Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 26
26 H Kynl'rf ■r? ' LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 !DV Helgarblað „Með þessar útsetning- ar, sem Þórir gerði fyr- ir mig, get ég stokkið upp á svið hjá hvaða hljómsveit sem er í heiminum sem spilar tónlist eins og þessa. Þannig má segja að ég standi einu skrefi nœr draumnum í dag en í gœr. “ Blessað barnalán? Einu skrefi nær draumnum Geir til i söng er kominn á áttræðis- aldur. En nú hefur Geir haslað sér völl á nýjum vettvangi þar sem hann segist geta sameinað það að læra söng og syngja í senn. Hann var í haust tekinn inn í fyrsta tenór í Karlakór Reykja- víkur sem er virt menningarstofnun á sviði kórtónlistar. Kominn í kórinn „Ég er afar stoltur af því að hafa verið tekinn inn í þetta félag. Þarna læri ég heilmikið í tónlist, tónheyrn og nótnalestri og læri auk þess að syngja í samhljóm við hóp annarra í staðinn fyrir að vera aðalnúmerið," segir Geir og telur víst að Karlakór- inn muni koma fram með honum á út- gáfutónleikunum og segist hafa heyrt að sextiu söngmenn hafi verið prófaö- ir í haust með inntöku í kórinn í huga en aðeins sex verið samþykktir inn. Á Broadway munu 77 karlar standa eins og klettaveggur að baki honum og þruma með digrum karlaróm yfir sal- inn. „Dúndurstemning," segir Geir. Geir segist vera viss um að diskur- inn sem Japis gefur út eigi eftir að selj- ast vel og er bjartsýnn á jólavertíðina. Það eru nokkrir hlutir sem ein- kenna Geir. Einn þeirra er galgopa- legt sjálfstraust hans sem maður veit ekki alltaf hvort er alvara. Annar er sá stíll hans að mæta í morgunkafli í bláum jakkafótum með ermahnappa eins og hann sé að fara á mafiufund. Geir fór til Ameríku og kannaði að- stæður þar sem söngvari fyrir fáum árum og þangað dreymir hann um að fara aftur og syngja. „Með þessar útsetningar, sem Þórir gerði fyrir mig, get ég stokkið upp á svið hjá hvaða hljómsveit sem er í heiminum sem spilar tónlist eins og þessa. Þannig má segja að ég standi einu skrefi nær draumnum í dag en í gær.“ PÁÁ Hvenær, hvernig og hversu oft? Það er ekki sama á hvaða tíma í tíðarýminu (tíðahringnum) parið er að reyna að leiða saman egg og sæðis- frumu. Mörg pör hafa ekki hugmynd um hvenær egglos á sér stað. Og í sannleika sagt er ekki alltaf hægt að segja til um það með einhverri vissu, sérstaklega ef konan er með óregluleg- ar blæðingar. Egglos á sér stað um það bil níu til þrettán dögum áður en fyrsti dagur blæðinga hefst. Hjá konu með reglulegan tíðahring er þvi auðveldara að finna út egglostímabilið en þá er konan frjósömust. Konur með óreglu- legan tíðahring geta reynt að mæla hit- ann hjá sér (á sama tíma á hverjum morgni) til að fmna út hvort egglos hafi nýlega átt sér stað. Einum til tveimur dögum EFTIR egglos hækkar hitastig líkamans nefnilega um nokkr- ar kommur og þá er „grænt ljós“ ef parið vill reyna að frjóvga eggið. Ef við snúum okkur að ákjósanlegri sam- farastellingu í getnaðarskyni er talið að hin hefðbundna „trúboðastelling" hafi vinninginn (karlinn ofan á og kon- an undir). Eftir að sæðið er komið inn í leggöngin er mælt með því að konan liggi kyrr í nokkrar mínútur (og láti vera að skola leggöngin). Og hvað tíðni samfara snertir kemur ekki á óvart að þvi oftar sem parið elskast, þvi meiri líkur eru á getnaði. - DV í ökuferð með Geir Ólafssyni, „fursta“ og söngvara Geir Ólafsson er ekki eins og fólk er flest. Hann syngur öðru- visi, hann klæðir sig öðruvisi og er að flestu leyti öðruvísi en flest- ir jafnaldrar hans. Geir