Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Page 7
FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 27 r>v Sport Fjórir leikmenn Angóla sáu rautt - „vináttuleik“ Portúgala og Angóla varö að stöðva eftir 68 mínútur Fjöldamargir vináttulandsleikir voru háöir í gær og fóru þeir flestir fram í hinu mesta bróðerni. Annað blasti við í Lissabon, höfuðborg Portúgals, þegar heimamenn tóku á móti liði Angóla. Hætta varð leikn- um eftir 68 mínútur en þá var búið að reka fjóra leikmenn og einn til hafði þurft að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og því aðeins 6 leikmenn í liði Angóla. Þeir þrír fyrstu sem fengu að fjúka fóru allir á fyrstu 26 mínútum leiksins og allir fyrir að hafa fengið 2 gul spjöld. Leikurinn byrjaði nefnilega vel fyrir gestina sem komust yfir strax á 1. mínútu og héldu forystunni þar til rauðu spjöldin fóru á loft. Heimamenn gengu á lagið og þegar leikurinn var blásinn af höföu þeir bætt við fjór- um mörkum. Þá mætti lið Spánar Mexíkó í gær í slökum leik. Leikvöilurinn sem leikið var á var í mjög slæmu ásig- komulagi og gerðu liðin ótal mistök í leiknum vegna þess. Það var Raul sem tryggði sigurinn 17 mínútum fyrir leikslok. Tvær aðrar þjóðir sem hafa tryggt sér sæti á HM á næsta ári léku vináttulandsleik í gær, Rússar unnu Letta, 3-1, og Pólverjar gerðu markalaust jafntefli við Kamerún. -esá Reuters Brasilía og Þýskaland björguðu sér fyrir horn Það eru eflaust margir fegnir bví að stórþjóðir eins og Brasilía og Þýskaland láti sig ekki vanta á úr- slitakeppni HM á næsta ári. Þrátt fyrir hálfgert basl í gegnum und- ankeppnina tókst það loksins. Þá komst einnig á hreint hvaða Evrópuþjóðir verða í Japan og Suð- ur-Kóreu á næsta ári og tókst Sló- venum, Belgum og Tyrkjum að hreppa það hnoss. Það verða að teljast heldur óvænt tíðindi að Belgar unnu báða leikina gegn Tékkum og Slóvenar héldu jöfnu í Rúmeníu eftir að hafa unnið gegn gangi leiksins á heimavelli. Tyrkir áttu hins vegar ekki í neinum vandræðum með Austurríkismenn og rótburstuðu þá, 5-0. „Ég er ángæður, þetta land er á uppleið," sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrkja. „Við erum allir á leiðinni til Kóreu.“ Léttir fyrir Þýskaland „Ég hreinlega neita að ímynda mér hvað hefði gerst værum við ekki á leið á HM,“ sagði knattspyrnukeis- arinn þýski, Franz Beckenbauer. „Þökk sé Guði að þær áhyggjur eru okkur núna að baki.“ Hætta var á að liðinu tækist ekki að taka þátt í úrslitakeppni HM í fyrsta- sinn síðan 1950. Þjóðverjar komu með jafntefli frá Úkraínu og dugði markalaust jafntefli til að komast áfram. En ekkert slíkt var uppi á teningnum, 3 mörk á fyrstu 15 mínútunum var eins og kjaftshögg fyrir gestina og sýndu Þjóðverjar fram á að þetta geta þeir enn. Rúmenar tefldu fram þremur sóknarmönnum gegn Slóvenum í gær en allt kom fyrir ekki þrátt fyr- ir nokkur góð tækifæri. Slóvenar tóku svo forystu á 56. minútu en eft- ir að hafa bætt fjórða sóknarmannin- um við tókst heimamönnum að jafna, þótt að þar hafi verið varnar- maður að verki. Lengra komst rúm- enska liðið ekki og þarf því að sitja heima, fjórða stórmótið í röð. Andlausir Tékkar tóku á móti Belgum í Prag í gær. Þrátt fyrir að hafa stjórnað leiknum sköpuðu Tékkar ekki nema nokkur færi sem þeir misnotuðu. Undir lok leiksins var svo brotið á Gert Verhayen inn- an vítateigs Tékka og Marc Wilmots markaði endurkomu sína í landslið- ið með því að skora úr vítiaspym- unni. Þar með komust Belgar í sína sjöttu úrslitakeppni HM í röð. Þá dró til tíðinda í Suður-Ameriku í gær. Brasilíu dugði sigur gegn Venesúela á heimavelli í gær og voru þeir í engum vandræðum með andstæðinga sína eftir að hafa kom- ist yfir snemma í leiknum. Það þýð- ir að Brasilía kemst beint í úrslita- keppnina en Úrúgvæ sem tapaði fyr- ir Kólombíu, 0-4, þarf að spila viö Ástralíu um