Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 Útlönd DV David Trimble náði ekki endur- kjöri á N-írlandi David Trimble, fyrrum forsætis- ráðherra í heimastjórn Norður-ír- lands og forystumaður Ulster-hreyf- ingar sambandssinna, varð að bíta í það súra epli í gær að ná ekki end- urkjöri þegar kosið var til embætt- isins í írska þinginu. Trimble kenn- ir andstæðingum friðarsamkomu- lagsins, sem kennt er við föstudag- inn langa, um ósigurinn og segir þá hafa myndað „blokk“ gegn sér til að koma í veg fyrir að hann yrði endurkjörinn. Trimble sagði af sér embætti fyrr í sumar til að mótmæla seinagangi IRA í samningaviðræðum um af- vopnum og þurfti hann meira en helming atkvæða sambandssinna til að ná endurkjöri. Aðeins 49,2 pró- sent þeirra 59 sambandssinna sem kusu studdu Trimble. Aukið atvinnu- leysi í kjölfar hryðjuverkanna Samkvæmt nýjum upplýsingum bandarískra stjórnvalda jókst at- vinnuleysi mikið í landinu í síðasta mánuði, í kjölfar hryðjuverka- árásanna á New York og Pentagon, eða úr 4,9 prósentum í september í 5,4 prósent í október, sem að sögn banda- ríka atvinnumálaráðuneytisins er það mesta á milli mánaða síðan í desember árið 1996. Tala atvinnulausra hækkaði um 732 þúsund manns í 7,7 milljónir og var aukningin mest í framleiðslugeir- anum, en þar misstu um 142 þúsund manns vinnuna. Erfitt að fjarlægja stýriflaugarnar Yfirmaður rannsóknarinnar á flaki rússneska kjamorkukafbátsins Kursk sagði í gær að rannsóknir á flakinu hefðu leitt í ljós vísbendingar sem varpað gætu ljósi á það af hverju kaf- báturinn fórst, og með honum öll áhöfnin, alls 118 manns. Að sögn hans munu niðurstöður þó ekki liggja fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo mánuði, en nú er unnið að því að fjarlægja 22 stýriflaugar úr flakinu og hefur sú vinna gengið erf- iðlega. „Við höfum fundið þónokkuð af vísbendingum, en allur sannleikur- inn kemur ekki í ljós fyrr en stefni bátsins verður rannsakað en það var skilið frá bátnum á hafsboti og verður látið bíða þar til næsta árs.“ Peres og Arafat funda á Mallorca: wmwrœ Mikil reiöi í ísrael vegna dauða þriggja hermanna Talsmaður israelsku ríkisstjómar- innar lýsti því yfir í gær að hermenn- imir þrír, sem handteknir voru af líb- önskum Hizbollah-skæruliðum í landamæraskæmm í síðasta mánuði, hefðu verið úrskurðaðir látnir þó lik þeirra hefðu ekki enn verið afhent ísraelskum stjómvöldum. ísraelskur herprestur staðfesti að hernum hefðu borist ömggar heimildir fyrir því að hermennimir væm látnir og því hefði yfirlýsingin verið gefin út án þess að likin hefðu verið afhent. Hermennimir lentu í fyrirsát skæmliðanna á eftirlitsferð um landa- mærin og munu hafa orðið fyrir sprengum sem særðu þá mjög alvar- lega. Israelsk stjórnvöld líta málið mjög alvarlegum augum og má ætla að það hafi alvarlegar afleiðingar hvað varðar væntanlegt friðarferli fyrir botni Miðjarðarhafs og gæti hugsan- lega breitt út enn meira ófriðarbál, þar sem Hizbolla-samtökin njóta stuðnings yfirvalda í Sýrlandi og íran. Félagar syrgðir Ung stúlka í ísraelska hernum syrgir látna félaga sem uröu fórnarlömb Hizbollah-skæruliða. Tony Blair, sem hitti þá Yasser Ara- fat og Ariel Sharon á ferð sinni um Miðausturlönd í fyrradag, vottaði isra- elsku þjóðinni samúð sína, en mikil reiði og sorg ríkir nú i landinu vegna málsins. Nú er ljóst að þeir Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Shimon Peres, ut- anríkisráðherra ísraels, sem deildu friðarverlaunum Nóbels árið 1994, munu hittast á fundi á sólareyjunni Mallorca um helgina, þar sem þeir sækja efnahagsráðstefnu þjóða heims, en Sharon ísraelsforseti gaf Peres sitt leyfi til að hitta Arafat, þrátt fyrir mót- mæli harðlínumanna i ríkisstjórn hans. Þeir félagar sátu saman til borðs í kvöldverðarboði í gærkvöld, ásamt Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í boði í boði Jose Maria Aznar, forseta Spánar og gestgjafa ráðstefnunnar. Talið er að Sharon sé að undirbúa jarðveginn fyrir heimsókn sina til Bandaríkjanna í næstu viku þar sem hann mun ræða væntanlegt friðarferli við Georg W. Bush, Bandaríkjaforseta, en Bush hefur lagt mjög hart að Shar- on að friðarviöræður byrji sem fyrst. Fjórir fræknir á Mallorca Þeir Yasser Arafat, forseti Palestínu, Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, Jose Maria Aznar, forsætisráöherra Spánar, og Shimon Peres, utanríkisráöherra ísraels, stilla sér upp fyrir Ijósmyndara, þar sem þeir voru staddir á efnahagsráöstefnu þjóöa heims sem haldin er á Formentorskaga á sóiareyjunni Mallorca um helgina. Þeir Arafat og Peres munu þar nota tækifærið