Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 11
11 FMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001__________________________________________________________________________________ DV______________________________________________ Útlönd Hertaka Kabúl þrýstir á myndun nýrrar ríkisstjómar í Afganistan: Öryggisráð SÞ samþykkir tillögu að myndun bráðabirgðastjórnar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær tillögu að myndun nýrrar bráðabirgðastjórnar í Afganistan, eftir óvænta hertöku höf- uðborgarinnar Kabúl á mánudaginn. Tillagan, sem samþykkt var með flmmtán samhljóða atkvæðum full- trúa öryggisráðsins, var unnin af þeim Lakhdar Brahimi, aðalfulltrúa SÞ í málefnum Afganistans, og Kofi Annan, aðalritara SÞ, sem nú reynir hvað hann getur til að fiýta fundi þeirra afgönsku fulltrúa sem ætlað er að koma að stjórnarmynduninni. Tillagan gerir ráð fyrir að mynduð verði bráðbirgðastjórn allra þjóðar- brota sem beiti sér fyrir mannréttind- um allra hópa í landinu, burtséð frá kyni og trúarbrögðum og vinni einnig gegn hryðjuverkum og ólöglegu streymi eiturlyfja frá landinu. Brahimi heíúr einnig lagt til að ör- yggissveitum SÞ verði falin öryggis- gæsla í helstu borgum Afganistans og þá sérstaklega í höfuðborginni Kabúl. í tillögunni eru ónefndar þjóðir hvattar til að tryggja öryggi þeirra Skeggið fýkur Ungur Afgani lætur raka sig í fyrsta skipti í fimm ár, eða frá því talibanar tóku völdin í Kabúl, en íbúar höfuðborgarinnar bíða nú spenntir þess sem verða vill um stjórnun landsins og myndun nýrrar ríkisstjórnar. svæða sem ekki eru lengur undir stjórn talibana og sagði John Negro- ponte, fulltrúi Bandaríkjanna í ráð- inu, að þar væri átt við Bandaríkja- menn og Breta sem þegar eru með hersveitir í Afganistan, auk annarra þjóða sem tilbúnar væru að leggja fram aðstoð til að tryggja öryggi þjóð- arinnar, sérstaklega í höfuðborginni. Fuiltrúar Breta, Frakka og Rússa lögðu þó áherslu á að þeim sveitum sem þegar væru fyrir í landinu yrði ekki falin öryggisgæslan nema til að byrja með, en til þess yrðu myndaðar nýjar sveitir. Bandarískar hersveitir myndu þó halda áfram aðgerðum gegn hryðjuverkasveitum bin Ladens, en nýjar sveitir undir forystu SÞ yrðu líklega skipaðar Frökkum, Áströlum, Nýsjálendingum, Þjóöverjum, Tyrkj- um, Bangladesum og Jórdönum. Öryggisráðið leggur þó áherslu á að íyrsta skrefið sé að koma á fundi fuli- trúa þjóðarbrotanna, en stefnt er að því að hann fari fram einhvers staðar i Miðausturlöndum í næstu viku, lík- lega í Sameinuðu furstadæmunum. REUTER-MYND Frelsinu fegnir Þýsku hjálparstarfsmennirnir sem voru i haldi talibana í Afganistan í marga mánuði, ákærðir fyrir kristni- boö, voru frelsaðir ásamt félögum sínum í nótt. Þessi mynd var tekin þegar Þjóðverjarnir komu til þýska sendiráðsins í Pakistan. Sérsveitarmenn björguðu hjálpar- starfsmönnunum Bandarískar sérsveitir á þyrlum björguðu átta vestrænum hjálpar- starfsmönnum frá Afganistan i nótt og fluttu þá til Pakistans. Áttmenn- ingarnir höfðu verið í haldi talibana í marga mánuði og höfðu verið ákærðir fyrir kristniboð, sem er dauðasök í Afganistan. „Þeir eru í öruggum höndum," sagði bandarískur embættismaður við fréttamenn í nótt. Hjálparstarfs- mennimir voru bandariskir, þýskir og ástralskir. Mikfl fagnaðarlæti brutust út í heimakirkju Bandaríkjamannanna tveggja úr hópnum. „Við erum mjög spennt. Það hef- ur verið mikið um hróp og köfl síð- an við fréttum af frelsun þeirra," sagði starfsmaður kirkjunnar. Grænlendingar mótmæla sjálf- töku þingmanna Miklar mótmælagöngur hafa ver- ið famar í stærstu bæjum Græn- lands siðustu daga vegna þeirrar ákvörðunar þingmanna landsins að hækka laun sín um fimmtíu pró- sent. Almenningur krefst að þegar í stað veröi boðað til kosninga. í grænlenska blaðinu Sermitsiaq kemur fram að um fimm hundruð manns hafi safnast saman fyrir ut- an besta veitingahúsið í Nuuk á sunnudag, þar sem þingmenn höfðu sest að snæðingi eftir að þeir vom búnir að samþykkja þessa miklu kauphækkun. Þingmenn fá nú frá um 400 þús- undum upp í um 500 þúsund ís- lenskar krónur í mánaðarlaun. REUTER-MYND Björgunarstarf í