Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Síða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viöskiptablaöiö Eftirspurn eftir vinnu- afli dregst saman Atvinnukönnun Þjóðhagsstofnun- ar sýnir að eftirspurn eftir vinnu- afli fer minnkandi. Þetta er önnur könnunin á þessu ári sem sýnir að vinnuveitendur vilja fækka við sig starfsfólki. Samtals vildu atvinnurekendur fækka við sig um 230 manns á land- inu öllu, eða um 0,3% af vinnuafl- inu. í samanburði við atvinnukönn- unina á sama tíma í fyrra er breyt- ingin veruleg, að því er segir i frétt frá Þjóðhagsstofnun, en þá vildu at- vinnurekendur fjölga um tæplega 700 manns á landinu öllu. Þegar litið er á landið í heild er enn skortur á fólki í byggingariðn- aði sem nemur 0,5% af mannafla að meðaltali. I verslun, iðnaði og sam- göngum vildu atvinnurekendur fækka við sig. Atvinnukönnunin sýnir að fram á mitt næsta ár mun draga enn frekar úr eftirspurn á vinnumarkaði, eða um rúmlega 3,0%. Á höfuðborgarsvæðinu vildu at- vinnurekendur fækka fólki um 200 manns, eða um 0,5% af vinnuaflinu. Þetta er mikil breyting frá sama tíma í fyrra en þá vildu atvinnurek- endur bæta við sig rúmlega 1.000 Íslandssími gefur símtöl til áramóta Íslandssími hefur nýja þjónustu á morgun, svonefnda kjarnaáskrift, þar sem viðskiptavinum með far- síma hjá Íslandssíma býðst að hringja frítt úr símanum sínum í 15 þúsund minútur til áramóta, eða að jafnaði 2,8 klst. á dag. Kjarnaáskriftin nær til hringinga í fjögur símanúmer innan kerfis og á þjónustusvæði Íslandssíma. Eftir að tilboðinu lýkur 31. desember nk. hringja kjamaviðskiptavinir áfram á lægsta verði, eða á 7,50 kr. á mín- útu á daginn og 5,50 kr. á mínútu á kvöldin. Með þessu vill Íslandssími koma til móts við viðskiptavini sina og vekja athygli á áherslum í gjaldskrá félagsins. í henni er boðið upp á símtöl í allt að fjögur númer á afar hagstæðu verði þannig að viðskipta- vinir geta hringt á hagkvæman hátt í fjölskyldu eða vinahóp sinn. Islandssími rekur eigið farsíma- kerfi sem nær frá Reykjanesi í suðri til Akraness í norðri. Það nær einnig til Eyjafjarðarsvæðisins. Þá veitir félagið viðskiptavinum sínum þjónustu á öðrum svæðum um reikisamning þannig að þjónustu- svæöið nær til 97% þéttbýlis á land- inu. Islandssími býður einnig upp á þjónustu á farsímanetum nærri 300 farsímafyrirtækja í 130 löndum. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- _______um sem hér segir:______ Ásbraut 9, 0101, þingl. eig. Garðar Guðjónsson, gerðarbeiðandi íbúða- lánasjóður, föstudaginn 19. október 2001, kl. 10.30. Borgarholtsbraut 69, 0202, þingl. eig. Sigrún Björg Sæmundsdóttir, gerðar- beiðandi fbúðalánasjóður, föstudag- inn 19. október 2001, kl. 15.00. Helgubraut 6, þingl. eig. Valgerður Samsonardóttir og Haukur Viíberts- son, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Framsýn, föstudaginn 19. október 2001, kl. 10.00. Holtagerði 50, 1. hæð, ehl. gþ., þingl. eig. Guðmundur B. Kristjánsson, gerð- arbeiðendur AM PRAXIS sf. og fs- landsbanki-FBA hf. föstudaginn 19. október 2001, kl. 13.00. manns, eða um 1,7% af vinnuaflinu. Atvinnukannanir Þjóðhagsstofnun- ar hafa sýnt að