síöasta lausa sætið. esá Rúmenía-Slóvenía...........1-1 0-1 Rudonja (56.), 1-1 Contra (65.). Slóvenía vann samanlagt, 3-2. Tyrkland-Austurríki........5-0 1-0 Bastúrk (21.), 2-0 Súkúr (30.), 3-0 Burak (44.), 4-0 Erdem (68.), 5-0 Er- dem (83.). Tyrkland vann samanlagt, 6-0. Tékkland-Belgía ...........O-l 0-1 Wilmots (86., víti). Belgía vann samanlagt, 2-0. Þýskaland-Úkraína .........4-1 1-0 Ballack (4.), 2-0 Neuville (11.), 3-0 Rehmer (15.), 4-0 Ballack (51.), 4-1 Shevchenko (90.). Þýskaland vann samanlagt, 5-2. Suður-Ameríka: Brasilía-Venesúela..........3-0 1-0 Luizao (12.), 2-0 Luizao (19.), 3-0 Rivaldo (35.). Paragvæ-Kólombía ...........0-4 0-1 Arisitzabal (25.), 0-2 Arisitzabal 35., víti), 0-3 Arisitzabal (62.), 0-4 Castillo (84.). Úrúgvæ-Argentína............1-1 1-0 Silva (18.), 2-0 Lopez (44.). Chile-Ekvador...............0-0 Perú-Bólivía ...............1-1 1-0 Alva (8.), 1-1 Coimbra (88.). Lokastaðan: Argentína 18 13 4 1 42-15 43 Ekvador 18 9 4 5 23-20 31 Brasilía 18 9 3 6 31-17 30 Paragvæ 18 9 3 6 29-23 30 Kólombía 18 7 6 5 20-15 27 Bólivía 18 4 6 8 21-33 18 Perú 18 4 4 10 14-25 16 Venesúela 18 5 1 12 18-14 16 Chile 18 3 3 12 15-27 12 Vináttulandsleikir: Malta-Kanada ..............2-1 1-0 Carabott (33., víti), 1-1 Salteri (42.), 2-1 Mifsud (75.). Grikkland-Kýpur.............1-2 0-1 Okkas (41.), 1-1 Liberoppulos (86.), 1-2 Ioakeim (88.). Lettland-Rússland...........1-3 0-1 Hohlov (8.), 0-2 Alenichev (47.), 0-3 Panov (72.), 1-3 Astaflevs (89.). Pólland-Kamerún ............0-0 Eistland-Kasakhstan.........0-0 Ungverjaland-Makedónía . .. 5-0 1-0 Lisztes (3.), 2-0 Ferenczi (25.), 3-0 Tokoli (56., víti), 4-0 Tokody (66.), 5-0 Lisztes (75.). Marokkó-Sambia..............1-0 1-0 Rokki (86.). Portúgal-Angóla ............5-1 0-1 Mendonca (1.), 1-1 Figo (26.), 2-1 Gomes (36.), 3-1 Andrade (39.), 4-1 Boa Morte (47.), 5-1 Gomes (63.). Rauð spjöld: Yamba Asha (16.), Wil- son Estrela (25.), Franklin Manuel (26.), Antonio Neto (65.). Spánn-Mexíkó................1-0 1-0 Raul (73.). Leikmenn þýska landsliðsins fagna einu fjögurra marka sinna gegn Úkraínu í gær. 30 þjóðir komnar áfram á HM 2002 - tæpir 200 dagar til stefnu Nú er ljóst um 30 af þeim 32 þjóð- um sem fá að taka þátt í úrslita- keppni HM sem fer fram í Japan og Suður-Kóreu á næsta ári. Rétt tæp- ir 200 dagar eru til stefnu. Eftirtaldar þjóðir hafa unnið sér rétt til þátttöku: Heimsmeistarar: Frakkland. Gestgjafar: Japan og Suður-Kórea. Evrópa: Pólland, Svíþjóð, Spánn, Rússland, England, Króatía, Portú- gal, Danmörk, Ítalía, Tyrkland, Belgía, Slóvenía og Þýskaland. Suður-Ameríka: Argentína, Paragvæ, Ekvador og Brasilía. Afríka: Kamerún, Nígería, Senegal, Túnis og Suður-Afríka. Mið- og Norður-Ameríka: Kosta- ríka, Bandaríkin og Mexíkó. Asía: Kína og Sádi-Arabía. íran tekur á móti írlandi í dag kl. 14 í síöari leik liöanna um hvort liðið fer á HM. írland vann fyrri leikinn, 2-0. Úrúgvæ mætir Ástraliu í tveimur leikjum, 20. og 25. nóvember, til að skera úr um hvort liðið öðlast þátt- tökurétt á HM á næsta ári. Fjórar þjóðir taka nú þátt í fyrsta sinn, Slóvenía, Ekvador, Senegal og Kína. -esá Fýrsti sigur Möltu undir stjórn Held Sigfried Held, fyrrum lands- liðsþjálfari íslands og núverandi þjálfari Möltu, stýrði í gær sín- um mönnum til sigurs í fyrsta sinn síðan hann tók við liðinu en hann hefur stjómað Möltu í síðustu 5 landsleikjum þeirra. Maltverjar léku viö Kanada og unnu, 2-1, með mörkum frá Dav- id Carabott úr víti og Michael Mifsud. Paul Salteri skoraði mark Kanada. „Sigi“ Held stjómaði íslenska landsliðinu í 37 leikjum á tíma- bilinu 1986-9. Undir hans stjórn gerði íslenska landsliðið 3 jafn- tefli við Sovétmenn, þar af 1 í Moskvu, en tapaði einnig fyrir A-Þjóöverjum, 0-6, á Laugardals- velli árið 1987. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.