Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Page 8
28 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 Hin hliðin dvsport@ff.is SDort Coulthard mun ógna Shumacher Franski ökuþórinn Jean Alesi, sem er einn reyndasti ökumaður sem ekið hefur í Formula 1 en er hættur, segir að Skotinn David Coulthard hjá McLaren verði helsti andstæðingur Michaels Shumachers á næsta ári. Alesi segist eiga von á hraustlegri frammistöðu frá McLaren 2002. Ingi Þór Steinþórsson hefur náö góðum árangri meö KR. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR: „Núna verður mamma mín alveg brjáluð“ Ingi Þór Steinþórsson er þjálf- ari KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Undir stjórn Inga Þórs hefur KR byrjað körfubolta- vertíðina með látum og ekki enn tapað leik i úrvalsdeildinni. Ingi Þór sýnir á sér hina hliðina i DV- Sporti í dag. Fullt nafn: Ingi Þór Steinþórs- son. Aldur: 29 ára. Maki: Sigrún Anna Jónsdóttir. Bifreið: Volkswagen Golf árgerð 1997. Atvinna: Sölumaður hjá J.S. Helgasyni. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Gisli Marteinn Baldursson. Hann er sá besti í dag. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Gnarr. Uppáhaldsmatur: Lasagne þegar ég geri það sjálfur. Núna verður mamma mín brjáluð en hún er frá- bær kokkur. Uppáhaldsdrykkur: Það er bara gamla góða kókið. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Heklusport. Annars horfl ég ótrú- lega lítið á sjónvarp. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka: Jennifer Lopez. Uppáhaldstímarit: Gamla góða íþróttablaðið. Er það ekki dautt annars? Uppáhaldsleikari íslenskur: Sigurður Sigurjónsson. Uppáhaldsleikari erlendur: Ro- bert DiNiro. Uppáhaldssöngvari íslenskur: Herbert Guðmundsson. Uppáhaldssöngvari erlendur: James Hetfield, söngvari Metalica. Uppáhaldshljómsveit íslensk: Sálin hans Jóns míns. Uppáhaldshljómsveit erlend: Live. Hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni: Hlynntur. Hlynntur eða andvígur meiri- hluta R-listans í borgarstjórn: Andvígur. Hlynntur eða andvígur því að ísland gangi í ESB: Hlutlaus. Uppáhaldsstjómmálamaður is- lenskur: Davíð Oddsson. Uppáhaldsstjómmálamaður erlendur: Tony Blair. Uppáhaldstónlistarmaður ís- lenskur: Jón Ólafsson. Uppáhaldstónlistarmaður er- lendur: Mark Knopler. Uppáhaldsfélag í enska boltan- um: Manchester United. Uppáhaldsleikmaður í enska boltanum: David Beckham. Uppáhaldsfélag í NBA-deild- inni: Los Angeles Lakers. Hef hald- ið með þeim frá upphafi. Uppáhaldsleikmaður í NBA- deildinni: Kobe Bryant. Annars er Vince Carter líka í miklu uppáhaldi enda toppmaður. Eftirminnilegur samherji í íþróttunum: Kristinn Vilbergsson, félagi minn.í bumbunni hjá KR. Eftirminnilegur andstæðingur í íþróttunum: Þeir eru nokkrir. Ætli ég segi ekki Friðrik Ragnars- son sem þjálfar Njarðvik i dag. Hann er toppmaður. Besti íþróttamaður á íslandi f dag: Jón Arnór Stefánsson, leik- maður KR í körfunni. -SK Rick Parry, einn af helstu for- ráðamönnum Liverpool í enska boltanum, sagði í gær að öruggt væri að Frakkinn Gerard Houllier yrði áfram við stjóm- völinn hjá Liverpool í mörg ár í viðbót. Mikil ánægja hefði ríkt með störf hans og liðinu hefði gengið vel undir hans stjórn. Þá sagði Parry að reiknað væri með að Houllier tæki aftur við stjórn- inni hjá Liverpool eftir tvo