Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 2001 45 I>V Tilvera Lopez býður í partí í Svíaríki Magðalena Svíaprinsessa ætlar að skjótast heim til Stokkhólms um eða eftir helgi til að fara í heljarinnar partí sem kynþokkadísin Jennifer Lopez ætlar að halda fyrir flna fólkið i Sviariki. Magðalena er annars bú- sett í London um þessar mundir. Vict- oria stóra systir verður líka með. Jennifer Lopez gerir sér vonir um að auka vinsældir sínar í Evrópu með því að leggja upp í tónleikaferð um gömlu álfuna. Auk konungsdætranna tveggja verða í partíinu um fimm hundruð manns, þar á meðal rokksveitin Roxette. Tom og Nicole saman um jólin Jólin eru hátíð barnanna. Það vita þau Tom Cruise og Nicole Kidman mætavel og ætla að láta sig hafa það að verja þeim saman þótt þau séu ekki lengur hjón. Barnanna vegna. Nicole og börnin tvö verða austur í Ástralíu, heimalandi Nicole, öll jól- in. Og svo skemmtilega vill til að frumsýna á nýjustu mynd Toms þar í landi um jólin þannig að kappinn lofaði að mæta og vera með börnun- um og eiginkonunni fyrrverandi á jóladag. Óvíst er hvort ný kærasta Toms, hin spænska Penelope Cruz, verður með i Ástralíuferðinni. Mel B helgar sig dótturinni Kryddpían Mel B, sem um tíma var uppáhalds tilvonandi tengda- dóttir íslands, segist ætla að helga sig uppeldi Phoenix Chi, tveggja ára dóttur sinnar og göslarans Jimmys Gulzars. Sú sé ástæðan fyrir því að leiðir hennar og plötufyrirtækisins Virgin hafi skilið. Ekkert sé hæft í fullyrðingum sem hafa komið fram í fjölmiðlum um að plötumenn hafi haft frumkvæðið og að þar með væri sólóferli hennar lokið. „Ég hef ákveðið að segja plötu- samningnum lausum vegna Phoen- ix,“ segir Mel sem vill ekki vera langdvölum fjarri hnátunni, eins og hún hefði annars orðið að gera. Bíógagnrýni Háskólabíó - Maðurinn sem^rét ir jr CES200I: kvikmyndahótíb i reykjavik 9.-H.K Veisla fyrir augu og eyru Maðurinn sem grét segir okkur sög- una af Fegele (Claudia Lander-Duke), lítilli gyðingastúlku sem elst upp í miklu ástríki hjá fóður sínum (Oleg Yankovsky) í litlu þorpi í Rússlandi á þriðja áratugnum, uns faðir hennar fer til Ameríku þar sem götur eru úr skíragulli. Hann ætlar að senda eftir dóttur sinni en áður en hann nær því gerast ljótir hlutir í þorpinu og Fegele flýr ásamt öðrum þorpsbúum. Hún vonast til að komast til Ameríku til pabba en eitthvað skolast til þannig að hún endar í Englandi hjá prúðu en skilningssljóu fólki og fær nafnið Suzie. Þegar hún er vaxin úr grasi (Christina Ricci) fer hún til Parísar sem dansari og þar eignast hún rúss- nesku vinkonuna Lolu (Cate Blanchett) sem hefur það markmið í lífinu að eignast ríkan mann, hittir Biogagnrýni Lola og Domino John Turturro og Cate Blanchett í hlutverkum sínum. tenórsöngvarann ítalska, Dante Dom- ino (John Turturro), með dásamlegu röddina en andstyggilega innrætið og sigaunann fagra og þögla Cesar (Johnny Depp). Við kynnin fæðast hjá Suzie alls kyns tilfinningar; henni þykir vænt um Lolu, hún fyrirlítur Dante og elskar Cesar - svo mikið reyndar að hún hættir við að leita að fóður sínum í Ameríku. En neyðist til að endurskoða þá ákvörðun þegar seinni heimsstyrjöldin skellur á og nasistarnir nálgast Paris. Ef það er eitthvað sem hún Sally Potter getur (Orlando, Tango Lesson) þá er það að segja sögu með myndum frekar en orðum. Maðurinn sem grét er þvílíkt augnayndi (meistaraleg kvikmyndataka Vierny) að maður sit- ur bergnuminn og horfir á Place de la Concorde um nótt - autt fyrir utan dökkhærðan mann á hvítum hesti elt- an af ungri stúlku á hjóli... Litla stúlku í feluleik við foður sinn í lág- um skógi... Brún augu þunguð af sorg - og svo mætti lengi telja. Myndirnar lifa með manni en það gerir textinn síður. Það er lítið um samtöl og þau eru ekki eftirminnileg. Þetta skilar sér stundum í furðu ástríðulausum leik en þegar hinn þögli leikur tekst er hann afar áhrifamikill. Ástríðan grípur mann meira í gegnum tónlist- ina sem er ótrúlega fallega flutt - hvort sem það eru fegurstu aríur óp- erubókmenntanna eða heillandi sígaunatónlist sem kippir bæði í hjarta og fætur. Maðurinn sem grét er saga hug- rekkis, ástar og fórna - gleymið ekki vasaklút því það geta fleiri farið að gráta en „maðurinn“. Sif Gunnarsdóttir. Leikstjórn og handrit: Sally Potter. Kvik- myndataka: Sacha Vierny. Tónlist: Os- valdo Golijov. Aóalleikarar: Christina Ricci, Johnny Depp, Cate Blanchett, John Turturro, Oleg Yankovsky, Harry Dean Stanton, Claudia Lander-Duke Laugarásbíó - Pollock iriri. 