Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 I»V Tilvera Heimsmeistaramótið í París 2001: Vinnur Noregur í fyrsta sinn? Þegar þetta er lesið er verið að spila síðustu spilin í úrslitaleik Nor- egs og Bandarikjanna 2 um Ber- múdaskálina og heimsmeistaratitil- inn í bridge. Flestir áttu samt von á því að hin- ir sigursælu Italir og núverandi Ólympíumeistarar næðu inn í úr- slitin, eða núverandi heimsmeistar- ar, Bandaríkin 1, eða ef til vill báð- ar sveitirnar. Þessar frábæru sveit- ir lentu hins vegar saman í íjórð- ungsúrslitum og ítalir burstuðu keppinauta sina. Fjórðungsúrslitin fóru annars þannig: Pólland burstaði Indland, 279-105 Bandaríkin 2 burstuðu Frakk- land, 275-178 Noregur burstaði Indónesa, 297-215,3 Ítalía burstaði Bandaríkin 2, 262-146 I undanúrslitum spiluðu saman Pólland og Bandaríkin 2 og byrjaði Pólland með 3 impa forskot. Það dugði hins vegar skammt fyrir hina frábæru Pólverja og Bandaríkin 2 unnu einvígið örugglega með 169-133. I hinum undanúrslitaleiknum byrjaði Noregur með 16 impa for- skot á ítali og hélt forystunni allan tímann þótt hún hafi aðeins verið 5 impar þegar eitt spil var eftir. Það spil féll hins vegar og lokastaðan var því 194-189. I kvennaflokki eru hins vegar að spila til úrslita sveitir Þýskalands og Frakklands. Frakkar unnu Bandarikin 2 með 261,5-148, meðan Þýskaland sigraði Austurríki með 240-207. Við grípum niður í eitt af síðustu spilunum i einvígi ítala og Noregs um úrslitasæti. Þar héldu margir að ítalir ætluðu að hrifsa sigurinn eft- ir að hafa verið undir allan tímann. A/0 ♦ Á753 ♦ DG732 ♦ 985 * KG94 * 5 * 65 * ÁG10643 ♦ D10862 V G632 ♦ Á4 ♦ D2 V AD109874 K1098 4■ K7 Á öðru borðinu opnaði Helgemo í suður á fjórum hjörtum og enginn hafði neitt við það að athuga. Duboin spilaði út tígulgosa, Bocci drap á ásinn og skipti í spaða. Hel- gemo trompaði, fór inn á laufás, svínaði síðan hjartadrottningu. Kóngurinn tók slaginn og Duboin spilaði meira laufi. Vörnin fékk síð- an slag á hjarta og tígul: einn niður Stefán Gudjohnsen um brídge og 50 til a-v. Á hinu borðinu sátu n-s Versace og Lauria en a-v Aa og Grotheim. Þar gengu sagnir hins vegar á þessa leið: Austur Su&ur Vestur Norður pass 1* pass 1« pass 3 9» pass 4 * pass pass pass Grotheim spilaði út tíguldrottn- ingu, lítið og ásinn átti slaginn. Aa skipti yfir í tromp og Lauria svinaði drottningunni. Grotheim drap á kónginn og skipti í laufníu. Gosinn úr blindum, tvistur og Lauria drap með kóng. Hann tðk nú hjartaás og spilaði hjartatíu. Aa gat nú hnekkt spilinu með því að spila laufdrottningu en ef til vill hélt hann að Lauria hefði átt kónginn einspil. Allavega spilaði hann tígli. Lauria drap á kónginn og tók trompin í botn. Grotheim gafst upp með þvi að kasta öllum tíglunum en líklega hefði Lauria hvort eð er fundið drottninguna tvíspil hjá Aa. Það voru dýrmætir 10 impar til ítala sem ennþá héldu í vonina. UMFERÐAR RAÐ . ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.