Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 x>v Fréttir Samgönguráðherra á íslandsmet í niðurgreiddu einkaflugi Flugmálastjórnar: Reglur um TF-FMS brotnar - vélin ætluð til neyðarflugs og sérhæfðra verkefna en ekki í samkeppni Innanhússreglur flugmálastjóra um notkun á vél Flugmálastjómar TF- FMS em skýrar og ljóst er að þær era í einhverjum tilvikum þverbrotnar. Þetta era einu reglumar sem til era um notkun vélarinnar í þágu annarra en Flugmálastiómar. DV óskaði í gær eftir því við Flugmálastjórn að hún upplýsti blaðið um reglumar. í gögn- um sem Heimir Már Pétursson upplýs- ingafulltrúi sendi blaðinu kemur fram að Þorgeir Pálsson flugmálastjóri gaf síöast út reglur um notkun vélarinnar þann 26. mars árið 1997. Þar segir í fyrstu grein að vélinni sé ætlað „að sinna neyðarflugi eða bráðaflugi fyrir opinbera aðila, þar sem líf, almanna- heill og/eða mikii verðmæti era í húfi. Þá er vélinni ætlað að aðstoða opinber- ar stofnanir, sinna verkefnum fyrir ráðuneyti eftir því sem við veröur komið og flytja æðstu embættismenn þjóðarinnar, þegar þess er óskað. Þeir aðilar sem hafa aðgang að vél- inni samkvæmt reglum flugmálastjóra era stofnanir samgönguráðuneytisins, Landhelgisgæslan, Almannavamir, Ratsjárstofnun og aðrir aðilar „sam- kvæmt ákvörðun flugmálastjóra", Þá er því lýst að Tryggingastofnun ríkis- ins geti i neyðartilvikum fengið afnot af flugvélinni. Ekkl í samkeppni í reglunum er því lýst að Flugmála- stjóm leggi áherslu á vélin sé ekki í samkeppni við flugrekendur um verk- efni á almennum markaði „heldur sinnir aðeins vel skilgreindum verk- efnum fyrir opinbera aðila, þar sem stofnunin hefur sérstöðu vegna eigin- leika flugvélar hennar eða vegna eðlis verkefnanna". Ráðherra flýgur Sturla Böövarsson samgönguráðherra er allra ráöherra duglegastur vlö aö nota flugvél Flugmálastjórnar. DV hefur fjallaö ítarlega um mállö. Hér flettir Sturla blaöinu. RöítiT l'orsvujMucnn Jórvíkur íhunu uft kieru til sumkeiipuisyfirvolda vvgrmTI'MÖ: Glórulaus og stór- felld niðurgreiðsla - icgir rvksiiHi'stJóri seiu óttust hofnd !•''iuKimilustjnrmu- hfrtnfWl dfltfi vf luv mH. V* WtoM) fjnita I r». *•«!>• vvrsu- tkvýtqa v.m 6W*r ðrb JmYfcir mi' W HwsrmrtW’* *WÍ«W>il>a»i Samkvæmt þessum reglum hafa ýmsir farið á svig við þær. Vandséð er að flug með ráðherra til Akureyrar eða á aðra þéttbýlisstaði með ráðherra til að taka skóflustungu aö nýbyggingu eða klippa á borða krefjist sérstakra eiginleika flugvélar á borð við TF- FMS. Þá verður ekki séð að eðli verk- efnanna sé þannig að sérstakan við- búnað þurfi. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra vísaði í DV-yfirheyrslu í gær tO þessara reglna sem hann lýsti sem „skýrum". í yfirheyrslunni lýsti Sturla því að ekki væri eðlismunur á rekstri TF-FMS og ráðherrabílanna. Flugmálastjóm er undir hatti sam- gönguráðherra. Ljóst má vera að með því að fljúga til Akureyrar til að skrifa undir samning eða á Snæfellsnes til að taka skóflustungu eða flytja ávarp er ráðherrann að bijóta umræddar reglur flugmálastjóra. Sama má segja um ferðir annarra ráðherra sem ekki flokkast sem æðstu embættismenn rík- isins og hafa skotist með vélinni í ýms- um erindagjöröum á staði sem ekki krefjast sérhæfni flugvélarinnar. Þar ber hátt ferðalag utanríkisráðherra á vörasýningu í París og ferðir þriggja ráðherra í bæinn flussiat við Diskóflóa á Grænlandi. Þá er vandséð annað en Flugmálastjóm sé í beinni samkeppni við einkarekin flugfélög með því að niðurgreiða ráðherraflug sitt. Stórfelld niðurgreiösla Upplýsingar DV um notkun ráð- herra á TF-FMS hafa vakið mikla at- hygli. Upplýst var að samgönguráð- herra hefði notað vélina í 58,4 klukku- stundir síðan 1998. Útsöluverð á hvem flugtíma í dag er 85 þúsund krónur en ekkert kostar að láta hana bíða. Sam- kvæmt þeirri verðlagningu kostar leiguflug samgönguráðherra 5 milljón- ir króna á tilteknu tímabili. