Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Side 24
40
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001
Tilvera DV
Affleck slapp
med skrekkinn
Leikarinn, leikstjórinn og rithöf-
undurinn, Ben AfQeck, sem síöast
gerði garðinn frægan fyrir leik sinn í
myndinni Pearl Harbor, komst enn
einu sinni i fréttirnar um síðustu
helgi þegar hann var tekinn fyrir allt
of hraðan akstur nálægt Macon í Ge-
orgíu, nýkominn úr mánaðar langri
afvötnun vegna óhóflegrar áfengis-
neyslu. Ben var þar á ferðinni ásamt
Casey bróður sínum og hans heittelsk-
uðu þegar lögreglan mældi þau á 114
mílna hraða þar sem aðeins 70 mílur
eru leyfilegar. Ben var færður til
næstu lögreglustöðvarinnar en var
fljótlega sleppt lausum eftir að hafa
greitt um 1200 dollara í sekt. Þegar lög-
reglan á staðnum var spurð um málið
á eftir sagðist hún ekki hafa gert sér
grein fyrir þvi að þarna var um
Hollywoodstjörnu að ræða en hældu
Ben fyrir kurteisi og sögðu að hann
væri aðeins einn af þúsundum sem
væru teknar fyrir of hraðan akstur.
Stone með væga
heilablæðingu
Leikkonan Sharon Stone var um
helgina flutt á sjúkrahús vegna vægr-
ar heilablæöingar og mun væntanlega
dvelja þar næstu daga. Sharon, sem er
43ja ára, fór að finna fyrir miklum
höfuðverk á laugardaginn og þorði
eiginmaður hennar, Phil Bronstein,
ritstjóri San Francisco Chronicle,
ekki annað en koma henni strax und-
ir læknishendur og ók henni því strax
á næsta sjúkrahús. Eftir rannsókn á
sjúkrahúsinu kom í ljós að væg heila-
blæðing hafði valdið höfuðverknum,
svo væg að hún mun ekki þurfa að
gangast undir aðgerð.
Andrés á að
efla viðskiptin
Andrés prins á Englandi, næstelsti
sonur Elísabetar Englandsdrottning-
ar, hefur fengið nýtt hlutverk í liflnu.
Honum er ætlað að verða eins konar
farandviðskiptasendiherra Bretlands.
Honum er ætlað að reyna að efla við-
skipti milli Bretlands og annarra
landa.
Breskir kaupsýslumenn hugsa sér
gott til glóðarinnar og binda miklar
vonir við prinsinn, sem hefur sæmd-
arheitið hertoginn af Jórvík.
„Allir sem hafa hitt hertogann hafa
hrifist af áhuga hans á starfmu og
telja að hann muni gagnast vel þeim
sem kynna Bretland sem viðskiptafé-
laga,“ segja kaupsýslumenn.
Hornin íþyngja ekki kúnni:
Hugmyndin um framandleika
Erfitt aö koma heim
Kristín Loftsdóttir segir aö það hafi veriö erfitt aö fóta sig í framandi samfélagi til aö byrja meö. „Ég var algerlega upp
á fólkið komiö og gat mig iitiö hreyft nema í fylgd meö því. Þaö sem kom mér þó mest á óvart var hversu erfitt var að
koma aftur heim. “
Dr. Kristín Loftsdóttir, lektor i
mannfræði, stendur þessa dagana
fyrir sýningu, í samvinnu við Þjóð-
arbókhlöðuna, á ljósmyndum og
munum tengdum WoDaaBe-fólkinu
í Afríku. Myndirnar tók Kristín í
tveggja ára vettvangsrannsókn í Ní-
ger. Kristín lauk BA-námi í mann-
fræði frá HÍ 1992 og Ph.D-prófi frá
háskóla i Arisona árið 2000. Rann-
sóknarsvið hennar er pólitísk vist-
fræði, kynmenning, hjarðmennska,
sjálfsmynd, þjóðerni, hnattvæðing-
arferli, frumbyggjar, orðræða um
„hina“ Afríku.
Kristín, sem er brosmild og hlý í
viðkynningu, er fædd 1968 og með
yngstu doktorum á landinu. Hún
hefur einnig gott auga fyrir mynd-
um því myndirnar á sýningunni eru
bæði fallegar og fræðandi.
Tilviljun að ég lenti hjá
WoDaaBe
„Það blundaði í mér löngun til að
gera vettvangsrannsókn i Afríku
þegar ég fór í framhaldsnám til
Bandaríkjanna. Ég hef lengi haft
áhuga á hugmyndum fólks um
framandleika og Afríka er framandi
í íslensku samfélagi."
Kristín segir að það hafi verið til-
viljun að hún lenti hjá WoDaaBe-
fólkinu. „Fjölskyldan sem ég var hjá
valdi mig frekar en ég hana. Athygli
mín á þessum hluta Afríku vaknaði
i háskólanum í Bandarikjunum þar
sem ég kynntist manni af Fulani-
fólki i Máritaníu en WoDaaBe er
hluti af Fulani. Ég rakst síðan á bók
um WoDaaBe og skömmu seinna
leitaði ég að upplýsingum um fólkið
á Netinu. Fljótlega kom í ljós að
þessi hópur hentaði vel fyrir það
sem mig langaði til að gera og ég fór
til Níger 1995 til að kynna mér að-
stæður. Þar kynntist ég hópi af far-
andverkamönnum WoDaaBe og þeir
fengu svo mikinn áhuga á verkefn-
inu að þeir kynntu mig fyrir fjöl-
skyldum sínum sem ég bjó síðan
hjá.“
Eignaðist góða vini
Kristin segir að þaö hafi verið
erfitt að fóta sig í framandi samfé-
lagi til að byrja með. „Ég var alger-
lega upp á fólkið komin og gat mig
litið hreyft nema í fylgd með því.
