Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Side 5
24 + 25 Sport FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 DV DV Sport - í samanburði við knattspyrnudeildirnar í Englandi, á Italíu, í Þýskalandi og á Spáni Eins og fram kemur hér að ofan eru fæst mörk gerð með skotum utan teigs af þeim fimm deildum sem DV-Sport ber saman að þessu sinni. Á sama tíma og 14% markanna á Ítalíu og í Englandi og 12% markanna á Spáni og i Þýsklandi koma með langskotum eru það aðeins 9% marka íslensku deildarinnar sem koma af 16,5 metrum eða lengra færi. Alls voru gerð 20 mörk fyrir ut- an teig í íslensku deildinni í ár en alls voru gerð 235 mörk í 90 leikj- um sumarsins. Það má segja að Valsmenn hafi bætt hlut langskotanna verulega því alls gerðu Hlíðarendapiltar fimm af þessum 20 mörkum sem komu með langskotum eða fjórð- ung þeirra sem voru skoruð. Hin níu lið deildarinnar skor- uðu þannig aöeins saman 15 mörk fyrir utan teig eða 7% þeirra marka sem þau skoruðu. Tvö lið náðu ekki að skora mark fyrir ut- an teig en það voru lið KR og Breiðabliks. -ÓÓJ Samanburður á tölfræðinni Hér fyrir neðan má finna samanburðartöflu á tölfræði deildanna sex sem eru til umfjöllunar í greininni hér í opnunni. Rauði liturinn táknar hæsta gildi en sá græni lægsta gildið. -ÓÓJ Valsmaðurinn Sigurbjörn Hreiðarsson, hér að ofan, skoraöi tvö af þeim 20 mörkum sem gerð voru fyrir utan teig í sumar og enn fremur þriöjung þeirra marka sem skoruö voru beint úr aukaspyrnu í deildinni. Fá mörk utan teigs á íslandi: Valsmenn bættu hlut íslensku deildarinnar Beinar útsendingar frá stærstu og bestu knattspyrnudeildum Evrópu streyma nánast daglega inn á heimili ís- lenskra knattspymu- áhugamanna þessa mánuðina á sama tíma og íslenskir knattspymumenn mega þola erfiöar æfingastundir í roki og kulda. íslenska deildin er aðeins lifandi í fimm mánuði ársins og hina sjö mega islenskir leik- menn sætta sig við að læra af þeim bestu í gegnum sjónvarpstækin. En væri ekki skemmtilegt að sjá hvað og hve miklu munar á þessum bestu deildum sem hafa innanborðs bestu knattspymumenn heims. DV-Sport skoðar í dag i framhaldi af þessum hugsunum tölfræði þeirra fjög- urra deilda sem oftast sjást hér í sjón- varpstækjunum á klakanum og ber þær saman við íslenska og norska boltann en sá síðastnefndi hefur oft verið millistig fyrir íslenska knattspymumenn á leið út í atvinnumennskuna. Tölurnar em frá síðasta vetri í Englandi, á Italíu, á Spáni og í Þýskalandi en síðan í sumar á Islandi og í Noregi. íslenska knattspyrnusumarið státaði af - jafnmikið skorað á íslandi og í Englandi prúðari leik en oft áður og flestum áhorf- endum í sögunni eins og DV-Sport hefur áður gert góð skil á en á öðrum sviðum tölfræðinnar er íslenska deildin ekki eins fram- bærileg við þær bestu í Evrópu. Það hafa nefnilega aðeins einu sinni áður verið skoruð færri mörk í ís- lensku deildinni en í sumar, það er eftir að þriggja stiga reglan var tekin í notkun 1984, og jafnframt hefur vítanýting leik- manna deildarinn- ar aðeins einu sinni verið verri frá því að hún varð tíu liöa deild sum- ariö 1977. Hér á eftir má finna hvernig þessar sex knattspyrnu- deildir standast samanburð við hvora aðra í