Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 Fréttir I>V Tvær mjög alvarlegar sakargiftir ríkissaksóknara í ákæru á hendur manni frá Alsír: Tilraun til manndráps og sérlega hættulegrar árásar 36 ára karlmaður af alsírskum uppruna hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með þvi að hafa stungið landa sinn, sem einnig er búsettur hér á landi, tveimur hnífstungum á bílastæði við veit- ingastaðinn Hróa hött í Fákafeni þann 5. janúar. Maðurinn hlaut tvö stungusár i síðu og háls. Hnífslögin komu nálægt mikilvægum líífær- um; vélinda, barka, lungum, nýrum, milta og slagæð. Ríkissaksóknari ákærir manninn einnig fyrir „til- raun til sérstaklega hættulegrar lík- amsárásar". Þar var um það að ræða að bróðir þess sem fyrir hnífstungunum varð elti árás- armanninn sem hljóp í burtu. Ákærða er gefið að sök að hafa á hlaupunum snúið sér við og hent hnífnum aö bróður hins særða og „þannig stofnað lífi hans í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt“. Lögreglan hóf þegar mikla leit að ákærða. Hann fannst eftir tæpa klukkustund í kjallara fjölbýlishúss í Álfheimum. Sá sem fyrir árásinni varð náði sér fljótlega. Fjölskylda hans óttaðist hins vegar um líf sitt í talsverðan tíma á eftir, ekki síst þegar árásarmanninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þegar árásin átti sér stað í Fákafeni hafði ákærði margoft kom- ið við sögu lögreglu. í 9 skipti hafði hann verið kærður en sjálfur hafði hann verið kærandi í 5 málum. Sum málanna vörðuöu þann sem stung- inn var og bræður hans. Lögreglan í Reykjavík óskaði eft- ir að maðurinn sætti áfram í gæslu- varðhaldi á þeim forsendum að „árásarmannsins kynni að verða hefnt“. Hann hefur engu að síður gengið laus frá því í byrjun febrúar. Hæstiréttur taldi ekki aö almanna- hagsmunir krefðust þess að hann sæti lengur í gæsluvarðhaldi á með- an rannsókn málsins stæði. í máli þess manns sem stunginn var hefur komið fram að árásarmaðurinn hefði hringt nokkrum sinnum í konu hans og beðið hana um að skila því að hann vissi hvar maður hennar starfaði og hótaði að ráða hann af dögum. -Ótt Manneldisráð og ASÍ: Segja hollan mat vera ódýrari Hægt er að lækka matarreikninga heim- ilisins töluvert með því að fylgja ráðlegg- ingum um hollustu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Manneldisráð og ASÍ héldu í gær. Þann 15. október sl. var gerð verðkönnun þar sem kannað var verð á tveimur matarkörfum, hollustukörfu og með- alkörfu. í meðalkörf- unni voru vörur sem endurspegla meðalneyslu íslenskrar fjögurra manna fjölskyldu samkvæmt könn- unum Manneldisráðs en í Holl- ustukörfunni voru matvörur sem innihalda öll næringarefni og mat- væli í samræmi við ráðleggingar og manneldismarkmið. í ljós kom að hollustukarfan var töluvert ódýrari en meðalkarfan, eða 56.196 kr. á mán- uði fyrir 4 manna fjölskyldu á móti 61.948 kr. „Niðurstaðan kom á óvart“, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur hjá Manneld- isráði. „Það sem mér flnnst merkileg- ast er að margir hafa sagt að þeir hafi ekki efni á að borða grænmeti en kaupi síðan sælgæti, sem oft og tíðum er með mun hærra kílóverði. Þessu hugarfari þarf að breyta. Eins er athyglisvert hversu kjötið er afger- andi dýr þáttur í með- alkörfunni en nota má aðra ódýrari prótin- gjafa, svo sem fisk og baunir í staðinn." Maturinn dýr Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir nið- urstöður könnunarinn- ar sláandi, ekki síst fyrir þá staðreynd að hollustukarfan sé tölu- vert ódýrari en hin. „Mér fmnst útkoman ekki vera í takt við þá umræðu sem verið hefur um hollustufæði, þeirri umræðu hefur fylgt að það sé dýrt að borða hollan mat.