Algeirsborg Björgunarsveitarmenn voru önnum kafnir í gær við að flytja fórnarlömb flóðanna miklu úr verkamannahverfmu Bab el Oued í Algeirsborg. Talið er að allt að eitt þúsund manns hafí týnt lífi í þessum verstu flóðum í Alsír í 40 ár. Fundi WTO í Katar loksins lokið: Ráðherrar stefna að auknu frelsi í heimsviðskiptunum Sex daga þrefi viðskiptaráðherra Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) lauk í arabíska furstadæm- inu Katar í gær með því að sam- þykkt var að efna til nýrra við- ræðna um afnám hamla í heimsvið- skiptum. Viðræöurnar eiga að hefj- ast á næsta ári og markmið þeirra er að hleypa nýju blóði í verslun og viðskipti, auk þess sem þeim er ætl- að að bæta hag milljóna manna sem nú lifa við sárustu fátækt. Viðskiptaráðherrar meira en 140 aðildarlanda WTO féllust á að í við- ræðunum, sem kenndar verða við Doha, höfuðborg Katars, verði glímt við niðurskurð á ríkisstyrkjum til landbúnaðar, tolla á iðnaðarvörur og margvísleg mál önnur sem hamla viðskiptum. Fulltrúar Evrópusambandsins REUTER-MYND Léttlr í Katar Mike Moore, forstjóri WTO, ræðir við fréttamenn eftir sex daga ströng fundahöld í furstadæminu Katar. sögðu að samkomulagið sem tókst í Katar væri hnefahögg í andlit ein- angrunarsinna og fulltrúar Marokkós sögöu aö í því væri einnig að finna ýmislegt sem kæmi sér vel fyrir þróunarlöndin. Þá þökkuðu Brasiliumenn sér samkomulag um lyfjaeinkaleyfi sem veitir fátækum ríkjum betri aðgang að afsláttarkjörum á lyf gegn al- næmi og öðrum skæðum sjúkdóm- um. Árangurinn í Katar verður til að blása nýju lífi í starfsemi WTO. Stofnunin hafði átt undir högg að sækja þar sem ekki tókst að komast að sams konar samkomulagi á fund- inum í Seattle fyrir tveimur árum. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir þjóðir heims,“ sagði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands. REUTER-MYND Á búgaröinum í Texas Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti í hálfkassabíl Bush á búgarði hans í Texas í gær. Bush ekur Pútín í hálfkassabílnum George W. Bush Bandaríkjafor- seti beitti kúrekasjarmanum í gær þegar Vladímír Pútín Rússlandsfor- seti heimsótti hann á búgarðinn í Crawford í Texas. Bush var klædd- ur í gallabuxur þegar hann sótti Pútín á hálfkassabílnum sínum og ók honum síðasta spölinn. Bush gerir sér vonir um að með svona óformlegheitum takist hon- um að lina andstöðu Rússa gegn fyr- irhuguðu eldflaugavarnakerfi. Pútín kom með rigninguna með sér og sagði Bush að í Texas fogn- uðu menn henni alltaf. Bush efndi til mikillar veislu í gærkvöld þar sem meðal annars var eldað dýrindis nautakjöt, sterkir piparávextir og fleira sem einkenn- ir matseld kúreka í Texas. Matvælasending- ar til Afganistans voru stöðvaðar Forráöamenn Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (WFP) stöðv- uðu í gær flutninga á hjálpargögn- um frá Peshawar og Quette í Pakist- an inn til Afganistans af ótta við ör- yggi bílstjóranna, að því er stofnun- in tilkynnti í gær. „Flutningabilstjórar vildu ekki aka til landsins af ótta um öryggi sitt,“ sagði Lindsey Davies, talskona samtakanna. Þá tilkynnti Barnahjálp SÞ í gær að hún hefði stöðvað flutninga hjálpargagna tfl Afganistans eftir að hersveitir Norðurbandalagsins lögðu hald á nokkra flutningabíla. Hljóöritinn James Cash, talsmaður rannsóknar- nefndar flugslysa, með hljóðrita Airbus- vélarinnar sem hrapaði í Queens. Enn þá óljóst hvað olli slysinu Að sögn talmanns rannsóknar- nefndar flugslysa í Bandarikjunum er enn ekki ljóst hvað olli flugslysinu, þegar Airbus-flugvél American Air- lines hrapaði niður í Queens-hverfið í New York á mánudaginn. Áhersla mun nú lögð á aö rannsaka sex metra langan afturhluta skrokksins, sem brotnaði af og lenti á götu í nágrenni slysstaðarins, en svo virðist sem stél- hluti vélarinnar sem fannst f Jama- ica-flóa, hafi brotnað af áður en vélin féll til jarðar. Miðað við framburð sjónarvotta, sem sumir segja að ekki hafi orðið sprenging í vélinni, veldur þetta rannsóknarmönnum heilabrot- um að bæði hreyflar og hliðarstýri lentu langt frá þeim stað þar sem vél- inn hrapaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.