Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 I>V - Peir gefa út annan hljómdisk með uppáhaldssálmunum okkar: Tónlistin í hjörtum þjóðarinnar Dans Þeir eru búnir aó gera þaö aftur! Leika inn á plötu gömul sálmalög sem maöur hélt aö vœru löngu orðin klisj- ur en reynast búa yfir óvœntum töfr- um í meöförum þeirra. Og útgáfutón- leikarnir veróa á laugardaginn kl. 17 í Hallgrímskirkju - þar sem þeir hófu leikinn á Jazzhátíö Reykjavíkur haustiö 1999. „Þeir“ eru í þessu tilviki Gunnar Gunnarsson organisti og Sigurður Flosason saxófónleikari sem gáfu út Sálma lífsins í fyrra og gefa nú út Sálma jólanna, okkur til yndis sem fáum ekki nóg af þessari sérkenni- legu blöndu af guöi og djassi. Er þetta þá eintóm gæska og dekur við aðdáendur - eða hvað veldur því að þeir endurtaka leikinn? Gleðileg jól „Að sumu leyti er þessi nýja plata framhald af Sálmum lífsins," segir Gunnar. „Þar var komið við á öllum stórhátíðum kirkjuársins og mann- eskjunum fylgt frá vöggu til grafar, á þeim nýja einbeitum við okkur að desemhermánuði, aðventunni, jólun- um og endum á áramótagleði. En við erum ekki bara að gefa út disk núm- er tvö af því hinn gekk vel heldur erum við að sumu leyti að ganga skrefi lengra í þessari furðulegu nálgun." „Fyrst og fremst erum við að gera það sem okkur finnst skemmtilegt,“ hætir Sigurður við, „glíma við tónlist sem er mikilvæg, á sér merka sögu og bústað í hjörtum þjóðarinnar. Það voru allar forsendur til að halda áfram. Gá hvort við kæmumst lengra sjálfir í þessum tvennu sem við erum að fást við, annars vegar útsetning- um og hins vegar spuna út frá þess- pe/y eru aQ ari tónlist.“ — - Þiö komið styttra til móts við áheyrendur á þessum nýja diski en þeim fyrri - ef maður hugsar út frá karaoke, segir blaðamað- ur, alltaf upptekinn af lágkúrunni. Það er erfið- ara að syngja meö ykkur núna ... „Já, við göngum kannski aðeins lengra i túlk- un en hún er samt breið," segir Sigurður. „Túlkunin er víða hefðbundin og farið mjúkum höndum um lögin, til dæmis Ó, Jesúbam blítt. Annars staöar eru tilraunirnar djarfari. Við DV-MYND HILMAR ÞÓR Sigurður Hosason og Gunnar Gunnarsson velta fyrir sér hvernig jólatónlistin tengir okkur saman sem þjóö. erum að athuga hvað við komumst langt - og raunar undrumst við hvað við komumst langt á Sálmum lífsins. Ómúsíkvant fólk hefur tekið tónlist okkar mjög vel þó að hluti af henni sé framsækinn og tilraunakenndur." - Þið verðið sem sagt áræðnari með hverri plötu. „Vitanlega," segja félagarnir í kór. Að hvíla í stemnlngu „Sum lögin á þessum diski eru að- allega „mood“,“ segir Gunnar, og Sigurður leiðréttir hann á auga- bragði: „Stemning!" „Já, einmitt, stemning," endurtek- ur Gunnar. „Til dæmis Hátíð fer að höndum ein. Það er kannski ekki hægt að syngja með okkur í þeim sálmi en það er hægt að dvelja í stemningunni því við gefum laginu tíma og rúm.“ - Svo er gaman að heyra klassik eins og Heims um ból alveg á nýjan hátt... „Já, þar beitum við blús-nálgun. Við erum að reyna að opna þessi lög, leyfa fólki að heyra þau upp á nýtt.“ - Var ekki erfitt að velja lög á plöt- una? Ekki vill Sigurður viðurkenna það. „Nei, þau komu bara, eitt og eitt í einu.“ „Ja, við vitum um lög í viðbót sem við hefðum viljað taka,“ vOl Gunnar meina, „og það var sárt að skilja þau eftir. En koma tímar, koma ráð.“ Úrvalið á plötunni er fjölbreytt - ný lög og gömul, íslensk og erlend. Yngst er lag Atla Heimis við Maríu- kvæði Halldórs Laxness, undurfag- urt lag sem nýtur sin frábærlega vel í þessum flutningi. Elst er Nú kemur heimsins hjálparráð sem mun vera frá 14. öld við sálm sem á rætur al- veg aftur á 4. öld. „Hann er fyrsti sálmur Hólabókar- innar, fyrstu sálmabókar í lútersku frá 1589,“ segir Sigurður, „og klukknahljómurinn í upphafi disks- ins er úr einni elstu kirkjuklukku landsins, þeirri sem kennd er viö Háls í Fnjóskadal og talin vera frá 12. öld. Eins konar ígildi íslands- klukku, varðveitt á Þjóðminjasafni. í