Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Side 18
VinUill Finnur Vilhjálmsson skrifar: Islendingar, hafnabolti og alþjoðastjórnmálin Islenska þjóðin er afar svag fyrir öllu því sem amerískt er. Við erum staðsett miðja vegu milli Evrópu og Bandaríkjanna og þó svo við telj- umst til Evrópu að nafninu til mætti með vísan til menningar okkar, lífstíls og -gilda færa sæmi- leg rök fyrir því að ísland er mun nær því að teljast 53. ríkið en stak ( Evrópumenginu. Einn stærsti og ástsælasti skiki bandarískrar menningar hefur þó ekki náð fótfestu hér í eyríkinu. Það er hafnabolti. Hingað til hefur þjóðin frekar svarið sig í ætt við Evrópubúa í nánast trúarlegri til- beiðslu sinni og ást á knattspyrnu en þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna, þessari óskaplega hægu og lang- dregnu kylfuíþrótt sem eins og hin þjóðaríþróttin vestra - amerískur fótbolti - er þróuð útgáfa Banda- ríkjamanna á evrópskum íþrótta- greinum, krikket annars vegar og rugby hins vegar. Hafnaboltinn, og allt sem hon- um fylgir, er lokuð bók fyrir flestum Islendingum, ef ekki öllum. Það er nánast að mann reki í vörðurnar við það eitt að minnast á þetta sport sem virðist gegna þeim tilgangi fyr- ir marga Bandaríkjamenn að vera hentugur vettvangur fyrir bjór- drykkju og hnetuát. An allrar lít- ilsvirðingar fyrir þessari eflaust göf- ugu grein því líkt er farið með íþróttakappleiki víða annars staðar. Þá hlið hafnaboltamenningarinnar er svo sem ekki erfitt að skilja enda standa orðin „bjór“ og „bolti" í nánu samhengi víðast hvar í hin- um vestræna heimi. En þegar kemur að leiknum sjálfum, reglum og siðum hans, er þekking flestra Islend- inga - og áhug- inn sennilega líka - takmörkuð svo ekki sé meira sagt. Með þessu er engan veginn verið að dtaga úr gildi íþrótt- arinnar sem séu sýndar að marki hér heima? Mér liggur við að segja: Hvers vegna (ósköpunum? Fyrir skömmu sat ég í Flugleiða- vél á leið heim frá Bandaríkjunum. Kvikmyndin sem sýnd var á leið- inni hét 61* eða eitthvað á þá leið og fjallaði um tvo leikmenn NY Yankees í ógurlegu kapphlaupi við að slá „home run“ met Babe Ruth (man einhver eftir myndinni um hann?). Ekkert orð er að mér vit- andi til á íslensku yfir „home run“ og það eitt segir kannski sitt en lík- lega er hægt að jafha því til þess af- reks í knattspyrnu að skora mark beint úr aukaspymu. Tilfinninga- lega, að minnsta kosti. Nú má auðvitað segja að þar sem flogið var frá USA hafi verið full- komlega eðlilegt að sýna mynd af þessu tagi og ég get alveg skrifað upp á það. Nöldurseggurinn ég fór samt að velta þessu fyrir mér þá og mikil var fúrða mín er ég leit yfir dagskrá sjónvarpsstöðvanna_ einn föstudag fyrr í mánuðinum. Á dag- skrá stöðvar tvö um kvöldið voru nefnilega hvorki meira né minna en tvær hafnaboltamyndir, Angels in the Infield og Ty Cobb. Tvær. Nú er auðvitað gaman að góðri mynd óháð umfjöllunarefninu. En geta myndir sem fjalla að megni til um íþrótt sem enginn kann regl- umar í átt mikið erindi eða hrært við íslenskum áhorfendum? Tvær slíkar myndir sama kvöldið finnst mér nánast ótrúleg staðreynd. Er ástæðan fyrir sýningu þessara mynda kannski önnur en skemmt- anagildið? Getur verið að á ein- hvern skringilegan hátt séum við að sýna með hverjum við stönd- um? Styðja okkar menn - okkar „samvestrænu gildi“ - eins og einhver orðaði það? Um þessar mundir standa Bandaríkjamenn í ströngu