Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 2
22 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 Sport i>v Forms- atriði var það Stjarnan vann auöveldan sigur á KA/Þór, 22-33, i 16-liða úrslitum SS-bikars kvenna í handknattleik á Akureyri í gærkvöld. Sigurinn var þó ekki auðsóttur, þ.e. utan vallar, þar sem leikurinn hófst ekki fyrr en rúmum klukkutíma eftir að hann átti að hefjast vegna þess að Stjarnan þurfti að fljúga til Húsavíkur og taka síðan rútu það- an sem síðan bilaði á leiöinni. Það mátti kannski merkja ferða- þreytu á Stjörnuliðinu í upphafi, heimastúlkur höfðu í fullu tré við þær og'virtust ætla að fara langt á baráttunni. Það breyttist þó um miðjan fyrri hálfleik og Stjarna fór að síga fram úr og hafði ágæta for- ystu í leikhléi, 12-16. í síðari hálfleik var allt annað Stjömulið að sjá og þær bmtu nið- ur mótstöðu norðanstúlkna og juku muninn en KA/Þór kom þó til baka og náði að minnka hann aftur niður í fjögur mörk, 20-24. Það var siðan á síðustu 12 mínút- unum sem styrkleikamunur lið- anna kom í ljós, KA/Þór skoraði ekki i heilar 11 mínútur á meðan Stjarnan skoraði sex og uppskar stórsigur. Harpa Melsted úr Haukum sést hér brjótast fram hjá FH-ingunum Evu Albrechtsen og Dröfn Sæmundsdóttur. DV-mynd E.ÓI. Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna: Búið fyrir hlé Fyrsti leikur Herdísar Að vanda var það hægur og hugmyndasnauður sóknarleikur sem varð KA/Þór að falli en vörn liðsins er oft og tíðum ágæt. Stjarnan var ekki svipur hjá sjón á stundum og ekki fyrr en að Herdís Sigurbergsdóttir kom inn á í sinn fyrsta leik eftir langt hlé að þær fóru virkilega að berjast fyrir hlut- unum. „Ég er komin í þetta aftur til að hafa gaman af þessu, mig langaði að ljúka þessu á annan hátt og prófa hvemig þetta væri en ég næ ekki að vera nema 50% af því sem ég var áður,“ sagði Herdís Sigur- bergsdóttir, sem kom inn í lið Stjörnunnar eftir langt hlé vegna erflðra meiðsla. Hún sýndi nokkra gamla takta, skoraði fjögur lagleg mörk og tók vel á því i vöminni. „Keppnisskapið er enn til stað- ar, það vantar ekki, en ég hef því miður ekki líkamann til að fylgja því eftir. Ég ætla að láta keppnis- skapið fleyta mér langt. Ég ætlast hins vegar ekki til of mikils af sjálfri mér og er hér til að hafa gaman af þessu.“ -ÓK Mörk KA/Þórs: Elsa Birgisdóttir 8/6, Ásdís Sigurðardóttir 6, Ebba Særún Brypjarsdóttir 3, Inga Dís Sigurðardótt- ir 2, Ása Maren Gunnarsdóttir 1, Martha Hermannsdóttir 1, Þórhildur Brynjars- dóttir 1. Varin skot: Selma Malmquist 5/1, Sigurbjörg Hjartardóttir 1. Mörk Stjömunnar: Anna Blöndal 8, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Mar- grét Vilhjálmsdóttir 4, Herdís Sigur- bergsdóttir 4, Hrund Sigurðardóttir 4, Ragnheiður Stephensen 4/2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Halla María Helga- dóttir 1. Varin skot: Jelena Jovanovic 16/1, Ólína Einarsdóttir 4. Haukastelpur léku við hvern sinn fingur i gærkvöldi þegar þær unnu afar öruggan og sanngjarnan sigur á FH, 26-18, og tryggðu sér sæti i undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta. Það var ljóst strax frá upphafi hvort liöið væri sterkara, Haukar náðu strax undirtökunum inn í leikinn enda fór svo að úrslit- in voru nánast ráðin þegar flautað var til leikhlés en þá var staðan 16-7, íslandsmeisturunum í vil. Þessum fyrri hálfleik vilja gestimir eflaust gleyma sem fyrst enda var ráðaleysið allt að því algjört og lyk- iUeikmenn svo til flestir úti að aka. Undantekningarlítið tóku leikmenn liðsins skot af gólfinu sem vörn Haukanna átti í litlum erfíðleikum með og í kjölfarið fylgdi fullt af vel útfærðum hraðaupphlaupum þar sem Hanna G. Stefánsdóttir var i að- alhlutverki og gestimir fengu ekki rönd