Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 Helqarblað i>v Hu Jintao, varaforseti Kína, þykir líklegastur arftaki Jiang Zemins forseta: Rísandi stjarna í rauðu austri Erlendar fréttir /jJíiJjjjmt' í ágústmánuöi sl. komu helstu leið- togar úr miöstjórn kínverska komm- únistaflokksins saman í baðstrandar- bænum Beidaihe við Bohaiflóa í Norð- austur-Kina, til að ræða framtíð þess- arar fjölmennustu þjóðar heims og ákveða hverjum verði faliö að leiða hana til frekari nútímavæðingar og aukinnar þátttöku í alþjóðasamfélag- inu - verkefni sem Kínverjar standa nú frammi fyrir í upphafi nýrrar ald- ar, eftir að hafa í haust hlotið loforð um inngöngu í alþjóða verslunarráð- ið, WTO, auk þess að vera treyst til að halda ólympíuleikana árið 2008. Fundurinn, sem haldinn var fyrir luktum dyrum, var til undirbúnings þriggja daga miðstjórnarfundi sem síðan var haldinn á lúxushóteli í Pek- ing seinni partinn í september og var mikilvægi hans því mikið og lítil tækifæri til sól- eða sjóbaða. Enda til- tölulega stutt í að kommúnistaflokk- urinn haldi 16. flokksþing sitt, sem fram fer i október á næsta hausti, þar sem fimm úr sjö manna æöstaráði flokksins munu væntanlega draga sig í hlé og eru þeirra á meðal þeir Jiang Zemin, forseti landsins og núverandi formaður kommúnistaflokksins, Zhu Rongji forsætisráðherra og Li Peng, forseti þjóðþingsins, allt þungavigtar- menn af þriðju kynslóð kínverskra forystumanna síðan kommúnistar tóku völdin í Kína árið 1949. Loft lœvi blandið Nýjustu fréttir herma þó að ein- hverjir úr hópnum séu ófúsir til að draga sig í hlé og mun harðlínumað- urinn, Li Peng, forseti þjóðþingsins, þar fremstur i flokki. Það gæti orðið til þess að klofningur og óeining magn- aðist innan miðstjórnarinnar, en loft mun þar þegar vera orðið lævi bland- ið og farið að lykta af hrossakaup- mennsku. Ekki bætir það heldur and- rúmsloftið í flokknum að harðlínu- menn hafa haldið uppi stöðugri gagn- rýni á Jiang forseta, sem endaði með miklum látum í síðasta mánuði þegar hann opnaði fyrir inngöngu sjálf- stæðra atvinnurekenda i flokkinn. Ekki ber þó að líta svo á að ástand- ið sé það slæmt að það boði ekki eitt- hvað gott og hafa síðustu gleðifréttir, eins og um væntanlega inngöngu í WTO og ólympíuleikahaldið í Peking árið 2008, aö mestu slegið á óánægju- raddirnar í bili. Ekki eru þó allir jafn ánægðir með að 15 ára barátta kín- verskra framfarasinna fyrir inn- göngu í WTO sé nú loksins á enda og benda á að þar geti brugðið til beggja vona þegar á reynir, eftir að Kínverj- ar hljóta formlega inngöngu eftir næstu áramót. Aukið verslunarfrelsi getur að mati harðlínumanna haft al- varlegar afleiðingar og jafnvel komið illa við kínverskan efnahag með auknu atvinnuleysi. Fordæmalaus áskorun Um niðurstöður baðstrandarfund- arins er litið vitaö og sama er að segja um miðstjórnarfundinn í Peking. Ný- legar hryðjuverkaárásir í Bandaríkj- unum munu þó örugglega hafa varpað skugga á hann, en það var þó ekki ætl- un Jiangs forseta að ræða þau mál þar, heldur að gera allt til að tryggja nauðsynlega einingu innan flokksins til að tryggja frekari framgang þess sem hann hefur nýlega kallaö „for- dæmalausa áskorun á nýja heims- sýn". Þar á Jiang við þá áskorun sem felst í þvi að takast á við ný vekefni sem fylgja inngöngunni i WTO, en hún opnar Kínverjum leðina inn á nýja markaði um allan heim, auk þess að galopna þeirra eigin til frekari heimsmarkaðssóknar. Slíkur risa- markaður sem sá kínverski er, en hann byggist á 1,3 milljarða manna Hu Jintao, varaforseti Kína, sem þykir líklegastur arftaki Jiangs Zemins í embætti forseta Kína og formanns kínverska kommúnistaflokksins er hér með Putin Rússlandsforseta í upphafi feröar Hus til Evrópulanda fyrr í vikunni, sem jafnframt er hans fyrsta ferð til vestrænna ríkja. Frá Rússlandi hélt Hu til Bretlands þar sem hann hitti Elísabetu drottningu eftir að hafa fundað með breskum ráðamönnum í fyrradag. Síðan var ferðinni heitið til Þýskalands, Frakklands og Spánar. Með þeim á myndinni er Liu Yongqing, eiginkona Hus. Kínverjar ríkari og ríkari Þessar skjótu þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa i tíð Jiangs forseta, sem tók við embætti árið 1993, hafa haft það í för með sér að Kínverjar eru að verða ríkari og ríkari með hverjum deginum og er talið að þeir hundrað ríkustu eigi allt frá 60 millj- ónum dollara og upp úr. Ríkastir eru taldir bræðurnir Liu Yongxing og Liu Yonghao, sem reka stærstu dýrafæðu- verksmiðju í Kína og eru þeir taldír í sameiningu luma á meira en einum milljarði dollara. Fyrir tveimur árum hefði verið óhugsandi að finna Kín- verja sem ætti meira en 100 þúsund dollara og sýnir það hve hratt málin ganga fyrir sig, enda heimamarkaður- inn risastór. Erlingur Kristensson blaðamaður neysluþjóðfélagi, hlýtur að eflast og njóta góðs af, en í dag er Klna fimmta stærsta úflutningsþjóð heims og 1 sjötta sæti hvaö varðar innflutning. Það er þvi ljóst að innnkoma þeirra á alþjóðamarkaöinn mun hafa mikil áhrif og þvl mikilvægt að yflrvöldum takist að byggja upp samtakamátt heima fyrir til að dæmið gangi upp. Opnun markaða og aukinn vilji Kínverja fyrir þátttöku í alþjóðasam- skiptum hefur kallað á miklar stjórn- málalegar áherslubreytingar heima fyrir og er nú svo komið að gamla kommúnistahugsjónin er á miklu undanhaldi fyrir nútímavæðingunni sem reyndar er komin lengra á veg en margur heldur. Enda sýna nýjar kannanir að einstaklingshyggjan er á hraðri uppleið og með opnun komm- únistaflokksins fyrir inngöngu sjálf- stæðra atvinnurekenda í flokkinn, sem telja verður fyrsta skrefið í inn- leiðingu kapítalismans, má segja að gamla hugsjónin sé fokin út í veður og vind. Nú er svo komiö að litrófið í miðstjórn flokksins er orðið æði skrautlegt, en þar takast nú á einar þrjár fylkingar frá hægri til vinstri þar sem Jiang forseti og félagar spila á miðjunni með vinstri armínn í vörn og þann hægri í sókn. Þrjátíu nýjar farþegaþotur Önnur merki um efhahagsbata og aukna bjartsýni er nýleg pöntun kín- verska ríkisins á 30 nýjum Boeing-far- þegaþotum frá Boeing-verksmiðjun- um í Bandaríkjunum, en þær munu kosta um það bil 1,6 milljarða dollara og verða afhentar til notkunar á næstu þremur árum. Um er að ræöa þotur af gerðinni Boeing 737-800 og munu 20 þeirra fara til „China Southern Airlines", en restin til fjög- urra