Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 47
55 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 DV_______________________________________________________________________________________________Islendingaþættir bbi 90 ára___________________ Helgi Hallgrímsson, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Attræð Guörún Jóhanna Vigfúsdóttir vefnaðarkennari í Kópavogi 85 ára_________________________________ Valgerður Einarsdóttir, Bekansstööum, Akranes. 80 ára_________________________________ Jón Alexandersson, Aöalstræti 9, Reykjavík. Vinir og vanda- menn eru velkomnir í kaffiveislu í Dillonshúsi í Árbæjarsafni á afmælis- daginn milli kl. 16.00 og 19.00. Vagn Kristjánsson, Fellsmúla 14, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Auður Jónasdóttir, Ránarslóö 4, Höfn. Magnea Jónsdóttir, Ásgarði 3, Keflavík. Petra Salome Antonsdóttir, Byggöavegi 96b, Akureyri. SiguröurJónsson, Króktúni 14, Hvolsvelli. 70 ára_________________________________ Jóna Siguröardóttir, Þórshamri, Tálknafjöröur. Sigríöur B. Sigurðardóttir, Álfaskeiöi 41, Hafnarfiröi. 60 ára ________________________________ Auðbjörg Díana Árnadóttir, Heiöarlundi 18, Garöabæ. Björgvin Kjartansson, Mánastíg 4, Hafnarfiröi. Guðrún Einarsdóttir, Faxatröö 7, Egilsstööum. Guðrún Guðmundsdóttir, Leynisbraut 41, Akranesi. Hildur Hilmarsdóttir, Bergþórugötu 41, Reykjavík. Siguröur Ingvarsson, Sunnubraut 8, Garöi. 50 ára_________________________________ Bjarni Júlíus Valtýsson, Skólavegi 29, Vestmannaeyjum. Gestur Már Þórarinsson, Logafold 57, Reykjavík. Guömundur H. Guðnason, Drápuhlíð 25, Reykjavík. Jóhanna Sigrún Thorarensen, Gyöufelli 10, Reykjavík. Patricia Ann Heggie, Hlíðarvegi 12, Grundarfirði. Þórður Oddsson, Efstasundi 43, Reykjavík. 40 ára_________________________________ Arndís Magnúsdóttir, Skipholti 18, Reykjavík. Ámi Svavarsson, Lyngheiöi 21, Hverageröi. Hjörtur Cýrusson, Tunguvegi 88, Reykjavík. Jónína Sigriður Jónsdóttir, Vesturbergi 49, Reykjavík. Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, Lambhaga 6, Bessastaöahreppi. Ósk Soffía Valtýsdóttir, Eskihlíð 8, Reykjavík. Sólveig Fanny Magnúsdóttir, Rósarima 7, Reykjavík. 'OJD ■ mmm (ö 550 5000 </) @ vísir.is '0J3 => A 550 5727 03 '05 ■ E Þverholt 11, 105 Reykjavík </> Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir vefnaðarkennari, Vogatungu 29, Kópavogi, er áttræð í dag. Starfsferill Guðrún fæddist á Grund í Þor- valdsdal á Árskógsströnd, ólst upp í Litla-Árskógi á Árskógsströnd, hafði búsetu á ísafirði 1945-89 en flutti þá í Kópavoginn og hefur átt þar heima síðan. Guðrún stundaði nám við Hús- mæðraskólann að Laugalandi, Eyja- firði 1940-41, stundaði nám við ný- stofnaða vefnaðarkennaradeild Hús- mæðraskólans á Hallormsstað 1943-45, lærði jurtalitun hjá Matt- hildi Halldórsdóttur i Garði í Aðal- dal sumarið 1945, og stundaði list- vefnaðamám í Uppsölum í Svíþjóð sumarið 1948. Guðrún var aðstoðarstúlka í vefn- aði 1941^42, heimilisfarkennari í vefnaði á vegum Eyfirska kvenfé- lagasambandsins, hóf störf sem vefnaðarkennari við gamla hús- mæðraskólann á ísafirði haustið 1945, hafði umsjón með vefnaði á gluggatjöldum og áklæði fyrir nýja skólann, Húsmæðraskólann Ósk, sem þá var í byggingu, veturinn 1947-48, og var vefnaðarkennari við skólann til ársloka 1988. Auk þess að kenna vefnað kenndi Guðrún nemendum vélprjón, sem hún hafði lært hjá Lilju Gísladóttur á Akureyri. Halldóra Eggertsdóttir, námsstjóri húsmæðraskólanna, fól Guðrúnu að halda námskeið í vél- prjóni fyrir húsmæðrakennara. Guðrún hefur flutt ýmis