sveiflur í eftirspurn eftir vinnuafli eru meiri á höfuð- borgarsvæðinu og breytingar þar því meiri. Atvinnurekendur vildu fækka við sig fólki í verslun og veit- ingarekstri, samgöngum, iðnaði og í ýmiss konar þjónustu við atvinnu- rekstur, eða frá 0,8-2,5% af vinnu- afli. Eingöngu vantar fólk í bygging- arstarfsemi, eða um 3,2%. Sam- kvæmt könnuninni mun eftirspurn- in minnka á næstu mánuðum á höf- uðborgarsvæðinu og á þetta við um flestar starfsgreinar. Hægfara minnkun á landsbyggðinni Á landsbyggðinni vildu atvinnu- rekendur fækka starfsfólki um 20 manns, eða um 0,1% af vinnuafli. Þetta er mun betra ástand en á sama tíma í fyrra, en þá vildu at- vinnurekendur fækka um 390 manns. Hin breytta staða atvinnu- mála á landsbyggðinni skýrist eink- um af lítils háttar aukningu eftir- spurnar eftir vinnuafli í fiskiðnaði, verslun og í annarri þjónustu, eða á bilinu 0,2-0,8%. Eftirspurnin minnkar hins vegar mikið í bygg- ingariðnaði, eða um 5,4%. Sam- kvæmt könnuninni mun eftirspurn- in á landsbyggðinni minnka lítil- lega fram á vetur. Þetta á almennt við um landsbyggðina þótt áhrif- anna komi til með að gæta mismik- ið eftir landshlutum. Þjóðhagsstofnun bendir sérstak- lega á að allt frá atvinnukönnuninni í apríl 1996 hafa atvinnurekendur á landinu öllu viljað fjölga starfs- mönnum (undantekning er janúar- könnunin 1997). Þessi vilji hefur komið skýrast fram í april- og sept- emberkönnunum ár hvert. Óskir at- vinnurekenda um að fjölga starfs- mönnum hafa vaxið á síðustu árum og náðu sögulegu hámarki á siðast- liðnu ári. Aukningin frá árinu 1997 hefur einkum veriö á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt aprílkönnun Þjóðhagsstofnunar virtist sem eftir- spum eftir vinnuafli hefði náð há- marki í bili. Þessi niðurstaða styrk- ist nú, en þetta er í fyrsta sinn síð- an 1996 að eftirspurnin fer minnk- andi fyrir landið í heild. Svo virðist sem sú megintilhneiging sem ríkt hefur frá upphafi árs 1999, að eftir- spum eftir vinnuafli sé vaxandi á höfuðborgarsvæðinu en minnkandi á landsbyggðinni, sé ekki lengur til staðar. Atvinnukönnunin sýnir einnig að fram á mitt næsta ár mun draga enn frekar úr eftirspurn á vinnumarkaði, eða um rúmlega 3,0% af vinnuafli. HYDRO kaupir íslenskan tækni- búnað fýrir 100 milljónir Norsk Hydro hefur gengið frá samn- ingi við íslenska fyrirtækið Aitech JHM hf. um kaup á tveimur vélum, kragaróbótakerfi og gaffalréttivél, svo og gæðaeftirlitskerfi fyrir Sunndal-ál- verið sitt í Noregi. Verið er að endur- nýja og stækka þetta álver sem verður það stærsta í Vestur-Evrópu árið 2004. 1 frétt frá Altech kemur fram að kragaróbótinn er til að setja á sjálf- virkan hátt kraga utan um tinda skautgaffla sem hingað til hafa verið settir á tindana á handvirkan hátt i þessu álveri. Þetta er áttundi kragaró- bótinn sem Altech selur til álvera. Gaffalréttivélin er til að rétta skaut- gaffla með nýrri tækni, sem Altech hef- ur þróað, og sem ekki hefur verið not- uð áður í álverum. Gæðaeftirlitskerfið er það fyrsta sinnar tegundar í álver- um. Það tryggir eftirlit með fram- leiðslu rafskauta fyrir kerskálana. Kerfið byggist á merkingu allra raf- skauta og