Það sem kom mér þó mest á óvart
var hversu erfitt var að koma aftur
heim. Ég var búin að gera mér grein
fyrir því að það yrði erfitt að búa í
Níger en maður reiknar alltaf með
að það sé auðvelt að koma heim.
Þegar ég steig upp í flugvélina á
leiðinni í vettvangsferðina hugsaði
ég með mér: Guð minn góður, hvað
er ég að gera? Fyrstu mánuðina átti
ég erfiðast að með að höndla ein-
manaleikann sem fylgir svona rann-
sókn. Maður er frábruginn fólkinu í
kringum sig og finnst maður eiga
fátt sameiginlegt með því. Það tók
líka tíma að kynnast fólki því lífs-
hlaup mitt er mjög frábrugðið lífi
þessa fólks. Þegar á leið eignaðist ég
nána vini og tel þá í dag til minna
kærustu vina.“
Kristín segir að það sé óhjá-
kvæmilegt annað en að anda að sér
nýjum gildum þegar fólk býr við
framandi aðstæður. „Þegar ég kom
heim þurfti ég hálft ár til að aðlaga
mig íslenskum aðstæðum aftur og
það var erfiðara en ég hélt.“
Daglegt líf
„Ég tók töluvert af myndum með-
an á rannsókninni stóð og í dag
vildi ég óska þess að ég hefði tekið
miklu fleiri. Sýningin var upphaf-
lega sett upp í Hafnarborg. Mig
langaði til að koma því sem ég hef
verið að gera á framfæri við breið-
an hóp en ekki bara fræðimenn.
Markmiðið með sýningunni er
tvíþætt. Annars vegar að kynna
vettvangsferðir mannfræðinnar og
minna á að rannsakandinn er hluti
af því sem hann er að rannsaka.
Hins vegar finnst mér umfjöllun um
Afríku mjög neikvæð og einkennast
af tveimur hugmyndum, framandi
trúarbrögðum og hörmungum eins
og striði og hungursneyð. Ég er ekki
að gera lítið úr þeirri umræðu en
mig langaði til að sína hverdags-
legri hlið á lífi fólksins í landinu."
Sýning Kristínar Loftsdóttur í
Þjóðarbókhlöðunni stendur til 9.
nóvember. -Kip
Hornin íþyngja ekki kúnni
Nafniö á sýningunni er gamall málsháttur WoDaaBe-hirö-
ingla í Níger og vísar til þess aö rétt eins og kýrin er vön
hornunum þá íþyngir okkur ekki þaö sem viö erum vön.
Hátíð WoDaaBe-fólksins
Á tyrsta mánuöi vettvangsrannsóknarinnar í Níger kynntist
Kristín þessum Gerewol-dansara á hátíö WoDaaB- fólks-
ins.
ítölsk vika á íslandi
Tónlist frá Napólí og
nokkrar bíómyndir
Ekta tónlist frá Napólí mun
hljóma í fyrirlestrasal á annarri
hæð Þjóðarbókhlöðunnar í kvöld,
miðvikudag. Þar stilla saman
strengi sína hinn ítalski Leone
Tinganelli og íslendingarnir Jón
Rafnsson og Jón E. Hafsteinsson
sem mynda tríóið Delizie Italiane.
Tónleikarnir hefjast klukkan átta.
Þeir eru liður i dagskrá ítalskrar
viku sem stendur yfir á vegum fé-
lagsins Ítalíazzurra. Þrjá næstu
daga, þ.e. fimmtudag, fóstudag og
laugardag verða einnig sýndar
ítalskar kvikmyndir á ýmsum tím-
um í þessum sama sal. Á fóstudag-
inn kl. 12 verða íslendingum líka af-
hentar þar ítalskar samtímaskáld-
sögur sem gjöf frá ítalska utanríkis-
ráðuneytinu. Þær verða aðgengileg-
ar á Landsbókasafninu.
Félagið Ítalíazzurra hefur verið
við lýði í fimm ár og í því eru um 50
fjölskyldur sem hittast á samkom-
um af og til. Félagið er með ítölsku-
námskeið fyrir börn og veitir ítöl-
um sem hingað koma margs konar
aðstoð, svo og þeim íslendingum
sem eru á leið til Ítalíu til dvalar
eða búsetu. -Gun.
Tríóið Delizie Italiane
Þeim þremenningum er fleira til lista lagt en ieika og syngja. Hér eru þeir viö
pitsubakstur Leone Tinganelli, Jón Hafsteinsson og Jón Rafnsson.
Djass á
Austurlandi
Jazzkvartett Reykjavikur er á ferð
um Austurland. í gærkvöld hélt kvar-
tettinn tónleika í Félagsheimilinu
Herðubreið á Seyðisfirði og 1 kvöld
verða þeir í Blúskjallaranum í Nes-
kaupstað. Hefst leikurinn kl. 21.00. Þá
er kvartettinn að leika í grunnskólum
á Austurlandi á vegum verkefnisins
Tónlist fyrir alla. Á skólatónleikunum
kynnir kvartettinn djasstónlist.
Jazzkvartett Reykjavikur hefur
leikið á Listahátið í Reykjavík og á
tónlistarhátíðum á Norðurlöndum, í
Þýskalandi og í Bretlandi, svo nokkuð
sé nefnt. Hljómsveitin lék í viku á hin-
um þekkta klúbbi Ronnie Scott’s í
Lundúnum 1994 og var afraksturinn
tónleikaplatan Hot house - Reykjavik
Jazz Quartet live at Ronnie Scott’s.
Hljómsveitina skipa Sigurður Flosa-
son, Eyþór Gunnarsson, Tómas R.
Einarsson og Gunnlaugur Briem.