mán- uði. Þá yrði hann væntanlega búinn að jafna sig af hjartaáfall- inu sem hann fékk fyrir nokkrum vikum. Tiger Woods og David Duval hefja í dag titilvörn sína á heimsmeistaramóti liða í golfi þar sem tveir kylflngar leika fyr- ir hvert lið. Spánverjinn Sergio Garcia segir að vel verði hægt að sigra þá Woods og Duval en til þess verði hann og félagi hans, Angel Jimenez, að leika mjög vel. Sigurlidið fœr 100 milljónir króna í sinn hlut en leikið verð- ur í Japan. Þeir Tiger Woods og Duval segja að þetta verði erfltt mót en leikinn er höggleikur og betri bolti. Duval er á því að þeir Ernie Els og Retief Goosen frá Suður-Afríku verði mjög erfiðir viðureignar og einnig írska liðið en þeir Padraig Harrington og Paul McGinley leika fyrir hönd íra á mótinu. Tiger Woods hefur alls ekki náð sér á strik upp á síðkastið og kennir um ónotum í baki sem hafa verið að angra hann. Woods sagðist í gær vera að ná sér og væri farinn að slá vel. Ef Tiger- inn nær sér vel á strik og Duval, sem sigraði á móti atvinnu- manna i Japan um síðustu helgi, leikur af sama krafti verða þeir félagar erfiðir viðureignar. Veröur Lennox Lewis sleginn i rot ööru sinni á hálfu ári eöa tekst honum aö endurheimta báöa heimsmeistaratitlana? Hnefaleikar um helgina: Nær Hasim að rota tröllið á ný? Um helgina kemur í ljós hvort það voru mistök hjá breska hnefaleikaranum Lennox Lewis að berjast strax og færi gafst við Bandaríkjamanninn Hasim Rahman. Lennox Lewis hefur verið gagnrýndur töluvert fyrir að æða í Rahman að svo skömmum tíma liðnum en hann tapaði tveimur titlum til Ra- hmans í Suður-Afríku í apríl á þessu ári. Oft þegar hnefaleikarar hafa tapað titli hefur það verið talið heppilegt að beijast þrisvar eða íjórum sinnum áður en lagt væri í heimsmeistar- ann á ný. Þessu er Lewis ekki sammála og það kemur ekki í Ijós fyrr en á sunnudagsmorgun hvort hann hafði rétt fyrir sér. Þeir eru margir sem veðja á sigur Rahmans. Það er talið hafa áhrif á Lewis að hann rak nýlega framkvæmdastjóra sinn, Frank Maloney, eftir far- sælt samstarf i rúman áratug. Maloney hefur ver- ið Lewis mikilvægur stuðningur í hringnum í keppnum auk þess sem hann hefur samið vel fyr- ir kappann á undanförnum árum Lewis hefur lýst því yfir að hann leggi hansk- ana á hilluna tapi hann bardaganum. Það þykir fá- tækleg yfirlýsing í íþróttunum í dag þegar þjálfar- ar eru farnir að hóta því að svipta sig lífi ef lið þeirra tapar. Davið Oddsson er uppáhalds- stjórnmálamaöur Inga Þórs. Jennifer Lopez. Fallegasta konan fyrir utan maka. Leyton Hewitt frá Ástralíu réð sér ekki fyrir kæti eftir sigurinn á Agassi. Agassi missti af milljónunum 350 Leyton Hewitt gerði sér lítið fyrir og sló bandaríska tenniskappann Andre Agassi út úr síðasta móti at- vinnumanna á þessu ári en mótið fer fram í Sydney í Ástralíu. Hewitt sigraði örugglega í tveim- ur settum, 6-3 og 6-4, og leikur þeirra tók aðeins 91 mínútu. Er þetta með styttri leikjum sem Agassi hefur leikið og tapað í nokk- uð langan tíma. Agassi missti þar með af milljónunum 350 sem sigur- vegarinn á mótinu fær í sinn hlut. Umræddur Hewitt er aðeins tví- tugur að aldri og er við toppinn á heimslistanum en á mótinu í Sydn- ey keppa aðeins þeir átta bestu í heiminum. Hann er án efa framtíð- arstjarna í tennisheiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.