2001: kvikmyndahátið i reykjavik Hæðir og lægðir listamanns Það var mikil sigurstund fyrir Ed Harris þegar hann og Marcia Gay Harden voru tilnefnd til óskarsverð- launa fyrir leik í Pollock. Harris hafði í tíu ár verið með hugann við mynd- ina. Það er ljóst strax í upphafi að Harris gjörþekkir Jason Pollock og mynd hans er trú manninum og list hans. Margir rammar í myndinni eru nánast eftirlíking af raunveruleikan- um. Þá hefur Harris lagt sig í líma við að vera líkur Pollock í útlit. Bæði þeg- ar hann var upp á sitt besta og þegar hann er kominn í eigið víti, orðinn subbulegur í útliti, hættur að mála og drekkur eins og svampur. Harris fær verðugan mótleik frá Marciu Gay Harden sem leikur Lee Krasner sem einnig er málari. Hún gerir sér grein fyrir því að Pollock stendur henni framar og fórnar sér fyrir hann; neit- ar meðal annars að eiga barn með honum svo hún geti einbeitt sér að . frama hans og vamað þvi að brenni- vín sé nálægt. Það reynist henni þó ofraun og þegar brennivínið ræður ferðinni er stutt í þunglyndið. Poilock er lýsing á lífi listamanns- ins, allt frá því hann er í skugganum af evrópskum málurum sem lista- heimurinn í New York dýrkar. Síðari heimsstyrjöldin gerir það að verkum að athyglin beinist að innlendum listamönnum og þar verður fljótt fremstur í flokki Jason Pollock. Samt er það svo að þeir sem ráða í mynd- listinni í New York eru ekkert sérlega hrifnir af Pollock. Það eru bara svo fáir góðir til að fjalla um. Þetta breyt- ist þegar Pollock fmnur sinn eigin stíl í fámenninu á Long Island. I skyndi er hann orðinn mestur og bestur banda- rískra málara. Þegar svo aðrir koma í hans stað þolir hann það illa. Pollock og Lee Marcia Gay Harden fékk óskarinn fyrir leik sinn og Ed Harris var til- nefndur. Þessi saga málarans er túlkuð á beinskeyttan hátt og er athyglisvert að fylgjast með Harris þegar hann er að líkja eftir vinnubrögöum Pollocks. Það er samt vöntun á dýpt í myndina. Við fáum nokkuð skýra mynd af því hvemig Pollock og Krasner höguðu sér en ekki svo mikið hvað rekur þau' áfram. Má velta sér upp úr sambandi þeirra á ýmsa vegu án þess að fá ein- hverja heildarsýn. Aðrar persónur eru aukreitis og sumar eingöngu til staðar vegna þess að þær voru tiL Hvað sem þvi líður þá er Pollock eftirminnileg og heiðarleg kvikmynd og Ed Harris og Marcia Gay Harden eru firnagóð. Hafa þau lagt mikið á sig andlega og líkamlega til að gera persónurnar sem líkastar þvi sem þær voru. Hilmar Karlsson Leikstjóri: Ed Harris. Handrit: Barbara Turner og Susan Emshwiller. Kvikmynda- taka: Lisa Rinzler. Tónllst: Jeff Beal. Leikarar: Ed Harris. Marcia Gay Harden, Amy Madigan, John Heard, Jennifer Connelly og Val Kilmer. OVWND: BRINK „Slatta gott tríó“ Sigríður Guönadóttir ásamt undirleikurunum Hirti Howser og Krístjáni Edel- stein. Sigríður Guðnadóttir aftur í sönginn: Blanda á blá- um nótum Söngkonan góðkunna sem meðal annars tók lagið með Jet Black Joe, Sigríður Guðnadóttir, er farin að láta í sér heyra aftur eftir nokkurt hlé. I þetta sinri kemur hún fram með píanóleikara og syngur bland- aða tónlist „á bláum nótum," blues- blandað popp og djassblandað léttrokk, lög eftir Magga Eiríks, Bitlana og fleiri mæta menn. Hjört- ur Howser verður undirleikari hennar og í kvöld verða þau tvö á Kaffi Reykjavík ásamt gítarleikar- anum Kristjáni Edelstein. Sigríður segir þetta „slatta gott tríó“ sem hafi veriö að æfa saman að undanfórnu. En hvernig tónlist skyldu þau ætla að flytja? „Þetta er tónlist úr öllum áttum, eiginlega bland í poka,“ segir söngkonan. Hún ætlar svo að troða upp á Café Romance á laugardag ásamt Hirti. Þegar hún er ekki að syngja er hún að vinna á Englakroppum sem er al- hliða snyrtistofa og svo þarf hún líka að sinna sex mánaða syni sínum. -Gun Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farió fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 40. útdráttur 37. útdráttur 36. útdráttur 35. útdráttur 31. útdráttur 29. útdráttur 28. útdráttur 25. útdráttur 22. útdráttur 22. útdráttur 22. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 2001. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaóinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér aó ofan birt i Morgunblaðinu fimmtudaginn 15. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóói, í bönkum, sparisjóðum og veróbréfafyrirtækjum. s Ibúðalánasjóður | Borgartúni 21 1105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.