erindi um vefnaðarkennslu og heimilisiðn- að á fundum kvenfélagasambanda og annarra félaga. Guðrún fór orlofsferð um Norður- lönd 1958-59, stundaði þá m.a. nám við vefnaðarkennaradeild Den Kvindelige Industriskole í Ósló, Nyckelviksskolan og Handarbetets vanners vávskole i Svíþjóð, sótti sérstakt námskeið fyrir vefnaðar- kennara í teikningu, litafræði og í að vefa eftir eigin teikningum viö Husflidshojskolen í Kerteminde í Danmörku, og kynnti sér þjóðlegan handvefnað i Helsinki, Lathi og víð- ar. Guðrún stofnaði Vefstofu Guð- rúnar Vigfúsdóttur hf., að Hafnar- stræti 20 á ísafirði 1962 og var Vef- stofan starfrækt í tuttugu og sex ár. Þar unnu tólf til fjórtán manns þeg- ar mest var en sem dæmi um fram- leiðsluna má nefna, værðarvoðir, sjöl og kjóla úr íslenskri ull. Byrjað var að vefa kirkjuskrúða árið 1987 og hafa verið ofnir tæplega þrjátíu höklar. Sýningar á framleiðslunni voru fjölmargar, innanlands sem utan, m.a. í Lillehammer og Þrándheimi í Noregi 1981, þar sem einum lista- manni frá hverju landi var boðin þátttaka. Vefstofan var fulltrúi ís- lands á norrænni kirkjulistarsýn- ingu í Soro í Danmörku 1982, sýndi fjölbreyttan fatnað á Hótel Sögu 1976, tók þátt í sýningunum íslensk fót 1976 og 1978 í Laugardalshöll ásamt þátttöku í sýningu á vegum íslensks heimilisiðnaðar á Listahát- ið 1982. Guðrún var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar, 1976, fyrir störf í þágu íslensks ullariðnaðar. Guðrún gaf út bókina Við vefstól- inn í hálfa öld - lifandi vefnaðarlist í máli og myndum, 1998, sem íjallar um ævi og starf á sviði vefnaðar. Þar er einnig að finna myndir af al- þýðulist þriggja bræðra Guðrúnar. Guðrún hefur undanfarin ár leið- beint eldri borgurum í Kópavogi í vefnaði, fyrst á vegum Félagsstarfs aldraðra í Kópavogi en siðar á veg- um áhugaklúbbs um vefnað í félags- miðstöðvum aldraðra í Gullsmára og Gjábakka. Guðrún var ritari og síðar for- maður Kvenfélags Isafjaröarkirkju um skeið, formaður orlofsnefndar húsmæðra á ísafirði og nágrenni, Sjötugur Sigríöur Þóra Sigurjónsdóttir húsmóðir á Akranesi Sigríður Þóra Sig- urjónsdóttir húsmóð- ir, Vallarbraut 7, Akranesi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigríður fæddist við Sundlaugaveginn í Reykjavík og ólst upp í Reykjavik, á Seltjamamesinu og i Borgamesi. Hún var í Landakotsskóla, Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Mýrarhúsaskóla. Þá var hún í bamaskóla í Borgarnesi og unglingaskóla þar. Þá stundaði hún nám við Kvenna- skólann á Blönduósi 1943-44 og við Vestkusten ungdomsskole við Lj- ungskile í Svíþjóð 1947. Sigríður starfaði við KRON á Vesturgötunni í Reykjavík stuttan tíma, vann í Konditori í Vára í Sví- þjóð í 1947-49 og við matargerð í Sjáifstæðishúsinu við Austurvöll 1949-50. Sigríður stundaði af- greiðslustörf við bakarí í Reykja- vík, vann í fiskverkun af og til og starfaði hjá Hagkaupi um árabil. Sigríður hóf störf sem matráðs- kona við verksmiðjubygginguna að Grundartanga 1975, var síöan mat- ráðskona í Grundartanga hjá Miö- felli hf., hjá ístaki og loks hjá ís- lenska jámblendifélaginu en þar starfaöi hún til 1994. Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar var Ólafur Jónsson frá Katanesi, f. 10.6. 1923, bóndi í Katanesi. Þau skildu. Sambýlismaður Sig- ríðar frá 1975 var Þor- leifur K. Bjamason, f. 18.2. 1922, d. 4.2. 1983, vaktmaður hjá ís- lenskum aðalverktök- um. Sonur Sigríðar frá því áður er Sverrir Haraldsson, f. 10.4. 1951, búsettur á Akra- nesi. Böm Sigríðar og Ólafs em Jóna Guð- rún, f. 15.9. 