allri þessari vinnu vorum við að velta fyrir okkur hvernig jólatónlist- in tengir okkur saman sem þjóð og okkar sögu gegnum aldimar. Þama er ekkert tilviljun undirorpið!" Útgáfutónleikar þeirra félaga verða algert for- skot á jólin. Þeir fyrstu verða eins og áður sagði í Hallgrímskirkju á laugardaginn kl. 17, og end- urteknir á Akureyri viku síðar. Forsala miða hér í Reykjavík er í bókabúðum Máls og menn- ingar við Laugaveg og Síðumúla. ímyndir kvenna A þriðjudagskvöldið var í Þjóðleikhúsinu sýn- ing á þremur dans- og tónlistarverkum á vegum Pars pro toto. Þetta voru tveir dúettar, Langbrók og Lady fish and chips, fyrir dansara og tónlistar- mann, og Elsa, verðlaunað dansverk fyrir tvo dansara. Lára Stefánsdóttir er danshöfundur að öllum þrem' verkunum og Guðni Franzson semur tónlistina við dúettana tvo. Tónlistin við Elsu er eftir dúóið Pan Sonic. í Langbrók og Lady fish and chips vinnur Lára með nokkrar sögulegar íslenskar kvenímyndir. ís- lenska sveitastúlkan „með rauðan skúf í peysu“ dansar í bláleitri birtu norðursins á meðan hafald- an leikur sitt ljúfa lag. Ástandskonan, óvinur ís- lensks þjóðernis, birtist í sinum eggjandi rauða kjól. Erkitýpa íslenskra kvenskörunga, Hallgerð- ur langbrók, sýnir á sér ýmsar hliðar og að siðustu fámn við að sjá stúlku dansa síðasta dansinn við piltinn sem hún hitti á ballinu. Þessar kvenmyndir Láru * ■ ■ falla þó ekki að hefðbundnum ímyndum. Þannig virðist stúlkan með rauða skúfinn vera orðin leið á því að sitja í festum uppi á Fróni. Ástandskonan minnir meira á óör- ugga stúlkukind en harðsvíraðan fóð- urlandsvikara sem tælir og tryllir erlenda hermenn jafnt sem sak- lausa íslenska karlmenn. Mynd- in sem Lára dregur upp af Hall- gerði langbrók er einnig langtum flóknari en helð- bundin ímynd kven- skörungsins. Þannig býr Langbrók Láru allt í senn yfir eiginleik- um kvenskörungsins, skapanomarinnar, þokka- gyðjunnar, kynverunnar, eiginkonunnar og hinn- ar syrgjandi ekkju - svo eitthvað sé nefnt. Lára vinnur á áhugaverðan hátt með söguna í þessum tveim verkum. Tryggð hennar við söguna verður þó á köflum listrænni sköpun fjötur um fót. Dansinn nær ekki að flæða á sínum eigin forsend- um vegna þess að verið er að koma sögunni til skila, og fyrir kom að leiðinn læddist inn í huga áhorfandans. í sterkustu köflun- DVWYND HARI Úr dansverkinu „Elsu“ Hreyfíngar voru flottar og krefjandi og frábærlega vel dansaöar af Hlín Díegó Hjálmarsdóttur og Guömundi Elíasi Knudsen. um, endakafla beggja verka og byrjun þess síðara, tekst höfund- inum að hefja sig yfir viðfangs- efnið og sköpunarkraftinum er gefinn laus taumur. Þannig er dans Langbrókar eftir dauða Gunnars magnaður og „síðasti dansinn" í Lady fish and chips einfaldur og hrífandi. Öll umgjörðin var vel gerð, lýsing og sviðsmynd sköpuðu skýra og fallega stemmingu utan um verkin. Líkan Ragnhildar Stefánsdóttur af konunni í Langbrók var sérstak- lega athyglisvert og sameining konulíkansins og konulikamans í lokakaflanum ótrúlega áhrifamik- il. Tónlist Guðna Franzsonar við verkin og túlkun hans á henni var frábær og samvinna dansarans og tónlistarmannsins yndisleg, til dæmis í Lady fish and chips þar sem ástralskt didgeridoo og tón- ar þess dönsuðu við Láru í orðsins fyllstu merk- ingu. Lára sýndi styrk og öryggi sem dansari og þátttaka Guðna í dansinum var vel útfærð. Það var helst í fyrri hluta Langbrókar sem tónlistin nánast yfirgnæfði danstúlkunina, annars mynd- uðu tónlistin og dansinn fallega heild. Verkið Elsa er nútimalegra: Svart, grátt og hvítt, engin sviðsmynd, einfold lýsing og skemmtileg nútímatónlist. Efniviðurinn er hefðbundið samspil tveggja ungra einstaklinga í nútima- samfélagi. Hreyfingar voru flottar og krefjandi og frábærlega vel dansaðar af Hlín Díegó Hjálmarsdóttur og Guð- mundi Eliasi Knudsen. Elsa er mjög vel unnið verk, skýrt og skorinort og hafði yfir sér þá fágun að þegar það endaði þyrsti mann í meira. Á sýningu Pars Pro