helstu tölfræðiþáttum fótboltans. Mörk aö meðaitali í leik Norska deildin býður upp á langflest mörk eða 3,58 að meðaltali í hverjum leik sem er rétt tæpu marki meira í hverjum leik en þar sem mörkin eru fæst í Englandi og á íslandi þar sem athygli vekur að eru skoruð jafnmörg mörk eða 2,61 að meðaltali. Þess má geta að á metárinu í íslenska boltanum voru skoruð 3,64 mörk að meðaltali í leik. Á Italíu voru skoruð 2,76 mörk að meðaltali síðasta vet- ur og samkvæmt þeirri tölfræði ætti að vera spilaður meiri sóknarbolti á Ítalíu en í Englandi. Lista yfir meðalskor fleiri Evrópulanda má sjá hér til hliðar og þar eru nokkur lönd, sérstaklega úr Austur-Evrópu sem bjóða upp á færri mörk en sú íslenska gerði síðasta sumar og það er ágætt að vita að þrátt fyrir lítið skor eru lönd til þar sem minna er skorað. Fæstu mörkin í Evrópuboltan- um koma nefnilega í Júgóslaviu eða að- eins 2,36 að meðaltali í leik. - flest spjöld gefin í spænska boltanum - fæstu spjöldin í Noregi og á íslandi Sterkasti heimavöllurinn Þýsku liðin eru sterkust á heimavelli ef marka má tölfræðina því 52,3% leikja unnust af heimaliðinun í þýsku úrvals- deildinni á síðustu leiktíð. Spænsku liðin náðu einnig að vinna yfir 52% leikja sinna á heimavelli en það virðist skipta norsku liðin minnstu máli hvort þau eru að spila á heimavelli eða á útivelli því útiliðin náðu að vinna alls 33% leikja sinna í sumar og aðeins 45,1% leikjanna enduðu með heimasigri. Flest jafntefli ítalir eru jafntefliskóngarnir í hópi þessara sex landa en 28,8% allra leikja á síðasta tímabili enduðu með jafntefli. Fæstu jafnteflin voru aftur á móti í ís- lensku deildinni þar sem aðeins 17,8% leikja sumarsins í sumar enduðu með að íiðin skiptu með sér stigi. Þegar kemur að markalausu jafnteflunum þá fyrirfinnast þau varla í Noregi en þar enduðu aðeins 2,7% leikja með lokatölunum 0-0. Flest eru marka- lausu jafnteflin aftur á móti í Þýskalandi en 8,2% leikja þýsku deildarinnar enduðu án marks á síöasta tímabili. Gulu og rauðu spjöldin Islenska deildin státaði af sínum prúð- asta leik í níu ár ef marka má þau fáu spjöld sem fóru á loft en okkar leikmenn náðu þó ekki að slá út frændur okkar í Noregi þar sem aðeins 2,37 spjöld fóru á loft að meðaltali í leik á móti 2,96 hér heima. Þessi tvö frændlönd skera sig nokk- uð út úr hópn- um en langflest spjöld fóru á loft á Spáni eða 5,5 að meðaltali en ítalir og Þjóð- verjar nældu sér einnig í yfir fjögur gul spjöld að meðaltali í leik. Þegar kemur að rauðu spjöldunum eru Norðmenn enn í sérflokki en það voru 862 mínútur milli rauðra spjalda í norsku deildinni síðasta sumar. Enn eru það hinir blóðheitu Spánverjar sem næla sér í flest spjöld en 244 mínútur liðu á milli rauöa spjaldanna þar. íslenska deildin er hér í þriðja sæti en fleiri rauð spjöld fara þó á loft hér heima en í ensku úrvalsdeildinni. - ítalir nýta vítin sín langbest - flest víti dæmd á íslandi en jafnframt verst nýtt Vítaspyrnurnar íslensku dómaramir eru gjafmildastir á vítin í þessum hópi en 245 mínútur liðu milli dæmdra víta- spyrna í íslensku deildinni í sumar. Það nýttist þó ís- lenskum leik- mönnum þó ekki nægilega vel því aðeins 63,6% þessara spyrna nýttust sem er