Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 43
 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 DV Gott verð á lystisiglingum Þeir sem vilja leyfa sér náin kynni af almennilegri sól og sælu á næstu mánuðum gætu dottið í lukkupottinn hvað varðar verðlag á lystisiglingum um Karíbahafið. Bandaríkjamenn hafa afpantað ferðir sínar unnvörpum og því er möguleiki fyrir hagsýna ferða- langa að ná ferðum á mjög góðu verði á síðustu stundu. Nokkuð hefur þó dregið úr verðfallinu þar sem nokkur skip hafa verið bundin við bryggju og veröa þar þangað til stríðinu í Afganist- an lýkur. Ekki er nóg með að ferða- þyrstir Bandaríkjamenn haldi að sér höndum heldur hefur eftirspurn í Bret- landi einnig dregist saman um 40%. Þeim sem hyggja á að nýta sér verð- lagið á þessum ferðum er þó bent á að athuga hvort fyrirtæk in_ séu-trýgg en tvö stór lystisiglingafyfirtæki í Banda- __ jikjunutn hafa farið á hausinn í haust, Renaissance og American Classic Voyages. Reimleikahótel Bresk ferðaþjónusta er nokkuð frmnleg um þessar mundir. Vítt og breitt um landið er að fmna hótelher- bergi með draugagangi. Og i stað þess að þagga niður óværuna er lagt nokk- uð upp úr þessum sérstaka eiginleika hótela, þ.e. reimleikunum og aðdrátt- arafli þeirra. The Sunday Times sendi fimm blaðamenn út af örkinni til að lýsa upplifun sinni á fimm frægustu draugahótelum Bretlands. Blaðamenn- imir máttu ekki hafa nein samskipti við vini og fjölskyldu og til að koma þeim í rétta skapið var þeim gert að lesa smásöguna The Red Room eftir H.G. Wells. Þau fimm hótel sem blaðamennirnir gistu á voru Gosforth Hall í Cumbria sem fékk níu í einkunn (af tíu mögu- legum) á hræðsluskalanum, The Grosvenor í Shaftesbury fékk sjö í ein- kunn og vildi blaðamaðurinn aldrei fara þangað aftur, Goat Gap Inn í Gigg- leswick fékk einnig sjö í einkunn og blaðamaðurinn vildi ekki fara þangað aftur einn síns liðs og heldur ekki í október, Borthwick Castle í Skotlandi sem fékk tvo í einkunn og vildi blaða- maðurinn ekki fara þangað aftur nema það kæmi almennilegt gufubað og The Crown Hotel i Bildeston sem fékk niu og umsögnina: aldrei aftur. Litríkt Les Halles Þeir sem ætla sér til Parísar á næst- unni ættu alls ekki að láta markaðs- torgið í kringum Les Halles fram hjá sér fara. Þar er hægt að versla, borða og versla meira. Mannlifið er litríkt og skemmtilegt en þó skal hafa varann á því mikið er af vasaþjófúm og illa inn- rættum betlurum. Dópsalar eru einnig á öðru hverju strái. En mannlífið og vamingurinn er þess virði að halda fast um veskið. Skammt frá Les Halles er hið ódýra rauða hverfi Parísarborgar. Þar ber einnig að hafa gætur á umhverfi sínu. Það skal þó tekið fram að löggæsla er mjög sýnileg á staðnum. 51 Helgarblað Á slóðum hákarla og Herberts Guðmundssonar: A hákarlaveiðum í Portúgal Algarve-héraðið í Portúgal er mörg- um íslendingnum vel kunnugt þar sem íslenskar ferðaskrifstofur hafa í árarað- ið boðið upp á ferðir þangað. Flestir is- lenskir ferðalangar nota fríið til að Uggja í sólinni en fyrir þá sem em æv- intýraþyrstari þá er nóg af æsilegri skemmtun í boði. DV-MYNDIR SNÆFRÍÐUR Blóöugt barn Þessi hákarl er ekki fullvaxinn en þrátt fyrir ungan aldur er hann nú þegar vígalegur. Takiö eftir tönnunum. veiðiferðir. Sjálf höfnin í Villamorua er áhugaverð sjón því þar er að finna ótrú- legt magn af lystisnekkjum. Það eru því- líkir peningar í umferð í þessum