“ Hann segir ástæðu þess að hollustukarfan var ódýrari ekki vera þá að verð þeirrar vöru væri svo lágt, heldur hversu sælgæti og önnur sætindi í meðal- körfunni væri dýrt. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér grein fyrir því aö mat- vöruverð væri hátt hér á landi og hafl verið að hækka mikið að undan- fómu, þá staldrar maður við tölurn- ar sem sýna hversu mikið maturinn kostar fyrir 4 manna fjölskyldu, eða rúmar 56.000 kr. Þessi upphæð á ein- göngu við um brýnustu nauðþurftir, þarna er ekki einu sinni kaffisopinn tekinn meö.“ Nánar verður fjallað um könnun- ina á neytendasíðum DV á morgun. -ÓSB Frá blaöamannafundlinum Anna Sigríöur Ólafsdóttir og Laufey Steingrímsdóttir frá Manneldisráði og Grétar Þorsteinsson og Ágústa Ýr Þorbergsdóttir frá ASÍ. Þórshöfn: Hraðfrystistöðin var ásteytingarsteinn - og sveitarstjórinn hætti „Það braut á í samstarfinu í ákveðnu máli og því mat ég stöð- una svo að best væri að leiðir skildu,“ segir Magnús Már Þor- valdsson, fráfar- andi sveitarstjóri á Þórshöfn. Sem kunnugt er lagði hann fram uppsagnarbréf sitt á fundi sveitarstjórnar í fyrradag og hefur þegar látið af störfum. Oddviti Þórhafnar- hrepps hefur sagt að upp hafi komið trúnaðarbrestur milli sveitarstjórans og meirihluta sveitarstjórnar, en hefur ekki viljað tjá sig um hvert efnið var. Magnús svarar hinu sama, en segist hvorki geta játað því né neitað að deilt hafi verið um mál- efni Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar. „Það sem mér finnst standa upp úr eftir tveggja ára störf hér eystra er að fjölskyldan hefur átt hér frábæra daga og mér gefist kostur á að vinna meö stálheiðar- legum og góðum piltum. Þórs- höfn hefur fóstrað mig vel,“ sagði Magnús. Hann kvaðst jafnvel eiga von á því að vinna að einhverjum ákveðnum verk- efnum þar sem arkitektamenntun sín nýttist vel. Sveitarstjórnin á Þórshöfn hefur falið oddvita sin- um, Sigurði Ragn- ari Kristinssyni, að fá nýjan sveit- arstjóra til starfa. í samtali við DV sagði Sigurður ekki reikna með að staöan yrði auglýst enda væri tæpast fýsilegt fyrir menn að ráða sig til starfa þegar aðeins sex mánuðir væru eftir af kjör- tímabili sveitarstjórnar. Hann sagði menn hafa rætt þann mögu- leika að fá til tímabundinna starfa sveitarstjóra frá ráögjafar- fyrirtæki, eins og nú er gert í Skagafirði. Þær kenningar hafa heyrst að Jóhann A. Jónsson muni taka við starfi sveitarstjóra þegar hann lætur af starfi framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar um áramótin. Sigurður oddviti segir aö ekki hafi verið fariö á fjörurn- ar við Jóhann um að taka við starfinu og sjálfur kveðst Jóhann ekki heldur hafa hugleitt sveitar- stjórastarfið. -sbs Vinnuslys Tveir menn voru fiuttir á slysadeild í gær þegar vinnuiyfta sem þeir voru í féll til jaröar viö fjölþýlishús á Sel- tjarnarnesi. Fall mannanna var um 8 metrar og var annar þeirra taisvert slasaður og þurfti í aögerö í gær- kvöld. Lyfjaþjófar