langslakasta vítanýting meöal deildanna sex. ítalska deildin státar af langbestri nýt- ingu en 84,8% þeirra víta sem voru dæmd í ítölsku A-deildinni skiluðu marki. Norðmenn eru eina deildin sem nær 80% nýtingu en 80,3% vítanna þar skiluðu marki í sumar. Það kemur reynd- ar nokkuð á óvart en fæst víti eru dæmd í ensku deildinni en þar liðu heilar 496 mínútur milli dæmdra víta á síðasta timabili. Brot í leik —; ítalirnir brjóta oftast af sér en 36,9 aukaspyrnur voru dæmdar í leik í ítölsku deildinni á síðasta tímabili en DV-Sport hefur reynd- ar ekki þær tölur úr þýsku eða norsku deildinni en af hinum fjórum eru fæstar auka- spyrnur dæmdar hér heima eða 28,5 að meðaltali í leik. - aðeins 1% marka kemur úr auka- spyrnum á íslandi Skipting marka Mörk úr aukaspyrnum eða með skot- um fyrir utan teig eru langfæst hér heima meðal þeirra fimm deilda sem DV-Sport hefur slíkar tölur úr en það náðist ekki í skiptingu marka í norsku deildinni á síð- asta tímabili. Aðeins 1% marka á íslandi kemur úr aukaspymum og aö- eins 9% markanna eru skoruð fyrir utan teig. ítalir eru hér efstir á blaði en 6% marka þar koma beint úr aukaspyrn- um og alls Iþróttaljós Óskar Ó. Jónsson 14% marka á ítaliu og í Englandi koma með skotum fyrir ut- an teig. Þegar kem- ur að skallakunn- áttu rekur íslenska deildin enn lestina með 16% markanna gerða með höfðinu en Spánverjar eru þar fremstir á blaði en alls 21% marka þar í landi er gert með skalla. Eins og sést hér á undan þá er það einkum í spyrnufæmi leikmanna sem munar mestu á leikmönnum í þessum deildum. íslenskir leikmenn bæði nýta vítaspymur sínar mun verr sem og að þeir eru ekki eins ógnandi fyrir utan teig og félagar þeirra í hinum deildunum. ítalska deildin stendur annars fremst í flestum af þeim þáttum sem dregnir voru hér fram eða í fimm af þrettán tölfræði- þáttum en næstir koma Norðmenn með þrjá. Mörkin - í nokkrum deildum á síðasta tímabili Noregur . Tyrkland . Sviss .... Belgía ... Holland .. Þýskaland Spánn ... Danmörk . Króatía . . Ítalía .... Austin-riki Skotland . Portúgal . England . ísland . . . Albanía . . Rúmenía . Frakkland Tékkland . Pólland . . Búlgaría . Júgóslavía 3,58 mörk í leik . . 3,32 . . 3,25 . . 3,06 . . 3,01 . . 2,93 . . 2,88 . . 2,77 . . 2,77 . . 2,76 . . 2,72 . . 2,65 . . 2,62 . . 2,61 . 2,61 . . 2,59 . . 2,59 . . 2,58 . . 2,57 . . 2,57 . . 2,43 . . 2,36 Samanburöur a 2001 2000/01 2000/01 2000/01 2000/01 2001 fótboltadeildum J: JJj j| jg BHS! g|H| Mörk í leik % leikja heimasigrar % leikja jafntefii % leikja útísígrar Gul spjöld í leik Mín. mllli dæmdra víta Mín. milli rauðra spjalda Vítanýting Brot í leik % marka með skalla % marka úr aukaspyrnu % marka utan teigs % leikja markalauslr ísland England Ítalía 2,61% 2,61% 2,76% 48,9% 48,4% 46,7% 17,8% 26,6% 28,8% 33,3% 25% 24,5% 2,96 3,2 4,01 426 580 293 254 496 246 63,6% 79,7% 84,8% 28,5% 29,3% ; 36,9% ' 16% 1 19% 17% 1% 4% ; 6% 9% 14% , 14% 7,8% 74% 6,5% Spánn Þýskaland 2,88% 2,93% Noregur f 3,58% 524% [ 52,3% : 45,1% ; 26,3% 22,5% 21,4% 21,6% 25,2% í 33,5% 5,5 4,27 2,37 244 313 862 303 328 248 77,9% 75% 80,3% 37,6% - 1 í 21% 18% - 4% 4% j 12% 12% 5% 84% . 2,7% |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.