bæ, ekki síst í hinu glæsilega spilavíti bæj- arins og er bærinn vinsæll áfangastaður þeirra sem eiga einhver veraldleg auð- æfi. Vilji maður á annað borð veiða þá þarf maður í rauninni ekki að fara lengra en niður á bryggju því höfhin í Villamora er full af smáfiski sem lifir á brauðmolum frá ferðalöngum. Það er hreint ótrúleg sjón að sjá heilu fisktorf- urnar beijast um brauðmolana. Engin björgunarvesti Það eru þó nokkrir aðilar sem bjóða upp á hákarlaveiðar frá Villamora og er samkepgnin. um ferðamennina hörð. Myndirnar i auglýsingabæklingnum áttu stóran þátt í vali okkar á bát en við völdum að sjálfsögðu bátinn sem skart- aði hvað hrikalegustum auglýsinga- myndunum, þó svo það hafi nú komið á daginn að það hafi litlu máli skipt. Þó bátamir sem bjóða upp á þessar ferðir séu svipaðir í útliti þá er öryggið innan- borðs mismunandi og það kom okkur mjög á óvart að engum af farþegunum í ferðinni sem við fórum í var boðið björgunarvesti . Einu öryggisreglumar um borð var risastórt skilti þar sem bananar voru bannaðir. Myndirðu hugsa þig tvisar um ef þér stæði til boða að veiða tveggja metra há- karl? Fyrir mér var það engin spuming þar sem ég lá í sólbaði við sundlaugar- barm í Portúgal í svona týpískri sólar- landa- pakkaferð. Auglýsingabæklingur sem komst í mínar hendur kveikti strax áhuga minn enda var af myndunum sem hann prýddu um enga smátitti að ræða. Þrátt fyrir frekar hátt verð (12.000 peso) þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um, þetta var eitthvað sem ég varð að prófa. Spilavíti og fiskitorfur Eftir að hafa talað kærastann til var ég mætt niðri á bryggju í lúxusbænum Villamora (en þar er m.a nýjasta mynd- band Herberts Guðmundssonar, „Svar- aðu“ tekið upp). Frá þessum bæ er hægt að halda í köfunarferðir, skemmti- og skoðunarferðir með ljúffengum veiting- um inniföldum en síðast en ekki síst í Síld er notuö sem beita fyrir há- karlana. Ekki er ráölagt aö vera aö skaka stöngina heldur bíöa rólegur átekta þar til bitið er á. Hallbjörn í ham Hallbjörn Hjartarson leggst ekki í híöi yfir vetrartímann. Hann mun troöa upp á kántríhátíö á Skagaströnd í kvöld en til stendur aö halda fleiri slík- ar á næstunni. Helgarferðir á Skagaströnd: Vetrarríki kúrekans Þvi fer fjarri að kúrekar norðurs- ins liggi í kæli yfir vetrartímann. í dag verður frumsýnt nýtt „kántrýs- how“ þar sem hefðir villta norðursins eru hafðar í hávegum. í kringum sýn- inguna verður boðið upp á heildstæð- an kúrekapakka en innifalið í honum er akstur, gisting, morgimmatur, há- degismatur á laugardag, reiðtúr, kvöldmatur, skemmtun og dansleikur í Kántrýbæ. Fyrir höfuðborgarbúa kosta herlegheitin einungis 16.900 kr. Meðal þess sem er á dagskránni er línudanssýning, kántríball auk þess sem hinn eini sanni Hallbjöm Hjart- emson tekur lagið. Ferðast verður í hóp á hestum um gjöfular veiðilend- ur. Gist er í sumarhúsum Glaðheima á Blönduósi þar sem meðal annars er hægt að láta líða úr sér eftir útreiðar- túr og iðka danslist í heitum pottum og sauna. Þeir sem hafa áhuga á nán- ari upplýsingum geta sent tölvupóst á ferdhun@simnet.is eða hringt í síma 452 4770 og 891 7863. Glæsihöfn Boöiö er upp á hákaríaveiöar og aörar veiöiferöir frá höfninni í Villa- moura. Þar er hægt aö sjá margar glæsilegar snekkjur enda bærinn vin- sæll áfangastaöur þeirra sem eiga eitthvaö af seölum. Öldugangur og sjóveiki Það er varla hægt að mæla með svona