Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 18 stiga hiti fyrir norðan „Við spáum 18 stiga hita á Norð- urlandi seinni partinn í dag,“ sagði Hörður Þórðarson, veðurfræöingur á Veðurstofu íslands, í morgun. Hörður segir hæð yfir Bret- landseyjum og lægð vestur af land- inu orsaka það aö hingað berst hlýtt loft lengst sunnan úr höfum. Veður- spá fyrir næstu daga gerir að sögn Harðar ráð fyrir hlýindum, þótt eitt- hvað verði hitastigið lægra en það á að vera fyrir norðan í dag. -gk Samfylkingin: Vilja nýtt nafn Þrjár tillögur til breytingar á nafni Samfylkingarinn- ar liggja fyrir landsfundi flokks- ins sem hefst síð- degis á morgun. Alþingismennim- ir Guðmundur Árni Stefánsson og Lúðvík Berg- vinsson vilja að nafni flokksins verði breytt i Sam- fylkingin - Jafnaðarmannaflokkur íslands, sem er sama viðskeyti og gamli Alþýðuflokkurinn hafði. Tii- laga Ástu Ragnheiðar Jóhannesdótt- ur er Samfylkingin - Jafnaðarflokk- ur íslands. Þá leggur Jóhann Geir- dal til að nafninu verði breytt í Al- þýðubandalagið. -sbs Jóhann Geirdal. Taprekstur deCODE: Eðlilegt að menn hrökkvi við - en ekkert að óttast Jafet S. Ólafsson. „Þetta er stór tala og ekkert óeðli- legt að menn hrökkvi aðeins við í deCODE fór í mjög stórt útboð þannig að fyrirtæk- ið hefur langan líf- tima,“ sagði Jafet S. Ólafsson, forstjóri Verðbréfastofu, þeg- ar DV spurði hann í morgun hvemig hann túlkaði taptölur deCODE genetics, móðurfélags Is- lenskrar erfðagreiningar. Tæplega milljarðs króna tap varð á fyrirtækinu á 3. ársfjórðungi og er heildartap ársins því orðið um 4 millj- arðar króna. Jafet bendir hins vegar á að reksturinn sé nánast í samræmi við áætlanir fyrirtækisins. „Mér sýnist að tekjumar séu að vaxa mjög hratt hjá þeim þannig að það verður mjög spenn- andi að sjá næstu mánuði. Þeir era í uppbyggingarfasanum." Að sögn Jafets reiknaði félagið ekki með að fara að skila hagnaði fyrr en í lok næsta árs. -BÞ Innlifun dv-mvndgw Siguröur Flosason og Gunnar Gunnarsson buöu eldri borgurum í Reykjavík í gær aö taka forskot á jólin og hlýöa á Sálma jólanna í Hallgrímskirkju. Áheyrendur liföu sig ekki síöur inn í þessa kunnuglegu en þó nýstárlegu tónlist en tónlistarmennirnir sjálfir. Sjá viðtal viö Sigurö og Gunnar á þls. 13. Evrópumál í brennidepli á landsfundi Samfylkingar: Þrýst á um að stefna að aðild - tvær ólíkar tillögur komnar fram um Evrópuaðildina Ljóst er þó að það eru Evrópu- málin sem líkleg- ust eru til að valda spennu á fyrsta reglulega landsfundi Sam- fylkingarinnar sem hefst á Ágúst morgun og mun Ágústsson. standa alla helg- ina. Formlega verður lögð fram og kynnt Evr- ópuskýrsla sem unnin hefur ver- ið af ýmusm sérfræðingum fyrir tilstuðlan flokksins og þar er nið- urstaðan sú að í raun sé fátt því til fyrirstöðu að Island sæki um aöild. „Úttektin bendir til að eng- in einstök atriði geri aðildarum- sókn erfiða eða óhugsandi og má þar nefna bæði sjávarútveg, full- veldi þjóðarinnar og efnahags- mál,“ segir m.a. í drögunum að stjórnmálaályktun. Af samtölum DV við hina ýmsu flokksmenn sem komið hafa nálægt undirbún- ingi fundarins er talsverð hreyf- ing fyrir því að flokkurinn stígi til fulls það skref að setja á stefnuskrá sína að sækja um að- ild að ESB, en það skref er hins vegar ekki tekið i hinum form- legu ályktunardrögum sem fyrir fundinum liggja. Þar er einungis gert ráð fyrir að kynna niður- stöðu Evrópuskýrslunnar á fé- lagsfundum og bíða með frekari ákvarðanir. Ungir jafnaðarmenn hafa hins vegar hug á að keyra þetta mál áfram og munu leggja fram tillögu á fundinum um að í kjölfar þessarar kynningar á skýrslunni verði það tekið upp í stefnuskrá að látið verði reyna á umsóknaraðild að ESB. Ágúst Ágústsson, formaður ungra jafn- aðarmanna, segir að við vinnslu tillögu ungliðanna hafi'menn orð- ið varir við jákvæða strauma frá öðrum flokksmönnum og á hann von á að þessi tillaga eigi tals- verðan hijómgrunn. í tillögunni segir m.a.: „Með hliðsjón af þeim samningsmarkmiðum sem skýrsluhöfundar Samfylkingar- innar hafa tekið saman vill Sam- fylkingin hefja aðildarviðræður við Evrópusam-1 bandið þar sem | samningsmark- miðin tryggja ís-1 lenska langtíma-1 hagsmuni.