minni félaga sem öll eru ríkis- rekin. Þetta mun aðeins byrjunin á frekari uppbyggingu flugflotans í landinu, en áætlanir sýna að Kínverj- ar munu þarfnast 1764 nýrra flugvéla á næstu 20 árum, en á því tímabili er gert ráö fyrir um tíu prósenta aukn- ingu í farþegaflugi. Þetta kemur sér vel fyrir flugvélaiðnaðinn, sem stend- ur nú frammi fyrir miklum erfiðleik- um eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum. Hu þykir vænlegri kostur Hvað sem því líður liggur fyrir að velja þarf nýjan formann kínverska kommúnistaflokksins næsta haust og i framhaldi af því nýjan forseta Kína, sem taka mun við völdum í landinu árið 2003 af Jiang Zemin. Það er því engin furða að menn á þeim bænum séu farnir að líta í kringum sig eftir arftaka og er þá helst litið til þeirra Hu Jintao varaforseta og Zeng Qing- hong, formanns skipulagsnefndar flokksins. Hu þykir þar af flestum vænlegri kostur og er hann talinn njóta víðtækari stuðnings innan mið- stjórnarinnar þó svo að Jiang forseti hafi hingað til gefið hinum 62 ára gamla Zeng undir fótinn í tilraunum hans til frama í flokknum. Það þykir veikja stöðu Zengs að honum tókst ekki að ná sæti í æðstaráðinu á síð- asta flokksþingi og einnig það að hann skuli vera undir handarjaðri Ji- angs forseta, sem er umdeildur innan miðstjórnarinnar. Óvenjuskjótur ferill Þótt embætti varaforseta hafi ekki þótt merkilegt áður en Jiang kom til valda árið 1993 og aðeins hugsað sem heiðursembætti fyrir áhrifaminni for- ystumenn sem biðu þess eins að þeirra tíma væri allur, hefur það auk- ið gildi sitt eftir að Hu tók við því, enda kannski meiri þörf fyrir sterkan aðstoðarmann með Jiang, sem hefur haft í mörg horn að líta, ekki aðeins sem forseti heldur líka sem yfirmaður hers og formaður flokksins. Ferill Hus, sem er aðeins 58 ára gamall, sem þykir ungt í kínverskum stjórnmálum, hefur verið óvenju skjótur og óvæntur, en hann gekk í flokkinn árið 1964, þá nemi í raf- magnsverkfræði við háskólann í Pek- ing. Deng Xiaoping, þáverandi leið- togi, fékk fljótlega augastað á honum þar sem hann vann ötult starf með ungliðahreyfingu flokksins og einnig varð hann handgenginn Hu Yaobag, fyrrum flokksformanni. Upp úr því tók hann við yfirstjórn flokksins í Tíbet og Guizhou, en í Tibet þótti hann sýna fádæma hörku gegn að- skilnaðarsinnum í héraðinu. Fram- ganga hans þar varð til þess að hann var kallaður heim til starfa i sjö manna æðstaráði flokksins árið 1992 og var þá falið að stjórna almanna- tenglum, auk þess að undirbúa yngri flokksmenn til æðri starfa. Rísandi stjarna Árið 1998, var hann síðan settur í embætti varaforseta og augljóst að honum voru ætluð krefjandi störf í framtíðinni, en þó ekki með svo skjót- um frama sem raunin er. Þrátt fyrir það er hann lítt eða ekkert þekktur meðal almennings í heimalandinu og er sömu sögu að segja um útlönd, eða þar til nú á dögunum að hann hélt í opinbera heimsókn til fimm Evrópu- landa, sem raunar er hans fyrsta ferð út fyrir Asíu. Samt er hann talinn lík- legastur til að taka við af Jiang sem formaður og forseti og virðist hafa til þess nægan metnað. Hann er skoðana- bróðir Jiangs um nútímavæðinguna og hefur reyndar