við reist. Dröfn sást varla Haukamir leika mjög sterka 6:0 vörn og því nokkuð undarlegt hvað FH-liðið nýtti sér illa uppstfllingar og uppstökk eftir aukaköst enda sást til að mynda stórskyttan Dröfn Sæmundsdóttir varla i leiknum og það var eins og leikur liðsins miðað- ist ailan tímann við eitthvað allt annað varnarafbrigði. Seinni hálfleikur var hálfgert formsatriði en þá hresstust gestirn- ir til muna og tókst að halda í við meistarana en minnstur varð mun- urinn sex mörk, 22-14. FH-liðið get- ur miklu betur en það sýndi í þess- um leik en það er brothætt enda ungt að árum. Hafdís Hinriksdóttir var langbest þeirra í gær en þær Harpa Vífilsdóttir og Eva Albrecht- sen voru ágætar og þá stóð Kristín María Guðjónsdóttir sig mjög vel i markinu þann alltof stutta tíma sem hún fékk. í Haukaliðinu var engan veikan hlekk að finna og greinilegt að liðið er að komast á fuflt skrið og sér í lagi hefur varnarleikurinn tekið stakkaskiptum að undanfömu. Þá er sóknarleikurinn allur að koma tfl og markvarslan var í finu lagi og ef fram fer sem horfir þá heldur liðið ekki einungis titlunum tveimur heldur bætir þeim þriðja við. Brynja Steinsen, leikmaður Hauka, hafði þetta að segja í leikslok. Okkar hættulegasti and- stæðingur „Ég bjóst við þeim mun öflugri en raun bar vitni en við vorum virki- lega tilbúnar og vel stemmdar fyrir þennan leik. Ef við náum að spila eins og við viljum eigum við ekki að þurfa að hafa áhyggjur af hinum lið- unum enda vil ég meina að við sé- um sjálfar oft okkar hættulegasti andstæðingur.“ „Ég átti von á mun miklu jafnari leik og ég hélt að við værum tilbún- ar i slaginn en það var bara ekki rétt. Það virtist einfaldlega vanta vilja og græðgi í okkur en liðið er reynslulítið og dettur niður inn á milli eftir góða kafla en það bætist í reynslusarpinn eftir hvem leik og við verðum bara að læra af þessu,“ sagði Kristín María Guðjónsdóttir, leikmaður FH -SMS Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 5 (4 hraðaupphlaup), Sandra Anulyte 4 (2 hraðaupphlaup), Inga Fríða Tryggvadótt- ir 4/2 (1 fiskað víti), Nína Björnsdóttir 4/1, Brynja Steinsen 3, Thelma Árnadótt- ir 3, Björk Hauksdóttir 1, Heiða Erlings- dóttir 1, Harpa Melsted 1 Varin skot: Jenný Ásmundsdóttir 9, hélt 3, Berglind Hafliðadóttir 4, hélt 1. Mörk FH: Hafdís Hinriksdóttir 9/3, Eva Albrechtsen 3, Harpa Vífúsdóttir 3, Helga Á. Jónsdóttir 1, Dröfn Sæmunds- dóttir 1, Ragnhildur Guðmundsdóttir 1, Varin skot: Kristín María Guðjónsdóttir 7, hélt 3, Jolanta Slapikiene 6, hélt 2. og hleyptu FH-ingum í raun aldrei Stoltur þjálfari Fylkis Fjölmargir áhorfendur mættu í Fylkishöllina í gærkvöld og sáu heimastúlkur standa í reyndu liði Gróttu/KR. En gestirnir unnu 28-16, eftir að staðan í hálfleik var 7-17. „Ég er stoltur af stelpunum því þær spiluðu mjög vel í leikn- um fyrir utan síðustu fimmtán mínútunar í seinni hálfleik. Þá náðu þær forskotinu en á þessun kafla vorum við óheppin með skot- in okkar,“ sagði Gunnar Magnús- son, þjálfari Fylkis. „Fylkisliðið er ungt og efnilegt og þar eru sprækar stúlkur. En við erum komnar áfram og það er fyr- ir rnestu," sagði Ágústa Edda, fyr- irliði Gróttu/KR, eftir leikinn. Mörk Fylkis: Lára Hannesdóttir 3/2, Olga Hrönn Jónsdóttir 3, Hrönn Kristinsdóttir 2, Hulda Karen Guð- mundsdóttir 2, Tinna Jökulsdóttir 2/1, Valgerður Ámadóttir 2, Helga Björk Pálsdóttir 1, Ingunn Guðbrandsdóttir 1. Varin skot: Ásdís Benediktsdóttir 10 skot. Mörk Gróttu/KR: Amela Hegic 7/2, Heiða Valgeirsdóttir 6, Ragna Karen Sigurðardóttir 4, Eva Björk Hlöðvers- dóttir 4/1, Ágústa Edda Björnsdóttir 3, Kristín Þórðardóttir 3. Varin skot: Þóra Hlíf Jónsdóttir 8 og Ásdís Krist- jánsdóttir 1. -BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.