Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001 Skoðun DV Mff rning dagsins Er gaman að skólinn skuli vera byrjaður? Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir nemi: Já, það er mjög fínt, það er gaman í skólanum. Snorri Már Skúlason nemi: Já, mjög fínt. Hrafnhildur Steinþórsdóttir nemi: Ágætt, það er erfitt að vakna á morgnanna. Ólafía Sæmundsdóttir nemi: Já, mjög fínt. Gaman að hitta skóiaféiagana. Andri Freyr Sigurðsson nemi: Allt í lagi, gott að hafa nóg að gera. Tindur Óli Jensson nemi: Já, það er mjög fínt. „Tillögurnar eru - fyrst og síðast glamur en ekki tillegg í þá baráttu að skapa sátt um stjórn fiskveiða og styrkja landsbyggðina - en það fyrrnefnda var þó yfirlýstur tilgangur nefndarstarfsins. “ Markleysi forystumanna Kristján Heigason skrífar:__________________ Ævinlega hefur þótt mikilsvert að hægri höndin viti hvað sú vinstri gjöri. Eða minnsta kosti hafi ein- hvern pata af því. Þvi eiga forystu- menn þjóðarinnar að vinna verk sín með samræmdu lagi eða að minnsta kosti þannig að stefnt sé í eina átt en ekki í norður og suður í senn. Meðal tillagna meirihluta endurskoðunar- nefndar um stjórn fiskveiða, sem kynntar voru nú fyrr í vikunni, er að hóflegu auðlindagjaldi, sem lagt verður á útgerðina, verði meðal ann- ars varið til sjávarbyggða úti um land. Að veittir verði peningar til þess að menn hætti að stunda útgerð og fiskvinnslu frá litlu sjávarþorpun- um og snúi sér að öðrum atvinnu- greinum þar. Eru í því sambandi meðal annars nefnd ferðaþjónusta, fiskeldi og upplýsingatækni. Grisham, Eva skrífar: í skáldsögunni „The Brethren", sem gefin var út i vasabrotsformi í janúar og er eftir John Grisham, vel þekktan rithöfund (The Client, A Time to Kill og fleiri bækur), er m.a. fjallað um forsetaframboð í Banda- ríkjunum. Þessa bók er ég að lesa og fannst þess virði að segja frá ein- kennilegri tilviljunf?) og er ég þá að tala um nýleg hryðjuvérk í Banda- ríkjunum. Einn frambjóðendanna sem kemur helst til greina til sigurs í bókinni heitir Lake og er mikið auglýstur í sjónvarpi. Aðalmálstað- ur hans er að auka fjárframlög til Aö veittir verði peningar til þess að menn hœtti að stunda útgerð og fiskvinnslu frá litlu sjávarþorpunum og snúi sér að öðrum atvinnu- greinum þar. En í þessum málflutningi mætir hver þverstæðan hinni. Á sama tíma og ráðamenn varpa fram þeirri hug- mynd að fiskurinn víki fyrir upplýs- ingatækni er nú unnið kappsamlega að sölu Landssímans. Þar fylgir dreifikerfið með í kaupunum; þjóð- vegur upplýsingaaldarinnar. Þegar vegurinn sá er kominn í einkaeigu mun arðsemiskrafan ein ráða ferð- inni. Vísast munu nýir framtíðareig- endur Símans telja sig óbundna af loforðaglamri stjórnvalda og sjá sér engan hag i því að tengja afskekktar „Við munum láta lífið í heilögu stríði okkar við þennan mikla djöful. “ vamarmála í Bandaríkjunum. Eftir- farandi málsgrein vakti sérstaka at- hygli mina, en hér er maður að horfa á enn eina sjónvarpsauglýs- inguna um þetta nýja framboðsefni. í mjög lauslegri þýðingu minni hljóðar þetta svo á íslensku; „Enn ein auglýsingin. „Lake áður en það er of seint“ eina ferðina enn. í þess- ari auglýsingu sjást menn skríðandi í eyðimörkinni, vopnaðir byssum og greinilega í einhvers konar þjálfun. sjávarbyggðir öflugum símalínum, svo markmið stjórnmálamanna um upplýsingatækni í afskekktinni nái fram að ganga. Á hverjum tíma hlýtur megin- krafa þjóðarinnar