Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 27
27 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað DV-MYND HARI „Ég fíla Strindberg mjög vel,“ segir Árni Pétur. „Strindberg skrifar mikið um það sem er í deiglunni; það sem var rætt um á Kaffibar þess tíma. Margir halda að hann hafi verið einstakur, geð- veikur kvenhatari, líkt og Edvard Munch. En þeir voru engir geðsjúklingar, þeir pældu þara í hlutunum. Strindberg átti auðvitað sitt einkalíf og leyfði því að flæða aðeins inn í list sína. “ Úr móð að leikarinn hafi tilfinningar - Árni Pétur Guðjónsson fílar Strindberg og heldur áfram að kynnast honum með leiklestri á Kröfuhöfunum í Borg- I dag verður leiklesið í Borgar- leikhúsinu verkið Kröfuhafar eftir August Strindberg. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson en leikar- ar eru Árni Pétur Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Gunn- ar Hansson. Umfjöllunarefni verksins er klassískt og kemur ást- arþríhyrningur þar við sögu likt og í fleiri verkum Strindbergs, til dæmis Fröken Júlíu þar sem frökenin kokkálar kokkinn. Fyrr í sumar var sýnt hjá Einleikhúsinu Fröken Júlía, enn og aftur alveg óð í leikstjórn Rúnars Guðbrands- sonar. Þar fór á kostum Árni Pét- ur Guðjónsson sem í dag endur- nýjar kynni sín af Strindberg. Tilfinningar áhorfandans „Ég flla Strindberg mjög vel,“ segir Árni Pétur. „Strindberg skrifar mikið um það sem er í deiglunni; það sem var rætt um á Kaffibar þess tíma. Margir halda að hann hafi verið einstakur, geð- veikur kvenhatari, líkt og Edvard Munch. En þeir voru engir geð- sjúklingar, þeir pældu bara í hlut- unum. Strindberg átti auðvitað sitt einkalíf og leyfði því að flæða aðeins inn í list sína.“ Árni Pétur segir mikilvægt að leyfa sér að blanda sjálfum sér í listsköpunina en viðurkennir að það sé oft erfitt. „Ég lék lengi vel alltaf góðu mennina sem stóðu fremst á sviðinu með fallegu bláu augun sín full af tárum. Þá voru arleikhúsinu í dag allir ánægðir. í Hamskiptum Kafka lék ég síðan föðurinn sem var mjög óviðkúnnanlegur. Fólkið mitt var mjög móðgað að ég skyldi sýna þessa persónulegu hlið. List- sköpunin litast alltaf af eigin lifi og það er það sem Strindberg not- ar. Annars er komið úr móð að leik- arar hafi tilfinningar. 1 hinum stóra heimi á bara að túlka og sýna - áhorfandinn á að hafa til- finningar." En þótt áratugir hafi liðið frá skriftatima Strindbergs þá er enn verið að tala um sömu hlutina á Kaffibarnum. „Mannlegar tilfinn- ingar breytast ekki þótt tæknin breytist," segir Árni Pétur. „Mörg þúsund ára gamall texti getur stað- ið mjög nærri manni en þó aðal- lega tilfinningarnar. Húsnæðið breytist og þjóðfélagið en það sem gerist milli mannfólksins er alltaf líkt.“ Svokallaður hákúltúr Undanfarin ár hefur leikhúsá- hugafólki nokkrum sinnum verið boðið upp á að hlýða á leiklestur frægra leikverka. Frú Emilía var á sínum tíma með leiklestur á verk- um höfuðskálda eins og Tsjekhovs og Gorkís og i Borgarleikhúsinu var fyrir skömmu leiklestur á klassískum verkum í nýrri þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar. „Þetta er svokallaður hákúltúr," segir Árni Pétur, „og stórkostleg leið til að kynnast leikritum. Þarna erum við fyrst og fremst að kynna lista- manninn August Strindberg en síður listamennina sem koma að uppsetningunni. Við komum text- anum bara til skila.“ Ámi Pétur segist vera hrifinn af hákúltúr. „Þetta snýst allt um áherslur. Ef Kröfuhafarnir ættu að moka inn peningum þyrfti eflaust að peppa það svolítið upp; setja inn nokkur dansatriði og þekkta gam- anleikara. Menning verður að vera fjölbreytileg, það verður að vera til menning fyrir alla og ekki fyrir alla. Tónlistarfólk þekkir þetta bet- ur, það eru til dæmis ekki allir hrifnir af avanseruðum djassi. Það eru til mismunandi stærðir í sam- bandi við vinsældir." Og þegar ég minnist á það við Árna Pétur hvort vinsældir séu ekki óvinsælt orð í leikhúsinu seg- ir hann: „Nei, nei. Það er aðalorð- ið í leikhúsinu. Það verður bæði að vera til list fyrir listina og list fyr- ir markaðinn. Ég passa mig hins vegar á þvi að blanda mér ekki saman við markaðinn. Það eru aðr- ar deildir sem sjá um markaðinn. Ég held að það geti gert hvern leik- ara brjálaðan að hafa miklar áhyggjur af markaðnum, það er að segja þangað til honum verður sagt upp. En þá fer venjulegur leikari bara og treður upp í anddyri Seðla- bankans eða Smáralindar og snap- ar sér vinnu þannig. Leikari verð- ur alltaf leikari." -sm ÍSLENDINGAR UM ÍSLENDINGA I KVÖLD "Ekki mæðgurnar" Edda Heiðrún og Margrét Helga mæta í kvöld leik- og vinkonunum Eddu Björgu og Lindu Ásgeirs. Fjalar reynir að hafa hemil á hópnum - megi þær skárri sigra. 19.30 20.00 21.00 22.00 23.00 00.00 King of Queens City of Angels íslendingar Profiler Love Cruise (e) Hollywood Raw (e) Linqa Asgeirs Edda Björg Fjalar Edda Heiðrún i: m: 3N®St Margrét Helga ÆÍbt' .... J SKJAR EINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.