Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Side 12
12 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001 DV REUTER-MYND Róttamenn í Islamabad Afganskir flóttamenn sitja viö skrif- stofu flóttamannahjálpar SÞ í Islamabad í Pakistan. Flugfarmur af hjálpargögnum fyrir Afganistan Bresk flugvél fór í gær til írans með hjálpargögn fyrir afganska flóttamenn eftir að leyfi fékkst að lenda henni í borginni Mashad, nærri afgönsku landamærunum. Um borð i vélinni voru fjörutiu tonn af tjöldum. Tjöldunum er ætlað að veita af- gönskum flóttamönnum eitthvert skjól í vetur og eru þau hluti af þeirri aðstoð sem bresk stjórnvöld lofuðu í síðasta mánuði. Rússnesk flugvél með á þriðja þúsund ábreiður, tjöld og fimm tonn af sykri lenti i Tadsjikistan í gær, nágrannaríki Afganistans. Berlusconi hleð- ur íslamstrú lofi Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, reyndi í gær að bæta fyrir ummæli sem fóru mjög fyrir brjóstið á múslímum með því að hlaða íslamstrú lofi og segja hana hafa gegnt mikilvægu hlutverki í siðmenningunni. Berlusconi olli miklu írafári í síð- ustu viku þegar hann sagði að vest- ræn menning væri íslamstrú æðri. Hann hefur neitað að taka þau orð sín aftur og staðhæfir að vinstri- sinnaðir andstæðingar hans hafi skrumskælt það sem hann sagði. Italski forsætisráðherrann bauð sex háttsettum stjórnarerindrekum múslíma á sinn fund í gær þar sem hann viðhafði hin iofsamlegu orð um trú þeirra. Uppboö Eftirtaldir munir verða boðnir upp að Hafnarbraut 27 v/lög- regiustöð, laugardaginn 13. október 2001 kl. 14.00: Janmar B. 17 smágrafa og Massey Ferguson dráttarvél, árg. 1978, nr. Z- 9.________________________ Avísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á HÖFN Uppboö Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp að Hafnarbraut 27 v/lög- reglustöð, laugardaginn 13. október 2001 kl. 14.00: BR-640 LU-800 1893 R EI-681 MZ-289 78765 SK- GG-012 MZ- 824 771 UD- HM-783 HX-098 NJ-208 381 IÞ-013 NR- 746 Y18054 JS-283 OL- 711 YF- 714 JT- 361 OP- 684 ÖT-145 LH-790 PL-111 R Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á HÖEN Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra kominn til Miðausturlanda: Sérsveit á leiðinni til landamæra Afganistans Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hélt í gærkvöldi í opinbera heimsókn til Miðaustur- landa þar sem hann mun ræða við stjórn- og hernaðaryfirvöld í Sádi-Ar- abíu, Óman, Egyptalandi og Úsbekist- an um hugsanlega samvinnu land- anna í aðgerðum gegn hryðjuverkum og yfirvofandi aðfór að bin Laden sem eftirlýstur er vegna árásanna í Banda- ríkjunum. Þegar Rumsfeld var spurður að því á fréttamannafufndi i gær af hverju hann færi í þessa ferð en ekki Colin Powell utaríkisráðherra, sagði hann að þau málefni sem rædd yrðu i ferð- inni sneru beint að vamarmálaráðu- neytinu og væru í beinu framhaldi af fyrri viðræðum. Fyrir brottförina til Riyadh, höfuð- borgar Sádi-Arabíu, sem er fyrsta stoppistöð Rumsfelds i ferðinni, skip- aði hann þúsund manna sérsveit úr 10. fjallaherdeild Fort Drum í New York að halda þegar til Úsbekistans og Tadsjikistans, en bæði liggja þau Donald Rumsfeld Donald Rumsfeld, varnarmálalráðherra Bandaríkjanna, er nú kominn til Miðausturlanda þar sem hann ræöir hugsanlega samvinnu við vinveitt arabaríki í baráttunni gegn hryðjuverkum. að landamærum Afganistans og er talið að sveitinni sé ætlað að vera í fararbroddi hugsanlegrar innrásar í Afganistan verði talibanastjórnin ekki við óskum Bandaríkjamanna um að framselja bin Laden og menn hans. Samkvæmt síðustu fréttum frá Afganistan er nú mikil spenna í búö- um talibana og hafa þeir nú ítrekað farið fram á samningaviðræður við Bandarikjamenn, sem Bush hefur ekki tekið í mál, nema framsal bin Ladens fari fyrst fram. Rumsfeld heldur í ferðina til Mið- austurlanda í kjölfar yfirlýsingar Bush Bandaríkjaforseta um að alltaf hafi verið gert ráð fyrir sjáfstæðu ríki Palestínumanna fyrir botni Miðjarð- arhafs í friðarferlinu, svo framarlega sem réttur ísraels verði virtur og er þetta er í fyrsta skipti sem Bush opin- berar það í ræðu. Mun yfirlýsingin ef- laust auðvelda Rumsfeld viðræðurnar í ferðinni, en stefna Bandaríkjanna í