Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001____________________ I>V Fréttir Formaöur Bændasamtaka íslands: Mjólkurframleiðsla gæti verið öll á Suðurlandi - nauðsynlegt að skoða tengsl byggðar og kvóta Nauðsynlegt er að skoða tengsl land- búnaðar og byggða- þróunar í landinu með gagnrýnni hætti en gert hefur verið til þessa. Ljóst er að bændum og þá ekki síst í hinum hefðbundnu bú- greinum mun fækka á næstu árum, sem mun hafa áhrif á stöðu byggðar í landinu. Þetta segir Ari Teitsson, formaður Bændasam- taka íslands, en forystumenn bænda hafa síðustu vikur verið á ferðinni vítt og breitt um landið og fundað með umbjóðendum sínum. Á bændafundi á Suðurlandi fyrir nokkrum dögum kom fram í máli Ara að fyrir tæpum áratug hafi kúabú í landinu verið í kringum 1.500 talsins, nú séu þau um 1.000 og verði væntan- lega 500 til 600 eftir áratug ef sama þróun haldi áfram; það er að fram- leiðslan færist á æ færri bú. „Tækni- lega gæti því öll mjólkurframleiðsla í landinu verið á Suðurlandi," sagði Ari Teitsson, en telur þó fjarstæðu að ætla að svo verði. Hafa verði til dæm- is í huga að mörg af stærstu og blóm- legustu kúabúum landsins séu í Eyja- firði og þar verði áfram framleidd mjólk. Hins vegar geti mál þróast með öðrum hætti í öðrum landshlutum, verði þróunin óbreytt. Nefna megi að kúabúum á Héraði hafi fækkað mikið á síðustu misserum „... og þar heyri ég á mönnum að þeir velta fyrir sér hver framtíð mjólkurvinnslustöðvar þar sé“. Samningur milli ríkisvaldsins og bænda um mjólkurframleiðslu í land- inu gildir fram til ársins 2005 en á ári komanda verða ýmis ákvæði hans endurskoðuð. Því segist Ari opna þessa umræðu nú, enda sé hún þörf og brýn. „Mér finnst ég skynja vax- andi skilning meðal fólksins á byggða- málum og að æ fleiri hafi áhyggjur af þróun mála. Byggðalega er ekki fýsi- legur kostur að öll mjólkurframleiðsla færist á eitt svæði á landinu þó tækni- lega geti það gerst. Kvóti í landbúnaði getur haft sömu áhrif á byggðirnar og virðist hafa gerst í kvótasettum sjáv- arútvegi," segir Ari Teitsson. -sbs Ari Teitsson. Unniö að þéttingu í Múlagöngum Starfsmenn Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra byrjuðu nú í vikunni að vinna við þéttingu á jarðgöngunum í Ólafsfjarðarmúla. Að sögn Sigurðar Oddssonar hjá Vegagerðinni á Akureyri er áfomað að klæða með alls um 2500 fermetr- um af dúk inn í göngin að þessu sinni, og verður unnið við það á næstu fjórum vikum. Sl. vor var klætt með öðru eins 'af dúk í göng- unum. Vegna þessarar framkvæmdar er umferð ekki heimil um göngin frá kl. 21 til 23.30 virka daga, og á næt- urnar frá miðnætti til klukkan 6.30. -gk 7 Aflmikil og sparneytin 16 ventla vél, meðaleyðsla aðeins 6.9 L á hundraðið. Vertu viðbúinn vetrarfærðinni SUZUKIIGNIS bætir kostum jepplingsins við bestu eiginleika smábílsins. Meðal staðalbúnaðar er: Sítengt fjórhjóladrif, ABS hemlar, álfelgur, upphituð framsæti, þakbogar og rafdrifnar rúður. Verðfr 1.640.000 kr. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is $ SUZUKI ni ■ »iiiiiiiiiinmi»eieeiiriiiiii»Mwwwi»niWi««i«iiii>ieiÉiÉiÉiitiiÉwiiliie LANDSFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR HÓTEL SÖGU • REYKJAVÍK • 16.-18. NÓVEMBER 2001 JöJh Allir velkomnir á setningarathöfn landsfundar Samfylkingarinnar Allir áhugasamir um framgang Samfylkingarinnar og jafnaðarstefnunnar hvattir til að mæta! Oflugar málstofur á föstudag og laugardag -► Kl. 15.00 - 16.00 Sérstök málstofa laugardag Súlnasalur Breytt heimsmynd og barátta Palestínumanna Stjórnandi Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Framsaga Dr. Mustafa Barghouthi, læknir og baráttumaður frá Palestínu Landsfundurinn er öllum opinn Nánari upplýsingar um landsfundinn veittar á skrifstofu flokksins í síma 551 1660. Netfang samfylking@samfylking.is. Veffang www.samfylking.is Hátíðarkvöldverður landsfundar Samfylkingarinnar Hótel Sögu , laugardaginn 17. nóvember kl 20.00 Hátíðarræða kvöldsins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Glæsileg þriggja rétta máltíð • Reykt andabringa með klettasalati, furuhnetum og hindberjaviniagrette • Lambaprime með kartöfluturnum, fersku grænmeti ogsósu með hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum • Sælgætisís með ferskum jarðarberjum Miðaverð aðeins kr. 4.000 á mann WáL... • Stuðmenn koma fram • Karl Ágúst og Örn Árna skemmta • Leynigesturinn Ásta frænka • Geirfuglar leika fyrir dansi Samfylkingin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.