Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 24
28
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001
Tilvera I>V
1 í f i ö
JK.
Bach í Breið-
holtskirkju
Orgeltónleikar veröa í
Breiðholtskirkju í kvöld og
hefjast kl. 20.30. Þar mun Jörg
E. Sondermann leika ein átta
verk eftir Johann Sebastian
Bach. Aðgangseyrir rennur til
Hjálparstarfs kirkjunnar.
Tónleikarnir eru þeir 17. í
tónleikaröðinni Bach í
Breiðholtskirkju sem efnt var til
í tilefni af 250. ártíð Bachs. En
þetta mun í fyrsta sinn sem öll
verk Bachs eru flutt hér á landi
af einum organista.
Krár
■ STEFNUMOT A GAUKNUM
Hljómsveitin Singapore Sling spilar
á Stefnumótakvöldi á Gauki á
Stöng ásamt hljómsveitinni
Náttfara.
Fundir og fyrirlestrar
I AÐALFUNDUR FRAMSOKNAR
Framsóknarfélag Reykjavíkur
heldur aöalfund sinn kl. 20.00 í
kvöld að Hverfisgötu 33, 3. hæð. Á
dagskránni er m.a. tillaga um aö
leggia félagiö niöur og stofna tvö í
kjofarið, vegna væntanlegra
breytinga á kjördæmamörkum. Sem
flestir eru hvattir til aö mæta og
taka þátt í líflegu starfi
framsóknarmanna í Reykjavík.
■ VINSTRI GRÆNIR FIINDA í
REYKJAVIK Aðalfundur Vinstrl
hreyfingarinnar - græns framboös í
Reykjavík veröur haldinn í Norræna
húsinu í kvöld og hefst kl. 20. Á
dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf, kjör
landsfundarfulltrúa og umræöa um
borgarmál. Fundarstjori veröur Birna
Þóröardóttir. Félagar eru hvattir til
aö mæta og muna eftir aö greiða
félagsgjöldin.
■ FRÆÐSLUFUNDUR
SKOGRÆKTAR Skógræktarfélöein á
höfuðborgarsvæðinu halda opinn
fræöslufund í stóra sal Ferðafélags
íslands í Mörkinni 6. Fundurinn er í
umsjón Skógræktarfélags
Garöabæjar. Þar munu Guömundur
Magnússon, kennari og
handverksmaður, og Ólafur
Oddsson, kynningar- og
fræöslufulltrúi Skógræktar ríkisins,
kynna fjölþættar nytjar skógarins.
Sýna þeir hvernig gómul en sígild
íækni er notuö til aö breyta
grisjunarefni og garöaúrgangi í
nytsama hluti og mismunandi
eiginleika viöar eftir trjátegundum.
Þeir munu sérstaklega kynna
skólaverkefnið Skógurinn og nýting
hans sem unnið er aö í 10 skólum í
Reykjavík um þessar mundir. I
uþþhafi fundar leika Gréta og
Gummi nokkur lög eftir Bach og
Bartok á viöarstrokhljóöfæri.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir á meðan húsrými leyfir.
Boöiö veröur upp á kaffi.
Sýningar
I HILDUR I GALLERI HLEMMI
Hildur Bjarnadóttir opnaöi nýlega
sýningu í gallerí hlemmur.is aö
Þverholti 5. Þar eru verk sem flest
eru unnin á þessu ári og fjalla þau
um mörkin milli nytjalistar og
myndlistar. Meö Hildi á sýningunni
er Mark R. Smith, myndlistarmaður
frá Portland.
■ SÝNA SAMAN Á GALLERÍ
SKIIGGA Þau Blrglr Andrésson,
Guömundur Oddur Magnússon, Lilja
Björk Egilsdóttir og AKUSA
(Asmundur Ásmundsson og Justin
Blaustein) sýna verk sín í Galleri
Skugga aö Hverfisgötu 39,
Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina
„Hver meö sínu nefi“ og er bæöi í
aðalsal, Klefa og Loftvarnarbyrgi
gallerísins.