skautgafda og myndgrein- ingu á rafskautum og skautgöfflum með tilheyrandi hugbúnaði. Samstarfs- aðilar Altech í þróun gæðaeftirlitskerf- Hraunbraut 12, 0001, þingl. eig. Guð- rún Guðjónsdóttir, gerðarbeiðandi AM PRAXIS sf., föstudaginn 19. októ- ber 2001, kl. 11.30. Hraunbraut 4, 0201, þingl. eig. Ingi- björg Sólveig Sveinsdóttir, gerðarbeið- endur Byko hf. og íbúðalánasjóður, föstudaginn 19. október 2001, kl. 11.00. Vesturvör 27, 01.03.06, þingl. eig. Ás- geir Andri Guðmundsson, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóðurinn Framsýn, föstu- daginn 19. október 2001, kl. 13.30. Þinghólsbraut 19-21, 0203, þingl. eig. Stefán Pétur Viðarsson, gerðarbeið- endur Alþjóðlegar bifrtrygg. á ísl. sf., Kópavogsbær og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 19. október 2001, kl. 16.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI isins eru íslensku fyrirtækin Skyn ehf. í Mosfellsbæ, sem hefur sérhæft sig í tölvuvæddri myndgreiningu, og DMM hf. í Keflavík, sem hefur sérhæft sig í tölvuvæddum viðhaldskerfum fyrir orkuver og stóriðju. Altech þakkar Rannsóknarráði Islands verulegan stuðning við þróun þessa gæðaeftirlits- kerfis sem getur valdið byltingu í ál- iðnaði i sambandi við bætta fram- leiðslu, umhverfismál og öryggi starfs- Mikil fjölgun umsókna um húsbréf hefur verið undartfama mánuði miðað við sama tima árið 2000. Alls vom um- sóknimar 808 nú i september en vom 757 á sama tíma í fyrra. Alls vora um- sóknimar 9.347 í fyrra sem er tæpum 5% minna en metárið 1999. I mánaðarskýrslu íbúðalánasjóðs segir að fasteignamarkaður færist frá þvi aö vera seljendamarkaður yfir í að vera kaupendamarkaður, en slík sam- dráttareinkenni séu augljóslega lengur að koma fram á þessum markaði en flestum öðrum. Þess ber hins vegar að geta að vegna breytinga á viðmiði við brunabótamat, sem tók gildi 1. septem- ber, og vegna nýs brunabótamats, sem tók gildi 15. september, eru afgreiðslur á vegum sjóðsins ekki í sambærilegu ferli og áður. Áður fyrirsjáanlegur samdráttur virðist að öllu leyti veginn upp vegna hækkunar hámarkslána, em mjög mikilvæg fyrir Altech, sem núna er að ryðja sér braut á sviði upp- lýsingatækni fyrir áiver. Um 30 álver hafa sýnt áhuga á þessu gæðaeftirlits- kerfi og þessi fyrsta sala er því mjög mikilvæg vegna áframhaldandi kynn- ingar og sölu kerfisins. Með þessari sölu hefur Altech þegar gengið frá sölusamningum fyrir 1,3 milljarða það sem af er árinu og era áframhaldandi söluhorfur verulega góðar, að sögn framkvæmdastjóra fyr- irtækisins. vegna nýs brunabótamats og vegna þess að fjöldi viðskipta hefur enn ekki dregist saman, sem er þvert ofan í all- ar spár. Hlutfall lána til kaupa á notuðu hús- næði og til endurbóta fór upp í 76% á mesta þenslutímanum á fasteigna- markaði, en það hefur fallið niður í 67% á þessu ári sem er nálægt sögu- legu lágmarki. Fjármögnun er sam- kvæmt skýrslunni í auknum mæli að færast til byggingaraðila/seljenda og undirliggjandi þróun er i átt til sam- dráttar og verðlækkunar á húsnæði. Alls nemur fjölgun viðbótarlána um 25% sem hefúr í fór með sér aukningu í húsbréfakerfinu. Þykir augljóst að lít- il eiginfjárstaða