir sumarið, af
gerðinni Coleman Redwood, 9 feta,
og voru þau án númera. Þau voru
keðjuð saman og læst.“
Þetta var á fóstudagskvöld og
hugðist Sveinbjörn flytja húsin í
geymslu á laugardagsmorgun. Þá
tók hann eftir að annað húsið var
horfið. Tilkynnti hann það til lög-
reglu og auglýsti á heimasíðu Evró
um stuldinn. Keyrðu starfsmenn
Evró um Suðumesin fram og til
baka alia vegaslóða í þeirri von að
finna húsið, en án árangurs. Á
mánudag hafði lögreglan samband
og hafði henni þá verið tilkynnt um
að húsið væri á svokölluðum Stapa-
vegi fyrir ofan Voga en þó nær
Innri-Njarðvík.
„Þegar ég náði í húsið sá ég að
allt hafði verið hreinsað úr því og
þá meina ég allt! Þaö var búið að
taka ljósin, innréttingar, dýnur,
eldavél, sem er innfelld I innrétt-
ingu, og miðstöð. Húsið var gjör-
samlega strípað að innan. Þakið á
húsinu er skaddaö eins og það hafi
rekist í við að lyfta því upp inni í
DV-MYND HARI
Berstrípað fellihýsi
Sveinbjörn Árnason sölumaöur var að vonum undrandi yfír
þessum sérkennilega þjófnaöi.
bílskúr eða gömlu fjárhúsi. Virðist
grænn litur hafa nuddast í þakið.
Það er því líklegt að hér sé einhver
náungi að reyna að ná sér í inn-
réttingar og tæki til smiða í ein-
hvers konar húsbíl. Það er eindreg-
in ósk okkar að veita þeim verð-
launafé sem geta komið lögregl-
unni á sporið um kauðann," segir
Sveinbjörn. Lýsir hann eftir grun-
samlegum bíl með fellihýsi í togi
frá Vatnsleysustrandarvegi frá síð-
astliðnu föstudagskvöldi til mánu-
dags í nálægð Voga og/eða Njarð-
víkur.
-HKr.
Ríkisútvarpið á ísafirði:
Utvarpsstöð rekin án tæknimanns
- niðurskurður í Efstaleiti nærtækari
„Það er auðvitað bagalegt að reka
útvarpsstöð án þess að hafa tækni-
mann,“ segir Finnbogi Hermanns-
son, forstöðumaöur Ríkisútvarpsins
á Isafirði, í samtali við DV. Tækni-
maður RÚV á ísafirði hætti störfum
um síðustu mánaðamót og ekki hef-
ur fengist leyfi til þess að ráða í
hans stað. „Við fréttamennirnir
erum sjálfir að róa í tæknivinnunni
sem er auðvitað mjög snúið. Þetta
gengur ekki upp til lengdar."
Finnbogi Her-
mannsson.
Á fundi útvarps-
ráðs lagði Anna
Kristín Gunnars-
dóttir, sem situr í
ráðinu fyrir hönd
Samfylkingar, til
aö fyrirhugaðri
fækkun starfs-
manna á svæðis-
stöðvunum yrði
frestað um einn
mánuð eða fram til
1. nóvember. Hvatti Anna Kristín
til þess að haft yrði samráð við yf-
irmenn stöðvanna um fækkun
starfsmanna og spurði hvort svo
heföi raunar ekki verið. Dóra
Ingvadóttir, framkvæmdastjóri Út-
varpsins, sagði svo vera og vitnaði
þar í bréf til deildarstjóranna frá
13. ágúst sl. Finnbogi Hermanns-
son segir á hinn bóginn að i bréf-
unum sé hvegi talað um né ýjað að
fækkun starfsmanna, heldur að-
eins talað almennt um sparnað og
aðhald í rekstri. í sínum huga sé
þetta sinn hvor hluturinn og á
honum bæði stigs- og eðlismunur.
„Það hafa lengst af verið þrjú
stöðugildi við Ríkisútvarpið á ísa-
firði en nú missum við frá okkur
tæknimann sem hér hefur verið í
hálfu starfi. Jafnframt hefur okk-
ur verið falið að sinna allri frétta-
þjónustu fyrir Sjónvarpið, þannig
að álag á okkur fréttamennina tvo
er býsna mikið. Mér þykja æðstu
stjómendur Ríkisútvarpsins ekki
hugsa málið til enda i þeim niður-
skurði sem nú er gripið til, sparn-
aðarráöstafanir eru einkum látnar
bitna á svæðisstöðvunum úti um
land í stað þess að grisjað sé i
Efstaleitinu þar sem vinna um
fjögur hundruð rnanns," segir
Finnbogi Hermannsson.
-sbs