Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________ÖV Verkföll flugumferðarstjóra yllu alvarlegum álitshnekki og uppnámi utanlands: Útlendingar yfirtaki flugumferðarsvæðið - linnulausar deilur gætu orðið til þess að breyta stjórnskipunarmálum í flugstjórn í úttekt nefndar, sem starfaði 1996-1997 til að kanna réttarstööu flug- umferðarstjóra, kemur fram að fóst laun íslenskra flugumferðarstjóra voru árið 1997 lægri en gengur og ger- ist hjá kollegum þeirra í nágranna- löndunum. Samanburður 10 Evrópu- landa sýndi að Svíþjóð var eina ríkið sem borgaði lélegri laun en íslenska ríkið. Byrjunarlaun flugumferðar- stjóra gátu þá farið niður í tæpar 150.000 en lokalaun voru 280.000 kr. án yfirvinnu og annarra tekna. Eins og komið hefur fram er þar um að ræða verulegan hlut af tekjum flugumferð- arstjóra sem stendur. Flugumferðar- stjórar vilja halda sömu tekjum og þeir hafa nú en með mun minni vinnu. Forsendur hafa breyst varðandi kjaramál flugumferðarstjóra eftir að skýrslan var gerð. Eftir að réttarstööu- nefndin skfiaði af sér kærðu flugum- ferðarstjórar til kjaradóms að þeir hefðu ekki virkan verkfallsrétt. Það mál vannst og í kjölfarið hóta flugum- ferðarstjórar að verkfallsvopninu verði beitt í annað skipti á árinu. Á sjöundu milljón í árslaun Meðalllaun íslenskra flugumferðar- stjóra voru-í júnl'í ár 522.000 kr., skv. Fréttariti kjararannsóknarnefndar op- inberra starfsmanna. Þar af voru dag- vinnulaun um 272 þúsund, yfirvinna tæp 50.000 og önnur laun um 100.000. Þrátt fyrir samanburð grunnlauna þeirra gagnvart erlendum kollegum árið 1997 segir Heimir Már Pétursson, talsmaður Flugmálastjómar, að alls ekki sé hægt að fullyrða að launin séu lakari hér sem stendur. Þótt fulltrúar ráðuneyta og Flugmálastjórnar hafi á sinum tima skrifað undir slíkt álit kunni umhverfið að hafa gjörbreyst síðan. „Þessi nefnd var sett á laggirn- ar til að meta stöðu þeirra stétta sem höfðu ekki virkan verkfallsrétt. Siðan fengu þeir hann og þar með er allt önnur staða komin upp,“ segir Heimir Már. Úttektin var gerð tfl að tryggja stöö- ugleika og rekstraröryggi flugumferð- arþjónustunnar og segir i niðurstöðu að öll röskun á flugumferðarstjórn geti dregið úr trausti og valdið álitshnekki á alþjóðavettvangi. Því sé nauðsynlegt að flugmálayfirvöid og flugumferðar- stjórar vinni saman að því að tryggja öryggi og stöðugleika flugumferðar- stjórnar innan flugumferðarsvæðisins. Verði það aðeins gert að fyrir hendi sé nægilegur íjöldi menntaðra og hæfra flugumferðarstjóra, sem hafi viðun- andi vinnuaðstöðu og njóti ásættan- legra kjara samkvæmt kjarasamningi. íslenska þjónustan ónauð- synleg? Heimir Már tekur undir þetta og segir að ef til verkfalls komi um miðj- an mánuðinn geti áhrifin orðið mikil og alvarleg. „Það yrði mikill álits- hnekkir fyrir íslenska flugstjórnar- svæðið ef kjaradeila myndi raska flug- inu hér yfir íslandi í annað skipti á ár- inu.“ Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra reifaði i DV í gær að einkavæð- ing kunni að standa fyrir dyrum hvað varðar flugumferðarstjórn. Heimir Már bendir á að tæknilega sé ekki nauðsynlegt að reka þessa þjónustu á íslandi. „Ef flugfélögin sem eru að fljúga hérna þrýsta á að önnur lausn verði fundin á flugumferðarstjórn á þessu svæði yrði það örugglega skoð- aö,“ segir Heimir Már. Danir hafa samið við ísland um að sinna flugumferðarsvæðinu yfir Grænlandi en að sögn Heimis Más gætu þeir hæglega endurskoðað þann samning og tekið póstinn af islenskum flugumferðarstjórum ef vilji þeirra stæði til. ísland er með 12 mílna loft- helgi en Heimir Már segir það hrein- / /-7-/7 Verkfallsréttur og launakröfur Samtök atvinnulífsins hafa harölega gagnrýrrtláunakröfur flugumferöarstjóra en opinberir aöilar eru sammála - u'm aö draga beri úr yfirvinnu þeiíra. Órói hefur veriö síöan flugumferöarstjórar fengu virkan verkfallsrétt. Ari Edwald. Heimir Már Pétursson. iega pólitiska ákvörðun hvaða fyrir- komulag sé viðhaft. Alls ekki sé sjálf- gefið að íslendingar sjái sjálfir um þessa þjónustu. Stór hluti Atlantshafsins Lítil samúð virðist með launakröf- um flugumferðarstjóra og þegar DV spyr talsmann Flugmálastjórnar hvort hann telji að þessar linnulitlu deilur muni hafa áhrif á vilja ráðamanna til að endurskoða núverandi stjórn ís- lendinga, segist Heimir Már ekki vilja leggja mat á launakröfurnar sem slík- ar. Hins vegar séu þessi mál rædd bæði á alþjóðavettvangi og innan- lands. M.a. sé i athugun hvort gera eigi flugstjórnina að sérstöku fyrir- tæki. „íslenska flugumferðarstjómin er ein af örfáum sem er enn í höndum flugmálastjóma. Þessi mál eru mikið að breytast í heiminum og viö verðum að fylgjast grannt með þeirri þróun. Ef til verkfalls kemur og þaö varir í ein- hvem tíma mun veröur mikill þrýst- ingur á að koma í veg fyrir það í fram- tíðinni að flugumferð yfir Atlantshafið raskist enn og aftur. Við emm með tæplega 30% umferðarinnar yfir Atl- antshafið frá Evrópu til Bandaríkj- anna en við erum ekkkert ein í heim- inum. Stóru flugfélögin munu ósköp einfaldlega þrýsta á að þessu verði breytt og einhverjum öðram verði fengin þessi þjónusta í hendur," segir Heimir Már. Loftur Jóhannsson, formaður Fé- lags flugumferðarstjóra, varaði í DV í gær við að gripið yrði til grjótharðrar einkavæðingar enda væri varla um neina samkeppni að ræða. „Við viljum hlita og fylgja leiðbeiningum Alþjóða- flugmálastjórnarinnar í þessum efn- um. Þeir vilja ekki að einkavætt sé í Sturla Loftur Böðvarsson. Jóhannsson. þeim skilningi sem einkavæðing venjulega þýðir. Þeir vilja að flugum- ferðarstjórnin verði áfram á ábyrgð ríkisins svo sem Chicago-sáttmálinn kveður á um. Þeir vilja að búin sé til sérstök stofnun sem heitið gæti t.d. Flugumferðarþjónusta íslands. Þar væri um að ræða sjálfstæða stofnun sem aflaði sér eigin tekna og ráðstaf- aði þeim að vild. Stofnunin yrði áfram á ábyrgð og í eigu ríkisins," sagði Loft- ur. Mikil aukning hefur orðið á síðustu áram í flugumferð um íslenska flug- umferðarsvæöið. Ejölgun flugumferð- arstjóra hefur ekki haldist i hendur við þessa þróun, samkvæmt því sem formaður Félags flugumferðarstjóra segir. „Aukningunni