Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001
Fréttir I>V
Stofnanasamningur lögreglumanna og sýslumanna í strandi:
Lögreglumenn telja sig
svikna og ræða aðgerðir
-14 prósenta launahækkun dregst á langinn
Þolinmæöin aö bresta dvmvnd þök
Ganga átti frá samningum viö lögreglumenn um 14 prósenta launahækkun
fyrir hálfum mánuöi og sýnist lögreglumönnum aö launaleiöréttingin dragist
ófyrirsjáanlega á langinn.
Gríðarleg óánægja ríkir meðal
lögreglumanna vegna þess að enn
hefur ekki verið gengiö frá stofn-
anasamningi milli Landssambands
lögreglumanna og sýslumannsemb-
ættanna. Stefnt var að því að
ganga frá samningnum fyrir 1.
október sl. Viðræður samninga-
nefnda hafa legið niðri og þykir
lögreglumönnum næsta víst að 14
prósenta launahækkun, sem átti
að koma til framkvæmda 1. nóvem-
ber, dragist ófyrirsjáanlega á lang-
inn. Þetta, ásamt því gífurlega
álagi sem lögreglumenn búa við,
einkum í Reykjavik, hefur orðið til
þess að þeir ræða sín á milli að
grípa til aðgerða. Ekki er ljóst
hvaöa ákvörðun verður tekin í
þeim efnum.
í kjarasamningi sem Landssam-
band lögreglumanna og ríkið
gerðu með sér í sumar var kveðið
á um að gerður skyldi stofnana-
samningur milli landssambands-
ins og sýslumanna. Hann átti að
vera afturvirkur til tveggja mán-
aða, vera tilbúinn 1. október og
koma til greiðslu 1. nóvember. Nú
hafa fundir legið niðri í hálfan
mánuð og viðræðurnar eru í
strandi. Lítið sem ekkert hefur
verið rætt um beina dreifingu 14
prósenta launahækkunarinnar,
enda önnur atriði sem strandar á.
í aðalkjarasamningi hafa verið
ákvæði um starfsheiti innan lög-
reglunnar. Við síðustu samninga
voru þau ákvæði tekin út. Samn-
inganefnd Landssambands lög-
reglumanna vill setja ákvæöin inn
í nýja stofnanasamninginn en það
vilja sýslumenn ekki. Starfandi er
nefnd á vegum dómsmálaráðuneyt-
is sem hefur það hlutverk að yfir-
fara starfsheitin. Á grundvelli nið-
urstöðu nefndarinnar hyggst
dómsmálaráðherra setja reglugerð.
Rök samninganefndar sýslumanna
fyrir því að setja ekki starfsheitaá-
kvæðin inn í stofnanasamninginn
eru þau að þá séu þeir að fara inn
á starfssvið nefndarinnar.
Þá stranda viðræður lögreglu-
manna og sýslumanna einnig á því
hvernig raða eigi í A-, B- og C-kass-
ana, þ.e. í hvaða launaflokka ein-
stakir lögreglumenn eigi að fara.
Þeir lögreglumenn í Reykjavík
sem DV ræddi við í gær sögðu að
mannskapurinn væri orðinn „af-
skaplega þreyttur" vegna fámennis
í stéttinni og viðvarandi álags.
Hópur lögreglumanna hefði horfíð
frá störfum og haldið til náms í Há-
skóla íslands í haust. Á móti kæmi
að nær 40 nemendur myndu út-
skrifast úr Lögregluskóla ríkisins
fyrir áramót. Væru menn að von-
ast til að fá hluta af þeim til starfa.
Til þess að það gengi eftir yrðu
kjaramálin, þar með talinn nýr
stofnanasamningur, að vera í góðu
lagi. -JSS
R-listaviðræður:
Þurfum
ferska vinda
„Ég tel að það
þurfi ferska vinda í
borgarpólitíkinni og
ég get staðfest að
mikið hefur verið
rætt við mig um að
sækjast eftir sæti fyr-
ir Framsókn á listan-
um,“ sagði Anna
Kristinsdóttir sem nú
er að ljúka kjörtíma-
bili sinu sem formað-
ur Framsóknarfélags Reykjavíkur.