veiðiferð fyrir hvem sem er þvi það er dágóð sigling á miðin, í okkar til- viki rúmur klukkutími og ef eitthvað er að veðri þá er ekki ólíklegt að sjóveiki geri vart við sig. I ferðinni sem við fór- um í urðu allir samferðamenn okkar, um tíu talsins, veikir enda dálltiil öldu- gangur og á tímabili gengu reyndar gusurnar yfir bátinn. Þegar loksins var komið á veiðistaðinn lá helmingur far- þeganna ælandi út fyrir borðstokkinn. Við íslendingamir vorum þeir einu sem héldum höfði fyrir utan áhöfnina sem var skipstjóri og hjálparkokkur hans, unglingspiltur sem sá um öll samskipti við farþegana þar sem skipstjórinn tal- aði ekki orð í ensku. Meira að segja Englendingur sem mætti um borð í veiðivesti og með sínar eigin græjur, greinilega þaulvanur veiðimaður, þoldi ekki þessa siglingu. Þar sem sjóveiki hafði heltekiið far- þegana var ekki mikill áhugi hjá mann- skapnum þegar loks var hægt að fara að renna fyrir hákarl. Við vorum þau einu sem hegðuðum okkur eins og túristar, tilbúin með myndavélina og vorum áhyggjufull yfir því hvað við ættum að gera ef bitið yrði á. En okkur til dálitilla vonbrigða eru hákarlaveiðar ekki eins mikil aksjón og við héldum og snúast jafnmikið um þolinmæði og aðrar veið- ar. Vitlaus hákarlabörn Þegar búið er að setja beituna á, sem í þessu tilfelli var kramin sild, er rennt út og síðan beðið átekta. Stöngin er sett í þar til gert statív og er ekki hreyfð þar sem hákarlar bíta ekki á ef maður er að skaka. Þess vegna er líka betra að fara út í logni. Eftir nærri klukkutíma bið var loks- ins bitið á og það trekk í trekk og þá varð að sjálfsögðu uppi fótur og fit á bátnum. Bráðimar voru þó ekki stórar því allt sem beit á voru hákarlsungar. Þrátt fyrir smæð sina eru tennurnar í þeim svona litlum svakalegar, þannig að margir farþeganna urðu fegnir að Lítill en lævís Fullvaxnir hákarlar bíta ekki á í úfnum sjó en þaö gera hins vegar ungarnir sem er kannski bara ágætt þar sem öryggi er víöa ábótavant. Myndi mað- ur t.d ekki vilja vera í björgunarvesti ef þessi væri fullvaxinn á línunnl? veiðin væri ekki stærri en þetta. Eftir myndatöku var þeim öllum sleppt því sú tegund sem náðist um borð er ekki notuð til manneldis. Við hefðum að sjáifsögðu kosið að ná stærri fiskum um borð en skipstjórinn sagði ástæðuna vera veðurfarið, þeir stóru bitu ekki á í úfnum sjó, bara vitlaus hákarlaböm. Samt sem áður var ferðin vel þess virði og siglingin á miðin bauð upp á skemmtilegt útsýni yfir ströndina en sjórinn hefði reyndar mátt vera lygnari. Útgerðarmennirnir geta ekki ábyrgst veiði og það er engin endurgreiðsla í boði ef ekkert veiðist. Það er því vissara fyrir fólk að taka sjóveikistöflur áður en lagt er í slíka ferð svo það sé alla vega hægt að hafa gaman af útsýninu. -snæ M€NNTRF€IRG QVGGINGRRIÐNRÐRRINS SVEINSPRÓF í HÚSASMÍÐI Sveinspróf í húsasmíði verður haldið 25. - 27. janúar 2002 Umsóknarfrestur er til 1. desember nk. Ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma. Umsókn skal fylgja afrit af burtfararskírteini og námssamningi. Þeir sem Ijúka bóklegu námi á þessari önn þurfa ekki að láta fylgja umsókn skírteini frá skóla. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Menntafélagi byggingariðnaðarins, Hallveigarstíg 1,1. hæð, Reykjavík, sími 552-1040 og fax 552-1043. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Menntafélagsins www.mfb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.