málefnum Palestíu hefur lengi verið þyrnir í augum vinveittra arabaríkja. Kissinger skoöar rústirnar í New York Rudy Giuliani, borgarstjóri New York, er hér meö Henry Kissinger, fyrrum utanrikisráöherra Bandaríkjanna, og öörum háttsettum ráöamönnum viö rústir World Trade Center í New York, en Kissinger var þar i heimsókn í gær. Forsætisráðherrann harðorður á þingi Verkamannaflokksins: Blair lofaði sigri í barátt- unni við hryðjuverkamenn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði talibanastjórnina í Afganistan við því í gær að hún fengi ekki mörg tækifæri enn til að framselja sádi-arabíska hryðju- verkamanninn Osama bin Laden. Hann sagði að talibanar yrðu að búa sig undir árás og uppgjöf. „Það verður aðeins ein niður- staða úr þessari orrustu, sigur okk- ar, ekki þeirra,“ sagði Blair meðal annars í langri ræðu á landsfundi breska Verkamannaflokksins í Brighton í gær. Sumir frétta- skýrendur telja að þetta hafi jafnvel verið mikilvægasta ræðan sem hann hefur haldið á ferli sínum. I ræðu sinni sneri Blair barátt- unni gegn hryðjuverkamönnunum sem gerðu sjálfsmorðsárásimar á New York og Washington í síðasta REUTER-MYND Blair sendir talibönum tóninn Tony Blair, forsætisráöherra Bret- lands, var haröorður í garð talibana i ræöu í gær og hótaöi öllu illu. mánuði að enn víðtækari baráttu fyrir nýrri skipan í heiminum þar sem reisn mannsins og félagslegt réttlæti „frá fátækrahverfunum á Gaza til fjallgaröanna í Afganistan" yrðu í hávegum höfð. Blair sagði að hernaöaraðgerðir gegn Osama bin Laden væru nú óumflýjanlegar og bætti við að það væri siðferðileg skylda að ráðast til atlögu gegn hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á árásunum á Bandaríkin. Ekki var þó annað að heyra á Blair en að hann gæfi talibanastjórn- inni í Afganistan, sem hefur skotið skjólshúsi yfir Osama bin Laden, eitt tækifæri enn til að framselja hryðju- verkamennina eða afsala sér völd- um. Hann sagði að málamiðlanir kæmu ekki til greina. mm ILU.M Pútín vill samvinnu Vladímír Pútín Rússlandsforseti ætlar að hvetja leið- toga Evrópusam- bandsins í dag til aö efla samvinnu við Rússa í öryggismál- um sem lið í bar- áttu heimsbyggðar- innar gegn hryðjuverkamönnum. Pútín er í Brussel þar sem hann mun einnig hitta framkvæmda- stjóra NATO og bandarískan emb- ættismann. Vextir lækkaöir vestra Seðlabanki Bandaríkjanna lækk- aði vexti í gær um hálft prósentu- stig til að blása nýju lífi í efnahags- starfsemina og hafa vextir ekki ver- ið lægri í 40 ár. Hollendingar frysta Hollensk yfirvöld hafa fryst tvo bankareikninga sem á voru um fimmtíu milljónir króna. Var það liður í baráttunni gegn fjármögnun- arleiðum hryðjuverkamanna. Bush til skólabarna George W. Bush Bandaríkjafor- seti fer í dag í aðra heimsókn sina til New York frá því árásirnar voru gerðar í síðasta mánuði og ætlar hann meðal annars að heimsækja skólabörn og reyna að veita þeim einhverja huggun. ESB les pistilinn Yfirmenn utanríkismála hjá Evr- ópusambandinu ætla að lesa makedónskum stjórnvöldum pistil- inn í vikunni fyrir að hafa ekki enn staðið við sinn hluta friðarsam- komulagsins sem gert var við al- banska skæruliða. Mandela gagnrýnir Nelson Mandela, fyrrum forseti Suð- ur-Afríku, hitti Gerry Adams, leið- toga Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishers- ins, í gær og sagði það áfellisdóm yfir öllum viðkomandi að ekki skyldi hafa tekist að tryggja frið á Norður- írlandi. Meira kynlíf Hryðjuverkaárásirnar á Banda- ríkin hafa meðal annars leitt til þess að fólk stundar kynlíf í meiri mæli en áður og það borðar meiri rjómaís og sælgæti. Frakkar til í aö hlusta Haft var eftir Hubert Védrine, ut- anríkisráðherra Frakklands, í gær að Frakkar væru reiðubúnir að hlusta með opnum huga á beiðni bandarískra stjórn- valda um aðstoð við að hefna hryðjuverkanna í síðasta mánuði. NATO vísar í 5. grein George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, vísaði formlega til fimmtu greinar stofnsáttmála þess í gær eftir að bandarísk stjórnvöld höfðu lagt fram það sem í herbúðum NATO var kallað óyggjandi sannan- ir fyrir sekt Osama bin Ladens í hryðjuverkaárásunum vestra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.