til aö funda um ástandiö heima fyrir. Miltisbrandsplágan greinist víðar en í Bandaríkjunum: Fyrsta miltisbrandstilfellið greinist í Þýskalandi Miltisbrandstilfelli spretta nú upp víðar en í Bandaríkjunum, en i gær bárust fréttir af tveimur stað- festum tilfellum sem upp hafa kom- ið í Þýskalandi á síðustu dögum. Það fyrra kom upp i fyrirtæki i bænum Rudolfstadt í Turingen í austurhluta landsins og mun það fyrsta tilfellið þar í landi þar sem líkur benda til að bréf hafi innihald- ið miltisbrandsgró. Hafa heilbrigðisyfirvöld á staðn- um þegar staðfest að fyrsta rann- sókn gefi það sterklega til kynna og er málið nú í frekari rannsókn í Berlín. Sendingin, sem mun hafa verið póstlögð i Pakistan, þótti strax grunsamleg og var því ekki opnuð fyrr en á rannsóknarstofu og þvi ekki talin hætta á smiti. Annað tilfelli kom upp í fylkinu Schleswig-Holstein í vesturhluta Pósturinn Starfsfólks póstþjónustunnar um víöa veröld gætir nú ýtrustu varkárni viö vinnu sína vegna smithættu. landsins í gær, en þar var málið í rannsókn og að sögn yfirvalda talið líklegt 'að um sams konar sendingu væri að ræða og var frekari upplýs- inga að vænta um helgina. Litháen varð á þriðjudaginn fyrsta landið í Evrópu til að staðfesta send- ingu sem innihélt miltisbrandsgró, en það uppgötvaðist í pósti til banda- ríska sendiráðsins í Pakistan sögðu yfirvöld frá því í gær að tvö tilfelli miltisbrandssmits hefðu greinst i landinu síðustu daga og mun það í fyrsta skipti sem smit greinist utan bandarískrar stofnun- ar. Fyrra tilfellið kom upp á ritstjórn dagblaðsins Daily Jang í Karachi, með boðsendu bréfi sem óþekktur maður afhenti starfsmanni og inni- hélt það miltisbrandsgró. Starfsfólk- ið var þegar sett á mótefnalyfjagöf og stendur nú yfir nánari rannsókn í húsakynnum blaðsins. Seinna til- fellið kom upp í tölvufyrirtæki í Karachi og barst smitið þar einnig með pósti og gengst starfsfólk þar einnig undir lyíjagjöf. Fimm Serbar dæmdir Fimm Bosn- íu-Serbar, sem unnu við Om- arska-fanga- búðirnar al- ræmdu á dög- um borgara- stríðsins i Bosníu, hafa verið fundnir sekir um glæpi gegn mannkyn- inu af stríðs- glæpadómstóli Sameinuðuþjóðanna í Haag. Um er að ræða fjóra fanga- verði og einn bílstjóra sem einnig mun hafa stundað það að misþyrma föngunum og hlutu þeir 5 til 25 ára fangelsisdóma. Áætlað er að um sex þúsund manns hafi dvalið í búðun- um að staðaldri og að hundruð hafi látist vegna hungurs og barsmíða. SÞ tekur á vændi Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Bosníu-Hersegóvníu hafa tíma- bundið látið loka fimmtán veitinga- húsum í norðurhluta Brcko, vegna þess að ungar stúlkur höfðu þar ver- ið þvingaðar til vændis. Er þarna um skipulagðar aðgerðir SÞ að ræða, til að stemma stigu við straumi ungra stúlkna frá Austur- Evrópu til landsins, en þær koma þangað í atvinnuleit og eru síðan þvingaðar til vændis. Dæmi eru um að allt að 120 stúlkur stundi þessa iðju á einum og sama veitingastaðn- Engin ástæða til hlés Tyrknesk stjórnvöld, sem á dögunum ákváðu að senda Banda- ríkjamönnum 90 manna sérþjálf- aða hersveit til aðstoðar i barátt- unni gegn hryðju- verkahópum Osama bin Ladens í Afganist- an, segja enga ástæðu til að hætta aðgerðum meðan múslímar halda föstu- mánuðinn Rama- dan hátíðlegan frá og með miðjum mánuðinum. „Hryðjuverkamenn bera enga virðingu fyrir trúarlegum gildum og því er engin ástæða til að gera hlé á aðgerðum," sagði tals- maður stjórnvalda í gær. Shach látinn 103 ára Rabbíninn Eliezer Shach, trúar- legur leiðtogi Orthodox-gyðinga- safnaðarins, lést úr hjartaáfafli í Tel Aviv í gærmorgun á 104. aldursári. Shach var ekki aðeins trúarlegur leiðtogi, heldur líka pólitískur leið- togi og stofnandi Shach-flokksins. Hann hafði mikil áhrif, enda guð- faðir fjölda stjórnmálamanna sem sæti áttu í Knesset, eins og ísraelska þingið er kallað. Ekki eru allir á einu máli um aldur Shachs og segja sumir hann hafa verið orðinn 107 ára þegar hann lést. Talibanar taka af lífi Talsmaður talibanastjórn- arinnar í Afganistan sagði í gær að 25 liðsmenn and- stöðuforingjans og konungssinn- ans Hanids Karzai hefðu verið handtekn- ir og biðu sumir þeirra nú aftöku sem fram færi næsta daga, annaðhvort í Kandahar eða Uruzgan í suðurhluta landsins. Talibanar leggja mikla áherslu á að finna Karzai, sem nú fer huldu höfði í fialllendi Uruzgan- héraðs, en hann er fyrrverandi að- stoðarutanríkisráðherra í fyrri rík- isstjórn Afganistans. Fylgismenn hans voru handteknir þegar her- sveit talibana kom þeim að óvörum í einni leitarferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.