fyrstu kaupa við- skiptavina sjóðsins hafi áhrif til út- lánaþenslu. Gríðarleg aukning er i lán- veitingum til leiguíbúða og svo verður næstu misseri manna. Kaup Hydro á gæðaeftirlitskerfmu Mikil eftirspurn eftir húsbréfum - þvert ofan í allar spár ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 I>V mamsm- HEILDARVIÐSKIPTI 1500 m.kr. Hlutabréf 300 m.kr. Ríkisbréf 400 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Q Kaupþing 129 m.kr. Q SH 29 m.kr. Q Islandsbanki 15 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 íslenskir aðalverktakar 28,3% Q Nýheiji 9,1% 0SH 7,5% MESTA LÆKKUN Q Kaupþing 8,1% Q Húsasmiöjan 3,3% O Skýrr 2,5% ÚRVALSVÍSITALAN 1104 stig - Breyting O -0,27% Horfurnar versna enn í Japan Seðlabanki Japans hefur lækkað mat sitt á efnahagshorfum i landinu fimmta mánuðinn í röð. Sökudólg- inn segir bankinn vera versnandi hagvaxtarhorfur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverkaárásarinnar 11. september. Seðlabankinn sagði að samdrátt- ur í neyslu gæti heft frekar útflutn- ing Japans en samdráttur í iðnaðar- framleiðslu hefur nú þegar haft mikil áhrif á atvinnustig og laun. „Þessi mikli samdráttur í fram- leiðslu hefur neikvæð áhrif á at- vinnustig og tekjur,“ segir bankinn í mánaöarskýrslu sinni. „Til viðbót- ar því hefur hryðjuverkaárásin í Bandaríkjunum aukið á óvissuna í japanska efnahagslífinu." Ríkisstjórn Japans hefur einnig varaö við þvi að horfur í japanska efnahagslífinu hafa versnað og til- trú markaðsaðila hefur versnað „talsvert" síðan 11. september, en Bandaríkin kaupa um 40% af út- flutningi Japans. Óskar Jósefsson ráðinn forstjóri Símans Á fundi stjómar Landssíma ís- lands hf. í dag var gengið frá ráðn- ingu Óskars Jósefssonar í starf for- stjóra en forstjóri félagsins, Þórar- inn V. Þórarinsson, vék tímabundið úr starfi tO að tryggja hlutlægni í vali á kjölfestufjárfesti í félaginu. Óskar Jósefsson er sviðsstjóri rekstrarráðgjafar Pricewaterhouse- Coopers á íslandi og hefur stýrt vinnu félagsins við mat og sölu á Landssíma íslands hf. undanfarna mánuði. I þeirri vinnu hefur hann kynnst megininnviðum starfsemi Símans. Óskar mun vinna náið með stjórnarformanni og stjórn, svo og helstu stjórnendum félagsins í dag- legum rekstri. Óskar mun gegna stöðunni tíma- bundið, eða þar til kynnt hefur ver- ið við hvern einkavæðingarnefnd hefur ákveðið að semja á grundvelli bindandi kauptilboðs. Ráðning Ósk- ars Jósefssonar var samþykkt sam- hljóða í stjórn Landssíma Islands hf. GENGfÐ ItílSS 16.10.2001 M. 9.15 KAUP SALA IfisjDoHar 100,540 101,050 ScPlJnd 145,500 146,250 l*Ílkan. dollar 64,450 64,850 [ Donsk kr. 12,2380 12,3050 SBiNorskkr 11,4470 11,5100 ÖSænsk kr. 9,5950 9,6480 tf*—ÍFi. mark 15,3063 15,3983 1 |Fra. franki 13,8739 ' 13,9573 1 IjBelg. franki 2,2560 2,2696 Q Sviss. franki 61,5100 61,8500 OhoII. gyllini 41,2972 41,5454 ^Þýskt mark 46,5312 46,8108 Oít-|,ra 0,04700 0,04728 QAust. sch. 6,6137 6,6535 jy |Port. escudo 0,4539 0,4567 GDspá. peseti 0,5470 0,5503 | > |jap. yen 0,82890 0,83390 |írskt pund 115,555 116,249 SDR 128,4700 129,2400 gECU 91,0071 91,5540

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.