hefur þeg- ar haslað sér völl í íslensku tón- listarlífi með söng sínum á banda- rískum eilífðarslögurum eins og hann sjálfur kallar lögin. Hann vill helst syngja lög sem Frank Sinatra, Tony Bennett og fleiri dægurlagakóngar af likri kynslóð gerðu fræg og hefur meira að segja látið Þóri Baldurs- son útsetningasnilling skrifa fyrir sig sérstakar útsetningar af nokkrum frægum slögurum svo þær henti rödd hans betur. Nú er diskurinn að koma út og skal heita Á minn hátt og Geir hringir í blaðamann DV og býður í bíltúr. Við ferðumst á hvítri Bu- ick Skylark bifreið um götur borg- arinnar. Nú er hann enn á norðan Það er nístingskalt úti og mis- kunnarlaus norðanáttin rífur inn i bein þegar hún lendir á Lauga- vegi og Skúlagötuströnd eftir flug- ið yfir hvítfextan fióann. Taktfast- ar drunurnar í aflmikilli vél Bjúkkans ríma skemmtilega við fágaða sveifluna í tónlist Furst- anna sem fyllir bílinn og fremst er hin bjarta rödd Geirs Ólafssonar Iceblue en Iceblue er nafnið sem hann notar þegar hann syngur í Ameríku. Við rólum um niður Laugaveg- inn undir I get a kick out of you og Smile when your heart is breaking. Miðstöðin í gamla Bjúkkanum blæs eins og hún get- ur þó það dugi varla og einhvem veginn finnst mér að ég sé stadd- ur í heimi Geirs Ólafssonar, að honum hafi tekist að höndla lítinn bút af draumalandinu Ameríku. Með þessum bíl og þessari tónlist hefur hann búið til sína séris- lensku útgáfu af Ameríku. „Eilíföarslagarar," segir Geir og við beygjum niður í bæ. - að auka líkur á getnaöi sem svæla framleiða færri sæðisfrumur. Neysla á hassi og áfengi dregur ennfrem- ur úr sæðis- framleiðslu. Vöðvatröllin sem taka inn anabólíska stera geta sömuleiðis átt von á því að frjósemin verði ekki alveg í topp þegar kemur aö því að fjölga sér. Lyfja- notkun að öðra leyti getur einnig haft áhrif á frjó- semina kannski ástæða til að tékka á Jóna Ingibjörg Jönsdóttir skrifar um kynlíf fyrir DV og Spegiiinn Geir Ólafsson söngvari á Bjúkkanum. Geir hefur haslaö sér völl sem söngvari meö amerískum slögurum og hefur nú gefiö út disk sem heitir Á minn hátt. Kann vel við eldra fólk Diskurinn er rétt ókominn í verslanir en fostudaginn níunda nóvember verða miklir útgáfutón- leikar á Broadway þar sem Geir og Furstarnir munu flytja lögin af diskinum. Furstarnir eru ekki beinlínis unglingahljómsveit eða jafnaldrar hins 28 ára gamla söngv- ara. Þegar meðalaldur hljómsveitar- manna er reiknaður kemur í ljós að hann rólar í kringum 57 árin. Þama eru Guðmundur Steingrímsson, sem er kallaður Papa Jazz, á tromm- ur. Carl Möller situr við píanóið, Árni Scheving þenur bassann, Jón Páll Bjarnason slær gítar og Þorleif- ur Gíslason blæs í saxófóninn eins og honum einum er lagið. Um þessa menn mætti skrifa langt mál hvern um sig en þeir eru allir hluti af ís- lenskri jasssögu og hafa víða komið við, bæði hérlendis og erlendis. Furstamir njóta umtalsverðra vin- sælda og Geir segir að þeir séu bók- aðir um allar helgar nokkra mánuði fram í tímann. „Það var ekki eins og þessir snill- ingar væru neitt sestir í helgan stein. Þetta eru menn sem hafa kennt mér mikið og ég ber mjög mikla virðingu fyrir þeim,“ segir Geir þegar hann reynir að útskýra fyrir mér hvers vegna hann hafi stofnað hljómsveit með mönnum sem hver um sig gæti verið faðir hans aldursins vegna. Lick It up „Ég er alinn upp við að hlusta á fjölbreytta og fágaða tónlist. Ég var að hlusta á Count Basie og Frank Sinatra þegar jafnaldrar mínir voru að hlusta á þungarokk. Ég hef alltaf kunnað