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur itrekað sagt í fjölmiölum og á Alþingi að DV fari með rangt mál þessu eftii og vísar til þess að í hans ráðuneyti finnist aðeins reikningar fyrir 1,9 miilj- ónum króna en ekki 5 milljónum. Sturla Böðv- arsson tók við embætti samgönguráðherra í lok maí árið 1999 af Halldóri Blöndal. Síðan þá hefur hann flogið með TF-FMS í 32,7 klukkustundir. Hall- dór Blöndal flaug með vél- inni í samtals 25,7 klukku- stundir árin 1998 og 1999. Þar af var hann á lofti í sjö klukkutíma í mars 1999 þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Sturla ráðherra flaug alls í 10,5 tíma það sem eftir lifði ársins 1999. Sturla slær aðra út Árið 2000 flaug hann alls í 17,2 tíma. Fyrstu sjö mánuði ársins var Sturla á ferð með TF-FMS í fimm flugstundir. Samanlagt hefur hann því leigt vélina í 32,7 klukkustundir frá miðju ári 1999 sem slær út flugtíma allra annarra ráðuneyta frá ársbyijun 1998. Miðað við verðskrá Flugmálastjómar kosta þessi viðskipti samgönguráðuneytisins á núvirði 5 milljónir króna. Ef miðað er við að flugtíminn hafi kostað 77 þús- und krónur, eins og gerðist fyrir árið 2001, heíði Sturla átt að greiða 2,5 millj- ónir króna fyrir sinn þátt en Halldór rúmar 2 milljónir króna. Heildarflug- kostnaður samgönguráðherranna tveggja er, miðað við verðskrá ársins 2001, um 5 milljónir króna. Hefði ekki verið um ríkisstyrkt og stórlega niður- greitt flug að ræða hefði reikningurinn fyrir flug ráðherra samgöngumála ver- ið miklu hærri. Flug slíkrar vélar sem TF-FMS myndi kosta að lág- marki 110 þúsund krónur á flugtím- ann. Hinn fijálsi markaður heföi þannig krafið samgönguráðu- neytið um 6,4 milljónir króna fyrir samsvar- andi flugtíma. Hjá Flugmála- stjóm er ekkert tekið fyrir biðina Flugkostnaður Almennur Flugmáia- markaður stjórn en einkarekin flugfélög innheimta 15 þúsund á tímann fyrir hana. Þar sem ekki fást aðrar upplýsingar um ferðir vélarinnar en hvert hún fór er útilok- að að reikna út biðtímann. Ef áætlað er að TF-FMS hafi beðið í 100 klukkustundir í þágu samgönguráðherra frá 1998 er raunkostnaður við biðina 1,5 milljónir króna. Þannig er verð- mæti þessara viðskipta um 8 milljónir króna. Niðurgreiðsla flugsins þýðir aftur á móti að ekki hafa verið greiddar „nema“ rúmar þijár milljónir króna ef marka má upplýsingar Sturlu um að ráðuneytið hafl borgað tæpar tvær millj- ónir króna fyrir hans þátt í fluginu. Fróöárundur í DV í gær var því haldið fram að TF-FMS heföi beðið eftir Sturlu meðan hann fór að sjá leikritið Fróðárundrin í Ólafsvík. Ráðherrann hefur nú upp- lýst að hann ók til Reykjavíkur eftir að hafa flogið með vélinni sama dag frá Reykjavík til Akureyrar og þaðan í Stykkishólm. Sú leynd sem Flugmála- stjóm og sum ráðuneytanna hafa ákveöið að hjúpa ferðir vélarinnar er þess valdandi að DV hefur ekki upplýs- ingar um það hvenær er um að ræða biðtíma og hvenær ekki. Ráðuneyti Sturlu var spurt um þessi atriði í sum- ar en svör voru ófullnægjandi og því engin leið að átta sig á því hvenær vél ráðherrans beið og hvenær ekki. Þær upplýsingar sem óskað var eftir fyrir hálfu ári era því smám saman að ber- ast munnlega frá ráðherranum og í þessu tilviki notar hann fróðleiksmol- ana gegn blaðinu. Meðal þess sem varpar leynd á ferð vélarinnar er að