heima og heiman eftir hryðjuverkin níðingslegu sem unnin voru í New York í byrjun septem- ber. Allir taka undir sorg þeirra, reiði og vandlætingu á óhæfuverkunum en hins vegar er stuðn- slíkrar, aðeins verið að benda á þá staðreynd að einhverra hluta vegna hefur hún ekki fangað íslendinga - sem annars eru afar móttækilegir fyrir nýjum dillum - hingað til. Ást Bandaríkjamanna á hafna- bolta finnur sér auðvitað marga far- vegi þar vestra. Þeirra á meðal er auðvitað kvikmyndabransinn. Þjóðaríþróttin og hetjur hennar fyrr og nú hafa verið mærðar í mý- mörgum vinsælum kvikmyndum frá ómunatíð. Ekkert nema gott um það að segja. En með leyfi að spyrja: Að virtu almennu þekkingar- og áhugaleysi íslendinga á sportinu, er þá ekki fremur furðulegt að þessar myndir r T ingur við aðgerðir þeirra, stríð og sprengjuárásir ekki svo almennur enda síður en svo sjálfsagður. Á ís- lenskum stjómvöldum má skilja að þau styðji Bandaríkjamenn skilyrð- islaust og samþykki fyrir sitt leyti hvaða aðgerðir sem þeim dettur í hug að beita í tilraunum sfnum við að ná illvirkjunum. Sýningar og áhorf íslendinga á hafnaboltamyndir á þessum síðustu og verstu er kannski hægt að skoða þannig: „Þó við skiljum ekki reglurnar, skulum við samt spila rneð. Vð treystum því bara að þið vitið hvað þið séuð að gera.“ f ó k u s Algengasta spurningin á Islandi er jafnframt óþolandi og leiðinleg. Hún er aðallega notuð af gamalmennum sem eru aðframkomin af leiðindum og vilja ólm kreista spjall úr öll- um sem þau hitta eða þá af tortryggnum foreldrum sem vilja leggja próf fyrir tilvonandi maka barns síns til að sjá hvort þar sé á ferð vandaður einstaklingur. Fókus hefur sett saman nokkur skotheld tilsvör sem ættu að slá ryki í augun á þessum hnýsnu sadistum sem blygðunarlaust pína mann eftir mann með því að spyrja frekjulega: Hverra marma ert þú? <D © „Hverra manna? Ég veit ekki betur en ég sé bamabamið þitt...“ „Móðir mín var strippari og ég veit ekki hver faðir minn er ..." „Þegar þú ert munaðarlaus og alinn upp í kexverksmiðju, þar sem þú færð eina skál af mylsnu í kvöldmat ... þá verður þér slétt sama um ættfræði ...“ „Faðir minn var strippari og ég veit ekki hver móðir mín er ...“ YA e <2> „Ég var ræktaður í petrískál á tilrauna- stofu ( Usbekistan. Faðir minn heitir Dr. Gomulatzken." „Ég fannst tveggja mánaða gamall fyrir framan Dómkirkjusafnaðarheimilið með miða sem á stóð: „Please take care of my little one. - C. Manson." „Það er skemmtileg tilviljun að þú skulir segja „manna", ég var einmitt alinn upp af tveimur samkynhneigðum karlmönnum og þótt ég kallaði annan þeirra reyndar „mömmu" alla tíð þá var þetta samt mjög viðeigandi orðað hjá þér ..." „Hvað varðar þig um það? Sendi Faulkner þig? Segðu honum að úraníumið hafi verið ónýtt þegar ég fékk það!!! Helvítis raddirn- ar! Attu nokkuð sígarettu?" © © C£ „Ég er sonur föður míns en dóttir móður minnar, skilurðu? „Ég heiti Dóri Moussaieff og kem frá Bessastöðum." „Ég heiti Bríet og er ekki komin af neinum mönnum! Bara svo að þú vitir það þá var ég alin upp af tveimur konum og þær kenndu mér að karlmenn væru rót —— alls hins illa.“ ' „Ég gæti sagt þér það en þá þarf ég að drepa þig.“ „Njáll Steingrímsson heiti ég.“ „Veistu ekki hver ég er?“ „Ég er afsprengi kindarinnar Dolly en mér var kennt að kalla Kára Stefánsson pabba.“ © ©> © 0 18 26. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.