hefur verið mætt með auknu vinnuframlagi flugumferð- arstjóra, bættum tækjakosti og hag- ræðingu í vinnuskipulagi," segir Loft- ur Jóhannsson. Samkvæmt fyrirliggj- andi spám fyrir Norður-Atlantshafið var gert ráð fyrir að árleg aukning flugumferðar yrði um 5%-6% á ári til ársins 2010. Hryðjuverkin 11. septem- ber sl. hafa hins vegar kollvarpað þessari mynd og þvi telja flugumferð- arstjórar lag til að draga saman seglin nú hvað vinnutíma varðar. Ber að stefna að minni vinnu í skýrslu nefndarinnar segir: „Yfir- vinna flugumferðarstjóra hefur ætíð verið mikil og ber að stefna að því að dregið verði úr henni. í því sambandi ber að hafa i huga að yfirvinna hefur verið vemlegur hluti af heildartekjum flugumferðarstjóra, og er því hætta á að minnkun yfirvinnu raski afkomu flugumferðarstjóra, sem getur dregið úr stöðugleika og rekstraröryggi flug- umferðarþjónustu. Að undanförnu hefur tekist að draga nokkuð úr yfir- vinnu flugumferðarstjóra í flugstjórn- armiöstöðinni og er gert ráð fyrir aö unnt sé gera hliðstæðar ráðstafanir á öðmm vinnustööum. Aukin umferð mun krefjast aukins fiölda flugumferð- arstjóra og ber þvi að leggja áherslu á þjáffun nýrra flugumferöarstjóra auk kerfisbundinnar síþjálfunar. Til að stuðla að auknum sveigjanleika í rekstri er æskilegt að flugumferðar- stjórar öðlist öll réttindi á sínum vinnustað." Einnig segir í skýrslunni að við ákvörðun launakjara flugumferðar- stjóra beri að taka tillit til sérstöðu þeirra, m.a. að miklar kröfur séu gerð- ar til líkamslegs atgervis þeirra, ár- vekni og fumlausra starfshátta á álags- tímum. „Þessar kröfur hafa leitt til þess að flugumferðarstjórar þurfa að hætta störfum fyrr en aðrir ríkis- starfsmenn. Þá felst í starfinu að vinna verður á vöktum og vinnuálag er oft á tíðum meira en almennt ger- ist,“ segir í réttarstöðuskýrslunni. Kröfurnar einsdæmi Óvanalegt er að talsmenn atvinnu- lífsins ráðist að einni stétt og gagnrýni launakröfur með viðlika hætti og Ari Edwald, formaður Samtaka atvinnu- lífsins, gerir í leiðara á vefsíðu sam- takanna. Ari segir: „Frá árinu 1987 hefur kaupmáttur dagvinnulauna þeirra [flugumferðarstjóra] aukist um tæp 111% en eins og kunnugt er var kaupmáttur launa í sögulegu hámarki það ár og varaði aðeins skamman tíma. Á sama tíma jókst kaupmáttur dagvinnulauna annarra hópa opin- berra starfsmanna mun minna. Þannig jókst kaupmáttur félagsmanna Starfsmannafélags ríkisstofnana um 32%. Meira en tvöfóldun kaupmáttar launa félagsmanna tiltekins stéttarfé- lags á einum áratug er ugglaust eins- dæmi hér á landi og þótt víðar væri leitað." Hann segir einnig: „Nú þegar glímt er við verðbólgu og þrýstingur er á stöðugleika efnahagslífsins eru kröfur á borð við þessa fráleitar. Þá er tíma- setningin vægast sagt óheppileg, en líkt og fram kemur i skoðanakönnun sem birt er i þessu fréttabréfi eru horf- ur slæmar i ferðaþjónustu og er þar m.a. um að ræða áhrif hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum. Flugleiðir hafa orðið fyrir gríðarlegu fiár- hagstjóni vegna þeirra en