1953, hús- móðir á Selfossi, gift Jóhanni Norðfjörð stýrimanni; Jón Ólaf- ur, f. 24.9. 1954, sjómaður á Akra- nesi; Erla, f. 23.8. 1958, húsmóðir í Þorlákshöfn en maður hennar er Gísli Eiríksson sjómaður. Systkini Sigríðar eru Jóhann Val- berg Sigurjónsson, f. 23.1. 1925, út- varpsvirki, búsettur í Reykjavík; Ólafur Valberg Sigurjónsson, f. 7.6. 1928, nú látinn, var búsettur í Sví- þjóð; Guðmundur Valberg Sigur- jónsson, f. 20.8. 1930, vélstjóri í Reykjavík; Jón Valberg Sigurjóns- son, f. 9.8.1932, lengst af matreiðslu- maður, búsettur á Blönduósi; Sigur- jón Ari Sigurjónsson, f. 44.9. 1937, verslunarmaður í Reykjavík; Erla Sigurjónsdóttir, f. 16.1. 1942, nú lát- in, húsmóöir i Reykjavík. Foreldrar Sigríðar vom Sigurjón Jóhannsson, f. 30.8. 1898, vélstjóri í Reykjavík, og k.h., Jóna Guðrún Þórðardóttir, f. 3.9. 1904, húsmóðir. Sigríður verður að heiman á af- mælisdaginn. hefur setið um árabil í sóknarnefnd Digraneskirkju í Kópavogi og stóð fyrir vefnaði á höklum og fylgihlut- um í tilefni af vígslu kirkjunnar 1994 í samvinnu við arkitekt kirkj- unnar og sóknarnefnd. Fjölskylda Guðrún giftist 2.7. 1950 Gísla Sveini Kristjánssyni, f. 25.11. 1906, d. 22.10. 1978, íþróttakennara og síð- ar sundhallarforstjóra á ísafirði. Hann var úr Bolungarvík, sonur Sigríðar Hávarðardóttur og Krist- jáns Gíslasonar. Dóttir Guðrúnar og Gísla er Eyrún ísfold Gísladóttir, f. 11.10. 1950, talmeinafræðingur, búsett 1 Kópavogi, gift Sturlu R. Guðmunds- syni rafmagnstæknifræðingi og eru börn þeirra Gisli Öm Sturluson, f. 2.3. 1974, tölvunarfræðingur, Snorri Björn Sturluson, f. 6.11. 1980, nemi, og Guðrún Jóhanna Sturludóttir, f. 18.2. 1986, nemi. Systkini Guðrúnar: Hulda, f. 16.8. 1914, búsett í Ásbyrgi í Hauganesi á Árskógsströnd; Georg. f. 19.9. 1915; Kristján Eldjárn, f. 28.7. 1917; Hann- es, f. 28.3.1919, allir búsettir á Litla- Árskógssandi á Árskógsströnd; Jón f. 25.5. 1920, búsettur í Reykjavík; Jóhanna Gíslína, f. 11.2.1925, búsett á Akureyri. Foreldrar Guörúnar voru Vigfús Kristjánsson, f. 7.2. 1889, d. 8.10. 1961, útvegsbóndi á Litla-Árskógi, Árskógsströnd og k.h., Elísabet Jó- hannsdóttir, f. 18.10. 1891, d. 14.6. 1975, húsmóðir. Sóknarnefnd Digraneskirkju býð- ur afmælisbarni og gestum til kaffi- samsætis i safnaðarheimili kirkj- unnar á afmælisdaginn. VÉLSKÓLIÍSLANDS Sjómannaskólahósinu vlð Háteigsveg, 105 Reykjavfk Vertu klár fyrir framtíðina Innritun á vorönn 2002 Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að berasr skrifstofu skólans fyrir 19- nóvember n.k Kennsla fer fram effir áfangakerfi. Nemendur sem hafa stundað nám við aðra skóla fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskóla íslands. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunn- skóla. Námið er bvggt upp sem þrepanám með srig- hækkandi réttindum. 1. stig vélavörður............1-2 uámsannir 2. stig vélstjóri...............4 námsannir 3. stig vélstjóri...............7 námsannir 4. stig vélfræðingur...........10 námsannir Vélfraaðlnám er sveigjanlegt, spennandl nám sem opnar þór fjölbreytta mögulelka (atvlnnullflnu. Menntunln veltlr aðgang að háskólanáml og greiðlr leið að margvlslegum vel launuðum störfum. Vakin er athygli á að lieimavist er í sjómannaskólaliúsinu og einnig ha£t nemendur aðgingað heimavistartiúsmeði Byggingafélags námsmanna. Umsóknareyðublöð ognánaii upplý'singtrr fist á skriistoíii skólans kl. 8:00-16:00 alla viiLa tLtga. Sími: 551 9755, fáx: 552 3760. Frekari upplýsingar nui finrut á iKÍmasíðunum www.wlskoli.is og www.maskina.is. Net£uig: wlskoli@>wlskolLis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.