Toto sýndu hæfileikaríkir listamenn afrakstur skapandi samvinnu, og ósk- andi er að fleiri fái tækifæri til að sjá þessi verk í framtíðinni. Sesselja G. Magnúsdóttir Búningar: Elín Edda Árnadóttir. LJós: Páll Ragnarsson. Hljóð: Páll S: Guðmundsson. _______________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Jólatónleikar Jóhanns Friögeirs Mótettukór Hallgríms- kirkju og hinn geysivin- sæli tenór, Jóhann Frið- geir Valdimarsson, halda þrenna aðventutónleika í byrjun desember í Hall- grímskirkju. Á efnis- skránni eru mörg af þekktustu aðventu- og jólalögum sögunnar en Jóhann Friðgeir býður einnig upp á fræg- ar aríur eftir Stradella og Bizet, auk þess sem hann syngur nokkur lög sem Andrea Bocelli hefur gert vinsæl. Daði Kolbeins- son óbóleikari og Kári Þormar organisti koma einnig fram á tónleikunum og stjórn- andi verður Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju. Tónleikarnir fara fram þriðjudaginn 4. og fimmtudaginn 6. desem- ber kl. 20 og laugardaginn 8. desember kl. 17. Forsala aðgöngumiða er þegar hafin. Nordenom Norræni vísnakvartettinn Nordenom er kominn hingað til lands og boðar ferna tónleika, aðdáendum vísnatónlistar til mikillar ánægju. f kvöld, kl. 20, verða þeir 1 Flugkaffi í Keflavík. Annað kvöld kl. 21 verða þeir á Lundanum í Vestmannaeyj- um, á laugardaginn kl. 16 í Norræna hús- inu í Reykjavík og á sunnudaginn í Borg- arbókasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Félagar í Nordenom eru allir vanir menn, Kalle Zwilgmeyer frá Noregi, Stanley Samuelsen frá Færeyjum, Hans Eriksson frá Sviþjóð og Per Jensen frá Danmörku. Zwilgmeyer, sá elsti þeirra, á að baki meira en 30 ár sem „altmulig- mann“ í norrænni vísnatónlist. Hann kom m.a. hingað til íslands vorið 1996 með fé- lögum sínum i „Polarkvartetten" og hélt tónleika á nokkrum stöðum við góðar við- tökur. Allir leika félagarnir á gítar og þeir syngja. á dönsku, norsku, sænsku og fær- eysku bæði eigin lög og texta og sígildar norrænar vísur. Endalok Sankti-Pétnrsborgar Annað kvöld, kl. 20, stendur Kvikmynda- safn íslands fyrir einstæðri sýningu á þöglu myndinni Endalok Sankti-Péturs- borgar eftir Vsevolod Pudovkín (1893-1953) í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónlistin viö myndina er eftir Jóhann Jóhannsson tón- listarmann og verður hún ílutt á staðnum. Jóhann notar ýmis rafmagnshljóðfæri, auk Hammondorgels og rússneska rafmagns- hljóðfærisins þeramíns, við flutninginn og nýtur þar aðstoðar gítarleikarans Péturs Hallgrímssonar. Megas í Nýló í kvöld kl. 21 verður i~3mb| rabbkvöld með Megasi í Nýlistasafninu við I Vatnsstíg. Þar ræðir Me- H* t * gas landsins gögn og nauðsynjar og ýmislegt fleira við Geir Svansson, Guðmund Odd Magnús- son, Jón Hall Stefánsson og Hjálmar Sveinsson, auk þess sem færi gefst að sjá sýninguna sem þar er nú á verkum Megasar. Vísnadjass í Salnum í kvöld kl. 20 verða líka tónleikar í Saln- um þar sem hin ástsælu hjón, Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg, koma fram ásamt fé- lögum sínum, Gunnari Gunnarssyni píanó- leikara, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Pétri Grétarssyni sem leikur á trommur og slagverk. Kristinn Árnason gítarleikari verður sérstakur gestur á tónleikunum. Þarna verður flutt brot af því besta sem Anna Pálína og Aðalsteinn hafa sent frá sér á síðustu 10 árum, auk nýs óútgefins efnis. Þar á meðal eru sálmar, norrænar vísnaperlur, gamanvísur, að ógleymdum lögum og ljóðum Aðalsteins Ásbergs. Sendiherra segir frá Siðara bindi endur- minninga dr. Hannesar Jónssonar, Sendiherra á sagnabekk II, ber heitið Heimsreisa við hags- munagæslu og hefst þeg- ar höfundur varð sendi- herra í Moskvu 1974. í bókinni segir hann frá kynnum sínum af inn- lendum og erlendum áhrifa- og valdamönn- um þegar hann var ambassador hjá 18 ríkj- um og 4 fjölþjóða- og alþjóðastofnunum. Fjöldi mynda prýðir bókina sem Muninn gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.