boðaðar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eiga einmitt að standa frá kl. fimm á morgnana til kl. tuttugu á kvöldin og munu því hafa truflandi áhrif á nær allt millilandaflug félagsins." Að lokum má nefna að kjör flugum- ferðarstjóra virðast heldur laða til sín nýtt fólk en fæla frá. Þannig hefur ásókn í skóla flugumferðarstjóra verið gríðarleg. Aðeins 5-10% umsækjenda hafa verið tekin í flugstjómarskólann af öllum þeim fiölda sem sótt hefur um. Banaslys í Kollafiröi Ungt par lést í bílslysi í Kollafirði snemma á mánudagsmorgun þegar ökumaðurinn ók beint framan á flutn- ingabíl. Þá létust tvær ungar konur í bílslysi á Nesjavallavegi á föstudag í sl. viku. Þar með hafa alls 21 látist í umferðarslysum það sem af er líðandi ári og 2001 er orðið þriðja versta slysaárið. Sturla á flugi Samgönguráðherra hefur flogið allra mest ráðherra með TF-FMS, flugvél Flugmálastjórnar, eða í alls 58,4 klukkustundir síðan í ársbyrjun 1998. Farþegalistum vélarinnar hefur verið hent og því er engar upplýsing- ar að hafa um hverjir voru á ferð með æðstu ráðamönnum þjóðarinnar. For- seti íslands, félagsmála- og umhverfis- ráðherra hafa einir ráðamanna gefið DV fullnægjandi upplýsingar um ferð-_ ir sínar með vélinni. Gís]j, S, Einars- son alþingismaður-óskaði eftir því að fiárlaganefnd Alþingis fengi að skoða loggbók flugvélarinnar en nefndin hafnaði því. Einkavæddir flugvellir Til greina kemur að einkavæða rekstur Flugmálastjórnar að ein- hverju leyti, segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Hann nefnir í þessu sambandi rekstur flugvalla og hugsanlega flugumferðarstjórnina. „Það er ekkert ómögulegt 1 þeim efn- um,“ segir ráðherrann. Dómsátt hjá deCODE Dómsátt hefur náðst í máli því sem Ernir Snorrason geðlæknir höfðaði gegn deCODE. Ernir var einn af stofn- endum fyrirtækisins, en upp kom ágreiningur miili hans og Kára Stef- ánssonar, þannig að Ernir vék frá fyr- irtækinu. í dómsáttinni felst að Ernir fær 160 þúsund bréf í félaginu eða helming þess sem hann krafðist. Sjúkraliöar hýrudregnir Sjúkraliðar sem hafa unnið á und- anþágu á Landspítalanum hafa verið hýrudregnir sem nemur fiölda verk- fallsdaga. Formaður sjúkraliða segir þetta geta orðið til þess að sjúkraliðar hætti öllum störfum sinum í verkfalli. Ekkert miðar í kjaradeilu þeirra við viðsemjendur sína - né heldur kjara- viðræðum tónlistarkennara. Trú á vænkandí hag Nær tveir af hverjum tiu íslending- um hafa orðið fyrir reynslu sem telja má yfirskilvitleg, að því er fram kem- ur í nýrri DV-könnun. fvið fLeiri landsbyggðarmenn en höfuðborgarbú- ar hafa orðið fyrir þessari reynslu, hvaða ályktun sem draga má af því. Hart deilt í Hrísey Slökkviliðsstjórinn í Hrisey hefur kært sveitarstjórann og sakar hann um að hafa tmflað sig með handalög- málum og skömmum við skyldustörf þegar upp kom eldsvoði i eynni um sl. helgi. Sveitarstjórinn vísar ásökunum á bug. Hreppsnefnd bókar stuðning við sveitarstjóra, harmar að málið hafi komið í fiölmiðla og vill að kær- an verði dregin til baka. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.