DV-MYND HARI
Leysa hlutina meö sínum hætti
Ágústa Skúladóttir og Vala Þórsdóttir eru bakarar í nýja leikritinu en lenda í ýmsu ööru en bakstri.
Veröldin er vasaklútur frumsýnt í Kaffileikhúsinu:
Bakararnir
eru hvunndagshetjur
„Þetta er saga af fólki í litlu þorpi og
bakaríið er hjarta bæjarins," segir Vala
Þórsdóttir, annar tveggja leikara í verk-
inu Veröldin er vasaklútur sem frum-
sýnt verður annað kvöld í Kaffdeikhús-
inu i Hlaðvarpanum. í hinu hlutverkinu
er Ágústa Skúladóttir. „Við Ágústa leik-
um bakara sem ílækjast inn í heim and-
spymuhreyflngar - en erum í raun að
túlka fólkið sjálft - almenning - því bak-
aramir em hvunndagshetjur,“ heldur
Vala áfram lýsingu leikritsins.
Skilaboð til umheimsins
Það er leikfélagið The Take Away
Theatre sem samdi verkið og stendur
að sýningunni í samvinnu við Kaffi-
leikhúsið. í því félagi era, auk Völu og
Ágústu, þau Katrín Þorvaldsdóttir,
búninga- og leikmyndahönnuður, og
Maður Itfandi
Neil Haigh, sem er leikstjóri sýningar-
innar. Félagið hefur sett upp tiu verk á
undanfómum árum og hróður þess
nær langt út fyrir landsteinana.
Skemmst er þess að minnast að geð-
veiki gamanleikurinn, Háaloft, hlaut
fyrstu verðlaun á kvennaleikhússhá-
tíðinni í Finnlandi í vor. í Háalofti var
Vala bæði höfundur og einleikari en
hún tekur skýrt fram að nýja verkið,
Veröldin er vasaklútur, sé eftir allan
hópinn. „Þetta leikrit, eins og mörg
önnur sem við höfum búið til, er unn-
ið af okkur frá grunni. Við erum ekki
með neitt í höndunum þegar við byrj-
um - fáum bara einhverja hugmynd og
leyfum henni aö þróast með því að
spjalla saman, prófa ýmsar senur úti á
gólfi og setja upp leikmynd. Allt helst
þetta i hendur og verður i lokin að sýn-
ingu sem vonandi hefur einhver skila-
boð til umheimsins," segir Vala.
Konur sem bretta upp ermar
Veröldin er vasaklútur gerist i striði
og það verður að teljast gráglettni örlag-
anna að verkið skuli einmitt vera sett á
svið þegar ástandið í heiminum er eins
og það er nú. Þaö er tilviljun, að sögn
Völu. „Við vomm byijuð að semja og
æfa áður en voðaverkin voru framin í
Bandaríkjunum og bombumar að
springa í Afganistan. Auðvitað slógu
þessir atburðir okkur svolítið út af lag-
inu því fyrir þann tíma var allt í lagi að
gera smágrín að striði," segir hún.
En ekki dugði að láta deigan síga og
áfram var haldið með uppfærsluna. Af-
raksturinn er súrsætur gamanleikur,
eins og Vala orðar það. „Útgangspunkt-
Best af öllu
urinn hjá okkur var alltaf sá að yfirleitt
er stríð einhvers staðar í veröldinni.
Þess vegna miðum við ekki við ákveðið
stríð eða sérstakan stað. Þetta getur
gerst hvar sem er. Stríðsástand er alltaf
lifsreynsla fyrir þær manneskjur sem í
því lenda. Bakaramir eru þannig mann-
eskjur. Þetta eru konur sem segja já þeg-
ar þær em beðnar um liðsinni, bretta
upp ermarnar og takast á við viðfangs-
efnin. Auðvitað sprettur upp kómedía í
kringum það hvemig þær leysa hlutina
því þær gera það með sínum hætti og
eru ekki sérþjálfaðar í björgun eða
neinu svoleiðis. Þær em bakarar fyrst
og fremst en gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að hjálpa fólkinu í kringum
sig.“ -Gun.