vel við mig með eldra fólki," segir Geir og upplýsir reyndar í leiðinni að hann hafi einu sinni eignast plötu með am- erísku hljómsveitinni Kiss sem hét Lick It up. Það var það lengsta sem hann komst í rokkinu. Geir hefur mjög sérstæða rödd sem stundum hljómar eins og kontratenór og það kemur því ekki á óvart að Sverrir Guðjónsson hefur verið meðal kennara hans í söng mjög lengi. Sverrir er talsvert eldri en Geir en Einar Sturluson sem einnig hefur sagt Af og til fæ ég spurningar á Spegl- inum á Vísir.is frá pörum sem óska þess heitt að verða foreldrar en ekk- ert gengur né rekur þrátt fyrir að þau hafi ekki notað getnaðarvarnir í lang- an tíma og stundi sína heimaleikfimi í gríð og erg. I nútímasamfélagi, sér 1 lagi okkar íslenska, á allt að ganga hratt og snurðulaust fyrir sig. Því rekur marga í rogastans að uppgötva að það er ekki ætíð einfalt mál aö kveikja nýtt líf. Ef parið er búið að reyna í meira en eitt ár, án getnaðarvama, er hugsanlegt að fijóseminni sé eitthvað ábótavant. Heimilisaltarið sýndi um daginn sjónvarpskvikmynd um raun- ir pars sem tókst ekki að verða bomm, þrátt fyrir allar mögulegar til- raunir. Enn gremjulegra var að ófrjó- semisvanda þeirra var ekki hægt að útskýra, þ.e.a.s. engar læknisfræði- legar ástæður fundust fyrir ófrjósem- inni. Minnkandi frjósemi Er eitthvað til í því að fijósemi fólks hafi hrakað, a.m.k. í hinum vestræna heimi? Já, og nokkrar ástæður heyrast oftar en aðrar. Kon- ur fresta barneignum í æ ríkari mæli en áður en frjósemi fer minnkandi með hækkandi aldri. Þær vilja mennta sig, koma starfsframanum á gott ról, hreiðra um sig í íbúðinni og vera í þokkalega traustu sambandi svo fátt eitt sé nefnt. „Neðanbeltis- bakteríur", „kærleiksbakteríur" eða hvað við kjósum nú að kalla allar þær bakteríur (og veirar) sem orsaká kynsjúkdóma, geta skert frjósemi bæði hjá körlum og konum. Þessar lífverur era ekkert að leggja upp laupana og lifa góðu lifi hjá mörgum þeirra sem hafa kynmök. Kynsjúk- dómurinn klamydía getur til dæmis valdið bólgu í eggjaleiðuram eða eist- um. Klamydía er ein algengasta ástæða bólgu í eggjaleiöurum og get- ur bólgan leitt til ófrjósemi og aukið líkur á utanlegsfóstri. Klaufaleg uppákoma Aukin streita í æ flóknara og kröfu- harðara samfélagi er oft nefnd sem einn af samverkandi þáttum minnk- andi fijósemi. Fyrirhuguð stöðvun á starfsemi glasafijóvgunardeildar Land- spítalans olli án efa enn meiri hugar- angri hjá pörum sem era á biðlista eft- ir að hefja meðferð. Þessi ótímabæra lokun sem nú er reyndar hætt við, var klaufaleg uppákoma svo ekki sé meira sagt. Fyrir utan seinkun bameigna og kynsjúkdómasmit er fækkun sæðis- frumna (og aukinn slappleiki þeirra) stundum nefhd til sögunnar sem ástæða fyrir minnkandi fijósemi. Það er ekki alveg á tæra hvort fækkun sæðisfrumna stafi af meiri umhverfis- mengun eða aukinni streitu - líklega hafa báðir þættir einhver áhrif. Hæfileg líkams- þyngd Þótt megnið af estrogen-hormóninu í likama kvenna sé framleitt í eggja- stokkunum er það líka aö finna í fitufrum- um líkamans. Gott hormónajafnvægi er nauðsynlegt fyrir eðli- lega frjósemi og skal þá engan undra að öfgar (í báðar áttir) hvað varðar fitumagn trufli þetta jafnvægi. Nægir að nefna heilsufar kvenkyns lystarstolssjúklinga sem hætta að hafa egglos og ingar því likams- starfsemin er öll komin úr skorð- um. Gott heilsufar er líka mikils virði. Konur sem strompreykja eiga erfiðara með að verða ófrískar og karlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.