nokkuö talað fyrir þeim málum. Þar á meðal á fundi í stjórnmálaskóla kommúnistaflokks- ins, þar sem hann varði t.d. ákvörðun Jiangs um að opna flokkinn upp á gátt. Hann lagði einnig áherslu á að ná samstöðu innan flokksins og nauð- syn þess að brúa bilið milli skoðana- hópa og því augljóst að hann reynir allt til að ná hylli allra skoðanahópa og beitir við það diplómatískum að- ferðum. Hér virðist því á ferðinni rísandi stjarna með háar hugsjónir og að margra mati sá rétti til að stýra Kínverjum inn í nýjar víddir. Nyrup boðar kosningar Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, boðaði á miðvikudag til þingkosninga þann 20. nóvember næstkomandi, eins og fjölmiðlar höfðu haft uppi vanga- veltur um. Nyrup bar við óviss- unni í heimsmálum í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin og herferðarinnar gegn talibönum i Afganistan og Osama bin Laden. Jafnaðarmannaflokkur Nyrups hef- ur notið vaxandi fylgis meðal kjó's- enda upp á síðkastið. Engu að síð- ur spá danskir fjólmiðlar því að baráttan verði hörð. Varaö við hryðjuverkum John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkj- anna, varaði í vikubyrjun við því að nýjar hryðjuverkaárás- ir á Bandaríkin eða bandarísk skotmörk væru yfirvofandi á næstu dógum. Þá skýrði Gray Dav- is, ríkisstjóri í Kaliforniu, frá því á miðvikudagskvöld að upplýsingar hefðu borist um að til stæði að sprengja upp helstu brýr ríkisins, þar á meðal Golden Gate-brúna í San Francisco. Miltisbrandurinn hélt áfram að skelfa Bandaríkja- menn og í vikunni lést starfsstúlka úr miltisbrandi í lungum. Ekki er vitað hvernig konan smitaðist. Loftárásir gagnrýndar Bandarísk stjórnvöld hafa sætt vaxandi gagnrýni fyrir loftárásir sínar á Afganistan undanfarna daga, bæði heima og heiman. Litill árangur virðist vera af loftárásun- um og þá hafa sífellt fleiri fréttir af mannfalli meðal óbreyttra borgara farið fyrir brjóstið á mórgum. Sharon kallar heim dáta Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, kallaði loks hersveitir sínar frá tveimur bæjum á Vestur- bakkanum i viku- byrjun. Hermenn- irnir yfirgáfu Bet- lehem og ná- grannabæinn Beit Jala, sem þeir höfðu hernumið, ásamt nokkrum öðrum, í kjölfar morðsins á einum ráðherra í stjórn landsins í októ- ber. Um miðja viku lýsti Sharon því yfir að hann væri reiðubúinn að hefja friðarvíðræður við Palest- ínumenn á ný, en samkvæmt hans eigin skilyrðum. Hertar loftárásir Bandarikja- menn hertu mjög loftárásir sínar á Afganistan í vik- unni og tilkynnt var að ekki yrði gert hlé á árunum í bænamánuði múslíma, Ramad- an, sem hefst um miðjan nóvember. Hersveitir tali- banastjórnarinnar norðan höfuð- borgarinnar hafa fengið að kenna á sprengjuregni Bandaríkjamanna sem ætlað er að veikja varnir þeirra og auðvelda andstæðingun- um í Norðurbandalaginu að ná höf- uðborginni Kabúl á sitt vald. Osama skrifar bréf Sádi-arabíski hryðjuverkamað- urinn Osama bin Laden hefur sent trúbræðrum sínum í Pakistan opið bréf þar sem hann hvetur þá til að snúast til varnar gegn því sem hann kallar krossferð kristinna manna á hendur múslímum og ís- lamstrú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.