Kolbrun
Bergþórsdóttir
skrifar.
Það er með listina eins og fólkið í
kringum mann. Manni þykir svo vænt
um suma að maður vill alltaf hafa þá
hjá sér en aðrir hafa einungis stutta
viðdvöl. Manni finnst ekkert verra að
hafa kynnst þeim, en saknar þeirra
ekki þegar þeir era famir.
Maður er ekkert sérstaklega að
velta því fyrir sér hver sé bestur i list-
sköpun. En svo koma dagar þegar
maður veit það.
Ég var um daginn að lesa bók um
Rembrandt. Þar var meira um myndir
en texta, alveg eins og á að vera. Ég
horfði á myndimar, þetta stórkostlega
samspil ljóss og skugga, og alla þessa
lifandi andlitsdrætti, og vissi að eng-
inn gæti gert betur.
Nokkrum vikum fyrr hafði ég horft
á kvikmyndaútgáfu af Othello með
Lawrence Fishbume og Kenneth
Branagh og einnig Ríkharð 3. þar sem
Ian McKellan lék hann sem fasistaleið-
toga. Texti Shakespeares í frábærum
flutningi. Ég gerði mér grein fyrir því
aö enginn gæti gert betur en Shake-
speare.
Ég spilaði sama geisladiskinn í
viku. Óperaaríur eftir Mozart. Mér
fannst ekkert geta jafnast á við þá
tóna. Þegar ég skipti loks um geisla-
disk var það til að setja á disk með
Ceciliu Bartoli þar sem hún syngur
Mozart-aríur. Svo kveikti ég á útvarp-
inu einn sunnudaginn og þar var ver-
ið að leika sinfóníu eftir Mozart. Enn
ein opinberan og ekki hægt að
slökkva. Það er enginn eins og Mozart.
Ég hef gaman af afdráttarlausum
spumingum, eins og þeirri hvaða bók
maður myndi hafa með sér á eyðieyju.
Enginn hefur spurt mig þessa, en ég
spyr mig þá bara sjálf. Svarið er: Biblí-
an. Hún er löng og full af viðburðarik-
um sögum og litríkum karakterum.
Svo er þar líka stílsnilld og boðskapur.
Ég hef lesið Biblíuna þrisvar og ætla
mér að lesa hana þrisvar enn áður en
ég dey. Svo fannst mér um daginn að
ég þyrfti að vera víðsýn og fór að lesa
Kóraninn. Ég er á blaðsíðu 123 í ís-
lensku þýðingunni hans Helga Hálf-
danarsonar og á tæpar 300 blaðsíður
eftir. Mér drepleiðist náttúrlega en
mun hafa mig í gegnum þetta. Maður
er orðinn ansi sjóaður í því að þræla
sér í gegnum leiðindin. Það era engar
skemmtilegar sögur i þessari bók enn
sem komið er, bara leiðbeiningar um
það hvemig maður eigi að haga lífmu.
Hugnast mér ekki. Með þessari skoðun
minni er ég ekki að blanda mér í trú-
arbragðadeilur. Ég er bara að segja að
mér fmnst Biblían skemmtilegri en
„Ég var um daginn að lesa
bók urn Rembrandt. Þar
var meira um myndir en
texta, alveg eins og á að
vera. Ég horfði á myndim-
ar, þetta stórkostlega sam-
spil Ijóss og skugga, og alla
þessa lifandi andlits-
drætti, og vissi að enginn
gæti gert betur. “
Kóraninn. Og mér sýnist Kóraninn
ekki ætla að skána á síðasta sprettin-
um. Ég er búin að kíkja aftast. Þar er
enginn óvæntur endir.
En þetta er það sem mér fmnst best:
Rembrandt, Mozart, Shakespeare og
Biblían. En það merkir vitanlega ekki
að ánægju sé einungis þar að finna, en
þama er hún samt mest.