“ Sjálfur skil- greinir formaður I flokksins, Össur | Skarpéðinsson, Össur Evrópumálin Skarphéðlnsson. sem eitt af þeim aðalmálum sem skapi flokknum sérstöðu í islenskum stjórnmál- um. „I hnotskurn má tjá sérstöðu Samfylkingarinnar með orðunum auðlindir, Evrópa og lýðræði. Þetta eru þeir málaflokkar sem skapa Samfylkingunni, hver með sínum hætti, algjöra sérstöðu í ís- lenskum stjórnmálum," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, í ávarpi til flokksmanna á heimasíðu flokks- ins í tilefni fundarins og bætir þar við að á fundinum vilji hann „stíga næstu skref í samskiptum íslands við Evrópu". -BG Nagladekk: Vonancði á hröðu undanhaldi - segir gatnamálastjóri Að sögn Sigurð- ar Skarphéðins- sonar, gatnamála- stjóra Reykjavík- urborgar, virðist nokkuð vera að draga úr notkun nagladekkja í borginni sam- kvæmt talningu embættisins. Seg- ir hann reyndar enga þörf á að aka um á nagladekkj- um vegna tíðrar gatnahreinsunar og hálkueyðingar með salti. Þá hef- ur mikil svifryksmengun í borginni á þurrum vetrardögum verið talin að verulegum hluta nagladekkjum að kenna. Embætti gatnamálastjóra hefur gert talningu á nagladekkjanotkun á götum borgarinnar til nokkurra ára. „Niðurstaðan í fyrra var sú að um 60 til 65 prósent bíla voru á nagladekkjum," sagði Sigurður. Hann segir notkunina hafa verið meiri áður, eða allt að 75 prósent. „Ég vona að þetta sé á hröðu und- anhaldi. Það eru afar fá lönd í heim- inum sem leyfa nagladekkjanotk- un.“ Mikil umræða hefur verið um nagladekk að undanfömu og þá ekki síst aðra kosti sem í boði eru. Þar er helst rætt um loftbóludekk, harðkornadekk og óneglda sérhann- aða vetrarhjólbarða. Sigurður segir að gagnvart tryggingum sé ekki skylda að aka á nagladekkjum. í reglugerð frá síðasta ári segir að nota eigi dekk með vetrarmynstri, með eða án nagla, eða þá snjókeðj- ur. Keðjur er þó óheimilt að nota þegar þær geta valdið skemmdum á vegum. Að undanfórnu hafa starfsmenn gatnamálastjóra gert örar talningar í borginni á nagladekkjanotkun. Síðdegis í gær lágu fyrir fyrstu töl- ur úr þeirri talningu. Þann 8. nóv- ember voru 43% ökutækja á höfuð- borgarsvæðinu komin á nagladekk en 1. nóvember voru þau 14%. Þó enn eigi ugglaust eftir að fjölga nagladekkjum í umferðinni fram yf- ir áramót segist Sigurður hafa til- finningu fyrir því að þeim fari fækkandi ár frá ári. -HKr Afganistan: Talibanar hörfa til Kandahar Hersveitir talibana hafa hörfað undan stórsókn Norðurbandalags- ins til Kandahar og annarra svæða þar sem pashtúnar eru í meirihluta og stuðningur þeirra mestur. Mikil óvissa ríkir um afdrif Kandahar. Sjá bls. 10 Sigurður Skarphéðinsson. Hvalur á hrakhólum: Keikó gæti oröid Skoti - eða íri „Vísindamenn hafa viðurkennt að Keikó vilji ekki frelsi," segir í skoska blaðinu Daily Record. 1 blað- inu segir að eigendur Keikós, the Ocean Futures, hafi að undanförnu leitað að nýju heimili fyrir Keikó við strönd Bretlands. Þar er til- greint að athygli manna beinist sér- staklega að Skotlandi eða Irlandi. Haft er eftir Charles Vinick, vara- forseta stjórnar Ocean Futures, að einnig sé leitað að stað fyrir Keikó á íslandi. „Vonandi verður þetta í síð- asta sinn sem við þurfum að flytja hann og áriðandi er að við tökum WON’T vSmwhalemaygetScot Sífellt í kastljóslnu Breskt þlaö segir Keikó vera á leiö til Skotlands. rétta ákvörðun ...,“ er haft eftir varaforsetanum. Keikó var fluttur frá íslandi til Bandaríkjanna árið 1978 þar sem hann varð sýningargripur. Þar sló hann í gegn í kvikmyndinni Free Willy. Seinna dvaldi hvalurinn við kröpp kjör í mexíkóskri smálaug. Þaðan var hann fluttur í betri laug í Oregon. Fyrir þremur árum var Keikó enn fluttur en nú til Vest- mannaeyja; til móts við frelsið. Nú hafa vísindamenn Ocean Futures geflst upp við aðlögun háhymings- ins að villtri náttúru og hugaö er að enn einum flutningnum á hinum 25 ára háhymingi milli landa. -rt Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.