að vera sú að for- ystumenn hennar séu marktækir. Samanburður á tillögum endur- skoðunarnefndarinnar og sala dreifi- kerfls Landssímans bendir til að svo sé ekki. Þess utan er rétt að benda á að fjarvinnslustöðvar hafa verið settar upp víða um land á undanförnum árum en rekstrargrundvöllur reynd- ist fyrir fæstum þeirra. Það ætti að sýna okkur enn frekar hversu ómerkilegar tillögurnar eru: fyrst og síðast glamur en ekki tillegg í þá baráttu að skapa sátt um stjórn fisk- veiða og styrkja landsbyggðina en það fyrrnefnda var þó yfirlýstur til- gangur nefndarstarfsins. Síðan sést grimmilegt andlit hryðju- verkamanns - dökk augu, hár og yf- irbragð, greinilega er þetta einhver róttækur múhameðstrúarmaður (ís- lam) - þar sem hann segir: „Við munum drepa alla Amerikana, hvar sem við finnum þá. Við munum láta lífið í heilögu stríði okkar við þenn- an mikla djöful." Síðan koma stuttar myndir af brennandi byggingum. Sprengjuárás á sendiráð. Ferða- mannahópur i rútu. Leifar af stórri farþegaþotu dreifðar yflr akurlendi." Vitað mál er að rithöfundar hafa oft greiðan aðgang að ýmsum þátt- um þjóðfélaga en samt fannst mér þessi klausa dálítið athyglisverö. forspár rithöfundur Garri Hinn nýi Garri minnist þess að hafa heyrt eða lesið ein- hvers staðar að heimspekingurinn Hegel hafi á sínum efri árum verið orðinn talsvert dramb- samur. Enda stóð hann í þeirri meiningu að hann væri holdgervingur hinnar endanlegu syntesu heimspekinnar, hápunkturinn í hinni aflrænu framvindu sem drifm er áfram af átök- um andstæðra afla. Sagt er að einhverju sinni hafi ungur maður komið til Hegels og sagt við hann að það væri sérkennilegt að sér virtist sem ýmislegt af því sem Hegel segði stangaðist á við veruleikann. Hegel á að hafa svarað að ef svo væri þá væri það slæmt fyrír veruleikann. Svo sannfærður var Hegel um ágæti eigin kenninga, og í orðabók Garra heitir þetta að vera viss í sinni sök. Hegel er víða En Hegel er víða. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra hefur nú kynnt fjárlagafrumvarp þar sem tekjuafgangurinn á að verða rúmir 18 milljarðar króna. Það er ekki slæm niðurstaða, enda hefur fjármálaráðherra verið iðinn við að útskýra fyrir okkur hvað þetta séu nú góð tíðindi og hvað fjár- mál ríkisins séu nú i góðum höndum. Hann hef- ur hins vegar lítið gert úr þeim fréttum, sem jafnframt koma fram í fjárlagafrumvarpinu, að Hegel þar er nú í fyrsta sinn ekki byggt á útreikning- um Þjóöhagsstofnunar sem fjárlagaforsendum heldur gerir fjármálaráðuneytið sína eigin áætl- un til að byggja frumvarpið á. Kemur þar eflaust margt til, s.s. það að búið er að ákveða að leggja niður Þjóöhagsstofnun eftir að hún lenti í ónáð hjá forsætisráðherra í fyrravetur - og vitaskuld getur fjármálaráðherra ekki stuðst við stofnun sem þannig hefur verið gerð að pólitískum holdsveikisjúklingi. Verst fyrir Þjóðhagsstofnun En Garra þykir þó hitt merkilegra að þjóð- hagsáætlun Þjóðhagsstofnunar er mun svart- sýnni en þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. Greinilegt er að Geir H. Haarde hefur ekki verið sáttur við svartsýnisrausið í Þórði Friðjónssyni, forstöðumanni Þjóöhagsstofnunar, og því ákveð- ið að sín spá myndi gilda. Hann hafi þannig brugðið sér í drambsemisgervi heimspekingsins gamla og gerst Geir Hegel Haarde um stund. Þegar strákarnir í ráðuneytinu komu og sögðu að Þórður Friðjóns og félagar væru ekki eins bjartsýnir og