Framsóknarmenn hafa átt tvo borg-
arfulltrúa í borgarstjómarflokki
Reykjavíkurlistans, þau Sigrúnu Magn-
úsdóttur og Alfreð Þorsteinsson. Ekki
er annað vitað en þau sækist bæði eft-
ir áframhaldandi setu á listanum og
líkur eru taldar á að Óskar Bergsson
varaborgarfulltrúi muni gera það líka.
Anna Kristinsdóttir á sæti í við-
ræðunefnd flokkanna um sameiginlegt
framboð R-lista og segir hún að viðræð-
unum miði vel. Málefnavinnan sé nú
að verulegu leyti aö baki og þegar séu
menn famir að ræða um uppstiilingu á
listann. -BG
Alþingiskynning dv-mynd gva
Alþingi íslendinga er áhugaverö stofnun og íslensk skólaæska hefur í gegnum árin komiö og kynnt sér starfsemi lög-
gjafarsamkomunnar. í gær fóru nemendur úr Austurbæjarskóla í heimsókn á Alþingi til aö kynna sér hvernig lög
landsins eru sett.
Öyggismálanefnd Ríkisútvarpsins skoðar torkennilegt bréf:
Engin skelfing á fréttastofu
- segir fréttastjóri - íslandspóstur fær ráðgjöf frá heilbrigðisyfirvöldum
St. Fransiskussystur:
Vilja gefa 15%
hlut í spítalanum
St. Fransiskussystur hafa skrifað
öllum sveitarfélögum á Snæfellsnesi
bréf þar sem þær bjóðast til að gefa
sveitarfélögunum 15% hlut í St.
Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi.
Vel hefur verið tekið í þetta boð systr-
anna.
Bæjarráð Stykkishólms hefur sam-
þykkt að þiggja gjöfina fyrir sitt leyti
en til nokkurra umræðna kom um
gjöfma á fundi bæjarstjómar Snæfeils-
bæjar. Þar kom meðal annars fram hjá
Ásbimi Óttarssyni, forseta bæjar-
stjórnar, að hann teldi þann böggul
fylgja skammrifi að þessari gjöf fylgdi
einnig 15% hlutdeild í kostnaði og
framkvæmdum.
Afstaða verður ekki tekin til gjafar-
innar af bæjarstjóm Snæfellsbæjar
fyrr en eftir aðalfund héraðsráðs Snæ-
fellinga, sem er í byrjun nóvember, en
þá mun liggja fyrir kostnaðaráætlun
sjúkrahússins til næstu ára. -DVÓ
„Hingað í Útvarpshúsið kom bréf
í hraðsendingu frá Bretlandi sem
var opnað af símastúlkunum í af-
greiðslunni og tekin af því merking-
in. Það var því ómerkt þegar það
kom hingað inn á fréttastofuna.
Okkur tókst um síðir að finna út
hvaðan bréfið kom. I framhaldinu
fórum við hins vegar að velta fyrir
okkur svona sendingum í ljósi
þeirra atburða sem orðið hafa í
Bandaríkjunum, þar sem miltis-
brandi hefur verið dreift í pósti til
útvarps- og sjónvarpsstöðva," sagði
Kári Jónasson, fréttastjóri Útvarps,
í samtali við DV.
öryggismálanefnd Ríkisútvarps-
ins sendi í gær út tilkynningu í
tölvupósti þar sem starfsmenn fá
þríþætt skilaboð. í fyrsta lagi ef þeir
fái torkennilegan póst sem þeir vilja
Ríkisútvarpiö
Talsveröur viöbúnaöur var í gær
vegna bréfs sem barst þangaö.
ekki opna, þá skuli þeir ekki eiga
neitt við hann. í annan stað eru
starfsmenn hvattir til að lykta ekki
af póstinum eða bera hann upp að
andliti. Og í þriðja lagi hafa sam-
band við húsverði, sem munu sækja
póstinn og koma fyrir í öruggri
geymslu þar til frekari meðferð
hans sé ákveðin.
Að sögn Kára Jónassonar er fjarri
lagi að skelfing hafi gripið um sig á
fréttastofunni vegna hins ómerkta
bréfs á Bretlandi. Menn hafi aftur á
móti tekið þann pól í hæðina aö all-
ur væri varinn góður og því hafi ör-
yggismálanefnd stofnunarinnar
komið saman.