farþegalistum hennar hefur verið hent. Mörgum flugrekendum þykir það undarlegt og fram hefur komið að Flugleiðir geyma farþegalista sína í eitt ár. í loggbók TF-FMS er að finna upplýsingar um það hvert vélin hefúr farið og hve lengi hún hefur dvalið á hveijum stað. Gísli S. Einarsson al- þingismaöur óskaði eftir því í sumar að fjárlaganefnd kallaði eftir loggbók- inni. Þremur mánuðum seinna tók nefndin erindi hans fyrir og hafnaði að kalla eftir upplýsingunum en vísaði er- indinu til Ríkisendurskoðunar. Enn hvílir þvi mikil leynd yfir hinu niður- greidda flugi með TF-FMS. Notkun á TF-FMS - flug ráðherra á vél Flugmálastjómar frá 1998 til jtílí 2001 <*nv 58,4 28£ 2U 20,1 19,9 15,8 10,7 9J 7,7 24 U 0,4 Heiti potturinn Umsjón: Höröur Kristjánsson netfang: hkrist@dv.is Dýr stóll Jóns Ungir framsóknarmenn þinga í herbúðum flokksins á Hverfisgöt- unni í dag. í drögum aö ályktun sem leggja átti fyrir fundinn er uppstokkun ráðu- neyta. Vilja ung- liðar frammara helst fá bæði for- sætis- og fjármála- ráðuneyti. Er þetta talið til marks um aukna spennu milli rikis stjórnarflokkanna Skemmst er að minnast radda úr herbúðum sjálfstæöismanna sem vilja ólmir fá heilbrigðisráðuneyt- ið. Er það m.a. taliö orsök þess að ungliðar Framsóknar vilji láta hart mæta hörðu og hrifsa til sín bæði stól Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde í kaupbæti. Heilbrigðis- stóll Jóns Kristjánssonar verður því dýrt seldur... Friðrik svalur! Heldur betur virðist hafa hvesst á milli Friðriks J. Arngrímsson- ar, framkvæmdastjóra Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, og Grétars Mars Jónssonar, for- seta Farmanna- og fiskimanna- sambands ís- lands. Hefur löng- um verið grunnt á því góða milli þeirra tveggja og ekki batnaði sam- bandið í síðustu samningalotu sjó- manna og útvegsmanna. Nú geng- ur Friðrik svo langt í leiðara í Út- veginum, fréttabréfi LÍÚ, að þjóf- kenna Grétar beinum orðum. Óvíst er livernig þessi slagur fer. Pottverjum þykir Friðrik þó sval- ur því varla hafi hann getað valið sér meiri þungavigtarmann úr hópi sjómannastéttarinnar til að berjast við ... Frelsi.is „llla lyktandi óféti...?“ Frelsarinn á vef ungra sjálfstæð- ismanna ögrar Héraðsdómi Reykja- vikur heiftarlega 31. september vegna umdeilds dóms yfir Hlyni Frey, Vigfús- syni I þjóðem-1 issinna fyrir ummæli sem hann viðhafði í DV um hörundsdökka íbúa Afríku. Segir á Frelsisvefnum að Hlynur eigi ekki að þurfa að borga sekt fyrir að básúna út heimskulegar skoðanir sinar um aðra kynþætti. Skoðanir hans dæma sig sjálfar. Klykkir greinar- ritari síðan út með þessum orðum: „Gular heiðnar lesbíur eru sérlega ógeðfelldur hópur fólks. Fyrir utan það að vera illa lyktandi óféti eru þær almennt heimskari og latari en fólk er flest.“ - Bíða menn nú spenntir eftir viðbrögðum yfir- valda ... Hydro-bræöur Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar, tekur alltaf þátt í árlegi tónlistarskemmtun sem haldin er í Egilsbúð í Nes- kaupstað og er nánast eins og „hluti af leiktjöld- unum“ þegar þessi sýning er annars vegar. Smári er söng- maður mikill og gamall „bítill" eins og þeir gerast best- ir. í ár var hátíðin í Neskaupstað tileinkuð Evrópsku söngvakeppn- inni og flutt mörg lög úr þeirri keppni sem þekkt hafa orðið, bæði íslensk og erlend. Smári fékk það hlutverk að syngja hið danska verðlaunalag Olsen- bræðranna, „Fly on the Wings of Love“, og gerði það ásamt félaga sínum, Helga Magnússyni. Og til að hafa þetta allt sem heimilislegast þá komu þeir fram undir nafninu „Hydro-bræður“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.