ráöherrann um framvinduna í veruleikanum sagði hann einfaldlega: „Úr því svo er, þá er það verst fyrir veruleikann og Þjóð- hagsstofnun." Síðan hefur hann gefið út sína eig- in spá um 1% hagvöxt á næsta ári. Og Garri reiknar fastlega með að með þessari spá Geirs Hegels sé einmitt fundinn hápunkturinn í þróun hagfræðinnar, hin endanlega syntesa, og loka- punkturinn i langri þróun þessarar fræðigreinar. Garri Úr Kringlunni Skilvís kona skilaði týndu veski. Á sama tíma er sagt að á veitingahús- um grasseri miklir veskisþjófnaðir. Kona fær kveðju Inga skrifaöi: Ég varð fyrir því óláni um daginn að týna peningaveski í innkaupaferð í þeirri ágætu Kringlu. Uppgötvaði ég ekki tjónið fyrr en nokkrum tím- um síðar, eftir að heim var komið. Þá fór ég aftur á stúfana og leitaði við kassann í Nýkaupum þar sem ég hafði verslað síðast. Ekkert fannst og daman, sem var sú sama og þar hafði afgreitt mig fyrr um daginn, hafði einskis orðið vör. Ég tók það ráð að láta loka debetkortinu. Um leið og þeirri aðgerð var lokið var hringt í mig frá þjónustumiðstöð Kringlunn- ar, í fárra metra fjarlægð frá kassan- um í Nýkaupum. Þangað hafði grandvör og heiðarleg eldri kona komið með veskið með öllu sem í því var. Þessari konu hefði ég viljað þakka fyrir skilvísina en hún skildi ekki eftir nafn. Vona ég að hún lesi þessar línur og hlýjar hugsanir mín- ar ylji henni. Sögumaöur sá seki Vogabúi hringdi: Skarphéðinn Einarsson skrifar alloft í Dagblaðið. Nýlega birtist eftir hann skrif um réttir og óróa sem þar varð. Verð ég nú að benda lesendum DV á að allt var þetta þónokkuð ýkt hjá Skarphéðni og fært í stílinn. Auk þess átti hann sjálfur mestan þáttinn í að eitthvert fjaðrafok varð. Þarna ríkti góð og skemmtileg stemning allt þar til Skarpéðinn greinarhöfundur birtist ásamt konu nokkurri. Þá fór allt í háaloft. Hefðu þau ekki birst í réttinni hefði allt verið í himnalagi. Skarphéðni til ábendingar þá mætti hann vera jákvæðari í garð sins sveitarfélags. Börn svekkt á RÚV Kristín Jónsdóttir sendi bréf: Er nú ekki orðið of mikið af þess- um íþróttaviðburðum hjá RÚV? Þurf- ið þið ekki bara að opna sérstaka íþróttarás sem þið gætuð þá rukkað fyrir? Það er endalaust verið að svekkja þá sem ekki eru íþróttaá- hugamenn. Auglýst var alla vikuna sérstök afmælisdagskrá (35 ára) hjá Stundinni okkar. Börnin mín settust niður rétt fyrir kl. 18 á sunnudaginn og ætluðu að fara að horfa á en þeg- ar klukkan var orðin rúmlega 18 fór ég að athuga hvað væri í gangi. Þá blöskraði mér því búið var að færa hana til kl. 20.30 þegar flest börnin eru farin að sofa. Einnig veit ég um margt eldra fólk og aðra sem eru búnir að fá nóg af því að það er alltaf öðru hvoru verið að henda út fóstum framhaldsþáttum og stundum allri dagskránni vikum saman fyrir Ólympíuleika eða aðrar íþróttir. Minni hlutinn dýrkar þessar iþróttir og mundi ég halda að það væri nóg að hinar stöðvarnar væru með þetta sport og RÚV héldi sig við sina dag- skrá og stæði við hana. Sníkja fé þar sem Skjárinn sést ekki Sðlrún á Dalvik hringdi: Ég var að fá póstinn minn með sníkjubréfmu frá Skjá einum. Mér finnst þetta aumingjalegt sérstak- lega þó að vera að betla peninga hjá fólki sem ekki nær þessari sjónvarps- stöð. Ég bý á Dalvík og veit að sníkj- urnar eru í gangi viða þar sem Skjár einn sést ekki. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11. 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.