Áskell Jónsson, framkvæmda-
stjóri markaðsmála hjá íslands-
pósti, sagði að þar á bæ væri „hefð-
bundinn viðbúnaður" því ávallt
væri fylgst með því sem bærist til
landsins. „Við höfum leitað til heil-
brigðisyfirvalda um ráðleggingar
varðandi það hvernig við eigum að
bera okkur aö vegna þessa ástands
sem upp er komið og munum í
framhaldi af því funda með starfs-
fólki okkar,“ sagði Áskell.
sbs/gk.
Smábátasjónarmið virt?
Halldór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra segist eiga von
á þvi að komið verði
til móts við sjónar-
mið smábátaeigenda
í rikisstjómarfrum-
varpi sem nú er til
kynningar í þing-
flokkum stjómarflokkanna. Þetta kom
fram í máli hans á opnum fundi Félags
smábátaeigenda á Austurlandi á Egfls-
stöðum í gær.
Mikið álag
Læknar hafa skorað á stjómvöld að
ganga til samninga við sjúkraliða.
Krabbameinslækningasviðið hefur
fengið undanþágur en þrátt fyrir það er
ekki full starfsemi á legudeild krabba-
meinssviðs. Sigurður Bjömsson, yfir-
læknir á krabbameinsdeild Landspital-
ans í Fossvogi, segir að reynt sé að
komast hjá innlögnum. - Fréttablaðið
greindi frá.
íslam ekki sökudólgurinn
„Það er ekki íslam
sem er sökudólgur-
inn heldur óliðandi
ofstæki," sagði bisk-
up íslands, hr. Karl
Sigurbjömsson, við
setningu kirkjuþings
i gær. Þetta sagði
hann þegar hann
gerði hermdarverkin á Bandaríkin 11.
september að umfjöllunarefni.
Deilt um Nato-fund
Hiti var í umræðum á Alþingi í gær
um utanríkisráðherrafund Altantshafs-
bandaiagsins sem til stendur að halda
hérlendis á næsta ári. Búist er við að
fundahaldið kosti ríkissjóð rúmlega 300
milljónir króna en undirbúningur hans
30 milijónir til viðbótar.
Varar við óstimpluðu kjöti
Halldór Runólfs-
son yfirdýralæknir
hefur óskað eftir því
við Hollustuvemd
ríkisins að því sé
beint til heilbrigðis-
eftirlits sveitarfélaga
að óstimplað og ólög-
legt kjöt sé ekki tekið
inn í kjötvinnslur, mötuneyti, stóreld-
hús og verslanir. - Mbl. greindi frá.
Tugmilljóna tekjuauki
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópa-
vogsbæjar, segir tekjur bæjarins vegna
Smáralindar aukast töluvert. Stærsti
hlutinn em fasteignaskattar en það er
eini skatturinn sem rennur til sveitar-
félagsins, annað rennur til ríkisins.
Þjóðgarður við Heklu
Lögð hefur verið fram á Alþingi
þingsályktunartillaga um að stofnaður
verði þjóðgarður um Heklu og ná-
grenni. Meginmarkmið hans yrði aö
varðveita og kynna jarðsögu Heklu.
Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Fram-
sóknarflokki og Samfylkingu standa að
tiilögunni.
Ber ekki saman
Frásögn 4 kafara sem unnu að björg-
un eftir flugslysið í Skerjafirði 1 fyrra
ber um sumt alls ekki saman við
skýrslu Rannsóknamefndar flugslysa.
Þar sagði að hægri vængur vélarinnar
hefði staðið uppúr eftir slysið en kafar-
amir staðhæfa að það hafi verið vinstri
vængurinn. Skrifleg frásögn kafaranna
hefur verið send lögreglu og samgöngu-
ráðherra.
Fækkun í prentiðnaði
Samkvæmt upplýsingum frá Sam-
tökum iðnaðarins er uggur vegna yfir-
vofandi samdráttar í prentiðnaði.
Könnun samtakanna leiddi í ljós að til
áramóta gæti starfsfólki í greininni
fækkað um hátt í 50. Um 90 færri starfa
nú í prentverki en á sama tíma í fyrra.
-HKr