handteknir Tveir menn brutust inn í lyfja- verslun í Þorlákshöfn í nótt. Þeir brutu rúðu í versluninni til að kom- ast inn og nágranni, sem varð var við hávaða vegna þess, lét lögreglu vita. Ekki er vitað nákvæmlega hvað mennirnir tóku með sér úr lyfja- versluninni en þeir héldu til Reykjavíkur að loknu innbrotinu. Lögreglan í Árborg lét lögregluna í Reykjavík hins vegar vita um ferðir þjófanna og handtók Reykjavíkur- lögreglan þá þegar þeir nálguðust borgina og fengu þeir að gista í fangaklefa í nótt. -gk Rúðubrjótur handtekinn Lögreglan í Reykjavík handtók í gæmorgun mann sem staðinn var að því að kasta grjóti og reyna þannig að brjóta rúðu í húsi í aust- urborginni. Maðurinn var handtekinn og við- urkenndi að hafa þá um nóttina brotið rúður á fjórum stöðum í borginni. Hann ók m.a. bifreið á rúðu i Borgarleikhúsinu en á hin- um stöðunum braut hann rúðurnar með grjótkasti. Maðurinn var undir áhrifum fikniefna. -gk MefoM) íMmm 'Þ- 't* %s If'isg KtY Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síódegisflóð Árdegisflóö á morgun 16.28 15.58 09.59 09.57 18.21 22.54 06.45 11.18 Hlýtt í skammdegínu Sunnan 8-15 m/s sunnanlands. Hvassast vestast. Rigning eða súld sunnan- og vestanlands en annars úrkomulítið. Hiti 6 til 11 stig en 12 til 18 stig norðaustan til. Skýringar á veðurtáknum Í*^.vindátt ''N.vindstyrkur ! •Tnítrum á Siikúmtu 10 _____HITI -10° Nfrost HEIÐSKlRT iD €> O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAO 1 Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA & i* ===== ÉUAGANGUR ÞRUIVUJ- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA viej&jm a mmðm I Vegirnir greiöfærir Vegir landsins eru vel færir, enda hitastigiö eins og á sumardegi. Sums staöar er enn unniö að vegagerð og þar þurfa vegfarendur að hægja á. CZDSNJÓR mþungfært hÓFÆRT snwimmTOii.tiaia'i<*M4ir.iiiiaHCM Kólnar í veöri Suðvestan 15-20 og skúrir vestan til á landinu. Suðvestan 8-13 á austanverðu landinu og víöa léttskýjaö. Kólnar í veðri. Vindur: 10-15 ,n/í Vindun 8-13 m/s ‘ Hiti 5°til io° Suövestan 10-15, skúrir sunnan- og vestanlands en annars skýjaö meö köflum. Hiti 3 til 8 stig. Suölæg átt, 8-13 og rlgnlng eöa súld sunnan- og vestanlands en annars hægari og úrkomulitiö. Hltl 5 til 10 stig. Sunnan og suövestan 10-15. Rigning og síöan skúrir sunnan- og vestanlands en annars úrkomulítiö. Kólnar heldur í veöri. V*hViö M. i AKUREYRI skýjaö 3 BERGSSTAÐIR alskýjað 4 BOLUNGARVÍK alskýjaö 3 EGILSSTAÐIR léttskýjað 1 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 4 KEFLAVÍK súld 5 RAUFARHOFN skýjaö -1 REYKJAVÍK rigning 4 STÓRHÖFÐI súld 5 BERGEN rigning 9 HELSINKI alskýjaö 1 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 3 ÓSLÓ hálfskýjaö 6 STOKKHÓLMUR skúr 4 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR skúr 6 ALGARVE heiöskírt 8 AMSTERDAM lágþokublettir -1 BARCELONA skýjaö 12 BERLÍN þoka -2 CHICAGO skýjaö 15 DUBLIN léttskýjaö 4 HALIFAX skýjaö 7 FRANKFURT heiöskírt -2 HAMBORG léttskýjaö -3 JAN MAYEN haglél -6 LONDON heiöskírt 2 LÚXEMBORG heiöskírt -2 MALLORCA skýiaö 11 MONTREAL alskýjaö 8 NARSSARSSUAQ hálfskýjaö 2 NEW YORK hálfskýjað 13 ORLANDO alskýjað 19 PARÍS heiöskírt 1 VÍN léttskýjaö -1 WASHINGTON léttskýjaö 3 WINNIPEG heiöskírt 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.